Tíminn - 07.08.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.08.1991, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 7. ágúst 1991 Tíminn 7 Æ hávaerari raddir í Bretlandi krefjast: Stjórnarskrár og lýðræöis í Bretlandi gerast þær raddir nú æ háværari að nauðsynlegt sé að setja landinu stjórnarskrá þar sem aukið lýðræði verði tryggt borgurunum. Þar í landi hefur yfirvöldum td. haldist uppi að halda leyndum mikilvægum upplýsingum fyrir borgurunum og gera leynilega samninga án umboðs kjósenda. Engin rituð stjórnarskrá gildir í landinu heldur stuðst við ýmsar eldgamlar yfirlýsingar, auk dómsúrskurða. Æ fleiri vilja nú fá breytingu á þessu og segir frá því máli í Der Spiegel. Mark Harries grímubúningaleigusali hefur hafið mál á hendur ríkinu, fyrír mistök í fjármálastjórn sem hafi lagt fyrírtæki hans í rúst. Dómstóll hefur tekið kæruna til greina. Breski grímubúningaleigusalinn Mark Harries sér sjálfan sig sem „hraustan, djarfan og ákveðinn", nokkurs konar Hróa hött. Eins og fyrirmyndin úr Skírisskógi ætlar Walesbúinn nú „aleinn, en fyrir hönd margra sem orðið hafa und- ir“ að létta fjárhirslur „hins al- máttuga kerfís" í London um væna summu- að vísu ekki með boga og örvum, heldur fyrir milligöngu dómstóla. Harries, sem býr í Cardiff og á í eigu sinni meira en 3000 miðalda- búninga, hefur kært ríkisstjóm Johns Major. í kæmnni segir að íhaldsmenn hafi með vanhæfni lagt sitt af mörkum til efnahags- kreppunnar, sem hafi rekið smá- fyrirtæki Harries, „Broadway En- tertainments", á ystu nöf gereyð- ingar og þar með valdið eigandan- um „mikilli geðshræringarlegri streitu". Nú krefst sá streitufulli einnar milljónar sterlingspunda skaðabóta frá ráðamanninum í Downingstræti 10. Dómstóll tekur kæruna til greina Breska ríkisstjórnin tók ekki mark á uppreisnarseggnum fyrr en einkamáladómstóll kom henni f skilning um málið. Lundúnadóm- stóllinn tók kæmna til greina og 30. september fara fram yfirheyrsl- ur. Hvort sem Harries vinnur mál- ið eða verður að þola ósigur er það ömggt að geysimikil fjölmiðlaum- ræða um óróasegginn verður rík- isstjórn íhaldsmanna vægast sagt óþægileg. Harries heyrir til þeim vaxandi hópi Breta, sem ekki sættir sig lengur við borgararéttindin í land- inu. Samkvæmt skoðanakönnun vilja þegar tveir þriðju eyjar- skeggja fá víðfeðmar umbætur á ríkiskerfmu. Stjórnmálamenn til hægri og vinstri, prófessorar og verkalýðsleiðtogar vefengja ein- veldið, þingið og kosningaréttinn. Rétt eins og um væri að ræða kon- ungsríki af þriðjaheims einræðis- gerðinni, krefjast uppreisnarseg- gimir þess að fá ritaða stjórnar- skrá, kerfisskráð gmndvallarrétt- indi og aðgang að stjórnampplýsingum. Ekkert annað en „stjórnarskrár- breytingar" gætu hindrað „upp- lausnarástand breska ríkisins", er viðvömn Davids Marquand, pró- fessors í stjórnmálafræðum við há- skólann í Sheffield. í augum verka- mannaflokksþingmannsins og fyrrum ráðherrans Tony Benn er lýðræði í Bretlandi enn ekki annað né meira en „helgisiðir og glans“ utan um tómt hylki. Það em þrjú atriði sem veita um- bótamönnunum brautargengi: Stóra Bretland gengur til liðs við EB- löndin með sínar stjórnar- skrár; úreltur Verkamannaflokkur- inn vill kynna sig sem nútíma- stjómmálaflokk; og