Tíminn - 06.07.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.07.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagu 6. júlí 1991 Guðni Ágústsson alþingismaður segir að aðgerðir ríkisstjómarinnar séu aðeins til þess að stjórnarskiptin fari ekki framhjá neinum. Hann segir: Kálfakjarkur ríkisstjórnar- innar er ekki aðeins hlægi- legur heldur stórhættulegur :<i:'\ Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar er mikiö í mun að stjórnarskiptin fari ekki framhjá neinum, harka frjálshyggjunnar ræður nú ríkjum. Til þess grípur hún til ýmissa ráoa. Eitt er áform um sölu rfldsbankanna. Þeim hefur svo sem verið flaggað áður. Af fyrrí aðgerðum rfldsstjórnarínnar hafa menn þó lært að hún er búin til að beita flestum þeim meðölum sem hún telur hrífa. Á sama tíma berast váleg tíðindi af við- ræðum um Evrópska efnahagssvæðið. Váleg, en óljós og þokukennd. Svo virðist sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hafi fallið frá öllum þeim fyrirvörum sem fyrrí rflds- stjórn setti. Þá er staðfestur grunur manna um slæma stöou lífeyrissjóðanna. Þeir stefna í gjaldþrot ef ekki verður gripið til róttækra ráða. Guðni Ágústsson, alþingismaður Framsókn- arflokksins á Suðurlandi, er formaður banka- ráðs Búnaðarbankans. Hann hefur flutt þings- ályktun um gjörbyltingu á lífeyrissjóðakerf- inu. Og hann hefur krafist þjóðaratkvæða- greiðslu um aðild að Evrópska efna- hagssvæðinu. Guðni Ágústsson er í helgarvið- tali. — Tengjast áform um sölu Búnaðarbankans þörf ríkisstjórnarinnar til að sýna fram á að nú séu nýir vendir komnir í Stjórnarráðið? Er þá ekki fulllangt gengið? .Atgangur ráðherra og ríkisstjórna er kom- inn út fyrir öll mörk. Líklega má rekja þróun- ina til þess að ólafur heitinn Jóhannesson komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórnir væru ekki fjölskipað stjómvald. Síðan hafa ráðherrar látið eins og kálfar á vorin; allt skal brotið upp og breytt í þeirra minningu. Gæð- ingar sitja langa súpufundi við að semja tillög- ur og þýða lög á íslensku. Síðustu ár hafa ráð- herrar lagt hundrað og fimmtíu lagafrumvörp fyrir hvert þing, sem lýsir best geðveikinni. í vetur sá ég merkilegt viðtal við ungan ís- lending, Ólaf Jóhann Ólafsson, sem hefur öðl- ast mikinn frama í viðskiptalífi Bandaríkj- anna. Hann var spurður hvað hann myndi gera yrði hann kallaður heim og gerður að for- stjóra okkar litla samfélags. Ungi maðurinn hugsaði sig um góða stund, en svaraði svo eitthvað á þá leið, að hann myndi reyna að ráð- ast að vandanum, en láta það í friði sem vel hefði reynst. Þetta vakti mig til umhugsunar. Hvers vegna allar þessar breytingar út í loftið, sem sýnilega eru dæmdar til að mistakast. Það er ráðist á stofnanir og fyrirtæki sem standa traustum fótum. Eins og Búnaðarbankann. Það skal við- urkennt að hann er góð söluvara og ég efast ekki um að efnamenn þessa Iands vilja eignast hann. En það er starfsfólk, viðskiptavinir og sparifjáreigendur sem hafa gert bankann að þeirri öflugu þjónustustofnun sem hann er. Þetta fólk hrekkur í kút þegar það heyrir allt í einu að nú eigi að selja vinnustað eða við- skiptabanka þess. Væri ekki rétt að spyrja þetta fólk? Það kann