Tíminn - 14.09.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.09.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 14. september 1991 „Nei, alls ekki. Samtökin eru ekki tengd neinum stjórnmálaflokkum eða hags- munasamtökum. Þau vilja stuðla að víð- tækri fríverslun á milli landa og góðum samskiptum íslendinga við Evrópu- bandalagið, sem og aðrar þjóðir og heimshluta. Samstaða vill hins vegar gera það án þess að íslendingar tengist viðskiptabandalögum. Við teljum okkur ekki eiga erindi í Evrópubandalagið. Nú er verið að stofna nýtt ríki úr EB og við teljum að það sé betra fyrir ísland að vera utan þess en innan.“ — Hvaða kosti eiga íslendingar ef þeir gerast ekki aðilar að Evrópska efnahags- svæðinu? „íslendingar hafa ágætis viðskipta- samning við Evrópubandalagið. Hann er í gildi og mun halda áfram að vera í gildi, nema annar hvor aðilinn segi honum upp, en það hefur ekki verið til umræðu. Við viljum þó gjarnan endurskoða þenn- an viðskiptasamning og ég tel að það sé mjög eðlilegt, en hann er íslendingum fremur hagstæður. Þegar Islendingar gengu í EFTA þá gerðu þeir viðskiptasamning við Evrópu- bandalagið. í honum fólst viðskiptafrelsi, þ.e. fríverslun með flestar vörur, en þó voru undantekningar með sjávarafurðir að einhverju leyti. Flestar okkar sjávaraf- urðir fara inn á Evrópumarkaðinn með lágum tollum eða engum tollum. Við viljum náttúrlega afnema alla tolla. En þessi samningur varðandi sjávarafurðir, svokölluð bókun 6, tók gildi 1976 og hann gildir áfram. íslendingar eru nú þegar með tiltölulega hagstæða samn- inga við Evrópubandalagið er varðar af- urðir. En það eru hærri tollar á unnum fiski og við vildum gjarnan fá lægri tolla, en bandalagið er auðvitað að vernda sitt svæði með tollunum. Mér finnst að það gæti oft ákveðins misskilnings í umræð- unni varðandi Evrópubandalagið. Bandalagið vill ekki auka fríverslun við allar þjóðir, heldur vilja þeir auka frí- verslun innan sinna aðildarlanda, en síð- an vilja þeir byggja tollamúra í kringum sig. Mín skoðun er sú að það eigi að vera frjáls vöruviðskipti á milli landa. Margir íslendingar virðast líta svo á að ef við gerumst ekki aðilar að Evrópsku efnahagssvæði eða Evrópubandalaginu þá munum við ekki geta selt físk til Evr- ópu. Það er misskilningur. Auk þess held ég að það sé hættulegt að binda sig við einn markað. Bandaríkjamarkaður hefur verið okkur mjög mikilvægur í gegnum árin. Viðskipti okkar við Norður-Amer- íku eru minni nú en oft áður vegna ým- issa ytri aðstæðna, en ég tel að við eigum að rækta þann markað. Einnig höfum við mjög mikla möguleika í Asíu, t.d. í Japan og víðar. Markaður í Austur-Evr- ópu er auk þess óskrifað blað fyrir okkur enn sem komið er. Þar höfum við mjög mikla möguleika. Okkar góðu fiskafurðir eru víða mjög eftirsóttar. Við höfum allt- af getað selt fískinn undanfarin ár, þetta er ekkert vandamál. Við stöndum ekki frammi fyrir neinum afarkostum. Sjáv- arafurðir eru eftirsóknarverð vara og eiga eftir að verða enn eftirsóttari." — í umræðunni um aðild að Evr- ópsku efnahagssvæði er sífellt talað um sjávarafurðir. Hvað er það fleira sem felst í aðildinni? „Ég hef orðið vör við það að margir halda að aðildin snúist bara um það að selja fiskinn okkar til Evrópu. Þegar slitnaði upp úr viðræðunum um Evr- ópskt efnahagssvæði í sumar, þá fyrst varð mörgum ljóst að í aðildinni fólst miklu meira, þ.e. að í raun og veru var verið að semja um fjórfrelsið svonefnda. í því felst óheft flæði vöru, fjármagns, þjónustu og vinnuafls. Með því að gerast aðilar að Evrópsku efnahagssvæði þá tökum við yfir öll lög og reglur Evrópu- bandalagsins að því er þessa þætti varðar, sem er ekkert lítið mál. Við getum þá ekki lengur tryggt að íslendingar gangi fyrir um vinnu hér á landi. Við eigum þá líka á hættu að útlendingar eignist hlut í sjávarútveginum og nái yfirhöndinni í atvinnulífi okkar. Það er heldur ekki gert ráð fyrir neinum undantekningum, að því er þessa þætti varðar, í EES- viðræð- unum. Þau 19 lönd, sem þama taka þátt, em jafnrétthá innan Evrópska efnahags- svæðisins. Ef ekki em settir skýrir fyrirvarar í sjálfan samninginn, er varða íslensk fiskiskip, þá getum við ekki komið í veg fyrir, að erlendir aðilar eignist hlut í fisk- veiðum hér við land. Ég er ansi hrædd um að þá verði erfitt fyrir okkur að halda efnahagslegu sjálfstæði. Dómstóll Evrópubandalagsins felldi þann úrskurð á dögunum, að breskt lagaákvæði, sem koma átti í veg fyrir að Spánverjar