Tíminn - 06.07.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.07.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 6. júlí 1991 Tíminn 5 Landsbankinn tekurÁlafoss á leigu, setur nefnd í Ólafsvík um leið og Sverrir Hermannsson boðar nýja starfshætti í Landsbankanum og segir: Bankinn er engin félagsmálastofnun Landsbankinn hefur boðið bústjórum Álafoss að bankinn taki rekst- ur þrotabúsins á leigu til sex mánaða. Á þeim tíma skal vinna að endurskipulagningu, treysta viðskiptasambönd og tryggja að sölu- samningar við Sovétmenn gildi fyrir nýtt fyrirtæki sem væntanlega rís á grunni þess gamla. Nefnd verður sett í málefni Ólafsvíkur, en Sverrír Hermannsson bankastjóri boðar nýja tíma og segir að bank- inn sé ekki lengur félagsmálastofnun. Sverrir Hermannsson tilkynnti á vegar hafi stjórn fyrirtækisins ekki blaðamannafundi í gær að Lands- bankinn hefði gert tilboð í rekstur þrotabús Álafoss. Að hans sögn má þannig draga úr tapi bankans, tryggja viðskiptasambönd og von- andi framtíð ullariðnaðar á fslandi. Táp bankans ætti að verða óveru- legt, eins og hann kallaði það, um 150 milljónir í mesta lagi. Þær hefðu enda þegar verið afskrifaðar. Upp- sagnir starfsfólks eru enn í gildi og það verður að bíða endurráðningar. Einhverjum deildum verður lokað. Sverrir segir að Landsbankinn hafi trú á íslenskum ullariðnaði. Hins verið nógu góð í gegnum tíðina. Bankinn hafi og farið óvarlega. Það sé að vísu eðli banka að hætta fé, en þarna hefði mátt grípa inn í fyrr. Á sama fundi kynnti Sverrir niður- stöðuna af fundum sínum með bæj- arstjómarmönnum í Ólafsvík. Ákveðið hefur verið að skipa fjögurra manna nefnd til að taka út útgerð og fiskvinnslu í Ólafsvík. Landsbankinn tilnefnir tvo, Byggðasjóður tvo. Þeg- ar hún hefur lokið störfum verður ákvörðun um framhald mála þar tek- in. Sverrir segir að því geti dregist að fiskvinnsla hefjist í Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur, en vonandi megi takast að stofna nýtt félag um reksturinn. Landsbankinn verði ekki aðili að því, en auðvitað komi vel til greina að bankinn láni til félagsins, fáist fyrir því full veð. Sverrir bætir við um hlutverk Landsbankans og segir: „Landsbank- inn hefúr þegar hætt of miklu fé í Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur. Hann ætl- ar ekki að endurtaka það. Framtíð Ólafsvíkur er í höndum bæjarbúa og bæjaryfirvalda. Þessi banki er engin félagsmálastofnun. Hafi hann verið það, er hann hættur því. Landsbanki lslands hefur slugsast yfir þessu fyr- irtæki, Hraðfrystihúsinu, í áratugi. Það er gagnrýnisvert. Hann hefði átt að vera búinn að grípa í taumana fyr- ir löngu." - Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbankans. Tímamynd: Árni Bjarna ÚR FANGELSI YFIR í ÍBÚÐ Þroskahefti maðurínn, sem varð fá betrí aðhlynnlngu en hann hef- sambýliskonunni slnní að bana í ur fengið og nauðsynlega hjúkr- sambýii þroskaheftra nývertð, un. Maðurinn verður undlr lög- hefur veríð fiuttur úr Síðumúla- regiuumsjá. fangelsi yfir í ibúð. Mun hann þar GS. Innflutningur á bensíni gefinn frjáls: Allt bílabensín frá V-Evrópu Nýverið var innflutningur á bensíni gefínn frjáls og allt bílabensín er nú keypt frá Vestur-Evrópu. Kristinn Bjömsson, forstjóri Skelj- ungs hf., segir í nýjasta Fréttablaði Vinnuveitendasambands íslands, að þessi breyting hafi orðið til þess að fé- lögin flytji í ríkari mæli inn olíur sitt í hvoru lagi og á mismunandi verði. Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Olíufé- lagsins hf., segir að bílabensín sé nú keypt af þeim aðilum í Vestur-Evr- ópu, sem olíufélögin telji heppilegast að versla við á hverjum tíma. í ár er ekkert bílabensín keypt til íslands frá Rússlandi. Hins vegar er keypt til landsins frá Rússlandi öll svartolía eða svokölluð „fuelolía", sem em á að giska 120 þúsund tonn. Einnig eru 2/3 hlutar af gasolíunni keyptir það- an. Vilhjálmur kveður „fuelolíuna" frá Rússlandi vera mjög góða. Verðlag er nú frjálst á 95 oktana og 98 oktana bflabensíni. Aftur á móti er 92 oktana bensín undir verðlags- ákvæðum. Kristinn heldur því fram í tiivitnaðri grein, að hvatinn til að ná sem hag- stæðustum innkaupum sé enn ekki fyrir hendi hér á landi. Auk þess hvetji kerfið olíufélögin til þess að bjóða viðskiptavinum sínum af- greiðslu fjarri birgðastöðvum, sér að kostnaðarlausu. Hann segir auk þess að gasolíulítrinn kosti það sama, hvort sem verið er að afgreiða 150 þúsund lítra í togara í Reykjavíkur- höfh eða 50 lítra á jarðýtu uppi í Blá- fjöllum. Það em ákvæði í lögum um sérstak- an flutningsjöfnunarsjóð, þannig að af hverju tonni, sem selt er af