Tíminn - 14.09.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.09.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 14. september 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin ( Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gisiason Skrlfstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1100,- , verð (lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Norsk Evrópuandstaða Morgunblaðið birti í gær athyglisverða frétt frá fréttaritara sínum í Noregi um viðhorf Norðmanna til aðildar að Evrópubandalaginu og hugsanlegu evrópsku efnahagssvæði. Frétt þessi er staðfesting á því, sem áður hefur komið fram, að norskur almenningur er að vakna til andstöðu gegn aðild að þessum ríkjasamtökum. Þessi andstaða birtist í umræðum fyrir fylkis- og sveitarstjórnarkosningarnar um fyrri helgi og ekki síður í kosningaúrslitunum, sem leiddu í ljós mik- ið fylgistap Verkamannaflokksins og ámóta útreið hægri flokkanna, þ.e. allra þeirra flokka sem ákaf- ast beita sér fyrir framtíðaraðild Noregs að Evrópu- bandalaginu með millilendingu í evrópsku efna- hagssvæði. Þótt fram að þessu hafi Gró Harlem Brundtland, formaður Verkamannaflokksins og forsætisráð- herra, virst hafa allöruggan stuðning þingflokksins um stefnu sína og yfirlýsingar um skammtíma- og langtímamarkmið í Evrópumálum, er augljóst að komið er hik á ýmsa þeirra. Nú eru það fleiri en einn og einn undanvillingur, sem ekki þótti ástæða til að taka mark á fram til þessa, sem malda í mó- inn. í umræðum um þessi mál í Noregi er rækilega á það bent, að milliríkjasamningur, sem ríkisstjórn- in (utanríkisráðherra) kynni að undirrita um aðild að evrópsku efnahagssvæði, þarfnast samþykkis aukins meirihluta Stórþingsins, þ.e. þriggja fjórðuhluta þingmanna, til þess að öðlast staðfest- ingu. Ástæðan er sú að norskir stjórnmálamenn og lögfræðingar telja að fyrirvaralaus aðild að EES feli í sér skerðingu á norsku fullveldi. Um það virðast ekki deilur í Noregi. Þar eru hlutirnir kallaðir rétt- um nöfnum. Morgunblaðið hefur eftir fréttaritara sínum að „þrýstingur [aukist] dag frá degi á Gro Harlem Brundtland að efna til þjóðaratkvæðis um EES samningana, en því hefur hún tekið fálega.“ Raun- ar er ekki aðeins þrýst á forsætisráðherrann að hafa þjóðaratkvæði um EES, heldur er lagt hart að frú Gróu að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Ríkisstjórnin hefur ekki almannatraust lengur. En það sem ekki er síst frásagnarvert í frétt Morg- unblaðsins af norskum málum í gær, er sú upplýs- ing að skoðanakönnun á vegum Dagblaðsins í Ósló sýni að mikill minnihluti Norðmanna er hlynntur aðild að Evrópubandalaginu. Aðeins 32% lýsa yfir stuðningi við þá fyrirætlun ríkisstjórnar krata (með stuðningi hægri manna) að ganga í Evrópu- bandalagið þegar tímabært þykir og líta á evrópska efnahagssvæðið sem bráðabirgðaástand áður en skrefið yrði tekið til fulls. Margt virðist benda til þess að norsk alþýða sé að búast til sams konar andstöðu gegn Evrópustefnu norsku toppkratanna eins og fyrir u.þ.b. 20 árum, þegar þjóðin felldi í allsherjaratkvæðagreiðslu fyr- irætlanir þeirra um að ganga í Evrópubandalagið. u X JL LÝJU og sólríku sumri fer nú hallandi. Frostnætur hafa þegar sagt til sín víða á landinu og norðlensk fjöll hvítnað niður eftir hlíðum, enda meira en hálf- ur mánuður síðan tók að sjá á bjarkarlaufi. Það haustar hægt og sígandi þegar íslenska skóg- artréð tekur að skipta litum. Vísa Nathans Ketilssonar Eins og sumarið var sólríkt og hlýtt svo að fádæmi er, hefur jarðargróði verið vaxtarmikill og reyndar í ýmsum tilfellum