Tíminn - 27.04.1991, Side 11

Tíminn - 27.04.1991, Side 11
Laugardagur 27. apríl 1991 HELGIN 19 T SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Þegar frænka Fowlers kom heim frá vinnu sá hún blóðbletti í innkeyrsl- unni sem lágu inn í húsið. Fábrotið heimili Leonards Fowler varð vettvangur hrottalegs morðs. Hossir þú heimskum gikki... Frænkan sagði að sambýliskonan héti Cindy Lou Landress. Hún vissi ekki margt um hana annað en það að hún var úr bænum en hefði flutt til Kaliforníu fyrir allmörgum árum en snúið aftur fyrir fáeinum mánuð- um. Hún var atvinnu- og húsnæðis- laus og framtíð hennar var ekki björt þar til hún kynntist Leonard Fowler. Hann skaut yfir hana skjóls- húsi og deildi fljótlega rúmi sínu með henni, sem ekki var óeðlilegt þar sem hann var einhleypur. Reyndar hafði frænkan séð Leonard í síðasta sinn í rúminu með Cindy. Cindy var strax sterklega grunuð um morðið, en lögreglumennirnir áttu erfitt með að átta sig á hver ástæðan hefði verið. Var líklegt að kona réðist svona grimmdarlega á mann sem veitt hefði henni húsa- skjól og ekki sýnt henni annað en góðvild? Það var ekki ofsagt að morðið hefði verið grimmdarlegt. Við krufningu kom í Ijós að Leonard hafði verið skorinn á rúmlega tuttugu stöðum á höfði, bringu, kynfærum og útlim- um. Þrír mismunandi hnífar höfðu verið notaðir við verkið. Slátrara- hnífurinn, veiðihnífurinn og einn til sem enn var ófundinn. Hvað ástæðuna snerti komst lög- reglan að því að Leonard hafði feng- ið útborguð tveggja vikna laun dag- inn áður, rúmlega eitt þúsund doll- ara, og hann tók launin venjulega heim með sér í reiðufé — enga banka fyrir Leonard Fowler. Ef gert var ráð fyrir því að um rán- morð væri að ræða, hafði Cindy þá verið ein að verki? Sú spurning kom upp þegar frænkan skýrði frá því að Cindy hefði ekki aðeins verið í tygj- um við Leonard Fowler heldur einn- ig annan mann í bænum. En ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið — frænkan vissi hvorki hvað hinn maðurinn hét né hvar hann bjó. Þannig stóðu málin þegar auglýst var eftir pallbílnum, sem talið var að dökkhærð kona um þrítugt æki, og í Ijós kom að parið hafði þegar átt í útistöðum við lögregluna en tekist að láta sig hverfa út í náttmyrkrið að nýju. Ein vísbending um hvert parið hefði hugsanlega getað haldið fannst á óvæntum stað — á veggn- um í eldhúsinu hjá Leonard Fowler. Þar fann lögreglan nokkra síma- reikninga þar sem tilgreind voru langlínusímtöl til Kaliforníu. Þar sem vitað var að Cindy hafði búið þar þar til nýlega var talið líklegt að hún væri enn í sambandi við fólk sem hún hefði kynnst í Kaliforníu. Þegar nánar var skyggnst í fortíð Cindy Landress kom í ljós að hún var engin Pollýanna. Hún hafði ver- ið dæmd vegna póstþjófnaðar tíu ár- um áður og í ljós kom að hún skipti um nafn eins og annað fólk skiptir um sokka — og það gera menn með hreinan skjöld yfirleitt ekki. Frásögnin af morðinu á Leonard Fowler birtist í sunnudagsblöðun- um. Meðal þeirra sem lásu hana var fyrrverandi lögreglumaður, honum brá í brún og hringdi hið snarasta í morðdeildina. Hann hafði sögu að segja. Saga hans hófst snemma á laugar- dagsmorguninn — nokkrum klukkustundum áður en Leonard Fowler var myrtur. Kunningi hans kom við hjá honum