Tíminn - 07.08.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.08.1991, Blaðsíða 2
2 Tímipn Miðvikudagur 7. ágúst 1991 Andstaða við háspennulínu í Fljótsdal: UNDIRSKRIFTIR GEGN LÍNUNNI Landsvirkjun áætlar að byggja háspennulínu í Fljótsdal, frá Byggða- línunni á Bessastaðaármelum inn að fyrirhugðuðu stöðvarhúsi eða spennistöð í Valþjófsstaðateig. Línan yrði tvöföld (sex strengja), á allt að 20 m háum stálmöstrum, og því mjög áberandi mannvirki. Fulltrúi Náttúruverndarráðs á Austurlandi, Einar Þórarinsson, hefur lagt til að raflína þessi verði lögð upp á Fljótsdalsheiði og tengd Byggðalínunni þar, en á fundi sín- um 27. júní sl. ákvað ráðið að leyfa umrædda línulögn í dalnum. Stjórn Náttúruverndarsamtaka Austurlands (NAUST) hefur fjallað um málið og samþykkt ályktun þar sem lýst er eindregnum stuðningi við tillögu Einars Þórarinssonar. Samtökin hafa beitt sér fyrir undir- skriftasöfnun í Fljótsdal, til stuðn- ings þessari tillögu og hafa 43 ábú- endur og landeigendur undirritað ákorun þess efnis. Ennfremur hef- ur hreppsnefnd Fljótsdalshrepps tekið málið upp á fundum sínum og samþykkt að mæla með endur- skoðun á línustæðinu. í ályktuninni frá NAUST segir að hér sé um mikið mannvirki að ræða og augljóst sé að það verður mjög áberandi og til mikilla lýta í þessum fagra dal, einkum á hinum fornu höfuðbólum, Skriðuklaustri og Valþjósstað, þar sem eru kirkja og samkomuhús sveitarinnar. Þetta eru fjölsóttir ferðamanna- staðir og mun sá straumur vænt- anlega aukast þegar byggð verður brú á Jökulsá og vegur endur- byggður inn í Norðurdal eins og nú er fyrirhugað. Þá telur NAUST að ef útilokað verði að leggja Fljótsdalslínu 2 uppi á Heiðinni, væri besta lausnin að raflínan yrði lögð í jarðstreng, sem ætti að vera mögulegt, þar sem lengd línunnar er aðeins um 8 km, og auðvelt að koma henni í jörð. Einnig telur stjórnin að línan yrði ekki eins yfirþyrmandi í dalnum ef hún yrði reist á tréstaurum eins og Byggðalínan og tilfærsla á ytri enda hennar gæti e.t.v. dregið eitt- hvað úr áhrifum hennar á um- hverfið. -SIS Menntamálaráðherra ræður sér aðstoðarmann: Ólafur aðstoðar Menntamálaráðherra hefur ráðið Erlendsdóttur, forseta Hæstarétt- Ólaf Arnarson rekstrarhagfræðing ar. Ólafur hefur undanfarið eitt og aðstoðarmann sinn. hálft ár starfað sem framkvæmdar- Ólafur er 28 ára gamall, sonur stjóri þingflokks sjálfstæðis- Arnar Clausen hrl. og Guðrúnar manna. Kona Ólafs er Sólveig Sif Á slitnum skóm Um þessar mundir er að koma út bók sem heitir Á slitnum skóm. Þetta er reisubók eftir Trausta Steinsson. Bókin segir frá eins mánaðar ferð sem höfundur fór þvert yfir Evrópu, frá Amsterdam til Tyrklands, árið 1990. Það er nýtt forlag, Guðsteinn, sem gefur bókina út. Bókin mun fást í nokkrum af stærstu bóka- verslunum landsins. Trausti Steinsson, höfundur bókarinnar Á slitnum skóm Ólaf G. Hreiðarsdóttir og eiga þau einn son. Jafnframt hefur menntamálaráð- herra ráðið Þórólf Þórlindsson prófessor til sérstakra verkefna í ráðuneytinu, einkum á sviði rann- sóknar- og þróunarstarfs í skóla- og uppeldismálum. Um er að ræða hlutastarf, þar sem Þórólfur mun halda stöðu sinni sem forstöðumaður Rannsóknastofnun- ar uppeldis- og menntamála. Hann mun hins vegar fá lausn frá stöðu prófessors við félagsvísindadeild Há- skóla íslands, meðan hann sinnir þessum sérstöku verkefnum. Þórólfur er sonur Þórlinds Magn- ússonar, fyrrum skipstjóra frá Eski- firði, og Guðrúnar Þórólfsdóttur. Kona Þórólfs er Jóna Siggeirsdóttir og eiga þau tvö böm. _s:s Ný Ijóðabók er komin út: Að eiga sér draum Ljóðabókin Að eiga sér draum eft- ir Önnu Maríu Jónsdóttur er komin ÚL Ljóðabókin er alls 52 blaðsíður að stærð og í henni em 38 ljóð. Öll vinnsla bókarinnar fór fram í Prent- smiðjunni Gutenberg hf en útgef- andi bókarinnar er LjósbroL Bókar- kápuna hannaði Einar Snorri. í fréttatilkynningu frá höfundi seg- ir að í ljóðum bókarinnar speglist viðhorf og tilfinningar ungrar konu með talsverða lífsreynslu. Oft er fjallað um ástina, gleði hennar og fögnuð en einnig sorgir og von- brigði. Nokkur ljóðanna fjalla um böm, viðhorf þeirra og viðbrögð gagnvart umhverfi