Tíminn - 06.07.1991, Blaðsíða 15

Tíminn - 06.07.1991, Blaðsíða 15
Tíminn 27 Laugardagur 6. julí 1991 ÍÞRÓTTIR Edberg úr leik Stefan Edberg frá Svíþjóð, nú- verandi Wlmbledonmeistari og efsti œaður heimsafrekalistans í tennis, var sleginn út úr Wim- bledonmötinu í gær í undanúr- slitum. Edberg tapaði óvænt fyr- lr hjúðverjanum Michael Stích 6- 4, 6-7, 6-7 og 6-7. Stich er í 6. sæti á afrekaiistanum. Það verður því alþýskur úrslita- leikur í kariaflokki, því Boris Becker vann David Whcaton í hinum undanúrslitaJeiknum. Edberg hafði ekki tapað lotu á mótinu þegar hann mætti Stich. Edberg vann fyrstu Jotuna 6-4 og sigur hans virtist vera á næsta leiö. En í annarri iotu, þegar staðan var 6-6, fðr Edberg á taugum og klúðraði tveimur upp- iotunni. I síðara skipöð fðr boit- inn næstum upp í áhorfenda- stúku án þess að íenda á grasinu. Þar með var Edberg broönn og Þjóðverjinn hafði sigur í iotunni, sem og næstu tveimur, þðtt liUu munaði. Úrslitaleikimir fara fram um helgina. í dag leika Steffi Graf frá Þýskalandi og Gabriela Sabaöni frá Argentínu til úrslita í kvenna- flokki. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu í Rfldssjðn- varpinu ki. 14.00 og á morgun ieika Becker og SUch U1 úrsiita í kariafiokki. Útsendlng frá ieik þeirra hefst fcl. 13.30. Ath. breyttur útsendingartími. BL Kjaftbrúk hefur reynst tennisleikaranum John McEnroe dýrt spaug: HEFUR GREITT A 5. MILLJON KR. í SEKTIR Á FERLI SÍNUM Bandaríski tennisleikarinn John McEnroe hefur lengi verið svarti sauðurinn í tennisíþróttinni. Þegar honum hefur mislíkað við dómara eða andstæðinga sína, hefur hann ðspart látið skoðun sína í ljós. Þetta háttemi hefur kostað hann skild- inginn á feriinum, því samtals eru sektargreiðslur, sem kappinn hefur orðið að greiða, komnar yfir 70 þús- und dala, eða um 4,5 mÚljónir kr. í vikunni varð McEnroe að greiða 10 þúsund dali í sekt á Wimbledon- mótinu, fyrir að sótbölva línuverði. Ferill McEnroes á ferli hans hefur verið skrautlegur, eða allt frá því hann hóf keppni á alþjóðlegum mót- um árið 1977, þá 18 ára gamall. Júní 1977: Öskraði móðganir að línuverði á opna franska mótinu, er hann keppti í tvenndarleik ásamt Mary Carillo. Slapp við sektir. Júlí 1980: Fékk alvarlega áminn- ingu á Wimbledonmóti, vegna hegð- unar sinnar í undanúrslitaleik gegn Jimmy Connors. • Júlí 1981: Var nálægt því að vera vísað úr keppni á Wimbledon, er hann mótmælti kröftuglega dóm- um. Komst síðan í úrslit þar sem hann lagði Björn Borg að velli. Skrópaði síðan í kvöldverðarboði eft- ir mótið. Lagt var til að hann yrði sektaður um 10.000 dali, en alþjóða- samband atvinnumanna í tennis kom í veg fyrir það. Maí 1983: Sektaður um 1.000 dali fyrir að móðga andstæðing sinn, Tékkann Tomas Smid, á Forest Hill mótinu. Júní 1983: Sektaður um 3.500 dali fyrir útistöður við Ijósmyndara á opna franska mótinu. Júlí 1983: Sektaður um 520 dali fyrir að bölva áhorfanda á Wimbled- onmótinu. Greiddi alls 7.500 dali í sektir það árið. Maí 1984: Sektaður um 7.500 á opna Stokkhólmsmótinu. Síðan sektaður um 3.500 dali fyrir að bölva línuverði í leik gegn Connors á opna franska mótinu. Janúar 1985: Vikið úr Davis Cup liði Bandaríkjanna vegna slæmrar hegðunar í úrslitaleik mótsins gegn Svíum árið áður. Júní 1985: Tekinn af lista yfir heið- ursfélaga í „Queen Club“ í London, fyrir að móðga eiginkonu formanns klúbbsins á æfingu. Desember 1985: Sektaður um 3.500 dali fyrir þrjú brot á opna ástr- alska mótinu, þar á meðal fyrir að svívirða andstæðing sinn, Júgóslav- ann Slobodan Zilvojinovic. Janúar 1986: Tapaði fyrir Brad Gil- bert í mastersmóti í New York. Sekt- aður um 1.000 dali fyrir að rífast við áhorfendur. September 1986: Sektaður um 3.500 dali fyrir mótmæli, eftir að honum og félaga hans var vísað úr leik í tvíliðaleik á opna bandaríska mótinu. Apríl 1987: Sektaður um 2.000 dali fyrir tafir og önnur brot á móti í Dallas. Maí 1987: Sektaður um 4.000 dali fyrir að hætta í miðjum leik á World Cup móti í Dusseldorf. September 1987: Dæmdur í tveggja mánaða keppnisbann og 17.500 dala sekt, fyrir misgjörðir og grófar móðganir á opna bandaríska mótinu. Júlí 1988: Slapp með viðvörum fyr- ir að nota spaða sinn til