Tíminn - 07.08.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.08.1991, Blaðsíða 10
10 Tíminn Miðvikudagur 7. ágúst 1991 Jón Dan skrifar: BARN OG TÖLVA Nú verður gruflað um bam og tölvu. Tölvan mín er ekki meðal hinna dýr- ustu, en nægir mér. Ég nota hana ein- ungis til ritvinnslu. Meðal kosta henn- ar er sá að hún getur haft uppi á hvaða orði sem er í textanum, sem hún geymir í minni sínu. Segjum að ég hafi notað orðið skáld á nokkrum stöðum, en ætli nú að breyta því ýmist í rithöfund eða höfúnd. Ég skipa því tölvunni að leita uppi orðið skáld. Hún hlýðir, svo sem góðum þjóni sæmir, og staðnæmist réttilega við orðið, þó það sé í þágufalli (skáldi) eða eignarfalli (skálds), af því henni var fyrirskipað að hafa uppi á samstöf- unni: skáld. En hún gerir annað og meira. Hún bendir mér hin hróðugasta á t.a.m. tónskáld og leirskáld. Eða, til að segja það á annan máta: hún dregur fram í dagsljósið orð sem ég bað hana ekki að finna, af því hún gerir ekki greinar- mun á merkingu eða blæbrigðum í rituðu máli. Einu sinni sem oftar kom Fúsi frændi í heimsókn. Hann er ekki frændi minn heldur bama minna og því alltaf kallaður Fúsi frændi, skyldur konu minni á einhvem óskiljanlegan hátt. Eiginlega er hann dæmigerður staðgengill allra gruflara í dálkum eins og þessum. Hann fór að spyrja mig út úr um tölvuna og ég gerði tals- vert mikið úr ofangreindum hæfileika hennar. ,dá,“ sagði Fúsi frændi, „tölvan sú ama. Hún hefur vitsmuni á við ellefu mánaða bam. Ekki meiri.“ „Þvæla,“ sagði ég, móðgaður fyrir hönd tölvunnar. „Eg veit þú átt við dótturdóttur þína. Hún er ellefu mán- aða ef ég man rétt, mesta skýrleiks- bam. En mér þætti gaman að sjá hana finna fyrir mig ákveðið orð í rituðum texta.“ Fúsi frændi horfði á mig án þess að segja orð. Það er vani hans þegar hann þykist búa yfir strangri sigurvissu. Svipurinn gaf til kynna að honum þætti ég alveg ofúrmannlega vitlaus. Þegar hann hafði þagað hæfilega lengi, sagði hann: „Litla stúlkan er að byrja að læra málið. Ekki á þann hátt að hún sé far- in að tala, heldur sýnir hún vel að hún skilur það sem við hana er sagt. For- eldramir hafa kannað viðbrögð henn- ar á sama hátt og allir foreldrar gera: sagt henni að klappa saman lófunum eða spurt hvað hún væri stór. Og í hvert sinn hefur unga stúlkan sýnt viðeigandi svömn: klappað saman lóf- unum eða rétt upp hendumar." „Svo er það dag einn,“ hélt Fúsi áfram, „að telpan þvertekur fyrir að drekka mjólkina sína, sennilega af því að hún er ekki í sömu könnu og venjulega. Litla stúlkan vindur sig alla og ygglir sig. Þá verður móður henn- ar að orði: „Hver er skapstór?" Ásamri stundu þagnar sakleysinginn og réttir upp báðar hendur. Stúlku- baminu nægir að lykilatkvæðið til að svara á viðeigandi hátt, alveg eins og þegar tölvan finnur sína samstöfu." „SkemmtilegL" sagði ég og hló, ekki lengur vitund þykkjuþungur út af því sem mér þótti niðrandi fyrir tölvuræf- ilinn. Sýnir þetta ekki hvað vel hefur tekist að láta hugbúnaðinn líkja eftir mannshuganum? Fúsi tók sér góða málhvfld. Og sagði loks: „Eftir eitt ár mun bamið, ef guð lof- ar, gera greinarmun á stór og skap- stór. Á hinn bóginn heldur tölvan þín áfram að svara eins og ellefu mánaða bam.