meiri en gerist. En það hefur líka verið eins konar „góðæri“ á fréttaakr- inum að því leyti að sumarið hefur verið ríkt að stórum heimsfréttum, þótt fjarri fari því að allar þær fréttir séu jafngóðar, enda flestar blandnar illu. En enginn skortur hefur verið á stórfréttum. Heimurinn er sam- ur við sig og minnir á stef, sem samið var fyrir einum 170 árum og hefur orðið lífseigt sem ágæt- ur skáldskapur: Hrekkja spara má ei mergð! Manneskjan skal vera hver annarar hrís og sverð! Hún er bara til þess gerð! Þannig orðaði Nathan Ketils- son skilning sinn á mannkyn- inu. Hvort sem mönnum gest betur eða verr að Iífsviðhorfum hans, ættu menn a.m.k. að geta dáðst að orðsnilldinni. En þessar hendingar eru meira en hag- mælska húnvetnsks sveitaskálds og ekki endilega sá vottur um mannvonsku sem siður er að eigna Nathani Ketilssyni. Þær geyma hugsun um tilveruna eða athugasemd um mannlegt inn- ræti og hegðun sem fleiri en hann hafa komið á framfæri í bókmenntum, að ekki sé minnst á ýmsa hagnýta heimspeki handa valdamönnum og finna má á bók og sumir sömdu í hálf- kæringi en aðrir í fúlustu al- vöru. „Sagan“ er á sfnum ___________stað_____________ Fyrir tveimur árum eða svo var einhver fræðimaður í Bandaríkj- unum borinn fyrir því að „sag- an“ væri hætt að gerast í þeim skilningi sem menn hafa lagt í það orð, stríðshættan átti að vera hverfandi, enda lægju frið- samlegar lausnir á deiluefnum á borðinu og enginn ágreiningur fyrir hendi um hvernig best væri að haga milliríkjasamskiptum, verslunarviðskiptum og efna- hagssamvinnu. Að vísu er viðbú- ið að orð þessa ágæta manns hafi verið misskilin og meira í þau lagt en í þeim fólst. En hafi svo verið, er næsta líklegt að einhver óskhyggja hafi ráðið misskiln- ingnum, sú von sem mannkynið kann að ala með sér, að friðsam- leg sambúð fái að ríkja á heims- byggðinni hér eftir, að punktur verði settur aftan við þá sögu sem „maðurinn" hefur verið að búa til þær árþúsundir sem sannar spurnir fara af framferði hans hingað til. En hver getur ímyndað sér að friðaröld sé upprunnin — og því séu komin þau kaflaskil í mann- kynssögunni að hægt sé að tala um endalok „sögunnar" — hver getur látið sér slíkt til hugar koma sem fylgst hefur með at- burðum líðandi árs? Árið 1991 sker sig síður en svo úr öðrum árum aldarinnar, að mannkynið hafi ekki spunnið söguþráð sinn á sama rokk og áður, hvort held- ur er með vanhugsuðum stjórn- málatiltektum, vanburða efna- hags- og fjármálaframkvæmd- um eða mannskæðum styrjöld- um. Þetta er allt á sínum stað. Mannkynssagan er í fullum gangi og engar líkur til að sjáist fyrir endann á henni. Þegar öllu er á botninn hvolft viljum við raunar hafa þetta svona, líklega vegna þess að við þekkjum ekk- ert annað og ráðum ekki við annað, auk þess sem þessi áskap- aða óeirð í manninum er ekki öll af hinu illa, hún er nú einu sinni sjálft lífsmarkið hjá náttúrlegri lífveru; hjá manninum er eirðar- leysið líka sköpunarmáttur, sem stefnir að hinu góða. Þess vegna er best að lofa sögunni að velta áfram og gera sér engar grillur um að hægt sé að finna upp alls- herjarlausnir í stjórnmálum og efnahagsmálum, sem nota megi við hvern þann vanda sem að höndum ber, hvar og hvenær sem er. Eina viðhlítandi aðferðin við lausn flókinna vandamála er oftast nær sjálf andstæða alls- herjarlausnanna: málamiðlun og millivegur. Tæknivæddar _________miðaldir___________ Þótt það ástand geti komið upp að engin leið sé til annars en að láta hart mæta hörðu, má ekki gera afdráttarleysið og hörkuna að allsherjarboðskap. Það er án efa réttlætanlegt frá almennu