Tíminn - 06.07.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.07.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 6. júlí 1991 UTLOND Júgóslavía: Slóvenar sýna samstarfsvilja Holland: Fjórir írar sýknaðir af IRA-morðum Afrýjunarréttur í Hollandi kvað upp úrskurð sinn í gær í máli fjögurra íra, sem grunaðir voru um aðild að morðum á tveimur áströlskum ferðamönnum í Hollandi í maí í fyrra. Donna Maguire, sem var sak- felld í undirrétti og dæmd til 18 ára fangelsisvistar, var sýknuð og sýkn- un undirréttar á hinum sakborning- unum þremur var staðfest. írski lýð- veldisherinn (IRA), sem berst gegn breskri stjórn á Norður- írlandi, lýsti yfir ábyrgð sinni á morðunum, en sagði að morðin hefðu verið mis- tök, þar sem Ástralarnir voru taldir vera breskir hermenn í sumarfríi. Atburðurinn í Hollandi var liður í mikilli ofbeldisherferð, sem IRA stóð fyrir gegn breskum hermönn- um og fjölskyldum þeirra, sem voru í sumarfríi í Þýskalandi, Belgíu og Hollandi árin 1987-1990. Ellefu menn létust í þessum árásum og tugir manna slösuðust. Tálið er að niðurstaða málsins eigi eftir að vekja upp töluverða um- ræðu, þar sem enginn hefur enn verið sakfelldur fyrir morðin á ástr- ölsku ferðamönnunum, en talið er að stór hópur manna hafi tekið þátt í tilræðinu. Maguire var handtekin í Belgíu í júní í fyrra, einum mánuði eftir morðin, og hafði hún byssur í fórum sínum, sem samkvæmt efna- greiningu þótti sannað að hafi verið notaðar við morðin í Hollandi og við fjölda hryðjuverka í Þýskalandi. Samlandar hennar voru handteknir eftir að hollenska og belgíska lög- reglan hafði elt þá yfir landamærin til Belgíu. Þýsk yfirvöld hafa farið fram á að hollensk yfirvöld framselji Maguire, en hún er grunuð um aðild að mörgum árásum IRA á bresk skot- mörk í Þýskalandi. Reuter-SÞJ Stjórnvöld í Slóveníu reyndu að koma til móts við júgóslavnesk stjórnvöld í gær með því að sleppa öllum stríðsföngum og bjóðast tii þess að ræða við þau um þann ágreining, sem er á milli þeirra um hverjum beri að sjá um gæslu og eftiriit með landamærum lýðveld- isins. Frelsun stríðsfanganna var eitt af sjö skilyrðum sem forseta- ráð Júgóslavíu setti fram á fimmtudag, en Slóvenar höfðu yfir 2 þúsund sambandshermenn í haldi. Franskur leyniþjónustumaður, sem sökkti Rainbow Warrior, fær orðu: „Vekur viðbjóð" ný- sjálenskra yfirvalda Forsætisráðherra Slóveníu, Lojze Peterle, flaug til Brússel í gær og vonaðist hann til þess að geta beitt utanríkisráðherra EB þrýstingi til að viðurkenna sjálfstæðisyfirlýsingu lýðveldisins. Leiðtogar Slóveníu hafa sagt að viðurkenning EB á sjálfstæði lýðveldisins geti komið í veg fyrir Aflétta neyóar- ástands lögum Kólumbíska ríkisstjórnin lýsti því yfir á fimmtudagskvöld að hún ætl- aði að aflétta neyöarástandslögum sem gilt hafa í landinu í sjö ár. Þessi yfirlýsing kemur í kjölfar þess að Medellin-kókaínsamtökin hafa lofað að leysa upp vopnasveitir sínar. frekari aðgerðir júgóslavneska hers- ins gegn íbúum lýðveldisins. Búist var við að Peterle óskaði einnig eftir aðstoð EB við að sætta ólík sjónar- mið júgóslavneskra og slóvenskra stjórnvalda um eftirlit og gæslu á landamærum lýðveldisins. Utanríkisráðherra Þýskalands, Hans-Dietrich Genscher, sagði í við- tali við þýska útvarpsstöð í gær að EB muni hugleiða alvarlega að við- urkenna sjálfstæði lýðveldanna Króatíu og Slóveníu, ef júgóslav- neski herinn heldur áfram að brjóta í bága við ákvarðanir stjómvalda í Belgrað. Uffe Elleman- Jensen, utan- ríkisráðherra Danmerkur, tók í sama streng. Roland Dumas, utanríkisráð- herra Frakka, vildi að menn færu sér að engu óðslega og sagði við frétta- menn að EB vildi ekki strá salti í sár- in. „Það, sem gert verður í Júgóslav- íu, getur orðið fordæmi annars stað- ar,“ sagði Dumas. Samþykkt var á fundi utanríkisráðherranna í Haag í gær að senda utanríkisráðherrana þrjá aftur til Júgóslavíu til að reyna að koma á friði, og hætta allri aðstoð og vopnasölu til Júgóslavíu. Með til- stuðlun EB hefur tvisvar sinnum verið komið á vopnahléi í Júgóslavíu á undanfömum dögum, en það hef- ur jafnharðan verið rofið. Aðildarríki Ráðstefnunnar um ör- yggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE), sem hafa þessa viku fundað í Prag vegna ástandsins í Júgóslavíu, sam- þykktu fyrr í vikunni að senda hóp manna til ríkjasambandsins til að hafa eftirlit með að vopnahléið sé haldið. Einnig hefur bandalagið