Tíminn - 29.06.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.06.1991, Blaðsíða 10
22 Tíminn Laugardagur 29. júní 1991 Steingrímur Hermannsson á hádegisverðarfundi þar sem fjallað var um stjórnmálaástandið og stjórnarstefnuna og áhrif hennar á atvinnuvegina: Afskiptaleysi jafngildir dauðadómi ísl. atvinnulífs „Ríkisstjóm sú, sem nú situr, ætlar ekkert að skipta sér af atvinnu- lífinu. Það þýðir dauðadóm fyrir það ef hún ætlar að halda að sér höndum. Rfidsvaldinu ber skylda til að fara mildandi hendi um at- vinnulífið, vegna þess sveifluástands sem einkennir íslenskt efna- hagslíf. Skrúfugangur verðbólgunnar er að hefjast með hækkun vaxta. Það mun verða óhemju erfltt að stöðva hann þegar verðbólguskriðan er einu sinni komin af stað,“ sagði Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, á hádegisverðarfundi í gær. Til hans var boðað til að ræða gjaldþrotastefnu rfidsstjórnarinnar og samn- ingana um Evrópskt efnahagssvæði, sem mjög hafa verið á döfinni undanfarið. Steingrímur Hermannsson á hádegisverðarfundi um stjórnmála- ástandið í gær. Til vinstri við hann situr Finnur Ingólfsson alþing- ismaöur og til hægri Alfreð Þorsteinsson, formaður Framsóknarfé- lags Reykjavíkur. Tímamynd: Pjetur Álafoss og Síldarverk- smiðjur Steingrímur segir um vanda Ála- foss, að vel geti verið að sú hagræð- ing, sem þar fór fram á sínum tíma með sameiningu fyritækjanna, nið- urfellingu skulda og skuldbreyting- um, hafi ekki verið næg. Hann seg- ir ríkið hafa komið þar lítið við sögu, en bankar, sjóðir og eigendur hafi annast það að öllu leyti. Hann segir menn hafa vonast til að Ála- foss aflaði sér markaða á Vestur- löndum, í Bandaríkjunum og í Jap- an. Þær vonir segir hann að hafi brugðist. Steingrímur segir að stöðvist ullariðnaðurinn hafi það miklu meiri áhrif, miklu fleiri gjaldþrot og miklu verri áhrif á þjóðarbúið heldur en sú aðstoð, sem kann að vera nauðsynleg til að hægt sé að reka Álafoss áfram. í því sambandi nefnir hann bændur, ull- ariðnaðinn, pijónastofumar og landið allt Steingrímur segist ekkert vera á móti því að breyta Sfidarverksmiðj- um ríkisins í hlutafélag. Hann var- aði við því að ríkisvaldið haldi að sér höndum í þeim sveiflum, sem eru framundan í íslensku atvinnulífi. Sjóðimir Steingrímur minntist á atvinnu- tryggingarsjóð og hlutafjársjóð og sagði umræður um þá sjóði vera byggða á miklum misskilningi. Hann segir þessa sjóði hafa verið setta á stofn til að rétta við atvinnu- lífið og rétta við gengið smám sam- an og það hafi tekist. Hann segir enga skuldbreytingu í íslensku at- vinnulífi hafa verið undir eins ítar- legu eftirliti eins og skuldbreyting- ar atvinnutryggingarsjóðs. Hann sagði það skilyrði hafa verið sett að fyrirtækin gætu við meðalaðstæður staðið við skuldbindingar sínar. í því sambandi gat hann athugunar manna nú um hagræðingu, sem nú væri á döfinni í Þorlákshöfn og Stokkseyri og væri fyrir ffamgöngu atvinnutryggingarsjóðs, en leita yrði úrræða til að finna fólki, sem missti atvinnu, ný störf. Vestrænar hugmyndir Steingrímur sagðist hafa verið sakaður um að leggjast gegn því að vestrænar hugmyndir væru yfir- færðar á íslenskt þjóðfélag. Hann sagði það vera alrangt, því nauðsyn- legt væri að aðlaga þær íslensku þjóðfélagi og efhahagslífi, sem væri í grundvallaratriðum annað en í hinum iðnvæddu ríkjum Evrópu. Hann sagði það felast í því að við .værum háðari einum atvinnuvegi en nokkur önnur þjóð í Evrópu. Hann sagði að í þessu fælist að ís- lenskt þjóðfélag væri sveiflukennd- ara en nokkurt annað þjóðfélag og mætti rekja sveiflumar til þess að aflinn bregst og verðfall verður á af- urðum. Steingrímur sagðist stund- um hafa verið sakaður um að vera hlynntur ríkisrekstri, en slíkt væri alrangt. Hann sagði ekkert fyrirtæki blómstra nema einstaklingamir væm sterkir. Það þyrfti hins vegar að skapa mönnum skilyrði til fram- taksins og draga úr sveiflum og óvissu. Hann sagði að þess vegna þyrfti samkomulag aðila vinnu- markaðarins og ríkisvalds um að draga úr sveiflunum og milda það sem færi úrskeiðis. Hann segir að með slíkum aðgerðum sé ekki nokkur vandi að búa íslendingum betri lífskjör en aðrar þjóðir geta stært sig af. Þetta segir hann síðustu ríkis- stjóm hafa leitast við að gera og að það hafi