Tíminn - 29.06.1991, Side 2

Tíminn - 29.06.1991, Side 2
2 Tíminn Laugardagur 29. júní 1991 Willy Brandt, fyrrum kanslari Vestur-Þýskalands, hélt fyrirlestur og blaðamannafund í gær: EB aö vera aðgengilegra Willy Brandt, fyrrum kanslari Vestur-Þýskalands, kom til lands- ins á fímmtudag. í gær heimsótti Brandt Háskóla lslands, snæddi miðdegisverö í boði forseta íslands að Bessastöðum, fór í skoð- unarferð um Reykjavík og snæddi kvöldverð í Höfða í boði forseta borgarstjórnar, Magnúsar L. Sveinssonar, og konu hans. Mesta eftirvæntingu vakti þó fyr- irlestur Brandts í Háskólabíói í gær. Þar lagði Brandt raunsætt mat sitt á þróun mála í Evrópu, og þá sérstaklega út frá reynslu sinnar eigin þjóðar. Að mati Brandts eru sameining Þýskalands og Evrópu- bandalagið náskyldir hlutir. Einnig talaði hinn aldni stjómmálamaður um nauðsyn þess að efla Samein- uðu þjóðirnar og alþjóðleg lög. Táldi hann það vera mikið og að- kallandi verkefni, sem Evrópuþjóð- irnar myndu taka þátt í af fullum þunga. Á fundi með blaðamönnum, sem Willy Brandt boðaði til á Hótel Sögu í gær, talaði hann m.a. um Evrópubandalagið. Kvaðst hann þeirrar skoðunar að EB ætti að vera eins opið og mögulegt væri fyrir þau EFTA-ríki, sem sækja vildu um inngöngu. „Ég er ekki sammála því sjónarmiði að ríki, sem sækja um inngöngu, eigi að bíða fram í næsta áratug eftir því að fá aðild,“ segir Brandt. Hann telur einnig að EB eigi að vera aðgengilegra fyrir ríki Austur-Evrópu og telur að Pólland, Ungverjaland og Tékkóslóvakía gætu og ættu að sækja um inn- göngu í bandalagið. í huga Brandts snýst innganga í bandalagið ekki einungis um hag- stæð viðskipti, heldur einnig um það hvort viðkomandi ríki vilji hafa áhrif og taka þátt í mikilvægum ákvörðunum er varða Evrópu. Hann telur að litlar þjóðir líkt og ísland geti bæði haft áhrif og hald- ið sjálfstæði sínu. Brandt kvaðst þó hafa skilning á sérstöðu íslendinga hvað varðar fiskveiðimál. Willy Brandt talaði einnig um Þýskaland og kvaðst hafa orðið var við góðan skilning íslendinga á þýskum málefnum. Hann benti á að sameining Austur- og Vestur- Þýskalands opnaði leiðina til Aust- ur-Evrópu. Hann impraði á þeirri skoðun margra að sameinað Þýska- Willy Brandt á blaöamannafundi í gær. Á bak við hann getur að líta þýska sendiherrann hér á landi, dr. Gottfríed Pagemstert Ttmamynd: Pjetur land muni raska valdajafnvægi í Evrópu og kvaðst ekki vera sam- mála því. Hann kvaðst vongóður um að þrátt fyrir ýmis vandamál, sem sameiningunni hafa fylgt, muni hún leiða af sér nýtt og betra Þýskaland. í dag mun Willy Brandt halda til Þingvalla og snæða þar hádegis- verð í boði Jóns Baldvins Hanni- balssonar. Þá mun hann virða fyrir sér náttúruperlur, s.s. Gullfoss og Geysi. Germanía býður síðan Brandt í kvöldverð í Viðey. Á sunnudag heldur Willy Brandt af landi brott. GS. Grandi átti 610 milljóna skattalegt tap í lok síðasta árs: Grandi græddi fyrst 5 ára Grandi skilaói árið 1990 hagn- síðasta árs, og væntanlega einnig aði í fyrsta sinn síðan félagiö var af áætluöum 220 m.kr. hagnaði stofnaö árið 1985, meö samruna þessa árs, því í árslok átti það BÚR og ísbjamarins. Hagnaður- ójafnað skattalegt tap fyrrl ára inn í fyrra nam um 190 m.kr., eða upp á um 610 mifíjénir króna. um 6,7% af rekstrartekjum, sam- Heildarafli Grandatogara var um kvæmt fréttabréfl VÍB. Arösemi 28 þás. tonn á sfðasta árf og um eigin fjár var 19% Og cigintjár- 18 þús. tonn á fyrstu átta rnánuð- hlutfall 40%. Féfagið mun þé um þessa árs. sleppa viö tekjuskaft af hagnaði Nokkrír gesta við vígslu stjómsýsluhúss á Sauðárkróki. Tímamynd: G.Ó. Fógeti, sýslumaður og lögregla Skagafjarðar undir eitt þak: Stjór nsýsl uhús á Sauðárkróki Frá fréttaritara Tímans á Sauöárkrólri, Guttormi Óskarssyni. Sýslumannsembættið í Skagafírði og bæjarfógetaembættið á Sauðárkróki hafa nú flutt í nýtt húsnæði að Suðurgötu 1, en húsið var formlega tekið í notkun þriðjudaginn 25. júní. Það er skemmtileg tilviljun að um þessar mundir eru liðin 100 ár síð- an sýslumannsembættið var flutt til Sauðárkróks, en áður bjuggu sýslumennirnir á sveitabæjum víðsvegar um héraðið. Dómsmálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, og bæjarfógeti, Halldór Þ. Jónsson, höfðu af þessu tilefni boð inni