Tíminn - 01.05.1991, Page 5

Tíminn - 01.05.1991, Page 5
Miðvikudagur 1. maí 1991 Tíminn 5 Húsnæðisstofnun skuldar 1,8 milljarð í Seðlabankanum, en stefnir að því að borga skuldina fyrir árslok: Skuld Húsnæðisstofnunar í Seðlabanka vex stöðugt Vegna slæmrar fjárhagsstöðu Byggingarsjóðs ríkisins hefur Húsnæðisstofnun ríkisins orðið að taka víxillán hjá Seðlabanka íslands upp á samtals um 1,8 milljarð króna. Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjórí Húsnæðisstofnunar, segir að stofnunin stefni að því að greiða þessi lán upp fyrir árslok. í fréttatilkynningu frá fjármála- ráðuneytinu, sem gefm var út til að útskýra aukinn halla á ríkissjóði, er þess m.a. getið að gjalddagi víxils upp á 300 milljónir sé 30. aprfl 1991 og að Húsnæðisstofnun hafi haft góð orð um að geta greitt þennan víxil á gjalddaga. Sigurður sagði að ekki hefði tekist að greiða þennan víxil og að semja yrði um nýjan gjalddaga. Víxillán upp á 1,2 milljarð, sem Húsnæðisstofnun tók í Seðlabanka með ríkisábyrgð, gjaldféll 21. janúar síðastliðinn og var það gjaldfært á viðskiptareikning ríkissjóðs. Síðan hefur Húsnæðisstofnun tvisvar sinnum fengið 300 milljóna króna lán hjá Seðlabanka. Stofnunin skuldar því ríkissjóði í dag 1,5 millj- arð króna og Seðlabankanum 300 milljónir. Sigurður sagði að af hálfu Húsnæðisstofnunar hefði engu ver- ið slegið föstu um hvenær yrði unnt að greiða upp öll víxillánin, en stofn- unin legði mikla áherslu á að greiða lánin upp fyrir lok þessa árs. Sigurð- ur sagði að í ágúst á síðasta ári hefði Húsnæðisstofnun bent stjórnvöld- um á að fjármál Byggingarsjóðs rík- isins stefndi í óefni. Ekki hefði verið tekið á þeim málum og því hefði stofnunin neyðst til að taka skamm- tímalán til að geta staðið við skuld- bindingar sínar. Engum fjármunum var veitt til Páfi sæmir Torfa Ólafsson riddarakrossi Silvesters Jóhannes Páll páfi II hefursæmtTorfa Ólafsson, formann Félags kaþólskra leikmanna, ríddarakrossi heilags Silvesters páfa L fýrírstörf í þágu kaþólsku kirkjunnar. Alfred Jolson, biskup kaþólskra, afhenti Torfa orðuna í fýrradag. Torfi Ólafsson er annar islendingurínn sem hlýtur orðu frá páfa. Áríð 1925 var Gunnar Einarsson sæmdur ríddarakrossi heilags Gregoríusar fýrír að vera eini kaþólikkinn á íslandi. Auk þess að vera formað- ur kaþólskra leikmanna hefur Torfi unnið að þýðingum og ritstörfum fýrír kaþólsku kirkjuna. Hann hefúr einn- ig tekið mikinn þátt í samstarfi kaþólskra manna á Norðuríöndum. Timamynd: Ami Bjama Byggingarsjóðsins á fjárlögum. greiða háar upphæðir í vexti vegna Ljóst er að Húsnæðisstofnun þarf að umræddra skammtímalána. -EÓ Forseti Ítalíu hér á landi um helgina Francesco Cossiga, forseti Ítalíu, kemur í opinbera heimsókn hingað til lands á laugardaginn og dvelur fram á sunnudag. í fylgd með for- setanum verður Cianni de Michelis utanríkisráðherra og ýmsir emb- ættismenn. Flugvél forsetans lendir á Reykja- víkurflugvelli klukkan 11 á laugar- dagsmorgun. Móttökuathöfn verður á flugvellinum en þaðan verður farið á Hótel Sögu þar sem forsetinn og fylgarlið hans mun búa á meðan á heimsókninni stendur. Forseti Ítalíu snæðir hádegisverð í boði forseta ís- lands, en þar verða einnig stuttar viðræður að viðstöddum utanríkis- ráðherrum landanna og embættis- mönnum. Utanríkisráðherrarnir hittast síðan og efna til sameiginlegs blaða- mannafundar eftir hádegi þennan dag. Síðdegis heimsækir forseti ít- alíu Stofnun Árna Magnússonar og Háskóla íslands. Loks tekur borgar- stjórinn í Reykjavík á móti forsetan- um í Höfða. Um kvöldið býður for- seti íslands til hátíðarkvöldverðar í Höfða. Að morgni sunnudags verður ekið að Kárastöðum og þar gróðursett tré í Vinaskógi. Síðan verður ekið til Þingvalla og gengið niður Almanna- gjá ef veður leyfir. Forsætisráðherra- hjónin bjóða síðan til hádegisverðar á Hótel Holti, en heimsókninni lýk- ur síðdegis þegar forsetinn heldur af landi brott frá Keflavíkurflugvelli. Frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu: Lára Halla Maack yfir- læknir réttargeðdeildar Guðmundur Bjamason, heilbrígð- is- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað Láru Höllu Maack yfirlækni nýrrar réttargeðdeildar. Þar verða vistaðir þeir sem dæmdir eru ósakhæfir og verður ekki refsað skv. 15. og 16. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940, en eru vegna réttaröryggis dæmdir skv. 62. gr. laganna til að sæta ótímabundinni vistun á viðeigandi hæli. Deildin skal annast geðlæknisþjón- ustu í fangelsum landsins og fram- kvæma geðrannsóknir á þeim sem gert hefur verið að sæta slíku, vegna rannsóknar mála. Hún skal leggja mat á beiðni fanga um reynslulausn og hvort fangar skuli afplána refs- ingu utan fangelsa. Ráðgert er að 22 milljónir fari í þetta verkefni á árinu. Heimilt er að kaupa húsnæði fyrir geðsjúka af- brotamenn. Ráðherra leggur áherslu á að kannað verði til hlítar hvort mögulegt er að hafa hana inn- an Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri. -aá. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja sendir félagsmönnum sínum og íslenskri alþýðu baráttukveðjur á hátíðisdegi launafólks

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.