“ Jón Dan MINNING Alda Björnsdóttir Fædd 30. ágúst 1942 Dáin 7. júlí 1991 Þann 16. júlí sl. var Alda Björns- dóttir kvödd hinstu kveðju í Borg- arneskirkju af ættingjum og vin- um. Allt frá því ég frétti lát hennar, sem bar að svo óvænt og ótíma- bært, hafa á hugann leitað góðar minningar um okkar fornu kynni og þá hlýju og umhyggju sem ég ávallt naut hjá foreldrum hennar, Ágústu Þorkelsdóttur, föðursystur minni, og manni hennar Birni Guðmundssyni. En á fallega heim- ilið þeirra í Borgarnesi kom ég allt- af í kaupstaðarferðum og þáði góð- an beina. Alda var þrem árum eldri en ég og sem barn og unglingur var ég hálf- feimin við þessa grannvöxnu, vel klæddu frænku mína sem hafði svo frjálsmannlega framkomu. Þegar ég svo seinna dvaldi um tveggja ára skeið í Borgarnesi tókst með okkur góð vinátta sem aldrei hefur rofnað þó vík hafi verið milli vina. Alda var myndarleg stúlka, henni var það frá Borgarnesi sem meðfætt að bera öll sín klæði af glæsileik og breytti þá engu hvort hún var uppábúin eða í vinnusloppi innan við búðarborð. Hressa og glaðlega viðmótið var henni líka áskapað, hlýja hjartalag- ið og réttlætiskenndin, en Alda tók gjarnan svari þeirra sem minna máttu sín. Hún var mikil fjöl- skyldumanneskja og kom sá eigin- leiki hennar snemma í ljós í um- hyggju hennar fyrir foreldrum og bróður. Alda var snyrtileg, sam- viskusöm og einstaklega rösk til allra verka og vann meðan hún átti heima í Borgarnesi við verslunar- störf, íyrst hjá Verslunarfélaginu Borg, síðar hjá Verslunarfélagi Borgfirðinga. Eftir að ég fór frá Borgarnesi lágu leiðir okkar sjaldan saman, þar sem ég fyrst dvaldi um skeið erlendis og flutti síðan í fjarlægan landshluta. Ég heimsótti Öldu síðast í Borgar- nesi í byrjun árs 1968, en þá hafði hún nýlega eignast litla stúlku. Það ríkti mikil gleði í fjölskyldunni með þetta litla jólabarn og ég sá að frænka mín var þarna komin á rétta hillu. Skömmu sóðar stofnaði hún heimili í Reykjavík með barnsföður sínum Einar Óddi Kristjánssyni og eignuðust þau fimm börn, þrjár stúlku og tvo drengi. í gegnum tíð- ina hef ég ekki gert víðreist á suð- vesturhornið og aðeins einu sinni heimsótti ég Öldu á fallegt heimili hennar í Breiðholti. Þá hafði hún mikið verk að vinna, annaðist sína stóru fjölskyldu af myndarskap og sá auk þess um flestar aðrar útrétt- ingar fyrir heimilið, því eins og títt er um sjómannskonur var hún langtímum saman bæði bóndinn og húsfreyjan. Þegar börnin uxu úr grasi fór Alda að vinna utan heimilis og vann síð- ustu árin í versluninni Kaupstað. Hún var í skemmtiferð með vinnu- félögum inni í Þórsmörk þegar kallið kom. Hún fékk skyndilega heilablæðingu sem dró hana til dauða á nokkrum klukkustundum. Skömmu fyrir andlát sitt hitti Alda systur mína á götu í Reykjavík, hún spurði þá um mig og hafði á orði að við þyrftum að fara að hittast. Af þeim fundi verður ekki í þessari jarðvist en með þessum fátæklegu orðum langar mig að senda henni hinstu kveðju og þakkir fýrir liðnar stundir. Ástvinum hennar sendi ég innilegar samúðarkveðjur og bið þann sem öllu ræður að styrkja þá í þungum harmi. Blessuð sé minn- ing Öldu Björnsdóttur. Amdís Þorvaldsdóttir Elín Ástmarsdóttir Fædd 4. janúar 1914 Dáin 30. júlí 1991 í dag kveðjum við elskulega frænku mína, Élínu Ástmarsdótt- ur, sem lést aðfaranótt 30. júlí sl. á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Þar hafði hún átt heima síðastliðin fimm ár. Ella frænka, eins og allir í fjöl- skyldunni kölluðu hana, fæddist á ísafirði 4. janúar 1914 og var yngsta barn foreldra sinna, hjón- anna Rósamundu Guðmundsdótt- ur og Ástmars Benediktssonar. Systkini hennar voru María, sem giftist Aðalsteini Guðbjartssyni og áttu þau þrjú börn, Magnús, kvæntur Elínborgu Guðbrands- dóttur, en þau áttu sex börn, og Ingólfur, kvæntur Rósu B. Blön- dals, þau eignuðust einn son. öll þessi börn og seinna þeirra börn og barnabörn lutu sinn sess í stóra hjartanu hennar Ellu frænku, því hún hafði sérstakt lag á börnum og yndi af þeim, þó það yrði ekki hennar hlutskipti í lífinu að giftast og eignast börn sjálf. Hún stundaði nám í Húsmæðra- skólanum á ísafirði og þar voru tengd vináttubönd sem aldrei slitnuðu, en auk þess hlaut hún þar þá hagnýtu þekkingu sem fylgdi henni