Tíminn - 06.07.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.07.1991, Blaðsíða 2
Laugardagur 6. júlí 1991 Eldisrými um áramót fyrir 20 milljón seiði og tæp 7 þúsund tonn af matfiski: NÆR 2JA MILLJARDA SJÓÐALÁN Á 2 ÁRUM Fiskeldisfyrirtæki í landinu fengu samtals um 1.920 milljónir kr. að láni á árunum 1989 og 1990 frá þrem sjóðum: Framkvæmdasjóði (544 m.kr.), Byggðasjóði (804 m.kr.) og Atvinnutryggingarsjóði útflutn- ingsgreina (573 m.kr.). Lánsupphæöimar, sem koma fram í ársskýrslu Framkvæmdasjóðs, skiptust nokkuð jafnt á þessi tvö ár. Framleiðsla á síðasta ári var um 2.790 tonn af matfiski og um rúmlega 8,1 milljón seiði. Framleiðslurými um áramót var fyrir um 20 milljón seiði og um 6.955 tonn af matfiski, þ.e. nær 150% meira en fyrir ársframleiðsluna. Átta gjaldþrot í fyrra... Segja má að í skýrslu Fram- kvæmdasjóðs komi fram í hnot- skurn glöggt yfirlit um hina ömur- legu afkomu þessarar atvinnu- greinar, sem svo margir ætluðu sér að græða á. Tálin eru upp 8 hlutafélög í fiskeldi sem urðu gjaldþrota á síðasta ári: Vogalax, Faxalax, Hafeldi, Þverárlax, Vesturlax, Fomós, Ölunn og íslenska fiskeldisfélagið. Sagt er að þeir fiár- festingarsjóðir og bankar, sem áttu kröfur á þessi fyrirtæki, hafi leitast við að halda þeim í fullum rekstri, í því skyni að viðhalda þeim verðmæt- um, sem í þeim eru bundin, og sömuleiðis til að þær séu seljanlegri. Þá segir að nokkrar aðrar stöðvar hafi dregið mjög úr eða hætt rekstri á árinu, m.a.: Reyðarfell hf., Haflax hf. og Sveinbjörn Runólfsson. ... og margar stöðvar innleystar í þriðja lagi eru svo taldar upp innleystar fiskeldisstöðvar: Framkvæmdasjóður tók ásamt Fiskveiðasjóði þátt í að styðja við rekstur þrotabús íslandslax á árinu, sem síðan var leigður Pharmaco til fjögurra ára. Framkvæmdasjóður leysti til sín Læk í Ölfusi og leigir stöðina hana nú Læk hf. til bleikjueldis. Ásamt Den norske Bank keypti sjóðurinn Fjallalax hf. í Grímsnesi á nauðungaruppboði og leigði hana Silfurlaxi hf. Sjóðurinn keypti Fiskeldi hf. á Húsavík einnig á nauðungarupp- boði. Lítil eldisstöð í Þorlákshöfn var einnig keypt á uppboði. Hún er nú leigð heimamönnum til annarra nota. Eldisstöð Sjóeldis hf. í Höfnum er sömuleiðis enn í eigu sjóðsins frá 1989. íslenski lúðubankinn leigir hana. Þá hefur Framkvæmdasjóður ákveðið að kaupa fiskeldisstöð Silf- urgens hf. í Höfnum. Tilgangurinn er sagður sá, að stuðla að því með stjórnvöldum að koma á fót kyn- bótum á eldisfiski. Vonir séu bundnar við að með því aukist líkur á því að íslendingar nái að halda í við erlenda samkeppnisaðila í greininni. Stöðin verður leigð Stofnfiski hf., sem að 75% hluta er í eigu Laxeldisstöðvarinnar í Kolla- firði. Fleiri í súpunni en íslendingar Skýrsla Framkvæmdasjóðs segir bágt gengi í fiskeldi 1990 langt frá því bundið við ísland eingöngu. M.a. hafi norskir bankar þurft að taka á sig töp upp á um 9 milljarða ísl. kr. á árinu. Töluvert af þeim laxi, sem dembt var inn á erlenda markaði á