Tíminn - 07.08.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.08.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikúdagur 7. ágúst 1991 James Baker kominn heim eftir för sína til Miðausturlanda: BESTI ÁRANGUR SÍÐ- AN í GENF ÁRIÐ 1973 Fréttayfitlit James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur nú lokið fímm daga för sinni til Miðausturlanda. í þessarí ferð hefur honum tekist að fá stríðandi aðila á þessum slóðum nær samningaborðinu en tekist hefur í mörg ár. Þetta er besti árangur, sem náðst hefur á milli þessara aðila síðan þeir hittust á stuttum fundi í Genf áríð 1973. ísraelar hafa samþykkt að vera þátt- takendur í friðarráðstefnunni, sem stefnt er að að haldin verði í október, svo framarlega sem gengið verði að öllum þeirra skilyrðum varðandi fulltrúa Palestínumanna. Palestínumenn hafa mótmælt skilyrðum fsraela, en vegna afstöðu þeirra í Persaflóastríðinu þar sem þeir stóðu með Saddam Hussein, þykir stjómmálaleg staða þeirra á aíþjóðavettvangi hafa veikst. Uppreisn Palestínumanna (Intif- ada) á herteknu svæðunum hefur hingað til ekki orðið til að ísraelar BEIRÚT - Líbanskir mann- ræningjar, sem hafa tvo bandaríska gisla I haldi, segj- ast ætla að senda fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna mjög mikilvæg skila- boð innan sólarhrings. Dag- blað í Teheran hefur sagt að bandariskir og breskir gislar, sem Llbanar hafa í haldí, venði sennilega látnir lausir um helgina. HAAQ - Fulltrúar Evrópu- bandalagsins hófu I gær um- ræður um lausn á deilunum á Balkanskaganum. WASHINGTON - James Baker utanrfkisráðherra getur farið aftur til Miðausturianda i september, ef það yrðí til að liðka fyrir friðarfundi, sem áætlað er að haldínn verði í október. TÚNIS - Yasser Arafat, leið- togi PLO, hefur heitið þvi að hann muni ekki ganga að skil- yrðum ísraela um væntanleg- an fulltrúa Palestínumanna á friðarfundi Miðausturtanda, sem ráðgert er aö haldinn verði I október. ISTANBUL - Þyriur, 2000 manna heriið og lögreglan í Tyridandi ieitar nú að 10 Þjóð- verjum sem rænt var í Austur- Tyrklandi fyrir rúmlega viku. Þjóöverjarnir voru á ferðalagi um Tyrkland. I Bonn hefur ver- ið tílkynnt að kúrdlskir skæru- liðar hafi ferðamennina i haldi, en ekki er vitað hver er (fbr- svari fyrir þá. HONG KONG - Mangosuthu Buthelezi, ieiðtogi Zulumanna I Suður-Afrfku, sagöi á fundi þar að hann sæí ekkert at- hugavert við að þiggja pen- inga frá löndum, sem stjómað væri af hvítum mönnum. MOSKVA Sovétmenn reyna nú að finna aðrar fram- leiðsluvörur vegna spamaðar og hagkvæmari framleiðslu á hergögnum. T1I greina kemur að framleiða allt frá litsjón- vörpum til loftsteinavama, að sögn Vladimirs Shcher- bakovs, varaforsætisráðherra Sovétrfkjanna. hætti landnámi sínu á Vesturbakk- anum og Gazasvæðunum, heldur þvert á móti, og síðast í gær tók nýr hópur landnema sér bólstað á hin- um umdeildu svæðum. Egyptar, Jórdanir, Líbanir og Sýr- lendingar hafa þegar samþykkt þátt- töku sína á friðarfundinum. Baker segir að hér sé komið gullið tækifæri til að tryggja frið á þessum svæðum og hann var mjög bjart- sýnn á að það tækist. „Ætlunin er að ná settu marki og leiða þetta mál til enda,“ segir Bak- er. Javier Perez de Cuellar, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, var einnig bjartsýnn og telur að för Bakers eigi eftir að skila góðum árangri. Að sögn talsmanns Sameinuðu þjóðanna í New York varð þróun mála um helgina til þess að ýta und- ir bjartsýni De Cuellars um að deilu- mál Miðausturlanda myndu leysast bráðlega. Helstu hindranir í veginum eru skilyrði ísraelsmanna um sendifull- trúa Palestínumanna á friðarfund- inn, og staða austurhluta Jerúsal- em, en þar eru aðallega búsettir Ar- abar. Síðan