Tíminn - 14.09.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.09.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 14. september 1991 Byggingarkostnaður Perlunnar: Igildi 12 leik- skóla og reksturs þeirra í 15 ár Raunveruleg stærð hárra talna (fjárupphæða) reynist oft tormelt nema í samanburði við eitthvað áþreifanlegra. Þannig rak blaða- mann Tímans t.d. í rogastans er hann áttaði sig á því að sama upp- hæð og fer í byggingu Perlunnar hefði nægt fyrir byggingarkostnaði 12 nýrra leikskóla og þar á ofan kostnaðarhlut borgarinnar af rekstri þeirra allra í 15 ár (til ársins 2006). En 12 nýir leikskólar mundu einmitt nægja fyrir öll þau 1.220 börn, sem biðu eftir plássi á leik- skólum borgarinnar um síðustu áramót, og rúmlega það. Verður 57 milljóna króna um- frameyðsla veitingamannsins á kostnað Hitaveitunnar (í aukabari og annan viðbótarbúnað) ekki líka skiljanlegri í ljósi þess að Reykja- víkurborg getur byggt glænýjan 476 fermetra leikskóla fyrir 109 börn fyrir 35 milljónir. Ársskýrsla Dagvistar barna upplýsir að þrír nýir leikskólar hafi verið teknir í notkun sumarið 1990. Leikskól- arnir eru allir eins, 476 fermetrar fyrir 109 börn hver. Samanlagður byggingarkostnaður leikskólanna ásamt húsgögnum var 124 milljón- ir kr., eða 41,4 m.kr. að meðaltali. Meðalbiðtíminn eftir leikskóla- plássi í borginni er sagður 13 mán- uðir. Og 1.220 börn biðu eftir slíku plássi um síðustu áramót. Öll þau börn, og meira til, mundu rúmast á 12 nýjum leikskólum. Sam- kvæmt framangreindu er hægt að byggja 12 leikskóla fyrir um 500 milljónir króna (t.d. minna en það sem byggingarkostnaður Perlunn- ar hefur farið úr böndunum á tveim árum). Þegar leikskóla ber á góma benda raunsæir menn jafnan á, að það sé ekki nóg að byggja leikskóla. Það sé líka mjög dýrt fyrir borgina að reka þá. Og ekki verður því neitað. Heildarkostnaður við rekstur 13 leikskóla fyrir 1.207 börn var um 136 milljónir kr. á síðasta ári. For- eldrar barnanna borguðu tæplega helminginn, en rekstrarstyrkur borgarinnar var alls rúmlega 72 milljónir kr. yfir árið. Fréttir herma að byggingarkostn- aður Perlunnar sé orðinn nálægt l. 600 milljónir króna. Til marks um stærð slíkrar upphæðar mundi hún, samkvæmt framansögðu, duga borginni til að byggja 12 leik- skóla (500 m.kr.) og auk þess borga sinn hluta í rekstrarkostnaði þeirra í 15 ár (72 m. x 15 ár = 1.080 m. kr.). Hafi Reykvíkingar átt 1.600 millj- ónir kr. á lausu, virðast leikskól- arnir 12 raunar líka hafa verið mun ódýrari valkostur heldur en eitt kúluhús. Því má nefnilega ekki gleyma, að borgarbúar (viðskipta- vinir Hitaveitunnar) þurfa næstu 15 árin að borga meira en 100 milljóna kr. styrk (niðurgreiðslu) til reksturs Perlunnar. Þar er mið- að við þá áætlun hitaveitustjóra að 7-8 milljónir kr. vanti upp á að húsaleigan fyrir Perluna nægi fýrir beinum útgjöldum Hitaveitunnar af rekstri hennar ár hvert. - HEI Frá blaðamannafundi fjármálaráðherra í gær þar sem gerð var grein fyrir stöðunni í innheimtu skattaskulda. Tímamynd: Árnl Bjarna Átak til innheimtu skattaskulda gengur vel: Innheimtu 372 millj. í ágúst Fyrsta áfanga átaks fjármálaráðu- neytisins til innheimtu ógreiddra skatta er lokið. Árangurinn er að sögn góður. I byrjun maí voru skuldir vegna virðisaukaskatts ársins 1990 1.7 milljarðar. í byrjun ágúst hafði tekist að innheimta 200 milljónir. Skuldir vegna fyrstu tveggja mánaða þessa árs voru í maí 655 milljónir króna. Fram til ágústs tókst að innheimta 320 milljónir. Á þessum tíma þurfti ekki að afskrifa neinar skuldir vegna gjaldþrota. í júní