Tíminn - 07.08.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.08.1991, Blaðsíða 3
Miðvikudagur7.cágust 1991 Tíminn 3 Þriðja árið í röð deila hljómlistarmenn og yfirvöld á Blönduósi við skattayfirvöld um það hvort innheimta beri skatt af rokkhátíðinni í Húnaveri. Indriði H. Þorláksson: Persónulegt mat innheimtu- manna ekki það sem gildir Það er að verða árviss viðburður að upp hefjist deila milii íslenskra rokktónlistarmanna og Jóns ísberg, sýslumanns á Blönduósi, ann- arsvegar, og fjármálaráðuneytisins og skattayfírvalda hins vegar, um það hvort innheimta beri skatt af rokkhátíðinni í Húnaveri. Jón ís- berg stendur enn fast á sínu og segir að þarna hafí farið fram hljóm- leikar, og samkvæmt landslögum eigi ekki að innheimta virðisauka- skatt af hátíðinni. Indriði H. Þorláksson, skrifstofu- stjóri hjá fjármálaráðuneytinu, segir að Jón fsberg hafi ekki vald til að ákveða hvort innheimta eigi skatt af hátíðinni eða ekki. Fyrsta árið sem rokkhátíðin var haldin, árið 1989, vildu aðstandend- ur hennar ekki sætta sig við að greiða söluskatt af aðgöngumiða- verði á hátíðina og var hann ekki innheimtur. Ríkisskattstjóri skilaði af sér áliti eftir þá hátíð og taldi að innheimta bæri skatt af hátíðinni. Árið eftir neitaði Jón ísberg að inn- heimta skatt af Húnavershátíðinni, sem þá hét virðisaukaskattur, og sagði m.a. í samtali við Tímann að þarna hefðu farið fram hljómleikar og þeir væru ekki virðisaukaskatt- skyldir. Hvorki fjármálaráðuneytið né skattayfirvöld gerðu neitt í mál- inu, þó fram kæmi í fjölmiðlum að þau væru ekki sátt við niðurstöð- una. í júlí sl. sendi fjármálaráðuneytið bréf til allra skattstjóra og inn- heimtumanna á landinu, þar sem þetta álit ríkislögmanns var ítrekað. Jón ísberg, sýslumaður á Blönduósi, stóð enn fást á sínu og innheimti skattinn ekki eftir hátíðina nú um helgina sem endranær. Ástæðan var sú sama: þarna fóru fram hljómleik- ar að hans mati, en ekki skattskyld útihátíð. Indriði H. Þorláksson sagði að þar sem vitað var að misræmi væri í framkvæmd innheimtu af útihátíð- um í kringum landið, hefði ráðu- neytið beint þeim tilmælum til inn- heimtumanna og skattstjóra að þeir stæðu að þessum málum í samræmi við niðurstöður ríkisskattstjóra, þannig að mönnum yrði ekki mis- munað eftir persónulegu áliti inn- heimtumannanna. Aðspurður sagð- ist Indriði ekki telja að Jón ísberg hefði vald til að ákveða hvort hann innheimti skatt af hátíðinni eða ekki. Skattayfirvöld hefðu kveðið upp sinn úrskurð og honum eigi innheimtumenn að framíylgja, burtséð frá því hvaða álit þeir hafa persónulega eða hvort þeir telja það rétta túlkun á skattalögum eða ekki. „Ef gjaldandi hefur efasemdir um réttmæti innheimtunnar, hefur hann möguleika á að kæra skatt- heimtuna til ríkisskattanefndar, sem er dómstóll og kveður upp úr um skattskyldu ef ágreiningur er,“ sagði Indriði. Indriði sagði að þeir hefðu ekki ákveðið hvað þeir myndu gera í mál- inu. Aðspurður hvort þeir gætu inn- heimt skattinn þar sem sýslumaður gerði það ekki, sagði Indriði að van- ræksla sýslumanns eða það að hann