Tíminn - 30.05.1991, Page 4

Tíminn - 30.05.1991, Page 4
4 Tíminn Kosningabaráttan á Indlandi: Rao valinn leiðtogi Kongressflokksins Forysta Kongressflokksins á Indlandi ákvað í gær einróma að skipa Narasimha Rao, fyrrum utanríkisráðherra, leiðtoga flokksins. Rao er þar með falið að leiða flokkinn í seinni umferðum kosninganna, sem fram fara 12. og 15. júní. Um 40% þingmanna voru kosnir 21. maí síðastliðinn í fyrstu umferð kosninganna. Rao var í gær skipað- ur formaður flokksins til bráðabirgða, en eftir sex mánuði verður framtíðarleiðtogi valinn. Sjö daga þjóðarsorg vegna morðs- ins á Rajiv Gandhi, fyrrum leiðtoga flokksins og forsætisráðherra Ind- lands, lauk í gær. Rao er 69 ára gamall og heilsutæp- ur. Pólitísk staða hans er veik og er almennt talið að val hans í for- mannsembættið sé bráðabirgða- lausn. Hann naut trausts stuðnings Indiru og Rajivs Gandhis, en hefur nú enga valdamikla menn á bak við sig og því er talið líklegt að auðvelt verði að bola honum frá að kosning- um loknum. En hann hefur langa reynslu í indverskum stjórnmálum og ávallt haldið tryggð við Kon- gressflokkinn. Hann hefur einnig Um 200 manns hafa beðið bana í kosningabaráttunni á Indlandi, sem er sú mannskæðasta firá upphafi. Myndin er tekin á kosningafundi. meirihluta eins og oft hefur orðið. flokksins og vonuðust þeir til að fá Flokksforysta Kongressflokksins mikið af samúðaratkvæðum út á lagði fyrst til að Sonja, ekkja Rajivs hana, en hún hafði ekki áhuga. Gandhi, tæki við formennsku Reuter-SÞJ komist hjá illdeilum við aðra með- limi flokksins og það er einkum þess vegna sem samstaða náðist um hann, að sögn stjórnmálafræðinga. Rao varð utanrikisráðherra þegar Indira Gandhi varð forsætisráðherra árið 1980. Helsti keppinautur Kongress- flokksins í kosningunum er hinn hægrisinnaði Bharatiya Janata- flokkur, en honum hefur gengið vel fram að þessu. Raos bíður því erfitt verkefni. í skoðanakönnunum, sem gerðar voru rétt áður en Rajiv Gand- hi var myrtur, fékk Kongressflokk- urinn mest fylgi allra flokka, eins og hann hefur ávallt fengið, en ekki EUTZ-FAHR LLUBINDIVÉIAR MED SÖXUNARBÚNAÐI Enn einu sinni kemur deutz-fahr á óvart meö merkilegri nýjung: OptiCut söxunarbúnaöinum. Söxunarbúnaöurinn saman- stendur af 14 hnífum, sem taka viö hevinu beint af sópvindunni og skila heyinu fínsöxuöu í baggahólf rúllubindivélarinnar. Helstu kostir söxunarbúnaöarins eru: ■ 10-20% meiri péttleiki í rúlluböggunum en áöur ■ auðveldara aö losa rúllur f sundur viö gjöf ■ betri verkun ■ færri rúllur ■ minni vinna ■ lægri pökkunarkostnaöur. ÁRMÚLA 11 - SÍMI S1-6B1500 Vopna- sölu til Mið- austur- landa stjórnað George Bush, forseti Bandaríkj- anna, tilkynnti í gær áætlun um að stöðva sölu stórvirkra vopna til Mið- austurlanda og koma í veg fyrir her- væðingu á borð við þá sem varð í ír- ak. í áætluninni er gert ráð fyrir að koma í veg fyrir útbreiðslu kjarn- orku- og efnavopna, svo og eldflauga sem geta borið slfk vopn. Bush hvatti til fundar fimm helstu vopna- framleiðsluríkja heims til að móta reglur sem komi í veg fyrir of mikla útbreiðslu hefðbundinna vopna, sem og gereyðingarvopna og búnaði tengdum þeim. Fimm helstu vopna- framleiðendur heims eru Bandarík- in, Sovétríkin, Kína, Bretland og Frakkland, en þetta eru einmitt