sínu og aðstæð- um. Ljóöabók Önnu Maríu Jóns- dóttur, Að eiga sér draum, komin út. SÖNGTÓNLEIKAR í HVERAGERÐI Söngkonan Guðbjört Kvien mun í kvöld koma fram í Eden í Hvera- gerði, og syngja ítölsk og fslensk lög við undirfeik Ólafs Vignis Al- bertssonar. Tónleikamir eru haidnir í tengsium við míiverka- sýningu Steingríms St. Th. Sig- urðssonar sem stenduryfir í Ed- en um þessar mundir. Guðbjört er f söngnámi á Ítalíu og sl. vetur nam hún vfð tónlist- arfiáskólann Mario Mangia í Flor- enzoula d’Arda og naut þar kennslu og ieiðsagnar Maestra Euginia Ratti, fyrrverandi Scala söngkonu, en Ratti söng m.a. með Maríu Callas á sfnum tíma. Maestra Ratti kennir enn fremur við tónlistarháskólann Giuseppe Mangia í Fiorenzoula d’Arda. Málverkasýningu Steingríms lýkur næstkomandi sunnudag ld 23:30 en þá mun hljómsveitin Papar frá Vestmannaeyjum spila og m.a. kynna nýtt dægurlag. Guðbjört Kvien. REIÐ- OG ÚTILÍFSNÁMSKEIÐ FYRIR FATLAÐA EINSTAKLINGA Undanfarin ár hafa verið haldin nám- skeið fyrir fatlaða í samráði við Lands- samtökin Þroskaþjálp og Öryrkja- bandalag íslands. Þessi námskeið eru nú í fuilum gangi í formi Útilífsskól- ans, sem rekinn er af skátafélögunum Dalbúum og Skjöldungi í Laugames- og Vogahverfi, og reiðnámskeiða sem haldin eru að ReykjalundL Útilífsskólinn hefur í nokkur ár boðið bömum og unglingum í Reykjavík upp á spennandi útilífsnámskeið. Þar er þátttakendum gefin kostur á fjöl- breyttri dagskrá og upplifún úti í nátt- úmnni. Markmið skólans er að þroska böm og ungt fólk til að verða sjálf- stæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar. Á dagskrá em þroskandi viðfangsefni af ýmsum toga en fyrst og fremst er áhersla lögð á útilíf. Fram að þessu hefúr starfsemi skólans verið tvíþætL Annars vegar hefur verið um að ræða námskeið fyrir ófatlaða einstaklinga og hins vegar sérstök námskeið fyrir fetlaða einstaklinga. Nú í sumar hafa þessi námskeið verið sameinuð þannig að fatlaðir og ófatlaðir hafa getað starf- aðsaman. Það sem af er sumri hafa þrjú nám- skeið verið haldin. Þátttakendur á námskeiðunum vom um það bil 50 talsins og þar af vom 10 fatiaðir. Lengd hvers námskeiðs er 2 vikur. Dagskráin hefst kl. 10 alla virka daga og stendur til kl. 16. Aðalbækistöðvar skóians em í Skátaheimili Skjöldunga að Sólheim- um 21 a. Fyrsta degi námskeiðsins er eytt í það að kynna hópinn innbyrðis. Næstu daga er meðal annars farið í fjömna í Krísuvík, sérstakur indíána- dagur er haldinn, einn dagur er til- einkaður skyndihjáip og farið er í póst- leik í Öskjuhlíðinni. Jafnframt er farið í Grasagarðinn og Húsdýragarðinn í Laugardal, kenndir em skátahnútar og einnig er bömunum kennt að nota áttavita. I lok námskeiðsins er svo far- ið með bömin í útilegu í tvo daga. Fyr- irhugað er að halda næsta námskeið dagana 6. til 16. ágúsL Enn em nokk- ur pláss laus á þetta námskeið og þeim sem hafa áhuga er bent á að hafa sam- band við Skátaheimili Skjöldungs. Eins og áður segir er skólinn rekin af skátafélögunum Skjöldungum og Dal- búum en samvinna er höfð við Skáta- samband íslands, Landsamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag ís- lands. Tvö síðamefndu félögin svo og íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur hafa séð skólanum fyrir fjárstyrk. Auk námskeiða fyrir fatlaða hjá Úti- lífsskólanum er boðið upp á reiðnám- skeið, við Reykjalund í Mosfellsbæ, fyr- ir böm og unglinga sem þurfa á sér- stakri aðstoð að halda. Á námskeiðun- um er farið í reiðtúra, auk þess sem undirstöðuatriði varðandi reið- mennsku og meðferð hesta em kennd. Miðað er við að hvert námskeið standi í fimm daga. Fjöldi þátttakenda og lengd námskeiðs dag hvem fer efdr getu einstaklinga en er þó yfirleitt á biiinu 1 til 3 klukkustundir. Nám- skeiðin em styrkt úr sameiginlegum sjóði Landssamtakanna Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags íslands en verð hvers námskeiðs er 6000 kr. Leiðbein- endur námskeiðanna við Reykjalund em Hjördís Bjartmars og Anna Sigur- veig Magnúsdóttir en þar er einnig boðið upp á almenn reiðnámskeið fyr- ir böm og unglinga. -UÝJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.