Tíminn - 18.04.1991, Blaðsíða 20

Tíminn - 18.04.1991, Blaðsíða 20
AUGLYSINGASÍMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NÚTIMA FLUTNINGAR Hatnorhusinu v Tryggvagolu. _____S 28822____ MbK ^iC^ábriel / HÖGG- - DEYFAR . í ‘Verslió hiá faemönnum Ókeypis auglýsingar fyrir eínstaklinga POSTFAX 91-68-76-91 PM.IWM Hamarsböfða 1 - s. 67-6744 f TVÖFALDUR1. vinningur líniinn FIMMTUDAGUR 18. APRlL 1991 Sala og afkoma dótturfyrirtækja SH og söluskrifstofa á síðasta ári: Söluaukning í Evrópu en samdráttur í BNA Sjávarafurðasala Coldwater Seafood Corp. í BNA dróst saman um 9% í magni talið og 3% í verðmætum miðað við 1989. Tæp- lega 30% aukning varð í sölu dótturfyrirtækis SH í Bretlandi á sama tíma, Icelandic Freezing Plants Ltd., og 29% magnaukn- ing og 44% verðmætaaukning varð hjá VIK, dótturfyrirtæki SH í Hamborg. Þetta kom fram í skýrslu stjórnar SH, sem Jón Ing- varsson stjórnarformaður flutti á aðaifundi SH í gær. Aukning í sölu verksmiðjufram- leiddrar vöru var um 6% hjá Cold- water, en flakasala dróst saman um 7%. Hagnaður af rekstri fyrirtækis- ins eftir skatta nam um 1,8 milljón- um dollara. Skortur á fiski frá ís- landi, einkum þorskblokk, þorsk- og ýsuflökum, háir mjög afurðasölu Coldwater. Þetta hefur orsakað það að fyrirtækið hefur keypt til vinnslu ódýrari fisktegundir, eins ogAlaska- ufsa og hoki frá Nýja-Sjálandi og auk þess mikið af kanadískri þorsk- blokk til að anna eftirspum við- skiptavina. Síhækkandi verð á Evr- ópumarkaði og léleg staða dollars gagnvart Evrópumyntum hefur dregið verulega úr útflutningi á fiskafurðum til Bandaríkjanna und- anfarin ár. í fyrra vom aðeins um 35% hráefnisins, sem unnið var hjá Coldwater, frá íslandi. Búast má við að framleiðslan kunni á ný að fara að leita tii BNA í auknum mæli, þar sem Bandaríkjadalur hefur hækkað umtalsvert það sem af er þessu ári gagnvart öðmm vestrænum gjald- miðlum. Hjá Icelandic Freezing Plants Ltd. í Bretlandi varð tæplega 30% aukn- ing í sölu sjávarafurða, en heildar- salan var 44 milljónir sterlings- punda. Mest var aukningin hjá IFPL í verksmiðjuframleiddri vöm, eða rúmlega 42%, og hagnaður af rekstri var 228 þúsund pund. Mikil breyting til batnaðar var á rekstrin- um 1990 miðað við 1989, eða sem nemur 1,9 milljónum punda. Ástæða batans var bæði söluaukn- ing á flökum og verksmiðjufram- leiddum vömm sem og vemlegar verðhækkanir. Samhliða þessari þróun hefur fengist umtalsverð framleiðniaukning og árangur hef- ur orðið vemlegur í aðhaldi á rekstrarkostnaði. Athyglisvert er að meðan söluaukning átti sér stað hjá IFPL hefur orðið mikill sölusam- dráttur hjá helstu samkeppnisaðil- um á breskum markaði. VIK, dótturfyrirtæki SH í Ham- borg, seldi á síðasta ári 16.500 tonn að verðmæti 91 milljón marka, sem er 29% magnaukning og 44% verð- mætaaukning miðað við 1989. Söluskrifstofur SH í París seldu á sama tíma 18 þúsund tonn fyrir 330 milljónir franskra franka, sem er umtalsverð aukning frá fyrra ári, eða 32% í