þau fimm ríki sem hafa neitunarvald í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Bush sagði að Frakkar hefðu boðist til að halda fyrsta fundinn. Bandarísk stjórnvöld settu á mánu- daginn hömlur á útflutning á banda- rískum hátæknivörum til Kína vegna meintrar vopnasölu Kínverja til vanþróaðra ríkja eins og Pakist- ans. Sú spurning brennur nú á mönnum hvort stjórnin í Peking sé tilbúin að taka undir þessar aðgerðir Bandaríkjaforseta. Fimmtudagur 30. maí 1991 Fréttayfirlit VARSJÁ - Pólsk stjömvöld sögðu í gær að efnahags- og stjómmálaástandið í Sovétríkj- unum ógnaði stöðugleika efna- hags- og stjómmálalifsins í allri Austur- Evrópu og skoruðu á vestræn stjómvöld að koma Sovétmönnum tafartaust tii hjálpar. ADDIS ABABA - Skæruliöar Lýðræðis- og byltingarhreyfing- ar eþiópsku þjóðarinnar (EPRDF), sem tóku völdin í höfuðborginni Addis Ababa á þriðjudag, settu í gær á nætur- utgöngubann i borginni, eftirað Bl mótmæla kom fyrir utan bandariska sendiráðið. Skæru- liðar Frelsishreyfingar Eritreu (EPLF), héraðs í norðaustur- hluta iandsins, sögðust f gær hafa myndaö bráðabirgða- stjóm, sem mundi stjóma hér- aðinu þar til atkvæðagreiösla færi fram um sjálfstæði héraðs- ins. KHARTOUM - Súdönsk stjórnvöld, sem glima við fá- tækt og hungur ríkisborgara sinna, óskuðu eftir hjálp frá al- þjóölegum hjálparsamtökum í gær tii þess að sjá fyrir 15.000 eþiópskum flóttamönnum, sem hafa sest að i austurhluta Súd- an, og 150.000 sem eru á leið- ínni. PEKING - Stúdentar við Pek- Íngháskólahn efndu til mót- mæla gegn stjómvöldum f gær. Þann 4. júní eru tvö ár liðin síð- an harmleikurinn átti sér staö á Torgi hins himneska friöar, þeg- ar stjómvöid bæidu niður lýð- ræðishreyfingu með því að drepa fjölda fólks. BANGKOK - Skyldmenni þeirra 223 manna, sem létust þegar farþegafiugvél frá Lauda-Air flugfélaginu fórst yfir Tælandi á sunnudag, komu til landsins í gær til að bera kennsl á líkamsleifar ættingja sinna. Flugvélin var að ná fullri flughæð, 31.000 fetum, þegar hún sprakk í tætiur, að sögn flugumferðarstjóra f Tæiandi. Orsakir slyssins eru óljósar. PARÍS - Frönsk stjómvöld ætia að krefjast brottfarar sýr- lenska hersins frá Libanon og aö haldnar verði frjálsar kosn- ingar í iandinu, að sögn tais- manns Francois Mitterrand Frakkiandsforseta. TIRANA - Fimmtíu þúsund manns söfnuðust saman í mið- borg Tirana, höfuöborgar Al- baniu, í gær tll þess að lýsa stuðningi sinum við allsheijar- verkfall, sem hefur lamað allt atvinnulif f Albanfu siðastliðnar tværvikur. Lögreglan skautvið- vörunarskotum yfir hópinn og greip loks til táragass og há- þrýstivatnsdælna til að dreifa mannfjöldanum. BREMEN - Sósialdemókratar (SPD) völdu í gær leiðtoga á landsvisu. Fyrir valinu varð Bjöm Engholm, fórsætisráð- herra Slésvikur-Holtsetalands. KATMANDU - Ný ríkisstjóm sór embættiseið f Nepal (morg- un í kjölfar fyrstu lýðræðislegu þingkosninganna i landinu í meira en þrjá árafugi. LONDON - Jarðgangamenn, sem eru að grafa göngin undir Ermarsund, fóndu f gær stein- gerving af lindýri sem er, að sögn jarðfræðinga, stærsti steingervingur sinnar tegundar sem fóndist hefur. Steingerv- ingurinn vó u.þ.b. 25 kíló og er a.m.k. 30 sentimetrar f þver- mál. Reuter-SÞJ Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.