annars en að slá með honum boltann á Wimbled- onmóti, eftir að hafa tapað fyrir Ástr- alanum Wally Masur í 2. umferð. Júlí 1989: Ástralinn John Fitzger- ald, sem McEnroe Iagði að velli í 4. umferð, sakaði hann um að nota bræði sína sér til framdráttar á vell- inum. Janúar 1990: Vísað úr keppni á opna ástralska mótinu og sektaður um 6.500 dali, eftir að hafa fengið sína þriðju viðvörun fyrir slæma framkomu í leik gegn Mikael Pem- fors. Apríl 1991: McEnroe játar að sér blöskri sjálfum eigin framkoma, eft- ir að hafa fengið á sig hinar ýmsu refsingar á móti í Hong Kong. Júlí 1991: Dæmdur í 10.000 dala sekt, eftir að hljóðnemi nam blóts- yrði í garð línuvarðar á Wimbledon. Senn líður að því að McEnroe leggi skóna á hilluna, enda kominn yfir þrítugt. íþróttin verður óneitanlega svipminni eftir. Reuter-BL (þróttir helgarinnar Hart barist í neðri deildunum Einn leikur verður f dag í 1. deild karla í knattspymu, Stjaman og ÍBV leika í Garðabæ kl. 14.00. Leik- urinn átti að vera í gærkvöld, en honum var frestað vegna þess að Eyjamenn komust ekki til lands vegna þoku í Eyjum. Að öðru leyti verður ekkert leikið í 1. eða 2. deild karla í knattspymu um helgina, en á þriðjudag og miðvikudag verður leikið í 16-liða úrslitum Mjólkur- bikarkeppninnar. Hart verður aftur á móti barist í neðri deildunum, en í þeim verða margir leikir um helg- ina. Laugardagur 2. deild kvertna: Austri-Einherji ELskiQf.v. kl.16 3. deildkarla: Leiftur-Þróttur Nes. Óla/sfj.v. kl.14 Magni-ÍK Grenjvflairvöllur kl.14 Skallagrímur-BÍ Borgamesvöll. kl.14 ReynirÁ-DalvíkÁrskógsvöllur kl.17 KS-VöIsungur Siglufjarðarvöll. kl.14 4. deildkarlaA.: Reynir S.-TBR Sandgerðisvöllur kl.14 Bolungarvík-Njarðvík Bolungarv.kl.14 4. deild karla B: Stokkseyri-Afturelding Stvöll. kl.14 Ármann-Geislinn Ármannsvöllur kl.14 Vfltverji-Vfldngur Ól. Cervig.v. kl. 14 4. deild karla C: Hafnir-Árvakur Keflavíkurvöll. kl.14 Léttir-Grótta Gervigrasvöilur kl.17 Snæfell-Fjölnir Stykkish.völl. kl.14 4. deild karla D: SM-Kormákur Melar, Hörgárdal kl.14 HSÞ b-Hvöt Laugavöllur Aðald. kl.14 4. deild karla E. KSH-Sindri Staðarborgarvöllur kl.14 Austri-Einherji Eskifjarðarv. kl.14 Valur-Huginn Reyðarfjarðarvöll. kl.14 Sunnudagur 1. deild kvertna: Þór-UBK Þórsvöllur Ak. kl.14 2. deild kverma: Stjaman-ÍBK Stjömuvöllur kl. 14 Ægir-Haukar Þorlákshalnarv. kl.14 Mánudagur Reynir S.-Stokkseyri Sandg.v kl. 14 KvennalandsliAiö: íslenska kvennalandsliðið í knatt- spymu leikur þrjá leiki gegn þýska meistaraliðinu Hessischer FV. Fyrsti leikurinn var í gærkvöld, en á morgun mætast liðin á ný. Þá verð- ur leikið í Grindavík kl. 18. Á þriðjudagskvöld leika liðin þriðja sinni á Valsvelli kl. 18. Aðgangur er ókeypis. Essó-mót KA Essó-móti KA á Akureyri lýkur á morgun, en mótið hefur staðið frá miðvikudegi. Það eru leikmenn úr 5. flokki, 11-12 ára krakkar, sem taka þátt í mótinu. Framdagurinn Framdagurinn er á morgun, sunnudag. Knattspymuleikir í hin- um ýmsu aldursflokkum verða á Framvellinum við Safamýri og veit- ingar Framkvenna verða bomar fram í Framheimilinu frá kl. 14. Aðalleikur dagsins verður leikur 6. flokks X, sem styrkt verður með þeim Rikka og Steinari gegn 6. flokki Y, en með þeim leika Toni og Toddi. Þess má geta að „gestirnir" mega ekki skora. Kraftlyftingar í dag fer fram í íþróttahöllinni á Akureyri stórmót í kraftlyftingum. Mótið hefst kl. 11.00. Flestir sterk- ustu menn landsins mæta til leiks, meðal annarra Hjalti „Úrsus" Áma- son, sem ætlar að reyna að lyfta 250 kg í bekkpressu og einu tonni sam- anlagt. Sterkasti unglingur lands- ins, Auðunn Jónsson, mun einnig taka á ótrúlegum þyngdum. Flosi Jónsson mun verja heiður Norð- lendinga á mótinu. Siglingar f gær hófst hin svokallaða Faxa- flóakeppni í siglinum. Siglt er frá Reykjavíkurhöfri til Ólafsvíkur. Gert er ráð fyrir að keppnin muni taka allt að 16 tfma. Skotfimi Sjötta íslandsmótið í skotfimi með haglabyssu hófst í morgun kl. 9 á velli Skotfélags Reykjavíkur. Mót- inu Iýkur síðdegis á morgun. Keppt verður f einstaklingskeppni og liða- keppni og em 20 keppendur skráð- ir til leiks frá 5 félögum. Úrslit fara fram kl. 17.00 á morgun. BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.