magni og 74% í verð- mætum. Það sem af er þessu ári hefur orðið bæði magn- og verð- mætaaukning á meginlandinu hjá þessum söluskrifstofum. Samdráttur varð í sölu til Austur- Asíulanda, úr 24 þúsund tonnum 1989 í rétt rúmlega 18 þúsund tonn í fyrra. Það sem af er þessu ári hefur magnaukning fyrir þennan markað numið 92% og verðmætaaukning 210%. Útflutningur á skelflettri rækju var rúmlega tvö þúsund tonn, sem var 75% meira magn en 1989, þrátt fyr- ir að erfíðleikar voru í markaðsmál- um vegna lækkandi söluverðs og sölutregðu. Hörpudiskútflutningur var 600 tonn, sem er svipað magn og 1989, og eru Frakkar nú stærstu kaupendur að þessari afurð. Hum- arútflutningur varð 250 tonn og var helmingi meiri framleiðsla á heil- um humri en humarhölum í fyrra. Stærstu kaupendumir vom Danir og Spánverjar. Mikil aukning varð í sölu á eldisfiski, en hún jókst úr 225 tonnum 1989 í 1.280 tonn 1990. —SE Banaslys á Laugavegi Banaslys varð á efri hluta Lauga- vegar laust fyrir klukkan fímm í gær og var honum lokað um tíma vegna þess. Slysið varð meö þeim hætti að bifreið ók í veg fyrir bif- hjól og iést ökumaður bifhjóls- ins. Bifreiðin, sem ók í veg fyrir hjólið, ók í vestur eftir Laugaveg- inum og beygði upp að Hekluhús- inu. ók hún þá í veg fyrir áður- nefnt bifhjól og sendibfí. Bflstjóri sendibflsins náði að stöðva, en ökumaður bifhjólsins ekld. Þá varð árekstur á gatnamótum Laugavegs og Kringlumýrar- brautar skömmu eftir klukkan fimm síðdegis í gær. Farþegi úr öðrum bflnum var fluttur á slysa- deild, en bflamir vom báðir dregnir í burtu mikið skemmdir. —SE Steingrímur Hermannsson kaupir fyrstu gullboltana fýrir rikisstjómina. Timamynd: Pjetur Frá Handknattleikssambandinu: Sala gullboltans HSÍ hefur sölu gullboltans, merkis HSÍ, núna um kosningahelgina. Hún markar upphaf að Iokaundir- búningi fyrir heimsmeistarakeppn- ina hér á landi 1995. HM 95 verður haldin hér í lok næsta kjörtímabils, innan fjögurra ára. Ekki veitir af tímanum ef við ætlum að standa okkur í hlutverki gestgjafa stærsta íþróttamóts, sem kannski verður nokkru sinni haldið á íslandi. Ekki þarf síður að huga að upp- byggingu keppnismanna, svo að við getum staðið öðrum þjóðum á sporði í heimsmeistarakeppninni sjálfri sem og í heimsmeistara- keppninni í Svíþjóð 1993. Sala merkisins um helgina og þá sérstaklega á kjördag er beiðni handboltamanna um stuðning við þennan undirbúning. Tekist hefur að fá íþróttafólk í nánast hverju sveitarfélagi landsins til sölu merk- isins og skipulögð hefur verið sala merkisins við kjörstaði. Þá verður gengið í hús víðast hvar og merkið einnig selt á mannamótum. Lang- flestum ætti því að gefast tækifæri til að sýna stuðning sinn í verki. Gullboltinn kostar 400 kr. Kostnaði við sölu merkisins er haldið í lág- marki, nema sölulaunin sem renna fyrst og fremst til starfsemi íþrótta- félaganna, sem sjá um söluna. And- virði merkjanna mun því skila sér vel.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.