Tíminn - 07.08.1991, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.08.1991, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 7. ágúst 1991 Tíminn 13 10 ára afmælisþing L.F.K. Landsþing Landssambands framsóknariwenna verður haldið i Reykjavík dagana 4. og 5. október nk. að Borgartúni 6. í tilefni af 10 ára afmæli Landssambands framsóknarkvenna býð- ur Félag framsóknarkvenna í Reykjavík til skoðunarferðar föstu- daginn 4. október. Við heimsækjum fyrirtæki og stofnanir borgar- innar, sem ekki eru alltaf til sýnis almenningi, undir leiðsögn Sig- rúnar Magnúsdóttur og Sigríðar Hjartar. Um kvöldið verður sameiginlegur kvöldverður í boði FFK. Laugardagskvöldið 5. október er lokahóf Landsþingsins að Borg- artúni 6, sem jafnframt verður afmælishóf með skemmtidagskrá. Við hvetjum framsóknarkonur um land allt til að taka frá dagana 4. og 5. okt. og fjölmenna á afmælisfagnaðinn. Undirbúningsnefndin Stefna ’91 — Sauöárkróki Fræðsluráðstefna SUF verður haldin helgina 30. ágúst-1. sept- ember n.k. Ráðstefnan er opin öllum ungum framsóknarmönnum alls staðar af landinu og verður ráðstefnugjaldi stillt í hóf. Gist verður í heimavist Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki og fyririestrar munu fara fram í sal skólans. Eftir ráðstefnuna verðurfjölmennt á héraðsmót framsóknarmanna í Skagafirði, sem haldið verður að Miðgarði og mun hinn þjóðfrægi Geirmundur Valtýsson leika fyrir dansi. Dagskrá ráðstefnunnar verður auglýst síðar. SUF-arar eru hvatt- ir til að skrá sig sem fyrst á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hafn- arstræti 20, eða í síma 624480. Framkvæmdastjórn SUF Sumarhappdrætti Framsókn- arflokksins 1991 Dregið var í Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 12. júlí sl., en númerin eru í innsigli hjá Borgarfógeta til 5. ágúst 1991. Vel- unnarar flokksins, sem ekki hafa greitt heimsendan gíróseðil, eru hvattir til að gera skil eigi síðar en 5. ágúst. Það er enn tækifæri til að vera með. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokks- ins, Hafnarstræti 20, III. hæð, eða í síma 91-624480. Framsóknarflokkurinn. Félagsmót framsóknarmanna í Skagafirði verður haldið í Miðgarði laugardaginn 31. ágúst. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar fer á kostum og leikur fyrir dansi. Jóhannes Kristjánsson verður meðal skemmtiatriða. Nánar auglýst slðar. Nefndin. AUGLÝSINGASÍMAR TIMANS: JEPPA HJÓLÐARÐ ARNIR VINSÆLU Jeppahjéibarðar frá Suður-Kóreu: 215/75 R15, kr. 6.320. 235/75 R15, kr. 6.950. 30- 9,5 R15, kr. 6.950. 31- 10,5 R15, kr. 7.950. 31-11,5 R15, kr. 9.470. 33-12,5 R15, kr. 9.950. Hröð og örugg þjónusta. BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Roykjavík I Símar 91-30501 og 91-84844 BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNID ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar Flúði fangelsi milljónanna Diana Ross er hlaupin ffá manni sínum, margmilljónamæringnum Ame Naess, en þau bjuggu í vemd- uðu umhverfi auðkýfinga í Sviss. Hún er kominn til Hollywood þar sem hún kann best við sig í glitr- andi veröld hinna ffægu og ríku. Söngkonan segir að hjónabandið hafi farið út um þúfur vegna þess að það hafi ekki verið neitt annað en fángelsi sem var að gera hana vitskerta, en nú er hún frjáls sem fuglinn á ný. Vinur hennar einn segir að Diana sé orðin svo dauðleið á þotugeng- inu að hún geti ekki hugsað sér að umgangast það meira, og hefur mestan áhuga á að fa hlutverk í kvikmynd í Hollywood eða í söng- Ieikjum. Hún sækir stíft að fá hlut- verk Josephine Baker, en fara á að gera kvikmynd um ævi hennar. En eiginmaðurinn er þver og snúinn gegn hvers konar leit konu sinnar að hlutverkum utan rullu eigin- konunnar. Hann segir ekki koma til mála að kona sín fari að syngja Hjónin Ame Norsari Naess og Diana Ross á meðan allt lék í lyndi. Nú eru þau að skilja og hún flutt til Hollywood sem hann fyrirlítur meira en flesta staði aðra. og dansa ber í kvikmynd, en það var einmitt það sem Josephine Baker var fræg fyrir og dáð af öll- um sem sáu hana nema eiginkon- um, öðru kvenfólki og leiðinda- púkum eins og Ame Naess. Þá er eiginmaðurinn óskaplega mótfallinn því að Diana Ross fari aftur að umgangast gamla vini sína eins og Michael Jackson og Cher og síst af öllu, segja óyggj- andi heimildir, má hann hugsa til þess að eiginkonan fari að hitta Hollywoodmógúlinn Berry Gordy, sem kom henni á framfæri á sín- um tíma. Diana, sem nú er 47 ára gömul, festi nýlega kaup á villu á Malibu Loksins frjáls, segir Diana Ross vinum sínum, en hún er búin að vera lokuð inni í hjónaböndum og barneign- um, en ætiar nú að fara að skemmta sér svo um munar, fijáls eins og fuglinn. skammt frá Hollywood og kostaði hún litlar 200 milljónir, og heimt- ar að umboðsmaður sinn drífi í því að koma henni í kvikmyndahlut- verk. Tveir synir þeirra hjóna eru með móður sinni í Kalifomíu á meðan faðir þeirra reynir að láta sér renna reiðina í Sviss. Diana segir vinum sínum að hún hafi átt tvo eiginmenn og með þeim fimm böm og að tími sé til kominn að hún geti farið að lyfta sér svolítið upp á meðan hún er ekki kominn af besta aldri. Þegar Diana giftist Norsaranum Ame Naess var mikið um dýrðir og haldin var brúðkaupsveisla sem ekki kostaði undir hálfri milljón dollara. Gestunum var flogið víða að til Sviss í einkaþotum og norsk- ur drengjakór söng við athöfnina. En nú er dýrðin úti og tími til kominn fyrir Díönu að sletta úr klaufunum og fara að skemmta sér. Bruce á göngu með erfingjann Bmce Springsteen og nýja kon- an hans, hún Patty Scialfa, eru búin að eignast strák og hann er bara orðinn nokkuð gamall eða eins árs. Eins og kunnugt er skildi Brúsi frændi við fyrri konu sína, en hann var þá orðinn ást- fanginn af Patty. Hann kynntist henni þegar þau vom saman í hljómsveitinni The E-Streetband. Hann var auðvitað aðalnúmerið í því bandi en hún söng bakraddir. Þau skötuhjú voru á göngu með strákinn, sem reyndar heitir Ev- an James, á Manhattan. Bruce og Patty með Evan James í New York.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.