síðan, og ég, eins og fleiri, naut góðs af. Síðar fór hún suður til Reykjavíkur og starfaði eftir það við afgreiðslustörf, lengst hjá Jóni Dalmannssyni gullsmið á Skóla- vörðustíg 21, og síðar hjá dóttur hans, Dóru Jónsdóttur gullsmið, bæði þar og í Gullkistunni á Frakkastíg. Alls mun hún hafa starfað hjá sömu fjölskyldunni í 30 ár. Á kveðjustund streyma minning- arnar fram, Ella frænka að spila við okkur, að kenna mér margföldun- artöfluna, svo aldrei gleymist, prjóna á okkur eða dúkkurnar okk- ar, og svo ótal margt annað, sem of langt yrði að telja. Hún kom oft, afi og amma voru hjá okkur árum saman, og umhyggja hennar fyrir þeim var óendanleg. Þá eru ótalin öll jólin sem hún dvaldi hjá okkur á heimili foreldra minna frá því að ég man fyrst eftir mér. Seinna, eft- ir að faðir minn dó, komu þær æv- inlega báðar systurnar austur að Stóru-Mörk til okkar hjónanna til að halda jólin hátíðleg með stóra barnahópnum okkar. Þó kom að því að Ella frænka treysti sér ekki til að koma austur á jólunum. Það voru tómleg jól. Þá fundum við hve stór hennar hlutur hafði verið í jólahaldinu, hve mikið hún hafði gert til að létta undir með okkur á sinn hljóðláta hátt. Já, jólin og svo margt annað breyttist, og við sökn- uðum hennar oft. Þessi minningarorð áttu að lýsa þakklæti - ekki vegna þess að ég haldi að Ellu frænku hefði verið þægð í því. Hún ætlaðist ekki til þakklætis. En það er svo margt að þakka. Eins og áður var getið átti hún heimili á Grund síðustu árin. Mig langar að þakka starfsfólki þar fyrir elskulegt viðmót og umhyggju til hinstu stundar. Ég fékk að sitja við rúmið hennar og halda í höndina hennar þegar hún kvaddi þennan heim. Andlát hennar var eins og líf hennar hafði verið, hæglátt og fallegt. Við kveðj- um með trega, en með vissu um betri heim eftir þennan. Systkini hennar, María og Ingólf- ur, kveðja og þakka, einnig systk- inabörn og þeirra afkomendur. Við munum varðveit minningu henn- ar. Rósa Aðalsteinsdóttir Kvöld-, nætur- og helgldagavarela apóteka I Reykjavfk 2.-8. ágúst er I Háaleltisapótekl og Vesturbæjarapótekl. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eltt vöreluna frá kl. 22.00 aö kvöldi tll kl. 9.00 aö morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýs- ingar um læknls- og lyQaþJónustu eru gefn- ar I sima 18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags fslands er starfrækt um helgar og á stórhátiöum. Slm- svari 681041. Hafnarljöröur Hafnarfjaröar apótek og Norö- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I símsvara nr. 51600. Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartima búöa. Apó- tekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opiö I þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öörum tfmum er lyfja- fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I slma 22445. Apótek Keflavfkur: Opið virka daga frá k. 9.00-19.00. Laugardaga, helgidaga og al- mennafrídaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokaö I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opiö til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opiö virka daga til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garöabæn Apótekiö er opið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Alnæmlsvandinn. Samtök áhugafólks um alnæmisvandann vilja styöja smitaöa og sjúka og aöstandendur þeirra, slmi 28586. Læknavakt fýrir Reykjavík, Seltjamames og Kópavog er í Heilsuvemdarstöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17.00 6108.00 og á laugar- dögum og helgidögum allan sólarhringinn. Á Seltjamamesl er læknavakt á kvöldin Id. 20.00-21.00 og laugard. kl. 10.00-11.00. Lokað á sunnudögum. Vitjanabeiönir, símaráöieggingar og tímapantanir f sima 