Tíminn - 06.07.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.07.1991, Blaðsíða 3
Laugardagur 6. júlí 1991 Tíminn 3 Breytingar fyrirhugaðar hjá SVR: 200 mllljónir til rækjuvlnnslunnar: JENNÝ FLUTT Verslunin Jenný, sem þessa dagana á 10 ára starfsafmæli, flutti sig ný- lega um set úr Kjörgarði, Laugavegi 59, í húsið við hliðina, Laugaveg 61- 63. Verslunin selur v- evrópskan kvenfatnað í öllum stærðum og veit- ir öryrkjum og ellilífeyrisþegum sérstakan afslátt. Breytingar, sem gera þarf fyrir kaupendur á fatnaði, eru gerðar ókeypis. Á myndinni eru verslunarstjórar Jennýjar, þær Ingibjörg Karlsdóttir og María Oskarsdóttir. Færri ferðir og fyrr hætt Á borgarstjómarfundi sl. fímmtudagskvöid voru breytingar á akstri strætisvagna Reykjavíkur yfír vetrartímann samþykktar gegn at- kvæðum borgarfulltrúa minnihlutaflokkanna. Næsta vetur munu vagnar SVR aka samkvæmt sumaráætlun eða því sem næst. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfull- trúi Framsóknarflokksins, segir breytingarnar fela í sér verri þjón- ustu við notendur strætisvagnanna. Samdráttur sé ekki eina leiðin til sparnaðar, heldur sé hægt að leita annarra leiða. Sigrún sagði að þó væri jákvætt að nota ætti minni vagna á sumum leiðum, en í fjárhagsáætlun borgar- innar s.l. vetur lagði hún til að keyptir yrðu nokkrir minni vagnar en nú eru notaðir og að leið 3 skyldi lengjast. í nýrri vetraráætlunum er gert ráð fyrir að ferðum flestra vagnanna fækki. f stað þess að ganga á 15 mín- útna fresti munu þeir ganga á 20 mínútna fresti. Fimm daga vikunn- ar styttist aksturstími vagnanna um klukkutíma, þ.e. þeir hætta akstri klukkan 24.00 í stað 1:00. Leið 1 breytist ekki, en fyrirhugað er að notaðir verði minni vagnar á þeirri leið. Sveinn Björnsson, for- stjóri SVR, sagði ástæðuna vera þá að erfitt væri fyrir stóru vagnana að keyra í gamla austurbænum vegna þrengsla og til hagræðingar verða notaðir minni vagnar. Leið 3 Nes-Háaleiti verður lengd og mun vagninn keyra upp í Mjódd. Sveinn sagði það m.a. vera gert til að koma til móts við þá Breiðhylt- inga og Kópavogsbúa sem sækja vinnu við Borgarspítalann eða í Kringlunni, stunda nám við Sjó- mannaskólann, Kennaraháskólann eða Verslunarskólann og fleira. Ferðum vagna númer 8 og 9 verð- ur fjölgað. fstað þess að aka á 30 mín. fresti verða ferðir vagnanna á 20 mín. fresti. Þjónusta við íbúa Grafarvogs verð- ur bætt og sagði Sveinn að hún yrði sambærileg við Árbæ og Breiðholt. Ferðir þangað verða á 20 mín. fresti með leið 15. Hraðleið 115 kemur til með að leysa vagn 15b af. Þá mun leið 10 fara um Ártúnsholt- ið í öllum ferðum, ekki aðeins í ann- arri hverri eins og nú er, en það hef- ur haft töluverð óþægindi í för með sér, t.d. fyrir útlendinga sem hyggja á skoðunarferðir um Árbæjarsafn. Sveinn Björnsson segir að ekki ná- ist mikill sparnaður með þessum breytingum, en tilgangurinn sé að fá jafnvægi í framboð og eftirspum. -SIS. Um 19-20 rælduvinnslustöðvar um lán tfl Byggöastofnunar sem hefur úr 200 milljónum að spila. Farið veröur yflr umsóknir næstu daga í samráði við banka og aðra heistu skuldara rækjuvinnslu- stöðvanna. „Lánin verða á markaðs- kjörum og verða veitt gegn full- segir Guð- forsljóri komnum mundur Malmquist, Byggóastofhunar. Eftirspum eftir nekju hefur aulrist að undanfömu í Jónssonar, formanns samtaka nekju- og hörpudiskframleiðenda. Guðmundur Malmquist segir að beiðni bafi borist fra forsætisráð- herra um að skoða mál allra þessara fyrirtækja í samráði við bankana. Guðmundur segir að það veiði allra næstu daga, en vissi ekki hvenær því verití yiði Irddð. Forstjórinn segir að íán, sem verði veitt, muni vera á marioðskjörum og gegn fullkomnum tryggingum. Hann sagðist ekki vita hvenær kdtíð yrði við að fara yfir umsóknimar. Uffi fram menn rækfumörkuðum undanfarið leitóð margar rækjuvinnslur grátt, einkum Þannig féD verð um 22-23% í fyrra. fram til betri tíma. á hæira verð á og þá um ieið minna ftamboð í Evrópu, sem þýöir Hins vegar sumsóknum, sem fyrr greinir. Lárus Jónsson, formaður samtaka rækju- og hörpudiskframleiðenda, segir að þetta lán eigj að rfytast til skuldbreytingar á lánum rækju- vinnslumanna. Lárus segir ritós- stjómina hafa sett ákveðin skilyrði. Þau em m.a. að aðrir lánardrottnar, svo sem bankar og sinnl hálfu .. , '.?_SEra. wm SUBARU JUSTY Ávallt framhjóladrifinn, en með því að styðja á einn takka er hann kominn ífjórhjóladrif sem tryggir öruggan akstur. Einfaldara getur það ekki verið. 1,2 lítra sprœk fjölventla vél, í senn aflmikil og sparneytin. Tölvustýrð stiglaus sjálfskipting. Ein sú fullkomnasta sinnar tegundar. Skemmtilega léttur og lipur innanbœjar, öruggur og mjúkur á mölinni. Fullkomin sjálfstœð gormafjöðrun á hverju hjóli. Sparneytin. Merkið tryggir gœðin. Ingvar Helgason hf Sævarhöföa 2 sími 91-674000 Sýning um helgina kl. 14-17 Verið velkomin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.