þennan dag og gafst gestum kostur á að ganga um þessa glæsi- legu byggingu og skoða hana. Þorsteinn Pálsson bauð gesti vel- komna með stuttu ávarpi, en Hall- dór Þ. Jónsson skýrði þá miklu þörf, sem verið hefði á því að koma embættinu í rýmra húsnæði en það hafði, og lýsti hann bygging- unni ítarlega. Bæjarfógeti taldi þetta stóran dag og mikil tímamót fyrir starfsfólk embættisins og fyrir bæ, hérað og alla þá sem reka þyrftu erindi við embættið, sem nú flytti úr lélegri og erfiðri aðstöðu í frábærlega góða. Sýsluskrifstofan er 476 fermetrar, en lögreglustöðin á neðri hæð er 335 fermetrar, þar af er 60 ferm. bílageymsla. Framreiknaður kostnaður við bygginguna er ná- lægt 70 milljónum kr. Arkitektar hússins eru Árni Ragn- arsson arkitekt á Sauðárkróki og Páll Zóphaníasson byggingatækni- fræðingur í Vestmannaeyjum. Aðalverktaki við byggingu húss og smíði innréttinga var Hlynur hf. Yfirsmiður var Bragi Haralds- son byggingameistari. Frá Tryggingastofnun ríkisins: Nýjar upphæðir bóta Tryggingastofnun ríkisins hefur ákveðið nýjar upphæðir helstu bótaflokka almannatrygginga. Þær taka gildi frá og með næstu mán- aðamótum. Frá og með 1. júlí eru mánaðar- greiðslur þessar: Grunnupphæð elli- og örorkulífeyris er 12.123 kr„ hálf- ur hjónalífeyrir er 10.911 kr., full tekjutrygging 26.320 kr., heimilis- uppbót 8.947 kr. og sérstök heimilis- uppbót er 6.154 kr. Barnalífeyrir og meðlag með hverju barni 7.425 kr., foreldralaun með einu barni er 4.653 kr„ með tveimur 12.191 kr. og með þremur bömum eða fleirum 21.623 kr. 6 mánaða ekkju- og ekk- ilsbætur eru 15.190 kr. og 12 mán- aða 11.389 kr. Fullur ekkjulífeyrir er 12.123 kr„ dánarbætur vegna slysa í 8 ár eru 15.190 kr. og fæðingastyrk- ur 24.671 kr. Loks skal nefna vasa- peninga vistmanna og vasapeninga vegna sjúkratrygginga, þeir eru 10.000 þúsund kr. á mánuði. Hvað varðar daggreiðslur eru fullir fæðisdagpeningar 1.034 kr„ sjúkra- dagpeningar einstaklings 571 kr„ sjúkradagpeningar fyrir hvert barn á framfæri 140 kr„ slysadagpeningar einstaklings 654 kr. og slysapening- ar fyrir hvert barn á framfæri 140 kr. 18% tekjutryggingaauki, sem greiðist í júlí, er inni í upphæðum tekjutryggingar, heimilisuppbótar og sérstakrar heimilisuppbótar. -sbs. Fræðimannsíbúð Húss Jóns Sigurðssonar úthlutað: 41 SÓTTU UM - 5 FENGU VIST Fræðimannsíbúð samkvæmt regl- um um Hús Jóns Sigurðssonar i Kaupmannahöfn hefur veriö úthlut- að fyrir tímabilið 1. sept 1991 til 31. ágúst 1992. Úthlutun fengu þessir fræðimenn: Dr. Hjalti Hugason, 1. sept. 1991 til Skatta- aðgerðir Aðgerðir á vegum fjármála- aráðuneytis í innheimtu útí- standandi skattskulda lögaðila og einstaklinga við ríldssjóð munu heflast þann 1. júlí. Stefnt er að því að þessar að- gerðlr verði framkvæmdar samtímis á öllu landinu og að þeim verði lokið á sem skemmstum tíma. Útístandandi skuldir á virðis- aukaskatti nema nú um 1.600 mllljénum kr., eða 4% af áætl- uðum tekjum rikistjéðs af virðisaukaskatti í ár. utístand- andl staðgreiðsluskuldir nema um 1.700 mifijónum kr. GS 31. október, til að afla gagna fyrir rit um sögu kristni á íslandi í 1000 ár. Dr. Hrafnhildur Ragnarsdóttir, 1. nóv. til 31. des. til að vinna að sam- anburðarrannsóknum á skilningi ís- lenskra og danskra barna á hugtök- um og orðaforða yfir fjölskylduvensl. Dr. Unnsteinn Stefánsson, 1. jan. til 31. mars, til að vinna að riti um haf- fræði og afla heimilda í sambandi við rannsóknir á íslenskum vötnum sem sjór gengur inn í. Dr. Sigfús A. Schopka, 1. apr. til 31. maí, til að tjúka ritgerð um þorskstofninn við lsland á tímabilinu 1930 til 1990 og athuga í samvinnu við Grænlensku fiskirannsóknastofnunina í Kaup- mannahöfn samspil íslenska þorsk- stofnsins við grænlensku þorsk- stofnana. Grétar Unnsteinsson, 1. júní til 31. ágúst, til að afla heimilda í Danmörku um upphaf íslenskrar garðyrkju og kynna sér fræðslu og menntun í umhverfismálum. Alls barst 41 umsókn um fræðimanns- íbúðina. í úthlutunarnefndinni eiga sæti Guðrún Helgadóttir alþingismaður, Ingvi S. Ingvason, sendiherra í Kaupmannahöfn og formaður stjórnar Húss Jóns Sigurðssonar, og dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessor. —Fréttatílkynning

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.