Tíminn - 17.07.1991, Síða 3
Miðvikudágur 17. júlí 1991
„ , 4- i
Tírriinn 3
Atríöi úr myndinni Böm náttúrunnar, sem fhimsýnd verður í lok mánað-
aríns.
Þorsteinn Pálsson um fréttir þess efnis að hann einn standi í
vegi ríkisstjórnarinnar fyrir kvótaleigu:
Forsætisráðherra
gefur upplýsingar
um hulduráðherra
Börn náttúrunnar:
Frumsýnd um
mánaðamótin
Eftirvinnsla á kvikmynd Friðriks
Þórs Friðrikssonar, Böm náttúr-
unnar, er nú á lokastigi og er áætl-
að að frumsýna hana í Stjömubíói
þann 31. júlí nk.
Myndin segir frá gömlum bónda
norður í Skagafirði, sem bregður
búi og leitar á náðir ættingja sinna í
höfuðborginni. En þar eru ýmsir
þröskuldar í veginum; langvarandi
sambandsleysi og óbrúanlegt kyn-
slóðabil veldur því að honum er
komið fyrir á elliheimili. Þar hittir
hann æskuást sína, sveitunga sinn
frá Homströndum, en þaðan höfðu
þau bæði flosnað upp fyrr á öldinni
og misst sjónar hvort af öðm. Takast
með þeim kynni á nýjan leik og
ákveða þau að vitja æskustöðvanna
og strjúka af elliheimilinu. Ævintýri
hefjast á vegum úti, á jeppa teknum
ófrjálsri hendi. Umfangsmikil lög-
reglurannsókn er hrundið af stað,
en dularfullir atburðir taka að ger-
ast.
Aðalhlutverk eru í höndum Gísla
Halldórssonar og Sigríðar Hagalín.
Með önnur hlutverk fara m.a. Egill
Ólafsson, Baldvin Halldórsson, Rú-
rik Haraldsson, Margrét Ólafsdóttir,
Hallmar Sigurðsson, Tinna Gunn-
laugsdóttir, Valgerður Dan, Magnús
Ólafsson, Þórarinn Óskar Þórarins-
son, Bryndís Petra Bragadóttir og
þýski stórleikarinn Bmno Ganz fer
einnig með lítið hlutverk í mynd-
inni. Kvikmyndatöku annaðist Ari
Kristinsson, hljóð gerði Kjartan
Kjartansson, handritið er eftir Einar
Má Guðmundsson og Friðrik Þór
Friðriksson, klippari var Skule Erik-
sen, tónlist samdi Hilmar Örn Hilm-
arsson, leikmynd er eftir Geir Óttar
Dýrbíts er
enn leitað
Þriðja hundsins, sem beit lömbin í
Hmnamannahreppi á dögunum, er
enn leitað. Farið hefur verið um sveit-
ina, en leit hefur enn ekki borið árang-
ur.
Eins og Tíminn skýrði frá í síðustu
viku, íyrstur íjölmiðla, vom það þrír
hundar sem dauðbitu 35 lömb frá Skip-
holti og Kotlaugum. Tveir hundanna
þekktust og náðust strax og var þeim
þegar lógað. Þess þriðja er ennþá leitað.
Eitt lamb frá Kotlaugum hefúr drepist
til viðbótar og því er heildarfjöldi lamb-
anna, sem hafa drepist í þessum ófögn-
uði, orðinn 36. Loftur Þorsteinsson
oddviti sagði að það kynni að reynast
erfitt að finna þriðja hundinn, því lýs-
ing á honum hefði verið ónákvæm. Æg
held að allt þetta íjaðrafok, sem varð í
kringum þetta, hafi orðið til þess að
menn gæta hunda sinna betur en eila,“
sagði Loftur. Sh/Selfossi
Geirsson, framkvæmdastjóm var í
höndum Vilhjálms Ragnarssonar,
leikstjóri og framleiðandi Friðrik
Þór Friðriksson.
Meðframleiðendur vom Max fílm
Berlin og Metro film Oslo. Böm
náttúmnnar var fyrsta íslenska kvik-
myndin til að fá styrk úr kvikmynda-
sjóði Evrópu.
Upptökur fóm fram víða um land
síðasta sumar. Eftirvinnsla var í
Noregi og Þýskalandi.
