Tíminn - 30.05.1991, Qupperneq 6

Tíminn - 30.05.1991, Qupperneq 6
6 Tíminn, Fimmtudagur 30. maí 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin 1 Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gislason Aðstoðan-itstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,- , verö í lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Tímamót í EB-viðræðum Nú er komið að þeim tímamótum í viðræðum EFTA og EB um evrópska efnahagssvæðið (EES) að íslenskum ráðamönnum er nauðsynlegt að meta stöðu málsins, átta sig á hvernig miðað hefur, að því er tekur til íslenskra hagsmuna. Þessi tímamót krefjast þess raunar að þeirri spurn- ingu verði svarað, hvort íslendingar eigi að halda þessum viðræðum áfram á þeirri braut sem verið hefur. Nauðsynlegt er að fara yfir samningaferlið frá upphafi, hvernig það bar að að íslendingar lentu inn á því spori sem þetta stóra mál hefur oltið áfram á og hvort stefna þess leiði til réttrar áttar. í slíku mati og uppgjöri á samningaferlinu felst það einnig að rifja upp hvaða stefnu íslenskar ríkisstjórnir höfðu í Evr- ópumálum áður en skipt var inn á EES sporið á sinni tíð. Sérstaklega verður að krefjast þess að ráðandi menn í íslenskum stjórnmálum, hvort sem þeir eru stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar eða í stjórn- arandstöðu, meti stöðu þessara samningamála í ljósi fyrirvaranna sem lágu til grundvallar því að utanrík- isráðherra var heimilað að taka þátt í heildarviðræð- um við Evrópubandalagið á vegum EFTA, þótt um- boð það sem samningamenn EB höfðu að leiðarljósi væri nægilega tortryggilegt til þess að það hefði átt að fæla Islendinga frá að taka þátt í slíkum heildar- viðræðum. Hins vegar var því treyst að íyrirvararnir héldu, þ.e. að íslenskir samningamenn gengju ekki lengra en fyrirvararnir leyfðu. Því miður hefur fyrirvarastefnunni ekki verið hald- ið nógu skelegglega fram á samningaferlinum. Samningamenn Islands hafa upp á eigin spýtur ver- ið að slaka á um fyrirvara gagnvart fjórfrelsinu, gef- ið í skyn að ísland hafi aðeins fyrirvara í sjávarút- vegsmálum, sem er rangt. Fyrirvararnir náðu til allra þátta fjórfrelsisins. Jacques Delors bauð tvo kosti í frægri ræðu sinni 17. janúar 1989 um samskipti EFTA og EB, annars vegar það, að samskiptin yrðu á grundvelli fríversl- unar eins og verið hafði frá 1972 og íslendingar töldu sér hagkvæmt, hins vegar að búa til svokallað evrópskt efnahagssvæði, eins konar vasaútgáfu af gamla Efnahagsbandalaginu. Sú hugmynd skírskot- aði til iðnríkjanna í EFTA og endaði með j)ví að látið var undan krötum í fyrri ríkisstjórn að Islendingar freistuðu þess að koma sér fyrir í slíkum samtökum með hinum EFTA þjóðunum. Þessari undanlátssemi við kratana fylgdu eigi að síður fyrirvarar um niður- stöðuna. Eins og mál standa nú reynir á þessa fyrir- vara. Nú eru tímamót í samningaviðræðunum. Þeim verður lokið innan mánaðar. Frá íslensku sjónarmiði hefur engu verið þokað í átt til þess sem hagsmunir krefjast. Hugmyndin um að fara nú að taka upp tvíhliða við- ræður jafnhliða heildarviðræðum er fásinna. íslend- ingar eiga að segja sig frá heildarviðræðunum og taka upp tvíhliða viðræður um fríverslunarsamning I I við EB, þ.e. skipta aftur inn á gamla sporið. Þannig GARRI er í stuö! í leiðara í gær. Þar er endurskoðtm sjávarut- vegsstefnunnar gerð að umtals- efni og m.a. sd gagnrýni sem fraro hefur komið á meðferð ríkis- stjómarflokkanna á málinu. Það : sem eínkum hefur þótt ámælis- vert varðandi þá máismeðferð er að stjómarflokkamir hyggjast ckki hleypa ððmm inn í endur- skoöunamefndina en sínum eigin mönnum og Davíð Oddson for- sætisráðherra hefur lýst því yfir að jafnneði muni verða í oefnd- inni milli stjómarflokkanna