innheimti ekki, felli ekki niður skattheimtuna, sé hún lagalega fyrir hendi. Jón ísberg sýslumaður á Blöndu- ósi, sagði að hann færi eftir lands- lögum og þar segði að hljómleikar væru ekki virðisaukaskattskyldir. Hann sagðist hafa fengið umrætt bréf frá fjármálaráðuneytinu; ráðu- neytið væri alltaf að senda þeim reglur sem þeir ættu að fara eftir, en stundum misskildi það um hvað málin snérust. „Það var enginn skattur innheimtur af hljómleikun- um í fyrra og það var engin athuga- semd gerð um það af hálfu ráðu- neytisins eða skattstjóra," sagði Jón ísberg. —SE Aldrei meiri umferð og aldrei færri slys: Tiltölulega róleg verslunarmannahelgi Frá Þjóöhátíöinni í Eyjum. Tfmamynd: sbs Vestmannaeyjar: ÁTTA ÞÚSUND Á ÞJÓÐHÁTÍÐ Umferð á þjóðvegum landsins hef- ur aldrei verið meiri um verslunar- mannahelgi en nú. Samkvæmt taln- ingu, sem Vegagerðin gerði fyrir Umferðarráð, fóru tæplega 98 þús- und bifreiðar um þá vegi sem talið var á, en sambærilegar talningar hafa verið framkvæmdar frá árinu 1978. Mæld var umferð frá þriðju- degi fyrir verslunarmannahelgi til þriðjudags eftir helgina. Samkvæmt frétt frá Umferðarráði hefur aldrei mælst meiri umferð en nú, en engu að síður urðu engin alvarleg slys í umferðinni um verslunarmanna- helgina. Hjá lögreglu voru skráð 50 umferðaróhöpp, flest minni háttar og í þeim meiddust 8 manns lítil- lega. Lögreglan hafði afskipti af 83 mönnum vegna meintrar ölvunar við akstur og er það svipað og um síðustu verslunarmannahelgi. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Reykjavík, var verslunar- mannahelgin í ár heldur verri en undanfamar verslunarmannahelgar í borginni. Tiltölulega fámennt var í miðborg Reykjavíkur, en ölvun var með meira móti og fólk lét illa. Það er samdóma álit lögreglunnar víðs vegar um landið að verslunar- mannahelgin hafi gengið vel fyrir sig og/eða verið mjög róleg, þrátt fyrir að þúsundir landsmanna hafi lagt land undir fót. Besti vinur ljóðsins stendur fyrir skáldakvöldi á Hótel Borg í kvöld í samvinnu við Rás 2. Þar verður lögð aðaláhersla á kynningar á nýlegum og væntanlegum ljóðabókum. Skáldin, sem lesa upp, eru Þórarinn Eldjám, Þórunn Valdimarsdóttir, Sjón, Kristín Ómarsdóttir, Hrafn Jökulsson, Pétur Gunnarsson og lesið verður úr nýrri bók Antons Helga Jónssonar. Yfirskrift skáldakvöldsins er Ferða- lok, en þetta er síðasta skáldakvöldið sem Besti vinur ljóðsins stendur fyr- ir. Það fyrsta vár haldið fyrir rúmum fimm ámm og síðan em þau orðin Lögreglan í Borgamesi segir að far- ið sé að stíla inn á það að blanda hópinn með fúllorðnu fólki, því það sé til góðs. Að sögn viðmælenda, sem voru í Galtalæk um verslunarmannahelg- ina, virðist útihátíðin þar hafa tekist frábærlega vel. Menn töldu það vera gott fyrirkomulag að hafa á svæðinu fjölskyldutjaldbúðir og einnig sér- stakar unglingatjaldbúðir. Þar af leiðandi gátu unglingarnir verið út af fyrir sig, þrátt fyrir að mamma og pabbi væm með. Líta má á það sem sigur fyrir svona bindindismót hversu margir mættu. Lögreglan á Húsavík segir mikinn fjölda ferðafólks hafa verið í Mý- vatnssveit, en þrátt fyrir það hafi allt verið tiltölulega rólegt. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Egilsstöðum var alveg af- spyrnu rólegt fyrir austan og ekkert að gera hjá þeim. Þetta er sú alróleg- asta verslunarmannahelgi á Austur- landi í manna minnum. Lögreglan í Stykkishólmi segir hins vegar að vinnuálagið hafi verið mikið um verslunarmannahelgina. En miðað við að 2000 manns vom á Búðum og mikil umferð ferðafólks um Snæfellsnesið, þá gekk allt mjög vel. Lögreglan man ekki annan eins fólksfjölda á Nesinu um verslunar- mannahelgi. -js um 30 talsins, auk kvikmyndasýn- inga og leiklesturs. Um 200 manns hafa komið fram á vegum Besta vin- arins. Skáldakvöldið hefst klukkan 20:30 og em gestir hvattir til að mæta tímanlega. Vert er að benda á að veitingasala Hótel Borgar verður op- in af þessu tilefni. Kynnir á skálda- kvöldinu verður Einar Falur Ingólfs- son blaðamaður. Aðgangseyrir er 400 krónur. Skáldakvöldinu verður útvarpað beint á Rás 2 og hefst út- sendingin klukkan 21. Kynnir í beinu útsendingunni verður Þor- steinn J. Vilhjálmsson. Um átta þúsund manns mættu á Þjóðhátíð í Herjólfsdal í Vestmanna- eyjum um helgina. Rigning setti svip sinn á hátíðina, en þrátt fyrir það skemmti fólk sér hið besta. Nokkuð fleiri mættu á hátíðina í ár en í fyrra. „Það hefur farið vel um fólkið, rign- ingin er það eina sem hefur getað spillt fyrir. En fólk lætur hana ekki á sig fá, enda er það komið hingað til að skemmta sér. Hegðun Þjóðhátíð- argesta hefur verið mjög góð, krakk- amir hafa komið mjög á óvart og hagað sér mun betur en verið hefur og ölvun mun minni en á undan- gengnum þjóðhátíðum," sagði Birgir Guðjónsson, formaður þjóðhátíðar- nefndar Týs, í samtali við Tímann á sunnudag, þegar hátíðin stóð sem hæst. „Ég held að Þjóðhátíðin hafi aldrei verið eins vel markaðssett og eins vel undirbúin og nú. Platan með þjóðhá- tíðarlögunum, sem kom út á dögun- um, hefur líka haft sitt að segja. Hún hefur verið mikið spiluð í útvarps- stöðvunum og það hefur verið hin besta auglýsing fyrir okkur. Þjóðhá- tíðarlag Geirmundar Valtýssonar hef- ur náð eyrum fólks. Þetta er létt og grípandi lag,“ sagði Birgir enn frem- ur. Ein nauðgunarkæra var lögð fram á Þjóðhátíðinni aðfaranótt sunnudags og er hins grunaða leitað. Einnig komu upp þrjú fíkniefnamál sem nú eru að íúllu upplýst. Þá var nokkuð um minni háttar meiðsl og talsvert um kærur vegna skemmda og þjófn- aða úr tjöldum. -sbs, Selfossi FERÐAL0K BESTA VINAR LJÓÐSINS Ráðgjafar fýrir fórnarlömb nauögana nauðsynlegir á útisamkomum. Stígamót: Full þörf er fyrir raðgjof Stígamót, samtök kvenna gegn starfsmaður hjá Stígamótum, bynferðislegu ofbeldi, voru með segir það Ijóst að það þurfi að tvo ráðgjafa I Vestmannaeyjum hafa slika ráðgjafa úti um ailt og tvo ráðgjafa í Húnaveri um land á næsta ári. Það er nauð- verslunarmannahelgina. Auk synlegt að bjóða upp á þessa ráð- þess voru ráðgjafar einníg til gjöf alis staðar á landinu, seghr staðar í Reykjavik. Ingibjörg. Ingibjörg Guðmundsdóttir, -js

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.