Tíminn - 06.07.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.07.1991, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300 ^ffánnáleruo^^331 RÍKISSKiP NÚTIMA FLUTNINGAR VERBBftÉFAIOBSKIPn Holnartiusinu v Tryggvogotu. SAMVINNUBANKANS S 28822 ' „ SUÐURLANDSBRAUT 18, SlMI: 688568 SIMI 91-676-444 Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga T lí niiiux LAUGARDÁGUR 6. JÚLf 1991 Vernd náttúrunnar: Unnið að úrbótum á ferðamannastöðunum Síðastliðinn vetur ákvað Ferða- málaráð að standa fyrir verklegum framkvæmdum til vemdar náttúr- unni á ferðamannastöðum nú í sum- ar. Framkvæmdirnar hófust um miðjan júní. Þá voru lagfærðir göngustígar við Hraunfossa, en þangað koma margir ferðamenn. Nauðsynlegt þykir að halda við göngustígunum þar, en þeir voru lagðir fyrir nokkrum ámm. Einnig em fyrirhugaðar framkvæmdir við Dettifoss, Dverghamra og Eldgjá. Ferðamálaráð réð nema af umhverf- isbraut Garðyrkjuskóla ríkisins til að vera verkstjóri framkvæmdanna, en ákveðið var að fá verkafólk úr ná- grenni svæðanna til aðstoðar. Um- sjón með framkvæmdunum hefur Jóhanna B. Magnúsdóttir, umhverf- isfulltrúi FMR. Auk þessara fram- kvæmda hefur Ferðamálaráð tekið þátt í samstarfi við Sjálfboðaliða- samtök um náttúmvernd og Kvenfé- lag Ljósvetninga um að leggja stíga við Goðafoss. Það verk var unnið af sjálfboðaliðum félaganna. Verkinu var stjómað af umhverfisfulltrúa FMR og allur kostnaður verksins var greiddur af Ferðamálaráði. -UÝJ Þarf EES-þrýsting til þess að Alþingi fallist á lög til verndar neytendum? Göngustígamir við Hraunfossa vom lagfærðir um miðjan júní og greini- legt er að mikil þörf var fyrir úrbætumar. EES-aðild tryggir rétt neytendanna — segir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra „Það er ekki víst að það verði heppilegt ef ég kem með tíu lagafrum- vörp í einu í þingið. Ég vil ekki tímasetja þessi frumvörp, en samn- ingur um evrópskt efnahagssvæði setur á okkur kvaðir um að laga okkar reglur að samræmdum kröfum þessa nýja viðskiptasvæðis og okkur er ætlað að gera það í tímasettum áföngum. í aðalatriðum er fyrirmyndin sótt í reglur EB, þar sem ekki er ágreiningur um þær.“ Þetta segir Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra m.a. í viðtali við Neytendablaaðið um afleiðingar að- ildar að EES fyrir íslenska neytend- ur. Þann ótta talsmanna neytenda á hinum Norðurlöndunum, að þau verði að slá af kröfum sínum um ör- yggi, hollustu og þess háttar við Evr- ópusamræmingu, telur ráðherra hins vegar aldeilis óþarfan hvað okk- ur varðar. íslensk löggjöf um neyt- endavernd sé svo bágborin að við eigum ekki úr háum söðli að detta í þessum efnum. Þvert á móti geti að- lögun okkar að sameiginlegri stefnu fært okkur ávinning, sem sennilega hefði verið miklu seinteknari ef við hefðum verið ein á ferð. Við munum BETRIBYLGJU- LENGD LATN- ESKRA FRÉTTA í framhaldi af frétt Tímans í gær, um fréttir á latínu í finnska útvarpinu, hafði áhuga- maður um stuttbylgjuhlustun samband við biaðið. Hann sagð- ist hafa heyrt f finnsku útvarps- stöðinni á stuttbylgju. Best væri að ná stöðinni á sömu bylgjulengd og sent er á tii Bandaríkjanna, það er á stutt- byigju 15400 kHz eða 21550 kliz. Jafnframt sagðist hann oft hafa heyrt í stöðinni um helgar, aðallega kl. 12 og svo aftur Íd. 13. Það liti því út fyrír að út- varpað værí á heilu tímunum, en hlé gert þess á milli. Hann sagði að hlustunarskilyrðin væru oftast mjög góð og vel hcyrðist í þuiunum. Þefar töluðu að vísu með sterkum finnskum hreim, en annars væri mjÖg auðveh að skilja latínuna ef fólk hefði á annað borð lært róm- önsk tungumáL þurfa að uppfylla ákveðinn staðal, en verðum aldrei þvingaðir niður að stalli,“ segir Jón. „Mín skoðun er sú að við sem neytendur munum tví- mælalaust hafa hag af aðild að EES.“ Bent er á að á síðasta kjörtímabili hafi verið lögð fram þrjú frumvörp sem talist geti til neytendamála. Frumvarp um skaðsemisábyrgð hafi orðið að lögum. En frumvarp um greiðslukortastarfsemi og annað um auglýsingakafla í verðlagslögum vonast ráðherra til að verði sam- þykkt á næsta þingi. En aðild ís- lands að samningi um Evrópskt efnahagssvæði knýr íslensk stjórn- völd til að gera mun betur. Vegna að- lögunar að Evrópumarkaði er við- skiptaráðuneytið að undirbúa frum- vörp um: afborgunarviðskipti, far- andsölu, öryggi neysluvöru, pakkaferðir til útlanda, svo nokkuð sé nefnt. Neytendablaðið hefúr m.a. eftir ráð- herra, að setja þurfi reglur að evr- ópskri fyrirmynd um sólarlandaferð- ir og aðrar pakkaferðir, þar sem verulega skorti hér reglur sem taki tillit til sjónarmiða neytenda. Sömu- leiðis þurfi að lögfesta hér reglur, í samræmi við Evrópureglur, um verslunarvinnu vegna farandsölu. Þær fjalli m.a. um rétt neytenda til þess að falla frá kaupum sem þeir gera við húsdyr. Enn nefnir Jón nauðsyn á nýjum kafla í verðlagslög- in um varnir gegn einokun og hringamyndun. íslendingar þurfi líka að koma sér upp upplýsinga- banka um hættulegar neysluvörur og að skrá slys í heimahúsum og í frítíma, eins og gert sé í öðrum Evr- ópulöndum. Samræmingu staðla fyrir Vestur- Evrópu segir ráðherra einnig mjög til umræðu. Sama máli gegni um samræmdar reglur varðandi vottun og prófun á vörum og þjónustu. í heildina tekið telur Jón Sigurðs- son að neytendavernd verði meira áberandi í störfum Alþingis á næstu árum en verið hefur hingað til. - HEI HANDHAFAR LYFJASKÍRTEINA 1991 gilda til næstu áramóta. Biðjiö lækninn ykkar að sækja um nýtt lyfjaskírteini fyrir áramót. TRYGGINGASTOFNUNJ^L RÍKISINS ©

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.