Tíminn - 14.09.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.09.1991, Blaðsíða 7
Laugardagur 14. september 1991 Tíminn 7 þess sem hann hefur (í bili a.m.k.) horfið að mestu af Ianda- korti heimspressunnar, vegna annarra viðburða á öðrum stöð- um. Enda gildir sama um þá at- burði að þeir benda ekki til þess að mannkynssagan sé hætt að gerast. Það er nú eitthvað annað. Styrjöld í Evrópu Nú er ekki annað sýnna en að sú eina mannkynssaga, sem lif- andi fólk í vestrænum löndum hefur reynt á sínum eigin skrokk, Evrópusaga 20. aldar, sé farin að bíta í skottið á sjálfri sér, ef hún er þá ekki einfaldlega að endurtaka sig. Um margra mán- aða skeið — með löngum að- draganda — hefur geisað styrj- öld á meginlandi Evrópu, meira að segja á þeim nálægum slóð- um þar sem heimsstyrjöldin fyrri var talin hafa kviknað sum- arið 1914. Sú heimsstyrjöld kom mönnum svo á óvart, einkum Mið-Evrópubúum, að sumir trúðu því ekki að nein styrjöld hefði verið háð fyrr en þrjú keis- araveldi voru hrunin og upp höfðu risið ýmis þjóðríki, sum forsmánarlega lítil og fámenn eins og ísland, Eistland, Lettland og Lithaugaland. En af þessum fjórum ríkjum varð aðeins einu þeirra auðið að halda frelsi sínu til langframa. Til þess lágu land- fræðilegar ástæður, sú gæfa að vera úteyjaþjóð á sama hátt sem hin þrjú misstu frelsið vegna þeirrar ógæfu að vera partur af meginlandi álfunnar og viður- kennd peð í valdatafli stórvelda í þúsund ár. En nú hafa þessar áminnstu smáþjóðir við Eystra- salt endurheimt sjálfstæði sitt (að mestu), af því að allsherjar- ríkið, sem þau voru hluti af, hef- ur sundrast, þótt full viðleitni sé í þá átt að viðhalda sambandinu í öðru formi. Mönnum kemur saman um að Eystrasaltsþjóðirnar hafi endur- heimt frelsi sitt án alvarlegra mannfóma. Mannfórnir höfðu þær tekið út áður. Þær létu pólit- íska þróun fyrst og fremst vinna með sér. Upplausn Sovétríkj- anna og hruni þeirra að lokum varð ekki afstýrt með hervaldi. Raunar var það fyrir aðgerða- leysi Rauða hersins að rekinn var endahnútur á Kremlarvald Kommúnistaflokksins. Sannast þar hið fornkveðna að skepnan rís gegn skapara sínum. Hetju- skapur einstakra manna skipti litlu máli í því sambandi. Sú þjóðernishreyfing, sem nú lætur að sér kveða í Rússaveldi, er ekki aðeins óvenjuleg (svo að segja fordæmalaus í 300-400 ár), held- ur er hún eins og óskrifað blað. Menn vita ekkert um framtíðar- þróunina. Þótt tekist hafi að ryðja kommúnismanum úr vegi með afdrifaríkum hætti, hafa pólitísk vandamál ríkisheildar og einstakra lýðvelda ekki verið leyst, efnahags- og atvinnumálin þaðan af síður, enda tengjast stjómmál og efnahagsmál sam- an með flóknum hætti, ekki að- eins innan einstakra lýðvelda eða í innbyrðissamskiptum þeirra, heldur í milliríkjasam- skiptum almennt. Þótt hin einstöku sovétlýðveldi hafi í bili gert upp pólitískar formsakir við miðstjórnina í Moskvu, er eigi að síður eftir að samþykkja nýtt stjórnskipulag til frambúðar. Þar sem hin nýja stjórnskipun á að byggjast á bandalagi „fullvalda“ lýðvelda, hljóta ýmis viðkvæm lagaatriði að koma þar til umræðu og ákvörðunar, jafhvel hin allra við- kvæmustu mál eins og landa- mæri og réttur minnihlutaþjóð- erna auk sjálfrar merkingar full- veldishugtaksins. Enginn vafi er á því að mannkynssagan á eftir að viðhalda sér í því sem fram undan er í málefnum hins nýja Rússaveldis. Þar er allt á huldu um friðsamlega sambúð í ramm- flóknu kraðaki þjóðemis- og menningarmunar. Með patentlausnir á vörunum Sú staðreynd að efnahagskerfi Sovétríkjanna er fallið eins og stjórnkerfið, ætti að nægja til þess að fá þeim, sem þarna