Tíminn - 06.07.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.07.1991, Blaðsíða 7
Laugardagur 6. júlí 1991 Tíminn 7 vilji sýna þjóðemi sitt með því að ráða sínum málum sjálfar, vera pólitískt og efnahagslega sjálf- stæðar og þurfa ekki að lúta er- lendu miðstjómarvaldi. Og úr því að þjóðemisdeilumar spretta auk þess upp í Júgóslavíu, sem hefur yfir sér þá viðurkenndu forsmán um allan heim að vera Balkanriki, þá er ekki líklegt að heimurinn finni málsbætur eða neinar skýr- ingar á þeirri ólgu, sem þama á sér stað, aðra en þá, að alltaf séu Balkanþjóðimar sjálfúm sér líkar, sundurþykkar, herskáar og fáist ekki til að lúta vitlegri stjóm. Virkt stjómmálaafl Ekki er það að vísu á færi íslensks blaðamanns að segja til um það, hvað fyrir ráðamönnum Slóveníu vakir í einu og öllu að ganga svo hart fram í sjálfstæðisbaráttu sinni að segja sig úr lögum við suður- slavneska miðríkið með hemaðarlegri mótspymu. Það má svo sem vel vera að Slóvenar séu að losa sig úr núverandi banda- ríkjaviðjum til þess eins að fa stökkpall upp í dýrð Evrópu- bandalagsins þegar sá rétti tími er kominn. En getgátur um slíkt em óþarfar. Engum lýðræðissinnuð- um manni getur dulist að Slóven- ar eiga sinn sjálfsákvörðunarrétt. Hins vegar ætti flestum að geta orðið ljóst að sjálfstæðishreyfing Slóvena (og raunar Króata einnig) er vitni um að þjóðemiskennd er pólitískt afl meðal þessara þjóða. Þá ættu menn líka að geta gert sér grein fyrir því, að þjóðemiskennd kann að vera stjómmálaafl víðar en í suður-slavneska ríkjasam- bandinu. Enda er enginn vafi á því að svo er. Sú tilfmning, sem oftast er kölluð þjóðemishyggja og iðu- lega uppnefnd þjóðremba þegar henta þykir að koma óorði á þjóð- ræknina, hún er eitthvert hið virkasta stjómmálaafl í Mið- og Austur-Evrópu og síður en svo nýtilkomið eins og ætla mætti þegar vestrænir Evrópuríkissinn- ar — og ekki bara Willy Brandt einn — em að gera grein fyrir framtíð álfunnar og sjá risaveldi Evrópubandalagsins fyrir sér sem skjólið og vömina í tilvem smá- þjóðanna, ef ekki frá Bjargtöngum til Vladivostok þá a.m.k. frá Atl- antshafi til Úralgalla. Hin algera lausn Sigmundur Guðbjamason há- skólarektor sagði að Evrópu- bandalagið væri upphaf að mið- stýringarbákni sem ekki gæfi Sov- étríkjunum neitt eftir. Ef svo er, sem engin ástæða er til að efa, þá mætti kannske segja um hið nýja risaveldi að eitt ætti það sameigin- legt með þúsundáraríkinu að vera hin algera lausn minnihluta- vandamálanna og hvers kyns þjóðrembu nema hinnar einu og sönnu sem á að vera úber alles eða hvemig það verður sagt þegar að- eins verður þörf fyrir eina tungu og eina þjóð í einni álfu, þar sem hvorki em lönd né landamæri. Willy Brandt ásamt þýska sendiherranum hér á landl, dr. Gottfried Pagemstert Lýðræðið í Þýskalandi Þessi stutta viðkynning við Willy Brandt sem fyrirlesara við Há- skóla íslands vekur vissulega at- hygli á manninum sjálfum og minnir á þau heillavænlegu áhrif sem hann hefur haft í þýskum stjómmálum eftir heimsstyrjöld- ina. En mikill misskilningur væri að eigna honum einum þá já- kvæðu lýðræðisþróun sem orðið hefúr í heimalandi hans. Þar hafa fleiri komið við sögu. Þýskaland hefúr á rúmum fjöru- tíu ámm risið sem eitt af fremstu lýðræðislöndum heims og þvegið af sér það orð sem lá á Þjóðverjum í hundrað ár að vera yfirgangsþjóð og orsakavaldur stórstyrjalda. Þessi framvinda þýskrar sögu er eitt hið eftirminnilegasta sem gerst hefur á ámnum eftir síðari heimsstyrjöld. Þessi lýðræðislegi árangur verður þeim mun sýni- legri sem hann er borinn saman við ástandið í Weimarlýðveldinu, sem var gróðrarstía pólitískra öfga í fáránlegu smáflokkakraðaki og eftir því duglausum ríkisstjóm- um. Sú flokkaskipting, sem mót- ast hefur í Þýskalandi, er eðlileg og laus við þær andstæður sem heiftugar kreddur ólíkra stjóm- málaflokka leiða af sér. Eins og áð- ur sagði réð Willy Brandt miklu um það að sósíaldemókrataflokk- urinn færðist inn á miðju í innan- landsmálum, gaf m.a. upp á bát- inn þjóðnýtingarkenninguna og hatur sósíalista á kirkju og kristni og dró úr áherslu sinni á stétta- baráttu sem gmndvöll flokks- stefnunnar. „Þjóðemisuppsveifla“ og loftárás á evrópska borg En það kemur líka í ljós að Willy Brandt leggur sig fram um að kveða niður þjóðemishyggju og útfærir þá baráttu sína svo afdrátt- arlaust, að hann virðist ekki gera neinn greinarmun á þjóðræknis- kennd smáþjóða og þeirri út- blásnu þjóðrembu sem þýski nas- isminn var. Þótt hann segði það ekki í fyrirlestri sínum, hefur það eigi að síður komið fram í viðtöl- um við íslenska íjölmiðla, m.a. við Morgunblaðið á þriðjudaginn, þar sem hann ræðir örstutt um þjóð- emisvakninguna í Sovétríkjunum að gefnu tilefni spyrjanda. Blaða- maður Morgunblaðsins kallar sjálfstæðishreyfingu sovétþjóða „þjóðemisuppsveiflu" sem verður augljóslega til þess að Brandt gef- ur mjög ákveðið í skyn að „þjóð- emisuppsveiflan" á meginlandi Evrópu sé „tímabundið fyrirbæri“, eins og spyrjandi Moggans tók til orða í leiðandi og veiðandi spum- ingu sinni. En nokkuð er það kaldhæðnis- Timamynd Pétur legt að samtímis því sem hinn virti stjómmálamaður Willy Brandt, sem auk margra annarra kosta er frjálslyndur og víðsýnn í skoðunum, er að lýsa fyrir áheyr- endum á íslandi bjartri framtíð friðar og einingar á meginlandi Evrópu, þá skuli á samri stundu háð borgarastyrjöld í einu ríkja- bandalagi þessa sama meginlands og ekki nema nokkrir dagar þang- að til alríkisher umrædds ríkja- bandalags er farinn að varpa sprengjum á evrópska borg. Bölvun þjóðrembimnar Nú er auðvitað hægurinn hjá að kenna bölvun þjóðrækniskenndar og þjóðemishyggju um það fram- ferði Slóvena að heimta sjálfstæði sér til handa. Ekki er að efa að heimspressan á eftir að fyllast há- væmm fordæmingum á því að smáþjóðir hafi þjóðarvitund og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.