Tíminn - 07.08.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.08.1991, Blaðsíða 8
8 Tlminn Miðvikudagur 7. ágúst 1991 Miövikudagur 7. ágúst 1991 Tívninn 9 lilii A-lit nefndar um tjón og bætur oftir óveðrið 3.febrúar TJONÞOLAR UTI KULDANUM Nýlega skilaði áliti nefnd sú er forsætis- ráðherra skipaði til að meta tjón af völd- um óveðursins 3. febrúar sl. Hún er al- mennt þeirrar skoðunar að þeir sem urðu fyrir tjóni eigi sjálfir að bera það. Rökin fyrir þessu segir nefndin vera þau að það sé sjálfsögð fyrirhyggja í nútíma- þjóðfélagi að fólk vátryggi hagsmuni sína. Það má því áætla að um 570 millj- ónir af ríflega 1000 milljóna tjóni lendi á tjónþolum sjálfum. TVyggingafélög þurfa væntanlega að bæta það sem á vantar að mestu leyti. Tjónþolar verða sjálfir að bera skaðann Um aðstoð hins opinbera segir svo í áliti nefndarinnar: „... ekki komi til greina að hið opinbera bæti beint þetta óveðurs- tjón ...“ Nefndarmenn viðra samt þann möguleika að stjórnvöld hlutist til um að útvega tjónþolum hagstæð lán, hugsan- lega til 10 ára. Segir í álitinu að það sé til að auðvelda þeim að yfirstíga þá erfið- leika sem þeir kunna að hafa orðið fyrir af völdum óveðursins. Þó vilja nefndar- menn að lánafyrirgreiðslan heyri til und- antekninga og verði fyrst og fremst vegna skemmda á íbúðarhúsnæði og at- vinnuhúsnæði. Þá segir jafnframt að lánveiting komi eingöngu til álita þegar um stærri tjón sé að ræða. Þar er miðað við 500 þús. króna tjón eða eftir atvikum 10% af brunabóta- mati fasteignar. Þá er bent á Húsnæðis- stofnun ríkisins til að sjá um að veita lán vegna tjóns á íbúðarhúsnæði en til að lána atvinnurekendum er bent á fjárfest- ingarlánasjóði. Um lánsþörfina segir að hún geti num- ið um 25 til 30 milljónum til íbúðareig- enda en um 80 til 90 milljónum vegna atvinnuhúsnæðis. Höfundar álitsins benda á að það hafi ekki verið hlutverk þeirra að móta tillögur um lánveitingar og álíta því að stjórnvöld þurfi að marka þá stefnu. Bjargráðasjóður bætti lítið Þó kemur fram í skýrslu nefndarinnar að Bjargráðasjóður hafi greitt nokkrar bætur vegna óveðurstjóns eða tæpar 11 milljónir. Honum er ætlað að veita fjárhagsaðstoð vegna tjóna á fasteign- um og lausafé af völdum náttúruham- fara að svo miklu leyti sem ekki er unnt að vátryggja gegn slíku tjóni og ekki er unnt að fá slík tjón bætt af Viðlaga- tryggingu íslands. Þess vegna bætti sjóðurinn fyrst og fremst fyrir ræktun- artjón og tjón á gróðurhúsum. Nefndin segist ekki koma auga á hvaða sjónar- mið lágu að baki bótagreiðslum sjóðs- ins. Óveðrið kostaði röskan milljarð í skýrslu nefndarinnar er greint frá því að upplýsingar hafi fengist um 5230 tjón í 154 sveitarfélögum. Sum þessara tjóna voru á einni og sömu eign en alls var greint frá 4550 skemmdum eignum. Röskur helmingur eignanna sem skemmdist var tryggður eða 2751 eign. Rúmlega helmingur tjónanna er lægri en 100 þús. og einungis um 20% þeirra hærri en 500 þús. og vega gripahús og vélar ýmiss konar þar þungt. En hvert skyldi vera mat skýrsluhöfunda á heild- artjóninu? Það áætla þeir röskan miljarð. Þar af eru tryggð tjón um 430 milljónir þegar bótaskyld tjón viðlagatryggingar eru talin með. Það má því ljóst vera að um 570 milljónir lendi á tjónþolunum sjálfum þ.e.a.s. einstaklingum og fyrir- tækjum. Af öllum tjónum voru um 4270 tengd mannvirkjum eða byggingarfram- kvæmdum en afgangurinn voru skemmdir á garðagróðri, lanndbúðarðar- girðingum, bátum, bflum og vélum ým- iss konar. Þá kemur og fram að