að hafa eitthvað við þess- ar söluhugmyndir að athuga. Búnaðarbank- inn á að vera í friði, hann er góð rekstrarein- ing og á ekki í neinum vandræðum. Kálfa- kjarkur ráðherranna er ekki bara hlægilegur. Hann er stórhættulegur." — Hver er þá tilgangurinn með því að rfkið reki banka? Eiga ekki einkaaðilar að gera það, jafnvel erlendir? „Þeir bræður Búnaðarbankinn og Lands- bankinn hafa staðið dyggan vörð um íslenskt atvinnulíf. Landsbankinn er sagður eiga í erf- iðleikum, ekki síst vegna þess að sjávarútveg- urinn hefur aldrei mátt búa við góð rekstrar- skilyrði. Sjávarútvegurinn ræður mestu um lífsafkomu okkar. Samt eru fyrirtæki hans oft- ast rekin á heljarþröm. Einmitt vegna þess að ríkisstjórnir sinna ekki sinni aðalskyldu: að tryggja að hér sé heilbrigt atvinnulíf f heil- brigðu rekstrarumhverfi. Þó Landsbankinn eigi kannski f erfiðleikum á það ekki að bitna á Búnaðarbankanum. Það er eins og ef tveir bræður væru í sömu vinnu; annar veikist og þá væri sá heilbrigði lagður inn á sjúkrahús og skorinn, f stað þess að lækna þann veika. Ríkisbankarnir eru eign landsmanna og því háðir þjóðinni og sínum viðskiptamönnum um allt land, en ekki einhvcrjum örfáum eig- endum hlutabréfa. Með því að selja þá safnast allt fjármagnið á örfáar hendur. Það er ekkert gamanmál og í því ættu menn að reyna að vera sjálfum sér samkvæmir. Ritstjóri DV, Jón- as Kristjánsson, hefur dag eftir dag lýst áhyggjum sínum vegna einokunar á flutning- um til og frá landinu, þar sem sá stóri drepur alla samkeppni og ræður síðan verði á flugi og flutningum. En þessi sami maður rægir ríkis- bankana og vill selja þá þessu sama fámennis- valdi. Það er gaman að sjá að Guðni í Sunnu þorir enn að berjast, en nú ætlar stórveldið að púa hann niður. En hver ætlar að ráða við pen- ingavaldið á íslandi ef það kemst í hendurnar á svæsnustu gróðahyggjumönnunum? Þá býð ég ekki í atvinnulífið. Ríkisbankarnir eru þröskuldur á vegi þeirra. Síðan tala allir eins og hér séu miklir atburð- ir í uppsiglingu. Erlendir bankar bíði eftir að komast inn í landið. Menn skjálfa af ótta og ræða um að búa sig undir samkeppnina. Ég fullyrði að það er enginn erlendur banki á leið- inni hingað. Þetta var kannað sérstaklega af breska ráðgjafarfyrirtækinu Spicer & Oppen- heim fyrir viðskiptaráðherra og Seðlabank- ann. Niðurstaðan er þessi: Enginn erlendur banki hefur áhuga á að koma hingað. Þeir segja einfaldlega: Hagkerfið er lítið, byggir of á einni sveiflukenndri atvinnugrein, verðbólga og gengisfellingar eru viðvarandi. Sagan um stóru erlendu bankana, sem bíða eftir að keppa hér, er annað hvort misskilningur eða sett fram til að hræða menn og vinna þá til fylgis við sölu eða umrót í bönkunum. Nei, útlendingamir brosa að okkar litla pen- ingamarkaði. Þá dreymir ekki um að fjárfesta í lítt þekktu landi með óaðlaðandi hagkerfi. Ekki til að keppa á peningamarkaðnum hér. Hins vegar dreymir ýmsa um að eiga hér að- gang að auðlindum lands og sjávar. Af því hafa íslenskir ráðherrar ekki áhyggjur. Það er alltaf stutt í vitleysurnar hjá íslending- um þegar þeir kalla á erlenda ráðgjafa. Þá minna ráðherramir mig oft á Pílatus gamla, vilja þvo hendur sínar áður