nema hvað Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra muni að sjálfsögðu skipa í hana oddamann. Stjómar- andstaðan og hagsmunaaðilar, sem hingað til hafa verið hafðir með í ráðum við endurskoðun og mótun fiskveiðistjóraunarínnar, mega hins vegar sitja á áhorfenda- bekkjunum og bíða og sjá hvort eða bvenær nefndarmenn telji ástæðn til að leita hjá þeim ráða. Það var þetta sem Halldór Ás- grímsson gagnrýndi á Alþingi í vikunni og það var þetta sem for- menn Sjómannasambands ís- lands og Landsambands útgerðar- manna töldu aðflnnsiuvert þegar þeir voru spurðir áiits i frétt í Tímanum f vikunni. Leiðarahöfundur Alþýðublaðs- ins, málgagns Alþýðuflokksins, telur hins vegar ekkert athugavert við þessa málsmeðferð og skrifar raunar pistíl sinn undir yfiricrift- inni „Hagsmunaidíkur á áhorf- cndabekkinau. Eftir að hafa lýst yflrágæti þess að „hagsmunakÚk- umar“ (þ.e. samtök útgerðar- manna, sjómanna flskvinnslu- og flskverkafólks) fáí að verma áhorfendahekkina af og tíl segir talsmaður Alþýðuflokksins þetta: „Sjávamtvegsmálin og þar með talin stjóm flskveiða hefur vaflst fyrír stjómmálaflokkuninn. Þeir hafa átt erfitt með að móta heilst- æða stefnu á því sviði sem taki mið af þeirri staðreynd að físki- miðin eru sameign þjóðarínnar. Fréttastiór Jrtn B Margeirss°n AU9lyDtrnSitLHie^GÚnnaÓÍH^0r_______ Hagsmtt»akl*J5 J Það er í senn hjákátlegt og aumk- unarvert þegar stjómarandstaðan og bagsmunapotarar kvótakóng- anna fyliast heilagri vandiætingu og hneyksian vegna þess að nokkrír aðilar frá stjómarflokkun- um ætli að setjast niður og ræða þessi mál í von um að komast aö niöurstööu." Þaö er í raun fróðlegt að sjá hvcmig iUþýðuflokkurinn reynir aö gera lítið úr þeim ógöngum sem hann er kominn í varðandi sjávarútvegsstefnu sína, sem var ju eitt af aðalmáium flokksins fyr- ir kosningar. Kratar fengu sem kunnugt er ekki sjávarútvegsráðu- neytið eins og þeir höfðu vonaö í stjómannyndunarviðræðunum og öllum þeirra hugmyndum í þeim málaflokki hefur verið ýtt til hlið- ar. Jón Baldvin hefur þó neitað að viðurkenna þetta hingað tíl og tal- að um stórmerkilegan áfanga þar sem endurskoðuramefndm s4 annars vegar og að auki hafl það verið frágengið að kratar fengju formanninn t endurskoðunar- nefndinni. Engin staðfesting hef- ur að að vísu fengist á því aö krat- ar fái formann í þessari nefnd, enda heiðursmannasamkomulög úr Viðey orðin landskunn íyrir að halda ektó. Hitt er sýnu athygfis- verðara að kratar treýsta sér ektó tíl að hleypa utanaðkomandi aöil- um inn í þessa tímamótaendur- skoðunaraefnd, sem formaðurinn kallar svo. Garri telur ástæðura nokkuð augljósa ef mið er tekið af því hvemig íhaldið hefur svín- beygt kratana í hveijum mála- flokknum á fætur öðrum. Hug- myndin er að reyna að fela eftír því sem hægi er þá niðurlægirtgu sem fyrirsjáanlegt er að Aiþýðu- flokkurinn verður fyrir í sjávarút- vegsmálum. Ef víðtækt samráð ólíkra afla í þjóðfelaginu á að hafa um þessa endurskoðun er ijóst að hugmyndir Alþýðuflokksins verða jarðaðar með viðhöfn. Sitji stjóm- arflokkarair tveir að tafli erþóvon tíl að útförin fari framí kyrrþey. Það er þvf rangt hjá Alþýðublað- inu að það $é „í senn hjákátlegt og aumkunarvert“ að sljómarand- staðan og hagsmunaaðilar séu að gagnrýna málsmeðferð rikls- stjómarinnar á endurskoðun fisk- veiðistefnunnar. Hrokafullt yfír- klór Aiþýðublaðsins vegna gjaid- þrots flokks síns í sjávarútvegs- máium er hins vegar hjákátiegt og aumkunarvert. €arri VÍTT OG BREITT éérn^mmmrn^mmmmm^mm^mmmmámMMm^éM^mimmmmm^m^m Lögbrot og þekkingarleysi Með lögum skal land byggja, stend- ur á einkennismerki löggæslustofn- ana og lögregluþjóna. Máltækið er fornt og er ekki síður danskt og norskt en íslenskt. Ekki fer