olíu, er borgað ákveðið í sjóðinn. Þær tekjur eru síðan notaðar til að greiða flutn- ingsgjaldið frá aðalinnflutningshöfn- unum og út á landsbyggðina. Sjóður- inn á að tryggja að verð á olíuvörum sé það sama hvar sem er á landinu. Vilhjálmur segir það augljóst, að ef ákvæðið um jöfnun flutningsgjalds væri numið úr lögum, þá fengi það fólk, sem býr nær innflutningshöfn- unum, betri kjör. Vilhjálmur telur enga ástæðu til þess að gera fólki erfiðara fyrir að lifa úti á landsbyggðinni heldur en nú er. Vilhjálmur telur hins vegar alveg koma til greina að selja gasolíu ódýr- ari þegar hún er seld í stærri skömmtum, samanber dæmið um togarann og jarðýtuna. En það ákvæði er enn bundið með lögum, að borga eigi í öllum tilfellum sama verð fyrir olíuna. Ekki náðist í Kristin Bjömsson. -js Tófuveiðar við Látrabjarg: GENGUR VEL AÐ GÓMA ÞÁ LÁGFÆTTU Undanfarið hafa refaskyttur legið við greni við Látrabjarg og veitt ná- lægt hundrað dýr. Þeir hafa stund- um þurft að liggja í tæplega tvo sól- arhrínga við greni tii að bíða eftir skoila. Refaskyttur geta haft tals- verðar tekjur af veiðinni og þeir segja frjósemi lágfótu vera að auk- asL Kristinn Guðmundsson refaskytta á Látrum segir tófuveiðar hafa gengið vel að undanförnu og á milli 80 til 90 dýr hafi veiðst. Þar af segir hann að mest sé um yrðlinga, eða um 60 dýr. Þeir em tveir, sem liggja á greni, og hafa verið heppnir með veður síðan þeir byrjuðu veiðamar þann 13. júní. Hann segir að aðallega skipti veiði- menn máli að veður haldist þurrt. Kristinn segir að yfirleitt fari skyt- turnar að hugsa sér til hreyfings seinni part dags. Hann segir tófuna svo skila sér yfirleitt um kvöldið og komi læðan fyrr, eða á milli kl. 8 og 9, en steggurinn um miðnættið. Hann segir þá hafa þurft að liggja lengst 32 tíma við eitt greni. Hann álítur að veiðisvæðið sé talsvert víð- feðmt og þurfi þeir að ganga lengst í um 4 til 6 tíma. Grenstæðin segir hann vera um 180 talsins og að þeir félagar þurfi að fylgjast náið með þeim. Grenin segir hann að séu oft- ast í urðarfæti með ótal rangölum og stundum mörgum útgöngum. Kristinn er brottfluttur frá Hval- látrum, en kemur þangað á hverju vori í sumarfríinu sínu. Hann byrjar fríið á eggjatínslu úr Látrabjargi, en síðan tekur veiðitími tófunnar við og stendur veiðin yfir í um þrjár vikur. Kristinn segir þá félaga fá greitt tímakaup fyrir erfiðið sem ríki og hreppurinn launi. Þá fá þeir einnig hefðbundið gjald fyrir hvert skott, sem er 400 kr. fyrir mink og um 1000 kr. fyrir tófu. Ekki vildi Krist- inn meina að tekjumar væru miklar, en áhuginn og útiveran bætti það upp. Kristinn segir frjósemi tófunnar meiri nú en áður var. Nú segir hann algengt að um 8 yrðlingar séu í hverju greni, en áður hafi þeir oft verið 4. Hann segir að menn hallist að því að skýring þessa sé blöndun villta refsins og þess ræktaða, sem er frjósamari. Hann segir að aðalæti lágfótu sé fugl, en segir þá félaga hafa rekist á eitt og eitt greni þar sem lambakjötið hefur verið í háveg- um haft. Ævar Örn Petersen hjá Náttúru- verndarráði segir að ref hafi heldur fjölgað hin seinni ár. Um skaðsemi tófunnar segir Ævar að það sé alger- lega ókannað. Hann segir að það sé spurning hvað sé skaði og hvað ekki. Hann segir að það sé ekki endilega skaði, þó tófa éti fugl. Ævar segir skolla vera hluta af lífkerfi okkar og veltir upp því sjónarmiði hvort mað- urinn sé ekki miklu meiri skaðvald- ur en nokkur tófa. Hann segir engan í dag tala um að það þurfi að útrýma tófunni. Að vísu segir hann að lög segi að tófu skuli útrýmt og þykir honum það bera þess merki að það sjónarmið, að tófan sé einn versti óvinur okkar, sé rótgróið. Af þeim sökum segir Ævar það erfitt að breyta þessu viðhorfi og á meðan fjöldi manna hafi af því umtalsverðar tekjur að útrýma tófunni, sé ekki við öðru að búast en tófuveiðar haldi áfram að aukasi -HÞ Fjörleg starfsemi fyrir fríska krakka: Skólagarðar Reykjavíkur í skólagörðum Reykjavíkur fer fram blómleg starfsemi yfir sumartímann. í þessum garði, sem staðsettur er við Túngötu, stunda 80 reykvískir krakk- ar garðyrkjustörf nú í sumar. Þama rækta þau m.a. kartöflur, kál, rófur, salatblöð, radísur, blóm og fleira. Að sögn Ragnhildar Þórarinsdóttur, Ieiðbeinanda í skólagarðinum, koma krakkamir þrisvar í viku til garð- yrkjustarfa, sum oftar. Aðra daga er farið í ýmiskonar ferðir, svo sem gönguferðir í Elliðaárdalnum og ís- ferðir eða farið í leiki. Krakkamir þurfa að borga 600 króna leigugjald fyrir garðana, en innifalið í því er allt efni sem þarf til ræktunar- -SIS mnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.