árinu, hafi verið á veg- um banka/þrotabúa sem vildu losna við hann sem skjótast. Þetta hafi spillt mjög fyrir tilraunum markaðsmanna til að skapa stöð- ugt verðlag með jöfnu framboði á fiski. Skotar eru sömuleiðis sagðir hafa aukið framleiðslu á laxi úr 28.550 tonum í 32.350 tonn (13%) í lyrra og búist sé við svipaðri framleiðslu í ár. Auk lágs verðs sé þeirra vandi einkum sjúkdómar og sníkjudýr í fiskinum. Verð á laxi er ennþá lágt, þótt talið sé að framboðið vaxi nú heldur hægar en áður. Framboðið sé þó ævinlega meira en eftirspurnin, þrátt fyrir ýmsa tilburði til fram- leiðslustýringar. Og vonir um verð- hækkanir eru litlar meðan svo er. Fjárfestingar alls 7.300 m.kr. Lánveitingar sjóðanna til fiskeld- isfyrirtækjanna, sem frá var sagt hér að framan, skiptust þannig árið 1990: Framkvæmdasjóður samþykkti 78 m.kr. í stofnlán til nýframkvæmda til 8 aðila. Skuldbreytingalán námu 173 m.kr. til 21 aðila. Auk þess veitti sjóðurinn þrjá styrki, alls 1,9 m.kr. Samtals eru þetta um 251 m.kr. Byggðastofnun lánaði 424 m.kr. til fiskeldis á árinu til fyrirtækja á Vestfjörðum, Norðurlandi og Aust- fiörðum. Atvinnutryggingarsjóður lánaði að mestu til skuldbreytinga, alls 267 m.kr. á síðasta ári. En auk þess 7 m.kr. til hlutafiárkaupa. Samtals eru þetta 949 m.kr. á síð- asta ári, hvar af 382 m.kr. eru fiár- festingalán. í skýrslunni eru raktar samþykkt- ar lánveitingar og ábyrgðir vegna fjárfestinga í fiskeldi ár hvert allt frá 1984. Talið á verðlagi hvers árs er upphæðin samtals 3.078 millj- ónir kr. Þar af eru 1.250 m.kr. frá Framkvæmdasjóði og 990 m.kr. frá Byggðastofnun. Á framreiknuðu verði í lok síðasta árs námu fiárfestingar í fiskeldi alls um 7.300 m.kr., að mati Fram- kvæmdasjóðs. - HEI Guðbjörg Hrafnsdóttir ásamt Emi Smára Bragasyni, stjúpsyni sínum, fyrir utan Ás, sem búið er að fiytja í Skerjafjörðinn. Tfmamynd: Árnl Bjarna Gömul hús í endurbyggingu í Skerjafirðinum: Gömul verða sem ný á ný í Skerjafirftinum er risið nýtt hverfi. Þaft er þó ekki allt alveg nýtt, því húsin, sem þar standa, eru gömul. Flest eru þau frá árunum í kringum aldamótin. Hús þessi hafa verið flutt þangað frá ýmsum stöðum í Reykja- vik og endurbyggft af eigendum sín- um. Þama gefur á aft h'ta skemmti- legt hverfi í uppbyggingu. Ein þeirra, sem stendur í endur- byggingu á gömlu húsi þarna, er Guðbjörg Hrafnsdóttir ásamt eigin- manni sínum. Húsið, sem þau keyptu, stóð á lóðinni hjá gömlu Mjólkursamsölunni og hét Ás. Guðbjörg sagði að húsið hefði verið flutt í Skerjafiörðinn fyrir tveimur árum. Hún sagði að uppbygging þess hefði gengið fremur hægt, því þau hjónin búa að staðaldri í Kaup- mannahöfn og hafa því aðeins sum- artímann til að vinna í húsinu, en þar er margt enn óklárað. Guðbjörg sagðist vonast til þess að það yrði komið í íbúðarhæft ástand í haust. Mikil vinna fer í endurbyggingu gamalla húsa og sagði hún, að ef fólk ætlaði sér að breyta eða endurbyggja svona gömul hús, þýddi ekkert annað en að hafa gaman