Tíminn - 14.09.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.09.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 14. september 1991 Tíminn 5 FÉLAG UM NÝJAN ÁLAFOSS: Framkvæmdasjóður vill 24 milljónir í leigu í gær var stofnað félag tll undir- búnings stofnun hlutafélags um rekstur ullarþvottarstöðvar og bandvinnslu, sem Álafoss hafði á hendi í Mosfellsbæ og Hvera- gerði. Að sögn forsvarsmanna þarf um 60 milljónir í hlutafé og hefur því nú þegar nær öllu ver- ið safnað. Aðeins stendur á tælg- um og húsnæði. Eins og áður hefur komið fram hafnaði stjóm Framkvæmdasjóðs 10 milljóna tilboði félagsins um leigu á hús- um og tækjum gamla Álafoss sem sjóðurinn eignaðist Hún vill fá 24 miljjónir króna. Þeir, sem standa að stofhun ullar- þvottar- og bandvinnslufyrirtækis, eru fjórir fyrrum starfsmenn Álafoss hf., Stéttarsamband bænda fyrir hönd ullarinnleggjenda, Landssam- tök sauðfjárbænda og þýskir við- skiptavinir Álafoss sáluga. Guðjón Kristinsson, sem átti frum- kvæðið að félagsstoftiuninni, segir að ef stjóm Framkvæmdasjóðs taki ekki tilboði félagsins, eigi það þá úrkosti að flytja starf sitt allt út á land. Víða megi fa vélar við vægu verði, bæði hérlendis og erlendis. Þessum mála- lokum fylgdi þó sá ókostur að starf- semin gæti ekki hafist fyrr en að ein- hveijum mánuðum liðnum. Nauð- synlegt gæti orðið að fá erlenda aðila til að vinna bandið í millitíðinni. Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, upplýsti að tíminn væri svo naumur að japanskir viðskiptavinir krefðust svara í næstu viku um hvort framhald yrði á starfi Forsvarsmenn hins nýja fyrirtækis kynna stöðuna fýrir blaða- mönnum í gær. Tfmamynd: Ami Bjama Álafoss. Ef skýr svör fengjust ekki, myndu þeir snúa viðskiptum sínum annað. Áætlað er að hið nýja fyrirtæki kaupi ull af bændum, meti hana og þvoi, selji hana til bandframleiðslu innan- lands og flytji út það sem ekki má nýta hér. Einnig framleiði hún vefh- aðar-, vélprjón-, gólfteppa- og hand- prjónaband á innlenda og erlenda markaði. Gert er ráð fyrir að við framleiðslu vinni 57 manns, mun færri en í Álafossi. Eins og áður er getið bauð félagið 10 milljónir í leigu á húsum og tækjum, sem Framkvæmdasjóður fékk í arf að Álafossi dauðum. Stjóm Framkvæmdasjóðs vill 24 milljónir. Mikið ber í milli og lítill tími er til stefnu. -aá. Bilið á milli menntunar sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga hefur aukist, segir hjúkrunarforstjóri Landakots: Deilt um yfirvinnu á Landakotsspítala Sjúkraliðar á Landakotsspítala hafa á undanfömum vikum sett fram kröfur um úrbætur á ýmsum sviðum og verið í yfírvinnubanni, en á Landakoti hafa staðið yfír skipulagsbreytingar á hjúkrunarsviði. Sjúkraliðarair harma neikvæð svör stjóraenda spítalans og vona að siík vinnubrögð verði ekki að venju. í ályktun sjúkraliða á Landakotsspítala þann 12. september sl. kom m.a. fram að sjúkraliðar telja alvarlegt að stjóm- endur skuli ekki kannast við að álag hefur aukist töluvert á starfsmönnum sjúkrahússins á þeim samningstíma sem lauk nú 1. september, m.a. vegna undirmönnunar og samdráttarað- gerða. Sjúkraliðum þykir sérkennilegt að stjómendur taka ekki undir það al- menna álit að undirmönnun sjúkra- deilda bitnar á sjúkraliðum jafht og á hjúkrunarfræðingum. Þá þykir sjúkraliðum það til vansa að stjóm- endur skuli ekki sjá ástæðu til að umb- una starfsmönnum spítalans við áður- greindar aðstæður, nema þegar um undirmönnun á sjúkrahúsinu er að ræða. Málhildur Angantýsdóttir, trúnaðar- maður sjúkraliða á Landakotsspítala, segir í samtali við Tímann að óskum sjúkraliða um kjarabætur hafi verið neitað af stjóm sjúkrahússins og vísað til kjarasamninga af því að þeir em lausir. Aðspurð segir Málhildur „að hún hafi ekki trú á því að verið sé að ýta sjúkraliðum úr starfi. Það hefur verið stefna á bráðadeildum sjúkra- húsa um allan heim, að 60% starfs- manna séu hjúkmnarfræðingar, en 40% starfsmanna sjúkraliðar. Og þetta á einnig við á íslandi. Hins vegar þurfa skipulagsbreytingar að vera kynntar áður en þær em komnar í fram- kvæmd. Þar var mesti „feillinn", ég held að það sé sanngjamt að segja það. Það hefði verið betra að búið hefði ver- ið að kynna skipulagsbreytinguna og ég held að það hefði getað sparað margt Það þarf yfirleitt