skulduðu landsmenn tæpa 2.3 milljarða af tekjuskatti áranna 1988 til 1990. Af þeim skulduðu gjaldþrota aðilar 1.25 milljarð. f ág- úst hafði tekist að heimta 372 millj- ónir og Iækka skuldina í 1.9 millj- arða. Fjármálaráðuneytið ætlar að halda innheimtuaðgerðum áfram. -aá. Svavar Gestsson, fyrrv. menntamálaráðherra: SKOLAGJOLD KOLÓLÖGLEG Úr Reykjaréttum á Skeiöum í gær. Tfmamynd SBS Flóa- og Skeiðamenn rétta <r)ón Baldvin Hannibalsson berst nú við að hengja skólagjöldin á gildandi framhaldsskólalög og segir í frétt í Tímanum í gær að þeim hafi verið viðhaldið af mér,“ sagði Svavar Cestsson, fyrrv. menntamálaráðherra, í gær. „Sannleikurinn í málinu er sá að innheimta skólagjalda til rekstrar skólanna er óheimil samkvæmt gildandi lögum. Það eru skóla- nefndir en ekki ráðherra, sem ákveða innritunar- og efnisgjöld framhaldsskólanna," sagði Svavar. Hann sagði að Jón Baldvin færi með þvætting þegar hann væri að reyna aö réttlæta innheimtu skóla- gjalda. „Þessi hegðun hans stafar bersýnilega af því að hann er kom- inn í klípu í Alþýðuflokknum, enda í vondum málum þar og ekki útlit fyrir að ríkisstjórnin falli frá þess- ari hugmynd hans. Skólagjöldin eru hans hugmynd: Ég man ekki betur en að hann hótaði þessari gjaldtöku í sjónvarpsviðtali út um bílglugga sl. sumar," sagði Svavar. Varðandi þær uppákomur, sem orðið hafa að undanförnu í tengsl- um við fjárlagagerðina, sagði Svav- ar að sá valdhroki, sem lýsti sér í stjórnarathöfnum ríkisstjórnarinn- ar, væri umhugsunarefni út af fyrir sig. Þar væru tilskipun um niður- skurð á kennslu í Menntaskólanum á ísafirði og fyrirætlanir um niður- skurð í spítalaþjónustu glögg dæmi. —sá Flóa- og Skeiðamenn réttuðu fé sitt — á milli fjögur og fimm þús- und kindur — í Reykjaréttum á Skeiðum í gær, í úrhellisrign- ingu. Fjallferðin gekk vel, enda fengu menn ágætis veður. Að sögn kunnugra er féð vel fram gengið. Páll Lýösson, formaður Afréttar- málafélags Flóa og Skeiða, sagði að af þeim svæðum niðri í byggð þar sem fátt fé væri, væri fé í betri holdum en það fé sem rekið hefði verið á fjall. Páll sagði að mörg stærri fjárbú væru aðkreppt með beitarlönd og nauðsyn væri þeirra vegna að reka áfram á fjall. Sumir töluðu þó um að það yrði úr sögunni um aldamót, að sögn Páls. Margt manna kom saman í rétt- unum í gær, enda er réttadagur- inn ávallt skemmtilegt manna- mót. —SBS, Selfossi. RÍKISREIKNINGUR ÁRIÐ 1989 SÝNIR 65 MILLJARÐA HALLA Fjármálaráðherra lagði í gær fram ríidsreikning fyrir árið 1989. Hann markar þáttaskU, því þar eru skuldbindingar, sem bvíla á ríkis- sjóði, í fyrsta sinn teknar með í reikninginn. Með þeim námu heildargjöld á rekstrarreikningi 147.508 millj- ónum króna. Heildartekjur 83.057 milijónum. Og rekstrarhalli því 64.451 miUjón. Samkvæmt upp- gjöri á reikningsskilavenjum und- anfarinna ára þar sem ekki er tekið tillit til skuldbindinga, er rekstrar- hallinn 4.445 milljónir. Hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs nam 7.280 mUljónum, heUdartekjur 81.900 mUijónum. Útgjöld 86.400 mll|j- ónum. Elns og iyrr getur eru skuldbind- ingar ríkissjóðs nú í fyrsta sinn teknar með í reikninginn. Greiðsl- ur vegna þessara skuldbindinga dreifast á alQangt tímabil. Þær helstu eru vegna áunninna lífeyr- isréttinda opinberra starfsmanna, landbúnaðarmála og viðskipta við sveitarfélög. Skuldbindingaraar þrengja möguleika rfldsins til að takast á við ný verkefni, og fjár- málaráðherra viðurkennir að þær geri ríkisstjórainni erfitt fyrir um að lækka skatta á næstu árum. -aá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.