af því. „Ég er ekki ennþá orðin leið á neinu hérna og finnst þetta ganga vel,“ segir Guð- björg Hrafnsdóttir. -SIS Þann 30. júlí verður hlaupið, skokkaö og gengið til heiðurs þessum mönnum. Þelr eru Guðmundur Arason, Jóhann Jóhannesson og Þorsteinn Einarsson. GSJÞ-hlaupið Glímufélagið Ármann hefur ákveðið að efna til hlaups, skokks og göngu þriðjudaginn 30. júlí kl. 20:30. Hlaup- ið hefur verið nefnt GSJÞ- hlaupið og hlaupnir verða 2 til 12 km í nágrenni við Ármannssvæðið í Sigtúni. Þema hlaupsins er: Þróttur, styrkur, já- kvæðni og samvera í leik og starfi. Hlaupið er haldið til heiðurs Guð- mundi Arasyni forystumanni Ár- manns, Jóhanni Jóhannessyni frjáls- íþróttaleiðtoga og Þorsteini Einars- syni fyrrverandi íþróttafulltrúa ríkis- ins. Einnig til minningar um Jens Guðbjömsson fyrrverandi formann Ármanns, Jón Þorsteinsson íþrótta- kennara, Gunnar Eggertsson fýrrver- andi formann og Stefan Kristjánsson fyrrverandi íþróttafulltrúa Rvfkur. Ferðamönnum frá hinum Noröurlöndunum fækkar: Svissneskum ferðamönn- um hefur fjölgað um 54% Þjóftveijar voru langfjölmennastir ferðamanna hér á íslandi í síftast- liftnum júnímánufti. Þá komu alls 3835 Þjóðverjar til landsins. Næst fiölmennastir voru Svíar og var fiöldi þeirra í júm 2874. Einnig komu 2619 Bandarikjamenn til landsins, 2110 Bretar og 2135 Danlr. Alls komu 222251 eriendur ferfta- maftur til landsins í stftastiiönum júm', en í júnl 1990 voru þeir 21.062. Feröamönnum í júm' hefur því fiölgaft um 5,6% frá því í júní í fimra. Frá 1. janúar til 30. júní þessa árs fiölgafti erlendum feröamönn- um um rúmlega 3,8% miðað við fyrstu 6 mánuði síðasta árs. Árið 1990 komu 54.978 eriendir ferfta- menn til landsins á þessum tíma, en nú í ár var fiðldi þeirra 57.107. Aukning ferftamanna er hlutfaDs- lega mest frá meginlandl Evrópu og Bretiandi. Ferftamönnum frá Sviss hefur fiölgaö hér á landi um 54% á fyrstu 6 mánuöum ársins. Alls hafa komift 2062 Svisslendingar hingaft til iands á þessu ári, en voru á sama tíma í fyrra 1340. Frá Þýskalandi komu rúmlega 8000 ferðamenn á þessum tíma, en árið 1990 voru þeir um 6800. Þýskir ferftamenn eru því 20% fleiri heldur en í fyrra, það sem af er liftift árinu. Breskum ferftamönnum hefur fiölgað um 14,3% frá sama tíma á síöasta ári og aukning bandarískra ferfta- manna er 5,9%. Hins vegar hefur Noröuriandabúum fækkað. Fyrri hluta þessa árs komu 20.804 Norft- uriandabúar til landsins, en fyrir ári voru þeir 22.127. Fækkunin nemur því um 6%. 1 fréttatilkynningu frá Ferfta- málaráfti íslands segir að miftaft við þær upplýsingar, sem nú liggja fyrir, má gera ráft fyrir aft um 1200 erkndir ferftamenn komi til landsins aft meðaltali dag hvem í júlímánufti. Gera má ráð fyrir aft milli 8000 og 10000 er- lendir ferftamenn gisti hér á landi hverja nótt í mánufti. Áætíaftar gjaldeyrístekjur af eriendum ferftamönnum í júlímánuði ein- um em á milli 2,5 og 3 milfiarðar króna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.