og spurði hvort hann mætti gista hjá honum. Þar sem maðurinn virtist helst hafa ver- ið á ærlegu fylliríi kippti lögreglu- maðurinn honum inn og leyfði hon- um að sofa á sófanum. Seinna um morguninn, um morg- unverðarleytið, bað kunninginn hann um að gera sér annan greiða, skutla sér smáspöl því hann ætlaði að hitta vinkonu sína. Lögreglu- maðurinn fyrrverandi brást vel við og ók manninum þangað sem hann vildi fara. Það sem olli honum óhug nú var að hann hafði látið manninn út úr bílnum í næsta nágrenni við hús Fowlers og innan við klukku- stund áður en hann var myrtur. Hann sagði að nafn mannsins væri Bill Lewellen. Lögreglan var snögg að grafa upp heimilisfang mannsins — ásamt því að hann hafði fengið kæru fyrir að hafa á sér eiturlyf 12 árum áður — og hröðuðu sér síðan heim til hans. Þar var þeim bent á annað heimilis- fang þar sem ættingi Lewellens bjó. Ættinginn var undrandi á heim- sókn lögreglunnar en skýrði frá því að hún hefði seinast séð Lewellen síðastliðið föstudagskvöld þegar hann hefði komið í heimsókn ásamt vinkonu sinni. Aðspurð um nafn vinkonunnar sagði hún að nafnið væri Cindy. Nánari yfirheyrslur leiddu enn frekari grunsemdir í ljós. Lewellen og Cindy höfðu beðið um að þeim yrði ekið að Golf Way Avenue um miðnættið. Þau voru bæði hálf- drukkin og kokhraust og á leiðinni í bílnum hefðu þau dregið upp hnífa og stært sig af því sem þau hugðust gera með þeim um nóttina. Stefnumóti Leonards Fowler við dauðann var þó slegið á frest þegar í Ijós kom að gestir voru hjá honum. Lewellen, sem bæði var drukkinn og þreyttur, ákvað að fá að gista hjá kunningja sínum þar til betra tæki- færi gæfist til að láta til skarar skríða um morguninn. Landress var hin rólegasta og skreið upp í hjá Fowler eins og ekkert væri, jafnvel má vera að hún hafi tekið veiðihníf- inn með sér undir sængina. Klaufalegur flótti Lögreglan hringdi nú í þau síma- númer í Kaliforníu sem fundust höfðu heima hjá Fowler. í Ijós kom að númerin voru hjá kunningjum Cindy og hafði hún nýlega látið í Ijós söknuð eftir Kaliforníu og áætlanir um að flytja aftur til San Diego. Áður en langt um leið hafði lög- reglunni í San Diego borist í hendur myndir af Cindy Landress og Willi- am Lewellen og sagt að þau væru vopnuð og hættuleg og eftirlýst vegna morðs, bílþjófnaðar og flótta milli fylkja. Lögreglan í San Diego hóf nú ná- kvæma leit að þeim skötuhjúum og einkum á stöðum sem vinir Cindy sögðu að hún hefði verið vön að halda sig. Tveimur vikum eftir morðið á Fowler fannst parið í San Diego. Þau röltu um University Avenue eins og hverjir aðrir ferðamenn og ákváðu að líta við á bar þar sem lögreglu- maður að nafni Wagner kom auga á þau. Hann kallaði þegar á aðstoð við að handtaka þau. Þegar lögreglan í Indiana frétti af handtökunni voru þegar sendir menn til San Diego. Þegar þangað var komið var þeim tjáð að parið hefði verið svo til algerlega peninga- laust þegar það var handtekið. Þannig að þúsund dollararnir sem þau höfðu stolið frá Fowler höfðu verið fljótir að fara. Að sögn Bills Lewellen höfðu þau greitt fyrstu 50 dollarana vörubfl- stjóra sem hafði ekið þeim frá kaffi- húsinu þar sem lögreglumaðurinn hafði skilið þau eftir til að láta renna af þeim. Þetta var fyrsti vörubfllinn