Tíminn - 06.07.1991, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.07.1991, Blaðsíða 14
ÍSlfNSKA mitSINGASTOFAN Hf. 26 Tíminn Laugardagur 6. júlí 1991 Tvö hundruð sexlíu og eina milljón fengu Kjörbókareigendur greiddar í verðbætur nú um mánaðamótin -og Kjörl)ókin er enn í miklum vexti. Þann 1. júlí streymdu milljónir inn á Kjörbækur landsmanna, bæði í formi vaxta og verðbóta. Verðbætur fyrri hluta ársins reyndust vera tvö hundruð sextíu og ein milljón. Og áfram munu innstæður dafna því nú hækka bæði vextirnir og verðtryggingin. Þannig hækkuðu grunnvextir nú í 13%, vextir á 1. þrepi í 14,4% og vextir á 2. þrepi í 15%. Verðtryggingarákvæðið tryggir a.m.k. 3,5% raunávöxtun á grunnþrepi, 4,9% á 1. þrepi og 5,5% á 2. þrepi. Kjörbókin er góð ávöxtunarleið með háum vöxtum og verðtryggingarákvæði. Þeir sem vilja geyma fé sitt lengi njóta þess sérstaklega og fá afturvirka vaxtahækkun, fyrst eftir 16 mánuði og aftur eftir 24 mánuði. Samt er Kjörbókin óbundin bók. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Spennumynd áratugsins? Silencc of the Lambt ★★★★ Aöalhlutvertc Jodie Foster (Tlxi Driver), Anthony Ilopldns, Scott Glenn. Handrit: Ted Tally (Bók Thomas llarrts). Leikstjóri: Jonathan Demme (Married to the Mob, Somethinj WUd). Sýnd (Háskólabíó. Bönnuö innan 16 ára. Spennumyndir með hryllingsívafi hafa hingað til flokkast með B- myndum, en þó gerist það á nokk- urra ára fresti að slíkar myndir ná að skapa sér sess í kvikmyndasögunni og oft svo að um munar. Nokkrar þeirra hafa valdið mörgum and- vökunóttum og man ég sjálfur naet- ur þar sem hvert hljóð og hver brestur hefur fengið mig til að hrökkva upp í rúminu, kveikja Ijósið og hugsa um eitthvað annað. Lömb- in þagna skipar sér í flokk með þess- um myndum og á örugglega eftir að hremma fjölda verðlauna þegar af- hendingar á stórhátíðum fara af stað. Hreint út sagt frábært handrit og stórmagnaður leikur eru bestu punktar myndarinnar og skapar Anthony Hopkins þá skuggalegustu andhetju sem sést hefur lengi. Clarence Starling (Jodie Foster), ung og efnileg lögregla sem stefnir að frama innan FBI, fær það starf í hendur að brjóta niður sálarmúr hins illræmda morðingja Hannibals The Cannibal og reyna að kynnast honum þar sem hann er geymdur í víggirtu fangelsi og afplánar lífstíð- ardóm. Hannibal Lecter (Anthony Hopkins) er fyrrum sálfræðingur sem stundaði mannát og var valdur að mörgum hrottalegum morðum og öðlaðist fyrir vikið viðurnefnið Cannibal. Slíkir eru yfirburðir hans á sálfræðisviðinu að honum hafði tekist að fá marga til þess að glata sálarró sinni af þeim sem ætluðu eitthvað upp úr honum að hafa. Starling nær þó fljótlega sambandi við hann og með þeim myndast ákveðinn skilningur og að lokum ákveður hann að hjálpa henni að ná öðrum hryllilegum morðingja í skiptum fyrir flutning úr fangelsinu. Jodie Foster, sem fer með hlutverk Starlings, tekst býsna vel upp og vinnur stóran leiksigur hér eftir margra ára lægð, en þó verður stjarna myndarinnar óneitanlega Anthony Hopkins, leikari af gamla skólanum sem er magnaður í sínu hlutverki. Tónlist og kvikmyndataka vinna vel saman í þessari mynd og hjálpa til að gera hana að því sem hún er. Howard Shore sér um tón- list hér og vandar sérstaklega til valsins, því þetta þykir mér oft einn stærsti galli á bíómyndum í dag, nefhilega ósmekkleg tónlist. Að reyna að finna galla eða mistök í gerð myndarinnar reynist erfitt, jafnvel þótt hún sé borin saman við verk Hitchcocks eða annarra meist- ara spennumyndanna, og er greini- legt að Jonathan Demme er kominn til að vera. ÁHK. VALDATAFL Miller’s Crossing ★★★1/2 Aöalhlutverk: Cabriel Byme, Albert Finney, John Turturro, Marda Gay Harden. Framleiöandi: Ethan Coen. Leikstjóri: Joei Coen. Sýnd í Bíóborglnni. Bönnuö innan 14 ára. Coen-bræðurnir, sem stóðu á bak við Blood Simple og Raising Ariz- ona, eru nú komnir af stað með sína þriðju mynd og ekki bregst þeim bogalistin frekar en venjulega. Eftir hárbeitta og kómíska ádeilu (Rais- ing Arizona) koma þeir með mynd í stíl Guðföðurins, mynd með spenn- andi, flóknum en í raun einföldum söguþræði, nefnilega Miller’s Cross- ing. Mikið er að gerast strax frá fyrstu mínútu og kynning persóna mjög ör, þannig að ég var nær dott- inn úr samhengi á tímabili, en þeg- ar að leikslokum dró reyndust minnstu molar smella saman og út- koman var tilbúin á silfurfati, mjog svo merkileg mynd og tilbreyting frá mafíumyndum á borð við Good- fellas og Krays-bræðrum þar sem ansi stór áhersla var lögð á líkams- meiðingar og drápsaðferðir þannig að manni hryllir við. New Orleans á bannárunum er sögusviðið og bein- ast spjótin að Tom, ungum aðstoð- armanni glæpaforingja sem á í ást- arsambandi við heitmey foringjans og er upp um Tom kemst snúast spilin í höndum hans, svo hann á ekki annan kost vænan en að snúa sér til erkióvinar hans í von um hjálp. Þetta verður byrjun á mikilli glæpaöldu þar sem ráðamenn blessa aðgerðir glæpagengja til skiptis og fleiri en einn fá að fjúka í einu. Myndin er frekar gamaldags, en með vissan klassa sem stendur upp úr allan tímar.n og sýnir aðra hlið á þessum menningarafkima sem við þekkjum ekki hér á íslandi. Coen- bræðurnir eru auðsýnilega búnir að skólast nokkuð frá fyrri myndum sínum og skila hér frá sér vönduð- um vinnubrögðum. Seint verður hægt að gleyma túlkun Jons Polito á glæpakónginum Caspar, manni sem er blanda af Marlon Brando og Danny De Vito, og voru fleiri en ég sem heilluðust af honum. Joel Coen hlaut verðlaun í Cannes fyrir besta leikstjórn. ÁHK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.