tekist. Ástandið segir hann hafa verið þannig haustið 1988, að ekki hafi tekist í öllum tilfellum að hjálpa atvinnufyrirtækjum sem vom komin í þrot. Steingrímur sagðist vera hlynntur því að stjómvöld hafi afskipti af ný- sköpun í íslensku atvinnulífi og all- ar rfidsstjómir geri það á einn eða annan máta. Þá ekki síst til að á Hótel Lind. breikka gmndvöll atvinnulífsins og draga úr einhæfni hans til að koma í veg fyrir sveiflur. Hann sagði þetta höfúðástæðu þess að síðasta ríkis- stjóm leitaðist við að finna nýjar leiðir í atvinnumálum með einstak- lingum. Steingrímur kvaðst sann- færður um að það bæri ríkulegan ávöxt. Hann sagði núverandi ríkisstjóm hafa tekið upp þá stefnu að hafa sem minnst afskipti af íslensku at- vinnulífi og jafngilti það dauða- dónai.----------------------------- Verðbólgan komin af stað Steingrímur segir verðbólgu vera komna af stað og hún sé nú meiri en var fyrir mánuði. Hann segir þetta vera nákvæmlega það sama og gerðist árið 1987 til ‘88, og þá ekki síst fyrir áhrif vaxta- hækkana. Hann segir að miklar op- inberar aðgerðir þurfi til að ná verðbólgunni aftur niður, því að þegar skrúfugangur hennar sé einu sinni kominn af stað sé mjög erfitt að snúa við. Hann bjóst við því að verkalýðshreyfingin myndi krefj- ast þess að verðbólga og vextir færu niður aftur. Steingrímur gat þess að fram- sóknarmenn myndu ekki standa í vegi fyrir samningum sem myndu nást. Hann gat þess að þeir ætl- uðu sjálfir að fara af stað og hefja viðræður við verkalýðshreyfing- una. Hann sagði framsóknarmenn ætla sjálfa að leggja sitt af mörk- um svo nýir þjóðarsáttarsamning- -ar-myndu takast. Evrópskt efnahags- svæði „Við verðum að varðveita sér- stöðu okkar og við verðum aldrei sjálfstæð þjóð ef við gleymum því,“ segir Steingrímur. Hann segir framsóknarmenn hafa haft fyrirvara um aðild að evr- ópsku efnahagssvæði. Steingrím- ur segir ríkisstjórnina núna hafa einn sem segði að ríkið gæti grip- ið í taumana ef einhver atriði um hið evrópska efnahagssvæði valdi óeðlilegri röskun í efnahagslífi landsins. Hann sagði að alls ekki væri skýrt hvað þetta þýddi. Stein- grímur velti því fyrir sér hvort þetta þýddi kannski það hvort samþykki Efnahagsbandalagsins þyrfti til og að slík mál yrðu að fara fyrir Evrópudómstólinn. Steingrímur velti því fyrir sér hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera t.d. í sambandi við sölu á íslensku landi. Hann benti á að áhugi út- lendinga væri mikill á útiveru og náttúrulífi. Velti hann því upp spurningu um hvort hugsanlega yrði mögulegt fyrir útlendinga að kaupa íslenskar laxveiðiár og ís- lenska dali. Steingrímur sagði núverandi rík- isstjórn því fýlgjandi að veiði- heimildir kæmu í stað tollfríð- inda. Hann sagði það vera þver- brot á öllu því sem síðasta ríkis- stjórn sagði. Hann sagði Jón Baldvin hafa verið sér sammála um það að aldrei kæmi til greina að versla með veiðiheimildir fyrir tollfríðindi, því þetta væru tvö að- skilin mál. í fyrirspurnum í fundarlok kom fram að Steingrímur óttast ekki, þó íslendingar nái ekki samning- um við EB um EES, einir þjóða. -HÞ Húsfyllir var á hádegisverðarfundinum. Hér sést yfir hluta salarins Tlmamynd: Pjetur Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka I Reykjavík 28. júnl tll 4. júll er I Laugavegs- apóteki og Holtsapótekl. Þaö apótok sem fyrr er nefnt annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldl tll kl. 9.00 aö morgnl vlrka daga en kl. 22.00 ð sunnudögum. Upplýs- ingar um læknls- og lyfjaþjónustu eru gefn- ar I slma 18888. Neyöarvakt Tannlæknafélags fslands er starfrækt um helgar og á stórhátlöum. Slm- svari 681041. Hafnarfjöröur: Hafnarfjarðar apótek og Norð- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I slmsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartlma búöa. Apó- tekin skiptast á sina vikuna hvort aö sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið I þvl apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öörum tlmum er lyfja- fræðingur á bakvakt Upplýsingar eru gefnar I sfma 22445. Apótek Keflavfkur: Opiö virka daga frá k. 9.00-19.00. Laugardaga, helgidaga og al- mennafrldaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opiö virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokaö I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opiö til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabær: Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Alnæmlsvandinn. Samtök áhugafólks um alnæmisvandann vilja styöja smitaöa og sjúka og aöstandendur þeirra, sími 28586. Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjamames og Kópavog er I Heilsuvemdarstöö Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugar- dögum og helgidögum allan sólarhringinn. Á Seltjamamesl er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00 oglaugard. Id. 10.00-11.00. Lokaöá sunnudögum. Vitjanabeiönir, slmaráöleggingar og tlmapant- anir I slma 21230. Borgarspftalinn vakt frá Id. 08-17 alla virka daga fyrir fölk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (slml 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (simi 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabúöir og læknaþjónustu emgefnar I slm- svara 18888. Ónæmisaðgerðirfyrirfulloröna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöö Reykjavfkur á þriöjudögum Id. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskírteini. Garðabæn Heilsugæslustööin Garöaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, slmi 656066. Læknavakt er I sima 51100. Hafnarfjöröur: Heilsugæsla Hafnarfjaröar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, slmi 53722. Læknavakt slmi 51100. Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Sími 40400. Keflavík: Neyöarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suöumesja. Simi: 14000. Sálræn vandamál: Sáifræðistööin: Ráögjöf I sálfræöilegum efnum. Sími 687075. Landspítalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadelldln: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadelld: Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartlmi fyrir feöur kl. 19.30- 20.30. Barnaspltali Hrlngslns: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarlækningadelld Landspftal- ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomu- lagi. - Landakotsspitali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Bamadeild 16-17. Heimsóknartlmi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borgarspftalinn I Fossvogl: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laugardögum og sunnu- dögum kl. 15-18. Hafnarbúðir: Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvlta- bandlö, hjúkrunardeild: Heimsóknartlmi frjáls alla daga. Grensásdelld: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14-19.30. - Hoilsuvemdarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavlkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspftall: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vffilsstaðaspltall: Heim- sóknartlmi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepsspítali Hafnarfirði: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlið hjúkrunarheimili I Kópavogi: Heim- sóknartlmi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavrkurfæknishéraðs og heilsugæslustöövar: Vaktþjónusta allan sólar- hringinn. Simi 14000. Keflavlk-sjúkrahúslð: Heimsóknartlmi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátiöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Akureyri- sjúkrahúslö: Heim- sóknartimi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00- 20.00. Á bamadeild og hjúkrunardeild aldraöra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarösstofuslmi frá kl. 22.00- 8.00, simi 22209. Sjúkrahús Akra- ness: Heimsóknartimi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavfk: Seltjamames: Lögreglan slmi 611166, slökkviliö og sjúkrabifreiö slmi 11100. Kópavogun Lögreglan slmi 41200, slökkviliö og sjúkrabifreiö simi 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan slmi 51166, slökkvi- liö og sjúkrabifreiö simi 51100. Keflavfk: Lögreglan slmi 15500, slökkvilið og sjúkrabill simi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjar: Lögreglan, slmi 11666, slökkviliö slmi 12222 og sjúkrahúsiö slmi 11955. Akureyrl: Lögregian slmar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabrfreiö slmi 22222. Isafjörður: Lögreglan simi 4222, slökkviliö slmi 3300, brunasimi og sjúkrabtfreiö simi 3333.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.