að tala saman, svo fólk geti áttað sig á hlutunum". Rakel Valdimarsdóttir, hjúkmnarfor- stjóri Landakotsspítala, tekur fram í samtali við Tímann að kjarasamningar við Sjúkraliðafélag íslands séu lausir, þannig að það var ekki hægt að semja núna. Sjúkraliðar taka þessi mál upp í kjarasamningum og sjá hvað kemur út úr því. Sjúkraliðar og stjómendur Landakotsspítala munu síðan ræða saman. Það kom bréf frá sjúkraliðum í gær þar sem þær segjast ætla að bíða og <á upplýsingar frá okkur í sambandi við mönnun og annað sem þær geta nýtt sér í kjarasamningum. Sjúkraliðar telja að skipulagsbreyt- ingamar á Landakotsspítala styðjist við rannsókn er nefnist „Tíðniathug- anir á störfum sex starfsstétta á lyf- lækningadeildum, bamadeild og gjör- gæsludeild Landakotsspítalá'. Sjúkra- liðar fara þess vegna fram á að stéttar- félagi þeirra verði sent eintak af rannsókninni, svo að fúlltrúar þeirra geti kynnt sér innihald hennar. Rakel segir að það hafi verið gerðar tvær athuganir á störfum starfsstétta á Landakotsspítala, ein á Landsspítalan- um og ein á Borgarspítalanum. Þær hafa allar sýnt svipaðar niðurstöður. Rakel kveður trúnaðarmann sjúkra- liða hafa fengið þessa umræddu rann- sókn og lesið hana yfir. Hins vegar er það rétt að rannsóknin var ekki kynnt yfir allt sjúkrahúsið, en könnunin ligg- ur frammi í bókasafhinu. Það er eng- inn að leyna neinu. Rakel segir enn fremur að skipulagsbreytingin hafi verið kynnt trúnaðarmanni sjúkraliða og hjúkmnarfræðingum í vor. Síðan hafi breytingin verið í þróun í sumar, en formlega komið til framkvæmda þann 1. september sl. í lok september nk. er síðan ætlunin að kynna skipu- lagsbreytinguna og ræða við starfs- menn. Rakel tekur fram að það þurfi að skoða þessi mál og auk þess þarf að endurskoða „vinnutilhögunina" inni á spítalanum enn frekar. Skipulags- breytingin nú varðar hjúkrunarsviðið og hefur verið í undirbúningi í 1 ár. Það verður að taka skipulagsbreyting- ar í áföngum og það kemur að sjúkra- liðum. Við á Landakoti viljum gjaman standa með sjúkraliðum, en það væri óeðlilegt að grípa inn í og semja við þær núna, þar sem samningamir eru lausir. Aðspurð segir Rakel að það bitni óskaplega mikið á hjúkrunarfræðing- um þegar bráðadeildir eru undir- mannaðar, af þvf að á þeim deildum er svo margt sem sjúkraliðar mega ekki gera. Stór hluti sjúklinga á sjúkrahús- um nú til dags er mikið veikt fólk og þar af leiðandi er alltaf minna og minna sem sjúkraliðar mega gera fyrir þetta bráðveika fólk. Hjúkrunarfræð- ingar hafa aukið við menntun sína á undanfömum árum, til þess að stand- ast auknar kröfur sem gerðar em til hjúkrunarfræðinga, en það hafa sjúkraliðar ekki gert Þannig hefúr bil- ið á milli hjúkrunarfræðinga og siúkraliða aukist og það er afar slæmt Á langlegudeildum hafa sjúkraliðar hins vegar reynst sérstaklega vel og þar hefur menntun þeirra nýst mjög vel. Við viljum gjaman styðja við bakið á sjúkraliðum og taka á þessum málum, en það tekur allt sinn tíma, segir Rakel að lokum. Verndum velferðina Fulltrúaiáð Kennarasambands íslands heltir á launafóUc og aUan almenning í land- inu að sameinast og brjóta í bak aftur árásir ríkisstjórnarinnar á það velferðarkerfi, sem þjóðin hefur byggt upp með áratuga baráttu. Fulltrúaráðið hvetur til víðtækrar samstöðu launafólks og annarra hagsmunahópa gegn árásum á velferðarkerfið og til samstarfs í komandi kjarasamningum. —Tilk. Djass á Hvammstanga Stofnað hefur verið á Hvamms- tanga Tónlistarfélag V-Húnvetn- inga. Formaður félagsins var kos- inn Sveinn L. Bjömsson tón- skáld. Tilgangur félagsins er m.a. að standa fyrir tónleikahaldi í sýslunni a.m.k. einu sinni i mán- uði frá hausti til vors. Félagar eru þegar orðnir um 50 talsins og er öllum heimil þátt- taka. Ætlunin er að bjóða ná- grannabyggðum sýslunnar að njóta góðrar tónlistar með V-Hún- vetningum í vetur. Fyrstu tónleikar félagsins verða á miðvikudagskvöldið í næstu viku, þann 18. september, en þá munu Andrea Gylfadóttir og kvar- tett Flosa Ólafssonar flytja djass- tónlist. Tónleikarnir verða í Hótel Vertshúsi á Hvammstanga og hefj- ast kl. 21:00. imm 95 SERÍAN á mjög hagstæöu veröi Bókið tímanlega Járnhálsi 2 ■ Sími 91-683266 110 Rvk ■ Pósthólf 10180

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.