ráða, ærin viðfangsefni. Þar með er ekki sagt að þau verði þeim ýkja viðráðanleg. Hins vegar ætti öll- um að vera ljóst að eins og nauð- synlegt er að brúa framtíðar- stjórnskipun ríkjasambandsins með bráðabirgðafyrirkomulagi verður að leysa efnahagsástand- ið, fyrst og fremst framleiðslu og dreifingu matvæla, með bráða- birgðalausnum. Það er kominn tími til þess að viðurkenna að Sovétríkin em neyðarhjálpar- þurfi í bókstaflegum skilningi. Rússneski veturinn fer í hönd og það er hvorki til matur handa öllum, sem þarf að brauðfæða, né fóður handa skepnum, sem eiga að lifa af langa innistöðu. Uppskerubrestur er yfirvofandi og hungursneyð er ekki útilok- uð. Hvað sem líður nauðsyn þess að losa efnahagslífið úr gömlu viðj- unum, er ekki við því að búast að umskiptin gerist með orðum einum á örskömmum tíma. Framtak sovétþjóðanna er lam- að og forystumenn þeirra hug- myndasnauðir af sjálfsdáðum og ráðvilltir um hvernig þeir eiga að notfæra sér vestrænar fyrir- myndir og hreinlega ruglaðir af kröfum iðnveldanna um að hafa komið á auðvaldsskipulagi á hálfu öðru ári eða eitthvað ámóta, til þess að njóta efna- hagsaðstoðar! Af snöggum hringsnúningi verður hver mað- ur ringlaöur. í þessum efnum verður að velja milliveg og skapa nauðsynlegar forsendur fyrir því að nýtt efnahagskerfi fái staðist. Þótt stefnt væri að ákveðnu marki í því efni, þ.e. vestrænum fyrirmyndum, þá er óeðlilegt að ganga að slíku verkefni með byltingarhugarfari í stað þess að líta á endurreisnina sem þolin- mæðisverk sem ætla verður eðli- legan tíma. En fyrst og fremst verða hin nýfrjálsu lýðveldi, sem nú eru að rísa á rústum sovét- skipulagsins, að fá tækifæri til að vekja upp í sér sitt eigið frum- kvæði og leysa þannig mál sín. Um leið og vestræn ríki viður- kenna stjórnmálafrelsi þeirra eiga þau að sýna þeim virðingu og traust, hætta að tala niður til þeirra eins og gamla miðstjórn- arvaldið í Moskvu með eilífar patentlausnir á vörunum. Hannibal Valdi- _________marsson___________ í vikunni var kvaddur með virðu- legri útför í Dómkirkjunni í Reykjavík einn af atkvæðamestu stjómmálamönnum aldarinnar, Hannibal Valdimarsson, framtaks- samur félagsmálamaður og ræðu- skömngur eins og þeir gerast bestir. Að ætla að lýsa Hannibal hefúr þá hættu í för með sér að Iýsingin verði samsuða úr alkunn- um hrósyrðum sem auk þess væm í hástigi og svo mörg að lýs- ingin endaði í flatneskju og þar með ósamboðin þeim sem átti að lýsa. Hannibal Valdimarsson var um margt einstakur maður, en raun- ar svo fjölhæfur og marglyndur að hann varð ekki séður á auga- bragði. Auðveldast er að sjá hann fyrir sér sem kjarkmikinn foringja og athafnamann. Hann kunni þá mikilvægu list stjómmálamanns og félagsmálaforingja að kalla menn til liðs og fylkja þeim til átaka. Þessari gáfu beitti hann oft með miklum árangri. Hann var mikill áhrifamaður í samtíð sinni og vildi vera það. Hann setti svip á umhverfi sitt með röskleika sín- um og orðsnilld á fúndum og þingum. Hann lét menn gleðjast við að finna hvað íslenskan er fal- legt og kraftmikið mál á vörum manns sem hefur orðin og fram- sögnina á valdi sínu. Slíkur mað- ur verður minnisstæður. Ævistarfi Hannibals verða ekki gerð skil hér. Um það eru til ágæt- ar heimildir í greinum og bókum. Hitt er vfst að hann innti af hendi óvenjufjölþætt starf og átti manna lengstan starfsdag. Með Hannibal Valdimarssyni er horf- inn af sjónarsviði einn þeirra þróttmiklu manna sem gert hafa þessa öld að Gullöld íslendinga. Eftir er að vita hvemig sá arfur verður ávaxtaður. Því verður framtíðin að svara.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.