frjálslyndir, sem njóta sívaxandi vinsælda, þrýsta án afláts á meira lýðræði. Tilraun Majors til að friða óróaseggina Fyrir skemmstu reyndi John Maj- or forsætisráðherra að skjóta gagnrýnendum kerfisins ref fyrir rass. Hann lagði fyrir þjóðina „Cit- izen’s Charter", borgararéttinda- skrá, sem á að styrkja réttindi borgaranna gegn yfirvöldum. En skjalið reyndist frekar- svo vitnað sé til Neils Kinnock- „áróð- ursskrá fyrir kosningabaráttuna". Meðal annars heitir þessi ópólit- íska skrá einkavæðingu jámbrauta og strætisvagna í London, styttri biðtíma eftir skurðaðgerðum í rík- issjúkrahúsum, skaðabótum fyrir járnbrautarseinkanir og- beinlínis byltingarkennt- nafnspjaldi á jakkakraga embættismanna. Uppástunga Majors um „brauð og leiki" eins og frjálslyndir demó- kratar hæddu hana, var fjarri því að fullnægja markmiðum pólit- ísku umbótamannanna. Þeir vilja fá miklu meira og róttækara. Verkamannaflokkurinn og frjáls- lyndir hafa þegar lagt fram eigin pólitískt einlitar borgararéttinda- skrár. Verkamannaflokkur Kinnocks Iofar því, fari svo að flokkur hans vinni, að setja upplýs- ingalöggjöf, „Freedom of Infor- mation Act“. Þeirri löggjöf skuli fylgja „Bill of Rights", nokkurs konar gmndvallarlög. Frjálslyndir þrýsta á frávik frá meirihlutarétti kjósenda, sem er minni flokkum, eins og þeim sjálfum, óhagstæður. Umbótahreyfingin Charter 88, sem nær til flokka og verkalýðsfé- laga og telur þegar 27.000 áhang- endur innan sinna vébanda, undir- býr „stjórnarskrármyndandi ráð- stefnu" í haust. Tony Benn, vinstri sinnaði verkamannaflokksþing- maðurinn, hefur samið stjómar- skrá undir titlinum „Commonwe- alth of Britain Bill“. Benn, sem af- salaði sér aðalstitli hér á ámm áð- ur, vill fá kosinn æðsta ráðamann ríkisins í stað drottningarinnar og leggja niður efri deild þingsins, lá- varðadeildina, sem menn setjast í án undangenginna kosninga. Engin rituð stjómarskrá til Erfðaeinveldi sameinaða kon- ungsríkisins hefur aldrei átt ritaða stjórnarskrá. Útdeiling valdsins í ríkinu fer enn þann dag í dag eftir forskriftum safngripa eins og Magna Charta (1215), Habeas Corpus Act (1679), Bill of Rights (1689), auk dómsúrskurða. Einmitt vegna þess að Bretland hefur enga ritaða stjórnarskrá er landið lýðræðislega vakandi og sveigjanlegt, halda íhaldsmenn fram eins og Hailsham lávarður sem áður gegndi ráðherraembætti og hét þá einfaldlega Quintin Hogg. Charter 88 bendir á í heilsíðuaug- lýsingum dagblaðanna að „risa lýðræðishalli" hafi safnast saman í konungsríkinu. Tony Benn álítur Bretland hreinlega „síðasta léns- ríki Evrópu". Umbótamenn vantar ekki sann- anir fyrir þessari kenningu. Tvö æðstu ríkisapparötin em ekki kos- in í almennum kosningum, drottningin og lávarðadeildin. Lýðræðisleg gmnnréttindi eins og mál- og fundarfrelsi er hvergi skráð og stjórnin gæti því bælt þau niður ef henni byði svo við að horfa. Þannig er BBC bannað að senda út viðræður við stjórnmála- menn írska Sinn-Fein- flokksins, þó að starfsemi hins pólitíska arms hryðjuverkasamtakanna IRA séu leyfð að lögum. Þar sem mannréttindi em ekki skráð nákvæmlega niður geta Bretar ekki höfðað mál fyrir dóm- stólum heima fyrir vegna kyn- þátta- eða stjórnmálalegrar mis- mununar. Þeir