á milli mála að ísland er byggt með lögum og stæra hérlend- ir sig af elsta löggjafarþingi í heimi. Og alltaf er verið að setja lög og er flest eitt sem bardúsað er með bundið einhvers konar lagabókstaf, hvort sem það er eignaumsýsla, hvað gert er við kvefi eða hvemig ganga á yfir götu. Nokkurs konar undirdeild lagabálkanna miklu og mörgu eru reglugerðarákvæði þar sem nánar er kveðið á um lagafram- kvæmd og ná þau til hinna smæstu atriða mannlífsins og reyndar nátt- úru og náttúruafla líka. Þar ofan í kaupið koma samþykktir sveitar- stjórna, svo sem Iögreglusamþykkt- ir og leiðbeiningar um hvemig girð- ingar eiga aö vera eða vera ekki. Svo eru öll óskráðu lögin. Meira og minna opinberir lög- menn og dómstólar skera úr um kórrétta lagaframkvæmd. Hávaðamál En þrátt fyrir alla þá vönduðu um- gerð sem lagasmíð og framkvænmd laga er umvafin gengur illa að skilja hver eru lög í landi og hver ekki. Umferöarlögin eru þverbrotin oft á dag af öðrum hverjúm þjóðfélags- þegni. Ökumenn, lög: farendur þekkja þau i mmi iitr u ******r* pa *********** egla og veg- kki og þykir lög sem eng- inn kærir sig hvort sem er um að vita að eru til. Mörg önnur lög eru þannig vaxin að illmögulegt virðist að skera úr hvort farið er að lögum eða þau brotin og verða oft hin andstyggi- legustu hávaðamál úr þannig óskapnaði. Það virðist til dæmis þvælast heil- mikið fyrir mörgum opinberum embættismönnum hver er löglegur þjóðleikhússtjóri. En nú eru þeir tveir, fráfarandi og tilvonandi. Ann- ar segir upp fjölda starfsfólks og fjöl- miðlar fyllast vikum saman af mót- mælum með og móti uppsögnum. Einn menntamálaráðherra segir uppsagnirnar ókei og annar ógildir þær. Eftir jaml og meira jaml virðist svo sem það sé ólöglegur þjóðleik- hússtjóri sem stóð að löglegum uppsögnum, en á ólöglegum tíma. Hann má ekki segja upp fyrr en í september. I Hveragerði er líka verið að segja upp starfsmönnum og er allt komið upp í loft um hvort rekstur stærsta heilsuhælis þjóðarinnar sé löglegur eða ekki og hvort uppsagnimar em löglegar og hvort ráðningar á nýju starfsfólki séu löglegar. Ríkið kostar reksturinn með dag- peningagreiðslum en heilsuhælið er sjálfseignarstofnun í eigu félags sem oft er erfitt að koma sér saman um hverjir stjóma. Stofnunin tekur enn gjald af sjúklingum ofan á dag- gjöldin og er deilt um hvort það er ekn; eknismeðfi h' MA' fc'ilf fcfcfctíl lega á hælinu en hjúkrunarfræðing- ar segja hana í fínu lagi. Ríkisendur- skoðun telur starfsemina tæpast löglega. Lög og ólög Svona ganga málin fýrir sig þrátt fyrir alla vönduðu lagagerðina, eða kannski vegna hennar. Vegfarendur leggja sig í Iíma við að brjóta öll um- ferðarlög sem þeir komst yfir á ferð- um sínum. Stjórnendur mikilla stofnana hafa ekki hugmynd um hvort þeir hafa lagalegt umboð til að stjórna og sjálfseignarstofnanir eru reknar á kostnað ríkisins og sjúk- linga á þann veg að mjög er umdeil- anlegt hvort reksturinn stenst lög eða ekki. Hávaðadeilur um hvort tilteknar stofnanir em reknar með löglegum hætti eða geðþóttaákvörðunum ólöglegra stjómenda skaða stofnan- irnar og starfsemi þeirra meira en flest annað. Það ætti því að vera ófrávíkjanleg krafa til stjómenda að þeir þekki þær starfsreglur og laga- greinar sem þeim ber að fara eftir og ráðfæra sig við lögfróða menn áður en farið er að ráðskast með málefni á þann hátt sem dæmi em um. En auðvitað er það eins vonlaust eins og að ætlast til þess að öku- menn kunni undirstöðuatriði um- I ferðarlaga. Og áfram verður haldið | að setja enn fleiri lög og reglugerðir i um framkvæmd þeirra svo hægt | verði að halda áfram að brjóta enn e fleiri klásúlur. OÓ | IfiTfifl.fir M V V.f r 1

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.