af mörgum sem þau tóku sér far með, en það hringsól endaði með því að þau lentu aftur í Indiana tveim dögum síðar. í örvæntingu sinni að komast út úr fylkinu hækkuðu þau greiðslurnar til bflstjóranna allverulega og kom- ust að Iokum til Kaliforníu. Matur og áfengi hjuggu einnig stórt skarð í fjármunina á leiðinni. Þegar Lewellen hafði lokið við að segja ferðasöguna var hann reiðubú- inn til að skýra frá öllu. Hann setti Cindy Landress í aðalhlutverkið og sagði hana vera hina verstu nom sem hann væri sjálfur dauðhræddur við. Hún átti hugmyndina um að myrða Leonard Fowler til fjár, gusaði Le- wellen út úr sér. Hann sagði að í fyrstu hefði hugmyndin verið sú að berja hann bara duglega og hann hefði verið reiðubúinn til þess. Föstudagskvöldið fyrir morðið drukku þau heilan kassa af bjór til að búa sig andlega undir það verk sem þau áttu fyrir höndum. Þegar þau urðu þess vör að Fowler var ekki einn í húsinu ákváðu þau að fresta verkinu þar til gatan yrði greið. Lewellen sneri aftur til húss- ins á laugardagsmorguninn eftir að kunningi hans hafði af manngæsku sinni leyft honum að gista hjá sér og ekið honum síðan á staðinn. Lewellen barði rösklega að dyrum og Fowler koma til dyra, alveg grun- laus um að hann væri að heilsa væntanlegum morðingja sínum. Köld eru kvennaráð Á meðan Fowler sinnti heimilis- verkum, lögðu þau Lewellen og Landress á ráðin. Það var Landress sem skipulagði verkið og hvatti til þess, að sögn Lewellens. Sjálfúr kvaðst hann hafa verið að því kom- inn að hætta við um tíma, en Landr- ess mátti ekki heyra á það minnst. Hún brigslaði honum um kjarkleysi og það var meira en Lewellen þoldi. Nokkrir bjórar juku heldur á kjark hans. Leonard Fowler sat við eldhúsborð- ið þegar Lewellen þrýsti hnífi að baki hans. Saman gengu þeir inn í svefnherbergið og þangað kom Cin- dy með rafmagnssnúrur til að binda Fowler með. En þá missti Cindy Landress stjórn á sér. Hún hélt á slátrarahnífnum í hendinni og skyndilega rak hún hann á kaf í rígbundinn manninn. Hver stungan rak aðra. Jafnvel þegar blaðið brotnaði hafði hún ekki feng- ið nóg. Cindy náði sér í annan hníf og réðst á Fowler á nýjan leik. Allt var löðrandi í blóði. Lewellen kvaðst hafa hugleitt það að biðja Cindy um að hætta en „Ég óttaðist um eigið líf.“ Cindy lauk árásinni með því að skera rassvasann af buxum Fowlers til að geta náð í veskið hans. Síðan flúöu þau. Bifreið Fowlers var í innkeyrslunni. Þau hentu eig- um Cindy inn í hann og óku burt á ofsahraða. Cindy hafði skorið sig á hendi í atganginum og það var blóð úr henni sem skildi eftir slóðina sem frænka Fowlers rakti þegar hún kom heim. Það tók þau tvær vikur og nær hvern eyri sem þau höfðu stolið af fórnarlambi sínu að komast til Kyrrahafsstrandarinnar. Cindy Landress kom fyrir rétt í maí 1989. Réttarhöldin tóku fjóra daga og allan tímann hélt Cindy fram sakleysi sínu og sagði að Lewellen hefði verið hvatamaðurinn að morð- inu og hefði beitt hnífnum. Þetta nægði þó ekki til að sannfæra kviðdóminn 19. maí 1989 var Cindy Landress dæmd til dauða í raf- magnsstólnum. Mánuði síðar, 26. júní, var William Lewellen dæmdur til 60 ára fangels- isvistar eftir að hafa játað sig sam- sekan um morð.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.