Tíminn - 27.04.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.04.1991, Blaðsíða 8
16 T HELGIN Laugardagur 27. apríl 1990 í TÍMANS RÁS wm ATLI :«j. ] MAGNÚSSON: w Hinn fagri samhljómur Mikil stassjón og merkileg er Seðlabanki íslands. Hann er sagður hafa í upphafi verið ein einasta skúffa í skrifborði á einhverri stofnun, en tók síð- an að þenjast út smám saman, uns hann nú er orðinn að því áhrifaafli, sem snertir hvert heimili og hvern einstakling. Saga hans er þannig ekki ólík því er segir frá í sálminum „í fornöld á jörðu“: Frækornið smáa varð að miklu tré er á endanum breiddi lim sitt yfir lönd og höf „á lifenda bústað og dáinna gröf'. Já, guðsríki spratt upp af svo smáu, eins og Seðlabankinn varð til úr einni skúffu. Og líkt og við skynjum ekki alltaf guðsríki, sem þó er í öllum hlutum, er þessi banki oss sínálægur og stjórnar athöfnum okkar á næstum yfirskilvitlegan hátt. Hann á það líka sameiginlegt með trénu í sálminum að vindar og haglél hafa um hann nætt, án þess að hann haggaðist. Svo var reyndar frá upphafi, eins og þegar afstýra átti að þessi ábúðarmikla höll risi á Arnarhóln- um. En sem betur fór stóðu að honum kraftar sem voru öllum andstæðingum ofurefli og ekkert mun fá honum haggað á veglegri undirstöðu hans héðan af, sem minnir á Atlantshafsmúrinn, sem þýskir reistu á stríðsárunum. Ekki er þó víst að öllum yrði greitt um svör ef þeir ættu að skilgreina það sem fram fer innan hinna miklu veggja hans. Þó vita menn að þar er iðkuð mikil reikni- speki og að það er undir því komið hvem- ig til tekst með margföldunina og deiling- una þar, samlagninguna og frádráttinn, hve miklu þjóðin hefur úr að moða — hvort herða þarf sultarólina eða hvort kaupa má margréttað í hvert mál. Til þessa þarf heil ókjör af blýöntum, sem að sögn standa stutt við, því starfsmennirnir naga þá í ákafa, er þeir leggjast sem dýpst við að reikna. Sumir halda líklega einnig að í'bankanum sé rekin prentsmiðja, sem þrykki seðla nótt sem nýtan dag. En þótt sú sé ekki bókstaflega raunin, þá er bank- inn eigi að síður forleggjari peningaprent- unar og á sér stóra lagera af þessu eftirsótta prenti og á því þarf ekki að halda útsölur eft- ir jólin. Liggja ætti í augum uppi að það þarf að fara vel um alla út- reikningana, peningana og þá sem um allt þetta véla. Því mun afar fagurt um að litast í Seðlabankanum, enda meiri líkur á því að menn komist að jákvæðum niðurstöðum, þeg- ar umhverfi þeirra er aðlað- andi. I bankanum þarf að halda móttökur og þá er sömuleiðs áríðandi að gest- irnir kunni vel við sig og fái þannig aukið traust á stofn- uninni og því er hún stendur fyrir. Til að stuðla að þessu var á dögunum keyptur dýrindis flygill í móttökusal bankans, er kostaði litlar tvær og hálfa milljón. Einhverjir voru víst að finna að þessu, þar sem ágætir flyglar fást á aðeins hálfa milljón og forkunnargott hljóðfæri á milljón minna en bankaflygillinn kostaði. En það gat ekki dugað. Flygillinn varð að vera af þeim „standard", sem menn sjá á sviði mestu hljómleikasala heimsins, boð- legur færustu einleikurum. Því ætti að nást hinn göfugasti samhljómur er krist- alglösin klingja hvert við annað í veislum stofnunarinnar framvegis. Og þegar menn fara að syngja „Ó, Jósep, Jósep“ í veislulokin eða „Hann Árni er látinn í Leiru“, þá mun það ekki verða flyglinum að kenna ef einhver fer út af laginu. Já, fínt skal það vera. Gettu nú Hér fyrir viku var spurt um brú yfir vatnsfall og var þetta Þjórsá við Búrfell. Hér sjáum við sögufræg- an stað suður undir Eyja- fjöllum. Hver er hann? V3 1*1 — É- L* > «r ar cn 3 pc s Ui *— < 'Z. c* B R Jl SC -> <x iC jE cr 3 U. E sD Á V) h- <c r4 3 R E u. r4 r~3 vQ E H 3 u O <c — c/? l HH BE E H .1 Æ ra lO _ E 0 U- H P □ — 0- jr H H V3 i <c H 5 Q E5 Q QQ DE □ □ m H H E3 E "5 > < 0 — S <5 — P E J 3 s *4 3 r i E ko! N «r 0 72- 21 E u. 3 U E — u. T 1 J ■ 1 uj 1 3^ a i E H E i1 H H u ■ l- H H 0 H H B 19 H HB BB E c^> £0 3 co t- B 5 CO t- — y m 0 <1 U4 h * 0? m 0 □ JJZ KROSSGÁTA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.