Tíminn - 17.07.1991, Page 8
8 Tíminn
Miðvikudagur 17. júlí 1991
Matvælasýning í New York:
íslenskt
bergvatn
meðfyrstu
verðlaun
íslenskt bergvatn hf. hlaut fyrstu
verðlaun fyrir frábæra hönnun um-
búða á sýnlngunni „Fancy Food
Show“ í New York. Þessi sýning var
haldin dagana 7. til 10 júlí. Eigend-
ur sýningarinnar eru samtök þeirra
sem versla með sérstök matvæli eða
NASFT. í tengslum við sýninguna
halda þessi samtök árlega sam-
keppni í nokkrum flokkum og eru
úrslitin síðan tilkynnt á sýning-
unni. Yfir þúsund fýrirtæki tóku að
þessu sinni þátt í sýningunni og
nokkrir tugir þúsunda sýningar-
gesta komu á sýninguna.
Vilhjálmur Guðmundsson hjá Út-
flutningsráði sagði að það hefði ver-
ið ljóst í upphafi sýningarinnar að
íslenskt bergvatn hf. hefði komist í
úrslit. Þar af leiðandi fékk vatnið
mjög mikla athygli sýningargesta.
Það var sýnt á sérstökum heiðursbás
ásamt öðrum vörum er komust í úr-
slit. Á öðrum degi voru svo úrslitin
tilkynnt og þá kom í ljós að íslenskt
bergvatn hf. hafði unnið sinn flokk.
Vilhjálmur sagði að á hverju ári
væru þúsundir vörutegunda kynntar
á sýningum í Bandaríkjunum og
einungis brot af þessum vörum
kæmist inn á markaðinn. Mun meiri
líkur væru á því að vörur, sem feng-
ið hafa verðlaun samtakanna, næðu
umtalsverðum árangri í markaðs-
setningu sinna afurða. Þess vegna
væri hér um að ræða frábæran ár-
angur, sem myndi nýtast íslensku
bergvatni hf. til frekari markaðs-
setningar á íslensku vatni.
Einnig sagði hann að þetta væri í
fyrsta sinn sem íslensk fyrirtæki
tækju þátt í þessari sýningu. Auk ís-
lensk bergvatns hf. tók íslenskt-
ffanskt eldhús þátt í sýningunni, svo
og Sláturfélag Suðurlands sem var
með hangikjöt, Nói og Síríus með
sælgæti, Sölusamtök lagmetis
kynntu niðurlagðar sjávarafurðir og
Eðalfiskur kynnti reyktan lax. Vil-
hjálmur sagði að í heildina hafi við-
tökumar verið góðar. Vatnið og
reykti laxinn hefðu þó fengið sér-
staklega góðar viðtökur. Auk þess
hefði hangikjötið og sjávarréttar-
patéið vakið verðskuldaða athygli.
Uruguay:
Nýr sendiherra
Þann 5. júlí s.l. afhenti Tómas Á.
Tómasson forseta Uruguay, dr. Louis
Alberto Lacalle Herrera, trúnaöar-
bréf sitt sem sendiherra íslands í
Uruguay með aðsetur í Washington
D.C.
Norska húsið opnað
Norska húsiö í Stykkishólmi verður opnað sem byggðasafn í dag.
Allir Hólmarar hafa fengið boðskort og fer formleg opnun fram
klukkan þijú. Vel má til sanns vegar færa að Norska húsið verði
opnað með viðhafnarsýningu, því þar hefur verið komið fyrir
myndum úr Stykkishóími eftir Steinþór Sigurðsson listmálara.
Eru þar bæði olíumálverk, stór og smá, og teikningar.
Myndimar eiga það allar sam-
merkt að verða gerðar um miðbik
aldarinnar, eða í kringum 1950, og
em af Stykkishólmi eins og hann
leit út þá.
Em myndirnar í senn sannferð-
ug lýsing á Hólminum og sýna vel
hvað í hinum unga listamanni bjó,
en flestar em þær gerðar á fyrstu
námsámm hans.
Steinþór Sigurðsson er fæddur
í Norska húsinu og lifði þar sín
bernskuár og má nærri geta að það
merka hús á sinn áberandi sess í
Stykkishólmsmyndum Steinþórs.
Safnvörður í Norska húsinu er
Þóra Magnúsdóttir.
Hólmurinn kringum
1950
Um tilurð myndanna segir lista-
maðurinn m.a. í sýningarskrá:
„Elsta olíumyndin á sýningunni er
frá 1948. Hún sýnir kaþólska prest-
inn á leið til messu hjá St. Franc-
iscussystmm. Þetta er með fyrstu
tilraunum mínum til að mála með
olíulitum og ber myndin það með
sér. Ég man aðeins eftir einni eldri,
sem átti að sýna landslagið og
stemmninguna við Baulárvalla-
vatn. Sú „ómynd“ var mikið hnoð
og er týnd.
Meðal málara, sem komu vestur í
Hólm að mála, var Gunnlaugur
Scheving. Uppi á Þinghúshöfða
fékk ég að kíkja yfir öxlina á hon-
um, fullur lotningar. Greinileg
áhrif em frá Scheving í að minnsta
kosti einni mynda minna, sem er
útsýn niður Skólastíg."
