Tíminn - 14.09.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.09.1991, Blaðsíða 16
4 AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300 ——————-————-—————————- -------- RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Holnarhusinu v TrvggvagoK _ a 28822 EURO-HAIR á Islandi Lausnin er: Enzymnl Nýtt í Evrópu L i Engin hárígræðsla Engin gerfihár Engin lyfjameðferð Einungis tímabundin notkun Eigió iiár rneó hjáip lífefna-orku p:cmJxI!m?121 Rvlk ® S1' 676331 e.kl.16.00 Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga SIMI 91-676-444 Tímiiui oARDAGUR 14. SEPT. 1991 Nýjung í skurðlækningum tekin upp á Landakotsspítala í fyrradag. Sparar stórlega legurými og lyfjagjöf: S ki m >að< gei 'ði rár >es$ a ð sj 1 w |U ingi jr < »é $k< >ri inn upi P Aö frumkvæöi Sigurgeirs Kjartanssonar skurðlæknis á Landa- kotsspítala hefur þar verið tekið í notkun nýtt tæki — svonefnd kviðsjá. Með tækinu skapast möguleikar á því að gera smærri og miðlungs kviðarholsaðgerðir án þess að opna kviðarhol sjúk- linga. Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands gaf fé til kaupa á tækinu. Það var tekið í notkun í fyrradag og þá fór fram fyrsta aðgerðin með hjálp þess. Fjarlægð var skemmd gall- blaðra úr sjúklingi og tókst aðgerðin eins og best varð á kosið. „Jú, sjúklingurinn fer heim í dag af spítalanum eftir aðgerðina í gær, en hefði þurft að liggja á spítalan- um í fjóra til sex daga hefðum við skorið hann upp með venjulegum hætti,“ sagði Sigurgeir Kjartans- son læknir í gær. Sigurgeir sagði ljóst að spamað- urinn af kviðsjánni ætti að geta orðið taisverður, þrátt fyrir að tals- vert þyrfti að nota af einnota bún- aði við aðgerðir og sjálft tækið kostaði um þrjár milljónir króna. Sparnaðurinn yrði fyrst og fremst í stórum færri legudögum á spítal- anum og tækið og búnaðurinn yrði þar með fljótur að borga sig. Sigurgeir segir að Landakotsspít- ali hafi, með því að útvega þetta tæki, verið tiltölulega fljótur til að tileinka sér þessa nýju tækni. Það sé ekki lengra síðan en árið 1988 sem byrjað var að nota kviðsjár til kviðarholsaðgerða eins og þeirrar sem gerð var í gær. Hins vegar væri kviðsjáin nú að ryðja sér tii rúms mjög hröðum skrefum og fyrirtæki þau, sem framleiða tæknibúnaðinn, önnuðu ekki eft- irspurn. Kviðsjáraðgerðir fara þannig fram í grófum dráttum að barki með ljósleiðara og myndalinsu á endan- um er lagður inn í kviðarhol um stungugat, ámóta svert og litlifing- ur. Þá er blásið lofti í kviðarholið til þess að gott útsýni fáist um vett- vanginn. Síðan er handverkfæmm stungið inn í holið um þar til gerð slíður og aðgerðin síðan unnin eft- ir þeirri mynd sem linsan og ljós- leiðarinn varpa upp á sjónvarps- skjá. Þegar gallblaðra er fjarlægð, eins og í gær, er fráfærslugangi gall- blöðm og slagæð til hennar lokað með stálklemmum, en brennt fyrir smærri æðar eins og gert er við venjulega holskurði. Sigurgeir sagði að aðgerðin í gær hefði tekið lengri tíma en hol- skurðaðgerð af sama toga. Aðgerð- artíminn ætti þó vafalaust eftir að styttast eftir því sem læknar og að- stoðarfólk vendust hinni nýju að- ferð. Aðgerðartími nú væri víðast hvar heldur lengri en holskurðar- aðferðin hefðbundna, eða um 70- 90 mínútur. Reynslan væri þó sú að með aukinni þjálfun nálgaðist aðgerðartíminn venjulegan hol- skurðartíma, sem er 30-60 