Fjármálaráðherra hættir blaða-
kaupum, sem skipta minni blöðin
verulegu máli. Hann segir í frétta-
tilkynningu að þetta hafí ekkert
með 66 milljón króna styrkveitingu
til dagblaðanna að gera. Fram-
kvæmdastjórar dagblaðanna segja
að þetta fé sé ætlað flokkunum til
útgáfustarfsemi og Sjálfstæðis-
flokkurinn fái bróðurpartinn.
Fjármálaráðherra hefur ákveðið að
segja upp, frá 1. ágúst, áskrift að 500
eintökum af öllum dagblöðunum
sex, en kaupa sem fyrr 250 eintök
sem að vísu em Iögbundin. Hann
sendi fjölmiðlum fréttatilkynningu
þess efnis í gær. Ráðherrann hyggst
með þessu spara um 40 milljónir
króna á ári. Það hefur farið talsvert
fýrir brjóstið á fjölmiðlamönnum að
í tilkynningu ráðuneytisins er látið
að því liggja að dagblöðin hafi notið
opinberra styrkja. Efnislega hljóðar
greinin þannig: „Framangreind dag-
blaðakaup hafa ekkert með beinar
styrkveitingar til blaðanna að gera,
en fjárlög yfirstandandi árs gera ráð
fyrir að styrkur til blaðaútgáfu sam-
kvæmt tillögum stjórnskipaðrar
nefndar nemi rúmlega 66 milljón-
um króna.“ Þess má geta að sam-
kvæmt heimildum Tímans má gera
ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái
í sinn hlut milli 25 og 30 milljónir af
styrknum. Hann er veittur í þeim
tilgangi að styðja flokkana vegna út-
gáfustarfsemi á þeirra vegum og er
þeim frjáls til ráðstöfunar. Fram-
kvæmdastjórar nokkurra dagblað-
anna voru inntir álits á þessum yfir-
vofandi þrengingum blaða sinna.
Högg en ekki banabiti
„Ég veit ekki hvað fjármálaráð-
„Ég hef nú ekki mikið meira um
þetta að segja en að síðasta ríkis-
stjórn lifði á einhverjum huidu-
mönnum. Nú sýnist mér að DV
hafí fundið einhvem huiduráð-
herra í þessarí ríkisstjóra. Ég
kann engin skil á honum né
skoðunum hans, en verð að vísa
þér einfaldlega á forsætisráð-
herra til að fá nánari upplýsingar
um hulduráðherra í þessari ríkis-
stjóra og skoðanir hans. Þær eru
mér með öllu ókunnar og ég kann
engin skil á honum,“ sagði Þor-
steinn Pálsson sjávarútvegsráð-
herra, þegar Tíminn bar undir
hann frétt DV um að hann einn
ráðherra væri andvígur því að rík-
ið tæki upp kvótaleigu. í frétt DV
í gær hefur Haukur Helgason að-
stoðarrítstjórí orðrétt eftir
ónafngreindum ráðherra að Þor-
steinn sé sá eini í ríkisstjórninni
sem „dragi lappiraar í sambandi
herra er að hugsa með þessu. Ég
hef frétt að þetta hafi verið ákveðið
á flokksstjórnarfundi hjá Sjálfstæð-
isflokknum í gær. Styrki, sem þing-
flokkarnir fá til útgáfustarfsemi,
nota þeir alfarið sjálfir," segir Krist-
inn Finnbogason, framkvæmda-
stjóri Tímans.
Helgi Guðmundsson, einn af rit-
stjórum Þjóðviljans, segir að
ákvörðun ríkisins um að hætta
blaðakaupum muni ekki ríða Þjóð-
viljanum að fullu og sé ekki afger-
andi fyrir útgáfu hans. Helgi segist
ekki kannast við að heildarupphæð
blaðastyrks til dagblaðanna nemi
66 milljónum króna. Hins vegar
segir hann að hver flokkur fái ár
hvert ákveðna upphæð greidda
vegna útgáfumála þeirra. Þar á
meðal segir hann að sé fé sem dag-
blöðin fá. „Við bættum við áskrif-
endum í vor sem leið og hefjum
áskriftarátak í haust og verðum að
standa okkur enn betur en áður,“
sagði Helgi að lokum.