tjón voru langflest í Árnes-og Rangárvallasýslum. Þar varð tjónið þó mest í Rangárvalla- hreppi og Ásahreppi eða hvor um sig með yfir 120 tjón. Það þarf strangara byggingarcftirlit Byggingareftirliti segja skýrsluhöfundar að sé oft verulega ábótavant. Þeir benda m.a. á að skilningur milli framkvæmda- aðila og hönnuða sé ekki sem skyldi. Þess vegna sé nauðsynlegt að beita strangara eftirliti með byggingum en nú er. Jafn- framt vilja skýrsluhöfundar að þessir að- ilar beri skýrari ábyrgð en nú er og því þurfi að efla byggingarnefndir til að þær geti gefið upplýsingar um sérhverja fast- eign og séð um það að hönnun sé sinnt þannig að eðlileg gæði og öryggi náist. Þó þykir höfundum rétt að benda á að hefðbundið byggingareftirlit byggingar- fulltrúa aflétti engum skyldum af vænt- anlegum húseiganda og mönnum sem starfi á vegum hans. Sagt er að þegar upp sé staðið beri húseignadinn ásamt fram- kvæmdaaðilum og hönnuðum alla ábyrgð á mannvirkinu. Höfundar segja að algengt hafi verið að tjón hafi orðið á húsum 30 ára og eldri sem hafi verið orð- in léleg. Þeir segja að því sé nauðsynlegt að koma upplýsingum til húseigenda um helstu viðhaldsþætti, viðhaldsaðferðir endingu efna og byggingarhluta. Þetta álíta þeir vera forsendu þess að koma í veg fyrir það feiknalega eignatjón sem þrisvar hefur orðið síðustu tvo áratugina. Hægt að tryggja nánast hvað sem er Hlutverk nefndarinnar var m.a. að sundurliða þau tjón sem ekki fást bætt og athuga hvort unnt hefði verið að vá- tryggja sig fyrir þeim. Jafnframt var nefndinni ætlað að setja fram tillögur um hvernig megi í framtíðinni tryggja bætur vegna tjóna af völdum náttúru- hamfara. í framhaldi af þessu gera skýrsluhöf- undar grein fyrir hlutverki Viðlagatrygg- ingar íslands og Bjargráðasjóðs. Um Við- Svipmynd frá óveðrinu 3. febrúar sl. lagatryggingu segja þeir að þegar lög um hana voru sett af Alþingi árið 1975 hafi það verið afmarkað að tryggingin bætti aðeins tjón vegna eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Þess vegna segja þeir ljóst að Viðlagatrygging bæti aðeins tjón vegna sjávarágangs sem varð í óveðrinu og því urðu fá tjón sem Viðlagasjóður bætti. Bjargráðasjóður á að tryggja einstak- linga, félög og sveitarfélög gegn meiri- háttar tjónum á fasteignnum og lausafé af völdum náttúruhamfara að svo miklu leyti sem ekki er unnt að tryggja gegn slíkum tjónum. Að áliti nefndarmanna er unnt að vátryggja flest verðmæti, sbr. fasteignir og lausafé, gegn tjóni af völd- um óveðurs. Viðlagasjóð segir nefndin eiga áfram að vátryggja eignir gegn tjóni af völdum náttúruhamfara, sem illgerlegt eða óhagkvæmt sé að tryggja á hinum al- menna markaði. Um Bjargráðasjóð segja þeir hins vegar: „Athugunarefni er hvort ekki sé orðið tímabært að leggja Bjarg- ráðasjóð niður í núverandi mynd, a.m.k. hina almennu deild hans, enda forsendur fyrir starfrækslu þeirrar deildar brostnar með starfsemi Viðlagatryggingar íslands og ljölbreytilegum vátryggingarkostum. Þess vegna segja þeir að óumdeilt sé að hjá hinum almennu vátryggingarfélög- um sé unnt að kaupa vátryggingar gegn tjóni á nánast hvers konar lausafé og húsakosti af völdum óveðurs (foks). sl _: Tfmamynd; PJetur Þá gera nefndarmenn það að tillögu sinni að stjómvöld endurskoði eigin reglur um tryggingar opinberra eigna. Eins og nú háttar kaupir ríkið ekki nema lögbundnar tryggingar og er því ljóst að allt tjón sem varð á eignum þess fæst trauðla bætt. -HÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.