mínút- ur. Höfuðatriði væri þó að auk þess sem þessi tækni sparaði legudaga á sjúkrahúsi þá sparaði hún sjúk- lingum vemlega vinnutap. Sjúk- lingarnir gætu komist til vinnu aftur helmingi fyrr en ef þeir gengjust undir hefðbundna að- gerð. Að auki þyrfti sjúklingurinn miklu minnaafýmsum lyfjum, svo sem verkjalyfjum og slævandi lyfj- um sem gefa þarf eftir aðgerð. Þetta síðastnefhda skiptir máli í sambandi við öndun o.fl. „Fyrstu dagana eftir hefðbundna skurðað- gerð em lungun mjög viðkvæm. Ef fólk er slævt mikið með slævandi lyfjum þá andar það illa og verður hætt við lungnabólgu. Eftir kvið- sjáraðgerð er sú hætta að mestu úr sögunni," segir Sigurgeir. Kviðsjáin er ekki algerlega ný af nálinni. Fmmatriði sjálfrar tækn- innar að baki hennar em orðnar um þriggja áratuga gömul. Kven- sjúkdómalæknar tóku þessa tækni fyrstir í þjónustu sína og em þjálf- aðir í meðferð hennar í sémámi Gallblaðra fjarlægð úr sjúk- lingi í fyrsta sinn á fslandi í fyrradag án þess að opna kviðarholiö. Sjúklingurinn fór heim af spítalanum í gær. Tímamynd: SK sínu. Að sögn Sigurgeirs vom al- mennir skurðlæknar fremur seinir til að tileinka sér tæknina, en árið 1988 var fyrst byrjað að nota kvið- sjá við að fjarlægja steina úr gall- blöðm, en það er aðgerð sem er umdeild meðal fræðimanna. Á því sama ári var síðan í fyrsta sinn fjar- lægð gallblaðra við hjálp af kviðsjá. Þá var eins og opnuðust flóðgátt- ir og nú taka menn botnlanga, gera við þindarslit og skreyjutaug- arrof vegna magasára. Þá hefur kviðsjá komið að gagni sem hluti af stærri aðgerðum, svo sem losun á vélinda. —sá Þetta er fólkið sem á Landakotsspítala beitti í fyrsta sinn á fs- landi nýrri tækni, kviðsjá, við að fjarlægja gallblöðru. Frá vinstri Þóra Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur, Sigurgeir Kjartansson skurðlæknir, Tom McGill skurðlæknir, Soffía Níelsdóttir hjúkr- unarfræðingur, Anna Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur og Þorvaldur Ingvarsson læknir. Tímamynd: sk 1.100 útlendingar fengið atvinnuleyfi Atvinnulausum fækkaði töluvert frá júlí til ágúst í öllum landshlutum nema á Suður- nesjum. Skráð atvinnuleysi í ágúst svaraði til ^ þess að um 1.400 manns hafi að jafnaði ver- ið án vinnu allan ágústmánuð, eða 1% fólks á vinnumarkaði. Það virðist á hinn bóginn segja nokkra sögu um atvinnuleysi í landinu, að Vinnumálaskrifstofa félagsmálaráðuneyt- isins var í júlílok búin að veita rösklega 1.100 útlendingum atvinnuleyfí, sem er 30% fjölg- un frá sama tíma í fyrra. Aukningin er öll sögð í fiskvinnslu. En 440 útlendingar fengu leyfi til starfa í þeirri at- vinnugrein á þessu sjö mánaða tímabili. Atvinnulausir í ágúst voru nú um 530 færri heldur en í sama mánuði í fyrra og um 240 færri heldur en í mánuðinum á undan. Sem fyrr segir virðist atvinna hafa aukist milli mán- aða, eða staðið í stað, á öllum stöðum nema Grindavík. Þar vantaði um 68 manns vinnu að jafnaði allan mánuðinn, sem er hátt hlutfall á ekki fjölmennari stað. Aðrir staðir með meira en fimm tugi at- vinnulausa voru: Ólafsvík (53), Hafnarfjörður (55), Kópavogur (101), Akureyri (184) og Reykjavík (434). Hlutfallslega eru tvöfalt fleiri atvinnulausir á landsbyggðinni (1,5%) en á höfuðborgarsvæð- inu (0,7%) og konur sömuleiðis nær tvöfalt fleiri en karlar. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.