Tíminn - 30.05.1991, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.05.1991, Blaðsíða 1
Halldór vill efna Vill Davíö svíkja? Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á alþingi í gær að ef í ijós kæmi að núverandi ríkisstjórn væri bundin af stuðningsaðgerðaþætti hins nýja búvörusamnings, þá yrði að taka upp viðræður við bændur um að draga úr, eða fresta þeim þætti samningsins. Halldór Blöndal hafði hins vegar skömmu áður ítrekaö að hann vildi standa við og framfýlgja búvörusamningnum. Sjálfstæö- ismenn væru vanir að standa við gerða samn- inga. Bæði Davíð og Hajldór héldu síðan fram við blaðamann að ekki væri hægt að skilja orð þeirra svo að þeir væru ósammála um búvörusamning- inn. Jón Helgason, alþingismaður Framsóknar- flokksins, sagði að ómögulegt væri að skilja orð forsætisráðherra öðruvísi en svo að hann væri að ómerkja ummæli landbúnaðarráðherra og sagði síðan: „Fyrir bónda, sem á að minnka sinn bú- stofn og draga úr sínum tekjum, þá er það auðvit- að úrslitaatriði að hann geti haft nokkuð rök- studda von eða vissu fýrir því að við fýrirheitin um stuðning við leit að nýjum möguleikum verði stað- ið.“ • Blaðsíða 2 ÞAÐ VAR HEITT í kolunum á alþingi í gær. Af myndinni gæti virst sem Ólafur Ragnar Grímsson hefði rétt arftaka sínum í embætti flár- málaráðherra kinnhest mikinn. En þótt mönnum værí heitt í hamsi þá voru hendur ekki látnar skipta, enda alþingismenn fríðsemdarfólk. Timamynd: Ami Bjama í tengslum við útflutning á hvalkjöti Ekkert kemur á óvart meir frá þessu fólki • Baksíöa og blaósíöa 2 Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra segjast sammála, en samkvæmt almennum málskilningi eru þeir ósammála um efndir búvörusamningsins:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.