„Fjármálaráðherra veit að Valhöll
og Sjálfstæðisflokkurinn eru rekin
fýrir þessar 27 milljónir sem þeir fá
í útgáfustyrk í ár. Þess vegna er bréf
hans sent gegn betri vitund. Ef
þetta verður til þess að útgáfa blað-
anna stöðvast mun það skerða lýð-
ræðið í landinu. Það er verið að ýja
að því að það fé, sem rennur til
flokkanna vegna útgáfumála og
starfsemi á þeirra vegum, sé fé sem
blöðin fái,“ segir Hákon Hákonar-
son, framkvæmdastjóri Alþýðu-
blaðsins.
Hann segir að þessar sparnaðarað-
gerðir ríkisstjórnarinnar geri þeim
Alþýðuflokksmönnum erfitt fyrir,
því hér sé um að ræða verulega
stóran hluta áskrifenda blaðsins.
Þorsteinn Pálsson
við stefnu meirihluta ríkisstjórn-
arinnar um að taka upp veiði-
gjald.“
Hákon bætir við að það verði að
koma fram að beinir styrkir til dag-
blaðanna séu ekki fyrir hendi. Hann
segir hluta af styrk þeim, sem Al-
þýðuflokkurinn hafi fengið til út-
gáfumála, hafa farið í að greiða upp
gamlar skuldir blaðsins. Hugsun-
ina á bak við útgáfustyrk til flokk-
anna sagði Hákon þá að styrkja lýð-
ræðið.
-HÞ
BILALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM
LANDIÐ.
MUNIb ÓDÝRU
HELGARPAKKANA OKKAR
REYKJAVÍK
91-686915
AKUREYRI
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
Europcar
Þrengt að dagblöðunum:
Ríkið hættir að
kaupa 500 eintök
Rök þess ráðherra, sem DV talar
við og Þorsteinn kallar „hulduráð-
herra", fyrir því að taka upp kvóta-
Ieigu byggja á sömu forsendu og
rök Þorsteins fyrir því að taka ekki
upp kvótaleigu og því virðist um
grundvallarágreining að ræða.
Þorsteinn hefur gefið út opinbera
yfirlýsingu um að sá óumflýjan-
legi samdráttur í þorskveiðum,
sem fýrirsjáanlegur er í kjölfar
svartrar skýrslu Hafrannsóknar-
stofnunar, ætti endanlega að
sannfæra kvótaleigusinna um að
útgerð á íslandi hafi ekki efni á
nýjum útgjöldum. Hulduráðherr-
ann segir hins vegar að verði
heildaraflakvóti minni nú en áður
aukist verðmæti og mikilvægi
þess kvóta, sem eftir er, og því beri
útgerðinni að greiða fýrir hann til
ríkisins. Alþingismönnum, sem
Tfminn ræddi við í gær um þetta
mál, ber saman um að hér sé á
ferðinni tímasprengja í ríkis-
stjórninni, þó skoðanir séu nokk-
uð skiptar um hversu langur
kveikiþráðurinn í þeirri sprengju
er, enda önnur ágreiningsefni á
hverju strái sem mörg hver gætu
reynst stjórninni skeinuhætt. Hitt
sé Ijóst að stjórnarflokkarnir hafi
gengið til samstarfs án þess að
koma sér niður á stefnu í stjórnun
fiskveiða, og því sé það mál allt
galopið og flokkarnir ekki skuld-
bundnir af neinum samþykktum
eða „heiðursmannasamkomulög-
um“, eins og einn stjórnarand-
stöðuþingmaðurinn orðaði það.
-aá/BG
---------\
JEPPA
HJÓLBARÐ-
ARNIR
VINSÆLU
Jeppahjólbarðar
frá Suður-Kóreu:
215/75 R15, kr. 6.320.
235/75 R15, kr. 6.950.
30- 9,5 R15, kr. 6.950.
31- 10,5 R15, kr. 7.950.
31-11,5 R15, kr. 9.470.
33-12,5 R15, kr. 9.950.
Hröð og örugg
þjónusta.
BARÐINN hf.
Skútuvogi 2, Reykjavík
Sfmar: 91-30501 og 91-84844
J