verða að snúa sér til mannréttindadómstóls Evrópu í Strassburg. Útþensluþróunarmöguleikar for- sætisráðherra, sem ekki er bund- inn neinni stjómarskrá, em því sem næst takmarkalausir. Herbert Asquith, forsætisráðherra frjáls- lyndra frá 1908 til 1916, viður- kenndi þá þegar að forsætisráð- herra geti gert úr embætti sínu „hvað sem hann vill og getur". Æðsti maður framkvæmdavalds- ins sendir vildarmenn sína í aðra deild þingsins, lávarðadeildina, og hann getur leyst upp hina deildina, neðri deild, eftir geðþótta. Að áliti Charter 88 er það „skelfileg skrípa- mynd“ af lýðræði. Margaret Thatc- John Major, forsætisráöherra Bretlands, hefur tilkynnt komu réttindaskrár borgar- anna. Hún er viðbrögð gegn almannahreyfingu sem berst fyrir lýðræðislegum umbót- um. her forsætisráðherra þótti borgar- stjórn Lundúnaborgar einum um of vinstri sinnuð og þá setti daman einfaldlega stjórn Stór-London af. Leynd skellt á óþægileg mái Bretland er lýðræðislegt þróunar- land þegar kemur að því að halda málum leyndum. Hvort heldur um er að ræða mistök í Persaflóastríð- inu eða afleiðingar skaðlegra lyfja— ríkisstjórnin getur lýst allar þær upplýsingar sem koma henni illa sem leyndarmál og bannað al- menningi aðgang að þeim. Þar sem það kom iðnaðinum, stuðningsmönnum íhaldsflokks- ins, betur var haldið leyndum próf- unum á hættulegum örbylgjuofn- um, sem framkvæmdar voru á veg- um ráðuneytanna. Upplýsingar um lélegan öryggisbúnað breskra bíla verða neytendasamtök að út- vega sér frá Bandaríkjunum, þar gildir Freedom of Information Act, sem Verkamannaflokkurinn og frjálslyndir krefjast nú að verði líka tekinn upp í Bretlandi. Eftir ferjuslysið í Zeebrugge 1987 tilkynnti umferðarráðuneytið í London að sjö ferjur til viðbótar hefðu tilhneigingu til að hvolfa, en almenningur fékk aldrei að vita hvað þær hétu. Hægt hefði verið að komast hjá stórbrunanum á neðanjarðarbrautarstöðinni King’s Cross í London 1987 að mati sérfræðinga, ef yfirvöld hefðu ekki haldið leyndri reynslunni af fyrri eldsvoðum í neðanjarðar- göngum. Skattleysi drottning- ar skv. leynisamningi Þessi nýja lýðræðisbylgja lætur ekki einu sinni staðar numið við sjálfa drottninguna. Drottningin er ein ríkasta kona heimsins, en hún greiðir enga skatta. Þegar á almannavitorð komst í lok júní, að þessi konung- legu forréttindi eru ekki skráð neinum lagabókstaf, heldur sam- kvæmt- auðvitað leynilegum- samningi milli ríkisstjórnarinnar og Windsor- ættarinnar, tóku dag- blöðin í Bretlandi upp óvenju and- styggilegan tón í garð konungs- fjölskyldunni. Fjöldablaðið The Sun heimtaði að drottningin tæki upp budduna. Daily Telegraph, sem hefur sýnt hirðinni óhemju tryggð, varð órótt og nefndi að „þessi nýja andkon- unglega tilhneiging" sé afleiðing „endurnýjunarfíknar", og þetta íhaldsblað lét í ljós áhyggjur af við- haldi breskrar hefðar. Þennan anda vill hreyfingin Charter 88 særa fram í nóvember- byrjun þegar blásið verður til stjórnarskrársamkomunnar í Manchester. Þar á að taka til fyrir- myndar þjóðþingið í París 1792, þar sem Frakkland var lýst lýð- veldi. En það þing gerði fleira, það lét hálshöggva kónginn, Lúðvík 16. Drottninguna á höggstokkinn?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.