en aftakan fer fram. Svo lesa þeir skýrslurnar alls ekki, eða þá að minnsta kosti alveg eftir sínu höfði. Spicer & Oppenheim sló upp kostum og göll- um þess að selja ríkisbankana. Þeir komust að því að afhám ríkisábyrgðar myndi auka lán- tókukostnað og draga úr aðgangi að erlendu lánsfé. Hversu myndi kostnaður atvinnulífsins þá ekki aukast? Og hvað með ríkisábyrgðina á sparifénu, komast menn upp með að afnema hana? Er engin virðing borin fyrir fólkinu, sem oft af litlum efnum nær að spara ótrúleg- ar upphæðir? Þetta fólk er hrætt við valdið í einkabankanum, en treystir bæði á ríkis- ábyrgðina og lýðræðislega kosið bankaráð, bankaráð sem er kosið af Alþingi. Það þarf rök til að stokka upp og breyta. Ég get tekið undir orð ráðgjafarfyrirtækisins er- lenda: „Rekstur bankakerfis er svo miklvægur, bæði fyrir almennt traust sparifjáreigenda og rekstur fyrirtækja, að forðast verður stökk- breytingar er valdið gætu óróa og vantrausti á markaðnum." Frjálshyggjumennimir segja að stjórnmála- menn eigi ekki að hafa afskipti af bönkum. Menn verða að átta sig á því að í einkabönkun- um er líka pólitískt vald. Frjálshyggjumenn- irnir hengja sig í þá firru að ríkisbankarnir séu vondir af því að bankaráð ákvarði hluti, sem fagmennimir eigi að fara með: vexti, þjón- ustugjöld og mannaráðningar. Eða að einn bankastjóri sé ekki ábyrgur í stað þriggja manna bankastjómar. Það hefur gefist vel í Búnaðarbankanum að hafa þrjá menn í náinni samvinnu jafn ábyrga, betur sjá sex augu en tvö. Vilji menn breyta þessu þarf aðeins til ein- falda lagabreytingu. Búnaðarbankinn er faglegur banki. Hann hefur notið þess að hafa í sinni þjónustu frá- bæra stjómendur. Ég nefni feðgana Tryggva Þórhallsson og Þórhall Tryggvason, Hilmar Stefánsson og Stefán Hilmarsson, og Magnús Jónsson frá Mel. Sama er að segja um banka- ráðsmennina. Þeir hafa alltaf beitt faglegum vinnubrögðum, láta hagsmuni viðskiptavin- anna ráða, en ekki pólitíska duttlunga. Önnur rök frjálshyggjumannanna eru, að einkabankar séu hagkvæmari. Ég veit nú ekki betur en frjálshyggjupostulamir hafi sjálfir farið á hausinn með sín hlutafélög. Búnaðar- bankinn er sterkur, eiginfjárstaðan er sterk og lausafjárstaðan sú langsterkasta í bankakerf- inu. Á síðustu árum hefur ýmsu verið hag- rætt, starfsmönnum fækkað um 70 á fimm ár- um þrátt fyrir aukin umsvif. Ráðherramir gætu verið stoltir af slíkum árangri. Þar hefur starfsfólki fjölgað um nálega tvo á dag á sama tíma. Staðan hjá ríkissjóði væri önnur ef þannig hefði verið að málum staðið við ríkis- jötuna. Það er stórslys ef nú skal ráðist í að selja eða gefa bankann fámennisklíkunni. í mínum huga kemur hvorki til mála að selja bankann né sameina hann Landsbankanum. Ekki hvarflar það að góðum bónda að farga bestu mjólkurkúnni. Ég fagna því að bankamálaráð- herra hefur dregið í land og að forsætisráð- herra neitar að tjá sig um málið. Kannski er að kvikna ljós hjá þeim, ótti við þá fáu og stóru sem hér ætla allt að gleypa." — Hvað Iíður tillögum þínum um uppstokk- un í lífeyrissjóðakerfinu, að hver og einn eigi sinn lífeyrisreikning í banka? „Ég hefi tvö þing í röð lagt til að kannað verði hvort ekki megi gera