sjónarmiði að svara vopnaðri innrás með viðeigandi vörn, raunar sókn gegn innrásaraðil- anum þegar því verður við kom- ið. Sókn er besta vörnin. Heim- urinn hefur á árinu upplifað eina slíka varnaraðgerð, sem eru átökin við Persaflóa frá miðjum janúar til febrúarloka í vetur, sex vikna stríðið. Enginn vafi er á því að innrás Iraka í Kúvæt 2. ág- úst fyrir ári var stríðsaðgerð og varla við öðru að búast en að til greina kæmi að henni yrði fyrr eða síðar svarað með annarri stríðsaðgerð, þótt ekki væru allir sammála um að utanaðkomandi stríð væri besta lausnin á þess- um ýfingum í Arabaheiminum, þar sem einveldi og ættarveldi eigast við um ítök og yfirráð og lýðræðishugsjónir koma þar hvergi við sögu. Það, sem réð úrslitum um að innrás einvaldans í írak í land ættarveldis furstans af Kúvæt var svarað með heimsstyrjaldar- viðbúnaði, var staðföst meining Bandaríkjaforseta um lögreglu- valdið á heimsbyggðinni. Af þol- inmæði og stjórnkænsku sann- aði hann það fyrir þjóð sinni og heiminum öllum að nú væri lag að sýna að lýðræðisþjóðirnar stæðu með smáþjóðunum þegar á þær væri ráðist. Furstaveldið Kúvæt, þar sem raunar er að finna tæknivæddar miðaldir, var orðið að þess háttar lýðræðis- lambi sem yrði að frelsa með öll- um tiltækum ráðum úr klóm einræðisúlfsins í írak. Þetta sýn- ir aðdáanlega mælsku. George Bush tókst að sigrast á hverri þeirri andstöðu sem á sér lét kræla meðal stjórnmála- manna og herforingja í æðstu stöðum (Powell og Schwarz- kopO um hvort svona olíustríð borgaði sig. Svo hófst stríðið fyr- ir alvöru 16. janúar og á sex vik- um tókst að hrekja fraka úr Kú- væt og „furstalýðræðið" var end- urreist með viðhöfn. Saddam Hussein tapaði að vísu stríðinu fyrir hönd Iraka, en stóð þó í fæt- urna sem einræðisherra eftir sem áður. Hann hafði því unnið persónulegan sigur. Það má Bush eiga að hann sagði stopp, þegar Schwarzkopf hershöfðingi (sem gengið hafði nauðugur til mannvíganna eins og hetja í fornsögu) vildi halda stríðinu áfram þar til hann hefði unnið Bagdað og fellt Saddam, enda var nóg að gert í hörmungum á írösku fólki, því að á þessum sex vikum var búið að varpa fleiri sprengjutonnum á írak en tókst á sex árum heillar heimsstyrjald- ar fyrr á öldinni. Þessi frelsun furstaveldisins í Kúvæt var því ekki af vanefnum gerð — „new weapons won the day“ — vopnin og stríðstæknin sýndu yfirburði sína, m.a. með því að mannfall heimshersins var innan við 200, en fallin 200 þúsund eða svo af írökum, obbinn af því óbreyttir borgarar. Ágíasarfjós Miðaust- __________urlanda____________ Hvað sem annars má um þetta stríð segja, aðdraganda þess og eftirleik, er a.m.k. víst að það er fyllilega í takt við mannkynssög- una, þannig að þeir, sem voru farnir að halda að mannkynssag- an væri hætt að gerast vegna kærleiksverka alheimsmarkaðs- hyggjunnar, hafa orðið fýrir von- brigðum. Hins vegar hafa þessir atburðir, sem m.a. hafa gert stríðshetju úr General Schwarz- kopf og stjórnvitring úr Mr. Bush, verið í fullu samræmi við mannskilning og heimspeki Nat- hans Ketilssonar og Machiavell- is. Nú væri það efni í Iangt mál að rekja eftirleik Persaflóastríðsins og ástandið í Austurlöndum nær að því ioknu. Hafi það verið ætl- unin að hreinsa Ágíasarfjós Mið- austurlanda, er þeim búverkum ekki lokið. Auk þess hafa önnur stríð eftirtíðar kaldastríðsáranna kallað fjósamenn heimsbyggðar- innar til annarra starfa. Þessi heimshluti, sem allt snerist um frá haustdögum til loka einmán- aðar, hefur fallið í sitt gamla far upplausnar og óstjórnar auk

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.