boð- ist til að senda sáttasemjara til að skera úr ágreiningi stríðandi aðila. Það hefur hins vegar háð RÖSE hvað hlutverk þess í uppákomum sem þessum er lítið skilgreint, en stefnt er að því að gera það á fundi banda- lagsins, sem haldinn verður í Hels- inki á næsta ári. Fimmtíu og sex menn létu lífið og 287 menn særðust í bardögunum í Slóveníu, að sögn starfsmanna Rauða krossins í Slóveníu í gær. Talsvert meira manntjón varð í júgó- slavneska hernum heldur en í vam- arliðssveitum Slóvena og 2.316 júgóslavneskir hermenn voru teknir til fanga. Reuter-SÞJ Utanríkisráðherra Nýja-Sjálands, Don McKinnon, sagði í gær að sú ákvörðun frönsku ríkisstjómarinnar að veita Alain Mafart, sem tók þátt í að sökkva Grænfriðungaskipinu Ra- inbow Warrior í höfninni í Auckland á Nýja-Sjálandi fyrir sex árum, orðu fyrir vel unnin störf, vekti hjá sér „viðbjóð". Einn Grænfríðungur lét lífið þegar skipinu var sökkt Rain- bow Warrior átti á þessum tíma að vera í fararbroddi nokkurra skipa, sem ætluðu að mótmæla kjamorku- tilraunum Frakka við eyjuna Mururoa. McKinnon sagði þetta lít- ilsvirðingu við nýsjálensk yfirvöld og að hann mundi senda hörð mót- mæli til franska sendiherrans á Nýja-Sjálandi. Nýsjálenska lögreglan handtók tvo leyniþjónustumenn, Mafart og Dominique Prieur, og vom þau fúndin sek um að hafa átt þátt í að sökkva Rainbow Warrior. Þau vom dæmd til þriggja ára fangelsisvistar. Samkvæmt samkomulagi nýsjá- lenskra og franskra yfirvalda áttu þau að afplána dóminn á franskri eyju á Suður-Kyrrahafi, en áður en þrjú ár vom liðin leyfðu ffönsk yfir- völd þeim að fara til Frakklands án samráðs við nýsjálensk yfirvöld. McKinnon sagðist skora á Mafart að sýna bömum Grænfriðungsins, sem lést, orðuna sem hann fékk. Haft var eftir heimildum innan franska hersins t' gær að orðan, sem Mafart fékk, hefði ekkert að gera með aðgerðina í Auckland árið 1986. Þær sögðu að orðan væri einungis veitt fyrir dygga og langa þjónustu. Þess má geta að íslenska ríkissjón- varpið sýndi fyrir nokkm leikna þætti, sem fjölluðu um atburðina þegar Rainbow Warrior var sökkt í höfriinniíAuckland. Reuter-SÞJ Fréttayfirlit LONDON - Samkvæmt nýrri skoðanakönnun á fylgi stjóm- málaftokkanna í Bretlandi, sem Gallup-stofnunin stóð fyrir og var birt í Dally Telegraph f gær, hefur (haldsflokknum tekist að saxa ó forskot Verkamanna- flokksins þrátt fyrir versnandi efnahag og vaxandi atvinnu- leysl. Samkvæmt könnuninni hefur ihaldsflokkurínn 37% fylgl kjósenda en Verkamanna- flokkurínn 40,5%, en ( annarri skoðanakönnun fyrlr um mán- uðl sföan var Verkamanna- flokkurínn með átta prósenta forskot á íhaldsflokkinn. Frjálslyndi demókrataflokkur- inn fékk 17% og aðrir flokkar 4%. Talið er að fylgisbreyting- una megi rekja tll ágreinings Verkamannaflokksins og rót- taekra vinstrímanna, sem kenna sig vlð Trotsky. SÍDON - Líbanski stjómarher- inn tók að fullu I gær yfir stjóm þelrra svæða í Suður-Líbanon, sem skæruliðar PLO hafa ráðið i tuttugu ár. Líbönsk stjórnvöld vonast nú eftir að ísraelskar hersveitir fari frá syðsta hluta Líbanons, þar sem grundvöflur veru þelrra þar er brostinn. BONN - Sovéska leyniþjónust- an KGB er að koma sér upp njósnaneti í Þýskalandi og er að reyna aö fá til liðs við sig fyrrverandi starfsmenn austur- þýsku leyniþjónustunnar Stasi. Yfirmaður gagnnjósna- deildar þýsku leyniþjónust- unnar skýrði frá þessu i gær- morgun f viðtall við þýskt fréttablað. ANKARA - Tyrkir eru jákvæðir gagnvart hugmyndum helstu ríkja fiölþjóðaheriiðsins f Norð- ur-Irak um að staðsetja sér- stakar hraðliðasveitir f Suð- austur- Tyrklandi, sem yrði ætl- að það hlutverk að verja Kúrda f Norður- írak fyrir hugsanleg- um árásum íraska hersins. MARSEILLE - Neyðarástand hefur skapast f bænum Bedd- arides í Suður- Frakklandi vegna kvakandi froska sem halda vöku fýrtr íbúunum. Aö sögn eíns íbúanna, sem býr við ána sem rennur í gegnum bæinn, er ærandi hávaði frá kiukkan níu á kvöidin til klukk- an sex á morgnana og er há- vaðinn svo mikill að ómögu- iegt reynist aö hlusta á sjón- varp og útvarp. Froskamlr eru af tegund sem nefnist „Batrac- hian" (htæjandi froskar) og hefur hún veríö fríðuð, þar sem hún er f útrýmingarhættu. WASHINGTON - Atvinnuleysi i Bandaríkjunum var í júní 7,0% og hefur það ekki veríð meira sfðan í október áríð 1986.1 maí var atvinnuleysi f Bandarfkjun- um 6,9%. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.