Tíminn - 16.05.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Fimmtudagur 16. maí 1991
Tvelr ólíklr helmar eru á Kýpur og ekkl greiðfært á milll. Á tyrkneska hluta eyjarinnar ríkja enn gamlir búskaparhættir og þar ríkir stöðnun í efnahagsmálum. Hér er er ver-
ið að tína ólífur á gamla mátann.
KÝPUR ENN VINSÆL
MEÐAL FERÐAMANNA
EN TYRKNESKI HLUTINN ER ÞEIM LOKAÐUR
Kýpur er enn á sínum stað og fyrir kemur að eyjan fagra í austanverðu Miðjarðarhafinu er
nefnd í fréttum. En sjaldan er minnst á það óeðlilega pólitíska ástand sem rikt hefur á eynni
allt frá árinu 1974 þegar tyrkneskt herlið gerði innrás og lagði um 40% eyjarinnar undir
sig. Síðan hefur Kýpur verið skipt, 60%, suðurhlutinn, eru byggð Kýpverjum af grískum
uppruna, sem þá voru um 80% íbúa eyjarinnar. Tyrkir frá meginlandinu hafa aftur á móti
bæst í hóp tyrknesku Kýpvetjanna, sem búa afgirtir í norðurhlutanum. Höfuðborgin Níkósía
er skipt borg, rétt eins og Berlín og Beirút fyrrum, en mun nú ein höfuðborga um þann
heiður. Blaðamaður The Sunday Times, sem þekkti vel til á Kýpur fyrir skiptinguna, hefur
nýlega farið aftur um eyna og lýsir viðbrögðum sínum.
Miðað við venjulegt fjölbýlishús er
nr. 11 við Agios Memnonos stræti í
Dherinia álíka töfrandi og bæjar-
blokk í Bretlandi byggð á sjöunda
áratugnum. Engu að síður eru
ferðamenn aftur farnir að flykkjast
þangað, rétt eins og þeir gerðu áður
en Persaflóastríðið braust út. Þeir
koma með bflaleigubílum og leigu-
bflum, beint af ströndinni og lykta
sterkt af sólarolíu. Útsýnið af þaki
hússins hefur öruggt aðdráttarafl í
sólríkum suðurhluta Kýpur.
Eigandinn, grískur Kýpurbúi, aug-
lýsir þar „upplýsingaskála" og tekur
35 enskra pensa aðgangseyri af
hverjum gesti fyrir að fá að góna yf-
ir eyðilendi til norðurs þar sem sjá
má vindmyllur snúast án nokkurs
tilgangs, innan um illgresi og
gaddavír. Fjær má sjá gegnum kíki
sundurrofnar útlínur „draugaborg-
arinnar Famagusta".
,Attila-línan“ klýfur
landið í tvennt
Nær komast ferðamennirnir ekki
atburðunum á hinu heita sumri fyr-
ir 17 árum, þegar tyrkneskt herlið
gerði innrás, lagði undir sig Famag-
usta og reisti það sem síðan hefur
gengið undir nafninu Attila- línan.
Hún klýfur eyjuna í tvennt, í aðeins
nokkurra sentimetra fjarlægð frá
Agios Memnonos stræti, lagði í rúst
efnahag landsins, setti af stað
skjálfta bæði í gríska og tyrkneska
samfélaginu og bjó til tvö ríki á Kýp-
ur, annað í norðurhlutanum og hitt
í suðurhlutanum.
Núna er það sem kallað er lýðveld-
ið Kýpur í augum umheimsins
gríski suðurhlutinn. í norðurhlut-
anum er svæði undir yfirráðum
tyrkneska hersins sem aðeins hefur
fengið viðurkenningu Kóreu og
tyrkneska móðurríkisins.
Það er ógerlegt fyrir íbúana að fara
á milli rfkjanna og mjög torsótt fyr-
ir útlendinga. Reyndar hefur norð-
urhluti landsins lítt eða ekkert kom-
ist í heimsfréttir fyrr en frægasti
tyrkneski Kýpurbúinn í heimi, fjár-
málajöfurinn Asil Nadir, hrapaði á
hlutabréfamarkaði. Þegar athyglin
beindist aftur að svæðinu kom í Ijós
efnahagslíf sem er algerlega komið í
strand. Undir hernámi er það eins
og lömuð fegurðardís, sem heimur-
inn leiðir hjá sér, og er ófær um að
leysa úr læðingi efnahagslega
möguleika sína.
Aftur á móti hefur gerst efnahags-
legt undur í suðurhlutanum. Þegar
tíminn stöðvaðist var þjónusta við
sumarleyfisgesti sú atvinnugrein
sem aflaði næstmests gjaldeyris í
ríkinu og 265.000 gestir komu á ári.