Steinþór Sigurðsson fæddist í
Stykkishólmi 1933. Eftir miðskóla-
próf þar settist hann í Kennara-
skólann og nam þar einn vetur, og
hóf síðan nám við Handíða- og
myndlistaskóla íslands. Að loknu
námi þar settist hann í Konstfack-
skolan í Stokkhólmi og var þar í
fimm ár. Þá tók við eitt námsár í
Escuela de Belles Artes í Barcelona.
Til íslands kom hann aftur 1957
og hóf að kenna við Handíðaskól-
ann fram til 1960. Frá þeim tíma
hefúr hann verið leikmyndateikn-
ari hjá Leikfélagi Reykjavíkur og
fleiri leikhúsum.
Steinþór Sigurðsson á sæti í
stjórn og leikhúsráði LR. Hann er í
sýningarnefnd Félags ísl. myndlist-
armanna og er fulltrúi listamanna í
Safnráði Listasafns íslands. Þá hef-
ur hann setið í bygginganefndum
Listasafns íslands og Borgarleik-
hússins.
Fyrstu sýningar, sem Steinþór
hélt, voru í Galerie St. Nikolaus í
Stokkhólmi 1956, og 1958 sýndi
hann í Sala del Munsterio í Ma-
laga.
1960 hélt hann sýningu í Lista-
mannaskálanum í Reykjavík. Síðan
hefur hann tekið þátt í fjölda sýn-
inga heima og erlendis. Hann hef-
ur Ld. sýnt reglulega með F.Í.M.,
Listmálarafélaginu og Septem-sýn-
ingarhópnum.
Þótt Steinþór hafi verið í forystu-
sveit íslenskra myndlistarmanna
um langa hríð, hefúr hann ekki
haldið einkasýningu síðan í Lista-
mannaskálanum gamla, þar til nú
að hann sýnir í Norska húsinu, og
þar eingöngu gamlar myndir.
Tímabundnar lokanir á Strákagöngum:
Strákagöngin lagfærð
Viðgerðir og endurbætur á Strákagöngum á Siglufjaröarvegi við
Siglufjörð hófust í gær, mánudaginn 15. júlí.
Viðgerðimar eru fólgnar í því að
gangahvelfingin verður klædd með
plasteinangrun, þannig að vatn
renni ekki inn á akbrautina. Þar sem
hrunhætta er verður steypt með
sprautusteypu. Lögð verður ný frá-
rennslislögn og lagt verður malbik á
akbrautina.
Nauðsynlegt er að loka göngun-
um tímabundið með?.n unnið er í
þeim. Til að byrja með verður lokað
sem hér segir: Kl. 8:00 til 12:00, kl.
13:00 til 19:00 og kl. 20:00 til 22.00.
Þó verður umferð hleypt í gegn á
heilum tímum. Göngin verða opin á
nóttunni, nema annað verði sérstak-
lega auglýst.
Áætlað er að þessi lokunartími
gildi til og með 1. ágúst og aftur
dagana 7. ágúst til og með 12. ágúst.
Dagana 2. ágúst og 6. ágúst verða
göngin opin.
Hvernig lokað verður eftir 12. ág-
úst verður tilkynnt síðar, en þá er
gert ráð fyrir lágmarksopnun kvölds
og morgna. Áætlað er að fram-
kvæmdum verði lokið 18. október.
Vegurinn um Siglufjarðarskarð,
þ.e. gamli þjóðvegurinn til Siglu-
fjarðar, hefur verið lagfærður þann-
ig að hann er vel jeppafær og hægt
er að fara hann á vel búnum fólksbfl-
um. Vegurinn er 12 km langur af
Siglufjarðarvegi norðan við Hraun
um Siglufjarðarskarð í 630 m hæð
yfir sjó á Flugvallarveginum í Siglu-
firði. Vegurinn er mjór og yfirborð
hans er gróft. Vegurinn gæti spillst í
rigningu. -sis
Framtíö Ausíurstrætis óljós:
cirvoie-r í UAIICT
wliT lilw I I ilAUv I
Á borgarráðsfundi í gær var ákveðið aö fresta atkvæðagreiðslu um opn-
un Austurstrætis fyrir bflaumferð þangað til 19. september, en þá verð-
ur fyrstl fundur borgarstjómar á ný eftir sumarleyfi.
Skipulagsnefnd Reykjavíkur hefur Iagt fyrir borgarráð að Austur-
stnetí verði opnað fyrir bflaumferð í 6 mánuði til reynslu.
Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, lagði
fram bókun í borgarráðl sem lýsir afstöðu hennar til málshu: „Austur-
strætí í núverandi mynd er ekki yndislegur staður. Aögerðir undangeng-
inna ára tíl að reyna að ltfga upp á götuna hafa ekki reynst árangursrík-
ar. Þá setja þau félagasamtök, sem stofnuð hafa verið til að efia miðbæ-
inn, á oddinn að Austurstræti verði opnað fyrir bflaumferð. Ég er því
fylgjandi því að í Austurstræti verði opnuð akrein tíl reynslu. Jafnframt
vil ég aö Vallarstræti verði lokað fyrir bflaumferð, þannig að þar skapist
aðstaða tfl útivistar á sólríkarí og skjólsælli stað en Austurstneti er.“
Elfn Ólafsdóttir, fulltrúi Kvennalistans (borgarstjóm, lagði til að efnt
verði tíl aimennrar skoðunarkönnunar meðal Reykvfldnga um framtíð
Austurstrætis. -SIS