21230. Borgarepítalinn vakt frá Id. 08-17 alla virka daga fyrir fölk sem ekki hefur heimilislækni eöa nær ekki til hans (slmi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysa- deild) sinnir slösuöum og skyndiveikum allan sóL arhringinn (simi 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabúöir og læknaþjónustu erugefnar I slm- svara 18888. ÓnæmisaðgerAlr fyrir fulloröna gegn mænusótt fara fram á Hoilsuvomdaretöö Reykjavfkur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi meö sér ónæmisskirteini. Garöabæn Heilsugæslustööin Garöaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, slmi 656066. Læknavakt er I síma 51100. Hafnarfjöröun Heilsugæsla Hafnarfjaröar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, slmi 53722. Læknavakt sfmi 51100. Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Simi 40400. Keflavfk: Neyöarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöö Suðumesja. Slmi: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræðistööin: Ráögjöf I sálfræðilegum efnum. Simi 687075. Landspftalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildln: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartlmi fyrir feður kl. 19.30- 20.30. Barnaspltali Hringslns: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarlæknlngadeild Landspftal- ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomu- lagi. - Landakotsspftali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartimi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borgarepitallnn I Fossvogi: Mánu- daga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laugardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir: Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvíta- bandiö, hjúkrunardeild: Heimsóknartími frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnudaga kl. 14-19.30. - Hellsuvemdaretöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimlli Reykjavikur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspftall: Alla daga ki. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadelld: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópavogshæliö: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vífilsstaðaspítali: Heim- sóknartimi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - SL Jósepsspítali Hafnarfiröi: Alla daga kl. 15-16 00 19-19.30. Sunnuhlið hjúkrunarheimili I Kópavogi: Heim- sóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraós og heilsugæslustöövar: Vaktþjónusta allan sólar- hringinn. Sími 14000. Keflavík-sjúkrahúsið: Heimsóknartimi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátiöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Akureyri- sjúkrahúsiö: Heim- sóknartimi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00- 20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sei 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarösstofusími frá kl. 22.00- 8.00, sími 22209. Sjúkrahús Akra- ness: Heimsóknartimi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavik: Neyöarslmi lögreglunnar er 11166 og 000. Seltjamames: Lögreglan slmi 611166, slökkviliö og sjúkrabifreiö simi 11100. Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreiö slmi 11100. Hafnarfjöröur: Lögreglan sími 51166, slökkvi- lið og sjúkrabifreiö sími 51100. Keflavik: Lögreglan slmi 15500, slökkviliö og sjúkrabill slmi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjar Lögreglan, simi 11666, slökkviliö simi 12222 og sjúkrahúsið simi 11955. Akureyrl: Lögreglan símar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreiö sími 22222. Isaljörður: Lögreglan slmi 4222, slökkviliö sími 3300, bninaslmi og sjúkrabrfreið slml 3333.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.