Það var þess vegna eðlilegt að fram-
takssamir grískir Kýpurbúar sneru
sér upp á líf og dauða að því að færa
út kvíamar í ferðamannaþjónustu,
þar sem það var eina aðferðin sem
þeir kunnu til að koma sér út úr
vandanum, þrátt fyrir að þeir höfðu
misst Famagusta og Kyrenia, þar
sem meira en tveir þriðju útlendu
gestanna höfðu dvalist. Nú, þegar
aðeins 60% eyjarinnar eru talin
grísk, hafa þeir brugðist við þeirri
brýnu þörf að koma upp húsaskjóli
fyrir 144.000 flóttamenn frá norð-
urhlutanum og draga til sín sex
sinnum fleiri gesti á ári en fyrir
stríðið.
Þar til tíminn stöðvaðist aftur
vegna Saddams Hussein, voru það
Bretar - 550.000 á ári - sem þar
voru fremstir í flokki. Nú þegar
Persaflóastríðinu er lokið hafa er-
lendar ferðaskrifstofur aftur tekið
upp áætlanir sínar til Kýpur og
grískir Kýpverjar hafa hleypt af
stokkunum fimm milljón sterlings-
punda auglýsingaherferð til að laða
aftur að sér viðskiptavini til eyjar-
innar sinnar, þar sem verðlag er
hagstætt, landslag fagurt, sólríkt og
vinsamlegt andrúmsloft. Kýpur er
enn Kýpur.
Fjöldaferðamennska
leikur nú lausum hala
En það er ekki meira en svo. Hótel-
rými stækkar meira en þrisvar sinn-
um hraðar en áætlað var og getur
núna hýst 2,6 milljónir gesta á ári.
Gífurlegar mannvirkjahugmyndir
liggja á teikniborðum í Níkosíu á
sama tíma og 900 rúma hótel rísa í
fyrrum fiskimannaþorpum, þar sem
samgöngu- og annað þjónustukerfi
fyrirfmnst ekki. Fjöldaferða-
mennska, sem nú leikur lausum
hala, hefur fært íbúunum auð - og
geysilegt félagslegt, menningarlegt
og umhverfislegt uppnám.
Engin önnur tvö orð eru betra
dæmi um breytinguna í suðurhlut-
anum en staðarnafnið Ayia Napa.
Fyrir nokkrum árum var það lítið
þorp, íbúarnir voru um 800 fátækir
grískir Kýpverjar. Þar voru kaffistof-
ur, örþröngar götur og fábrotin
gömul hús. Þar var aðeins eitt hótel
við stórfallegan flóa og strendurnar
sólríkar og mannlausar. Skjaldbök-
ur komu þá þangað til að losa sig við
eggin sín á hljóðum nóttum.
Nú, þegar hömlulaus útþensla hef-
ur átt sér stað í 13 ár, tekur Ayia
Napa á móti um hálfri milljón ferða-
manna á ári. Ferðamannaþjónustan
hefur afmáð sérhvern vott af staðar-
einkennum og dreift forljótum
steinsteypuháhýsum umhverfis fló-
ann. Nærliggjandi þorp eru því sem
næst mannlaus á daginn þegar íbú-
arnir hafa tekið sér far með áætlun-
arbflum til Ayia Napa til að vinna þar
sem þjónar, kokkar eða þernur á
hótelunum.
í augum sumra er þetta líkast par-
adfs. í augum annarra er innrás
diskótekanna - þau eru 13 hvert of-
an í öðru - auk gnýsins af mótor-
hjólum um kvöld og nætur, nektar
gestanna, ölvunarláta og tilhneig-
ingar sumra til að eðla sig beint fyr-
ir framan augun á íbúunum, of mik-
ið af því góða, reyndar svo mikið um
of að allir upphaflegu íbúarnir eru
farnir. Þeir flúðu upp í hlíðarnar þar
sem þeir hafa byggt nýtt þorp og
reyna þar að byggja aftur upp þann
lífsstfl sem ferðamennskan hafði
eyðilegt.
Ömurleg lexía sem aðrir grískir
Kýpverjar hafa lært eitthvað af?
Varla. Alls staðar eru eftirlitslausar
braskbyggingaframkvæmdir í gangi.
Röð járna á hráum nýjum bygging-
um - sem skilin hafa verið eftir upp
úr flötum þökunum, tilbúin að taka
á móti einni hæðinni enn þegar
peningaráð leyfa - eru að eyðileggja
gamla samræmið í lágum múr-
steinshúsum og litlum húsum um-
vöfðum þríburablómum, rétt eins
og risastóru hótelin sem breiða úr
sér í austurátt frá Limassol og Kato
Paphos. Síðarnefndi staðurinn er
líka nú að verða enn ein ruglings-
lega blandan af börum, diskótekum
og hamborgarastöðum. Sonur Ya-
manis fursta ætlar að gera Ódys-
seifs-garð við hliðina á kletti Afród-
ítu, fæðingarstað frægustu dóttur
eyjarinnar.
Aðeins einn
ósnortinn staður eftir
Nú er einungis einn ósnortinn
staður eftir, Akamas-nesið á vest-
asta odda eyjarinnar, þar sem lífs-
takturinn hefur ekki breyst. Þangað