á Genfarfundinum hafa allar tilraunir til samkomulags um aust- urhlutann runnið út í sandinn. Camp David-samkomulagið frá ár- inu 1978, sem leiddi til friðarsam- komulags á milli ísraela og Egypta ári seinna, tókst ekki með víðtækum hætti, vegna þess að í samkomulag- inu var ekki tekið á vanda Palestínu- manna. ísraelar segjast ekki vilja setjast að samningaviðræðum við PLO eða við palestínska íbúa Austur-Jerúsalem, sem þeir tóku herskildi og innlim- uðu árið 1967. fsraelar vilja ekki láta hluta af Jerú- salem af hendi, en Palestínumenn vilja aftur á móti fá austurhlutann, og segja að hann gæti komið til með að verða höfuðborg Palestínuríkis eftir friðarviðræðumar. Reuter-SIS Friðarráðstefnan í október: Israelar setja ströng skilyrði Að sögn Davids Levy, utanríkisráðherra ísraels, hafa Bandaríkjamenn fallist á það sjónarmið að eðlilegt væri að Sovétríkin taki á ný upp stjóm- málasamband við ísrael áður en friðarráðstefna um málefni Miðaustur- landa hefst Þetta yrði einn liður í undirbúningi fyrir ráðstefnuna. ísraelsmenn hafa sett ýmis skilyrði fyrir þátttöku sinni í friðarráðstefn- unni. Þau eru aðallega fólgin í því að þeir vilja ekki að PLO hafi sérstakan sendifulltrúa, heldur geti Jórdanir séð um málefni PLO á fundinum. Þá vilja þeir ekki að fundurinn verði vettvangur klögumála eða eitt- hvert málþing, heldur vilja þeir að niðurstaða fundarins verði einhvers- konar drög að friðarsamkomulagi milli Miðausturlandanna. Palestínumenn hafa sagt að þeir láti ísraelsmenn ekki stjórna sér í þessu máli og þeir ákveði sjálfir hver verði þeirra talsmaður á ráðstefn- unni. Reuter-SIS Einkavæðing Austur-Þýskalands: Hótelkeðja seld Ráðherrar EB-land- anna funda um ástandið í Júgóslavíu: Óbreytt staða í Júgó- slavíu Ekki tókst að finna neinar nýjar leiðir til að afstýra borgarastyrj- öld í Júgóslavíu á fundi Evrópu- bandalagsins, sem haldinn var í gær. Tilgangur fundarins var að reyna að fínna lausn sem kæmi í veg fyrir þá ringulreið sem skap- ast hefur í landinu. Ákveðið var að vísa málinu til Sameinuðu þjóðanna og Ráðstefnu um ör- yggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE). „Ekki er hægt að búast við að umheimurinn hætti að fylgjast með málefnum Júgóslavíu," seg- ir Hans- Dietrich Genscher, ut- anríkisráðherra Þýskalands, eftir fundinn. Vonir standa til að Sameinuðu þjóðirnar og RÖSE geti afstýrt stríði á Balkanskaganum, en ekki er vitað með hvaða hætti það ætti að vera. Ráðherrarnir staðfestu að full- trúar Vestur-Evrópubandalags- ins mundu hittast í dag, til að ræða hvort samtökin sendi frið- argæslumenn til Júgóslavíu til að fýlgjast með að vopnahlé verði haldið. Reuter-SIS Flest bendir til að Interhotel-hótel- keðjan, sem þykir verömætast alls í efnahag gamla Austur-Þýskalands, verði seld einkaaðila. Þetta er haft eftir starfsmanni lYeuhand-stofnun- arinnar, sem sér einmitt um að einkavæöa Austur-Þýskaland. Margir buðu í hótelin, en flestir vildu aðeins kaupa nokkur af þeim 35 lúxushótelum sem keðjan saman- stendur af. Starfsmenn stofnunarinn- ar höfðu af því áhyggjur að þeim tæk- ist ekki að selja nema bestu hótelin, en sætu eftir með þau sem verst urðu úti í brúnkolabrennslu austur-þýsks iðnaðar. Starfsmennimir segja nú að sú ákvörðun þýskra stjómvalda að færa aðsetur ríkisstjómarinnar og þingsins frá Bonn til Berlín, og þann- ig þungamiðju ríkisins talsvert í aust- urátt, hafi breytt miklu. Interhotel-keðjan hefur um 20.000 manns í vinnu. Hún hefur þó þegar, ólíkt mörgum öðrum ríkisfyrirtækj- um í Austur-Þýskalandi, þegar fækk- að starfsmönnum mjög. Reuter-SIS Austurhluti Þýskalands er smám saman að færast í vestrænna horf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.