upp núverandi kerfi og stofna þess í stað eigin eftirlaunasjóði hvers og eins. Ég mun halda áfram þeirri baráttu, sem ég hef hafið fyrir því að menn átti sig á því að lífeyrissjóðirnir, eins og þeir eru nú reknir, verða gjaldþrota og geta ekki staðið við skuld- bindingar sínar. Ég hef fengið góðar undirtektir. Á þingi BSRB í vor var þetta mál tekið upp og átti þar góða stuðningsmenn. Reikningsdæmi, sem ég hef lagt á borðið, sýna að það er bæði f þágu láglaunamannsins og hálaunamannsins að stofna eigin eftirlaunasjóði. Það tryggir spam- að og réttlæti. Reikningamir sýna að borgi láglaunamaður 10% iðgjald af launum í 40 ár inn á bók í vörslu banka og þiggur af inneign- inni 5% vexti, en lífeyrissjóðimir krefjast um 10-12% vexti, þá á hann í lok starfsævi sinnar, við 65 til 70 ára aldur, um 20 milljónir. Tillög- urnar hafa ekki fengið afgreiðslu. En eins og dæmin sýna er bráðnauðsynlegt að Alþingi hleypi þessu máli f gegn, svo það megi kanna til hlítar." — Þú hefur nýlega hvatt til að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um EES-samningana. Hvers vegna? „Þau mál eru að þróast í hættulega átt. Ég er þeirrar skoðunar að ríkisstjómin, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og Davíð Oddsson forsætisráðherra, verði að koma heim og Ieggja spilin á borðið. Kynna heiðurs- mannasamkomulagið, sem þeir hafa gert, þannig að hér geti farið fram opinská umræða. í fyrsta lagi þarf að kynna það utanríkismála- nefnd Alþingis, stjómmálaflokkunum og síð- an kalla Alþingi saman og fara rækilega yfir málið. Áður en við ákveðum hvort við göng- um inn á Evrópska efnahagssvæðið þarf að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla, eða beinar alþingiskosningar. Þetta snýst um fullveldi ís- lensku þjóðarinnar. Með það má ekki fara í Iaunkofa. í samningunum er ýmislegt, sem menn hafa hreinlega ekki áttað sig á, því svo virðist sem rfkisstjóm Davíðs Oddssonar hafi fallið frá fyr- irvörum fyrri ríkisstjómar. Nú nýverið keypti sænskt tryggingarfyrirtæki Reykvíska endur- tryggingu. Fjármagnið, sem þama liggur, á greiða leið út úr landinu. Eins getur farið fyr- ir lífeyrissjóðunum ef ekki verður gætt að stöðu þeirra. Án þess ég vilji fjalla um þetta sérstaklega er hér kannski vísir að því sem koma skal. Vegir fjármagnsins eru óútreikn- anlegir þegar það einu sinni hefur verið gefið frjálst. En í Evrópu liggja miklir peningar sem menn vilja koma í lóg. Þama sjáum við fyrir okkur ýmislegt sem kann að verða: að við verðum hér bara eignalaus vinnulýður hjá auðhringum Evrópu. Útlendingar horfa á auð- lindir íslands á landi ekki sfður en f hafinu. Þeir verða ekki í vandræðum með að kaupa upp árnar, landið, raforkuna og jarðhitann. Og þeir ágimast auðlindir íslands. Það vissum við fyrir 30 árum. Um allt þetta verður að upplýsa þjóðina. Og það má ekki auðvelda þeim verkið með því að veikja íslenskt peningakerfi, ís- lensku ríkisbankana. Erlendir bankar koma hingað aðeins til að kaupa upp landið. Það geta þeir gert ef ríkisstjórnin spyrnir ekki við fótum. Til þess þarf hún viðspyrnu hjá þjóð- inni og til þess þarf að upplýsa þjóðina." -aá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.