og aðrir útlendingar kæmust inn í breska landhelgi, samræmdust ekki lögum bandalagsins. Bresku lögin eru þarna talin mismuna þegnum Evrópu- bandalagsins. Eftir þennan dóm blasir við sú hætta að EFTA-löndin geti ekki komið í veg fyrir fjárfestingar erlendra aðila í fiskiskipum og að aðilar banda- lagsins geti þannig komist yfir kvóta. Ef íslendingar gerast aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu getur þetta einnig átt við um okkur, svo framarlega sem við fá- um ekki beina fyrirvara inn í samninginn um þessi atriði. Þessi túlkun hefur kom- ið fram hjá virtum norskum lögfræðing- um og einnig nýlega hjá Stefáni M. Stef- ánssyni lagaprófessor." — Hefur þessi úrskurður dómstólsins einhveija frekari þýðingu fyrir íslend- inga? „Já, vissulega. Ef það verður samið um fjórfrelsið, sem er grundvöllur Evrópu- bandalagsins, gildir grundvöllurinn, sem þessi úrskurður byggir á, einnig fyrir okkur. Auðvitað ætlar enginn að hindra það að fólk komist á milli landa eða að koma í veg fyrir allar fjárfestingar útlendinga. Hins vegar á Alþingi íslendinga að setja þau lög og þær reglur sem við teljum henta okkur. Það er alls ekki víst að lög og reglur, sem eiga við í Frakklandi eða Þýskalandi, eigi við hér á landi. íslend- ingar þurfa einnig að athuga það að við getum ekki sett ný lög á Alþingi sem brjóta í bága við lög bandalagsins, ef við gerumst aðilar að Evrópska efnahags- svæðinu. Þá erum við í rauninni að gera lög bandalagsins að okkar lögum og um leið að takmarka okkar löggjafarvald, sem er hluti af okkar fullveldi. Evrópu- bandalagslögin verða þá ofar okkar lög- um. — Er ekki takmörkun á fullveldi ís- lendinga eitt af meginmálunum t þess- um samningum? „Mér finnst þetta atriði skipta mjög miklu máli í þessum samningum. Fjór- frelsið hefur nánast ekki fengið neina umfjöllun hérlendis. Og það er eitt af meginmarkmiðum Samstöðu að upplýsa þjóðina hvað í þessum samningum felst. Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna t.d. utanríkisráðherra segir fólki ekki sannleikann um þessa samninga og hvað í þeim felst. Ef samningarnir um Evr- ópska efnahagssvæðið eru svona góðir, hvað hafa þeir íslendingar þá að fela sem vilja okkur þar inn? Umræðan hefur fyrst og fremst verið um fiskinn. Auk þess er t.d. talað við unga fólkið um það að verið sé að reyna að opna fyrir því háskóla í Evrópu. Frá árinu 1984 hefur verið unn- ið að samningum við Evrópubandalagið um tuttugu mismunandi málaflokka, t.d. skólamál, rannsóknir og þróun og umhverfismál, svo eitthvað sé nefnt. íslendingar eiga auðvitað að halda áfram þeirri samvinnu, þó svo að við ger- umst ekki aðilar að Evrópska efnahags- svæðinu. Mig er farið að gruna að utanríkisráð- herra óttist það, að ef fólk vissi hvað í samningnum fælist myndi það snúast gegn honum.“ — Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra sagði á dögunum að ef ís- lendingar gerðust ekki aðilar að Evr- ópska efnahagssvæðinu þá myndi það einungis flýta fyrir inngöngu okkar í Evrópubandalagið. Ert þú sama sinnis og utanríkisráðherra? „Það er mitt álit að Jón Baldvin og stór hluti Alþýðuflokksins hafi verið sömu skoðunar og forsætisráðherra Noregs, að Evrópska efnahagssvæðið sé biðstofa eða ágætis stökkpallur inn í Evrópubanda- lagið. Ég held hins vegar að ef við værum að ræða um inngöngu í Evrópubanda- lagið þá myndi fólk frekar gera sér grein fyrir því hvað væri á ferðinni. Augu manna eru smám saman að opnast, svo sem sjá má á kosningaúrslitunum í Nor- egi. Þar hafa skoðanir fólks breyst mjög mikið núna í sumar. í Noregi sýndu skoðanakannanir að fólk vildi ekki ganga í Evrópubandalagið, en meirihluti studdi hins vegar aðild að Evrópsku efnahags- svæði. Nú hefur fólk í Noregi uppgötvað að Evrópska efnahagssvæðið er ekki ýkja frábrugðið Evrópubandalaginu." — Hveraig sæir þú ísland fyrir þér sem aðila að Evrópska efnahagssvæðinu? „Það, sem gæti gerst, er að erlendir að- ilar sæju sér hag í að fjárfesta hér á landi, fyrst og fremst í verðmætum auðlindum okkar. Þeir myndu sjá sér hag í að fjár- festa í fiskiskipum og kvótum og síðan myndu þeir flytja hráefnið beint í sínar verksmiðjur nálægt markaðnum, þannig að við yrðum eins konar verstöð á þessu sviði og það væri það versta sem gæti gerst. Utlendingar gætu einnig séð sér hag í því að fjárfesta í laxveiðiám og jarð- hita. Við höfum hér á landi engin skýr lög um eignarrétt á jarðhita og vatnsafli. Það á enginn fossana, við eigum þetta öll. Það væri ansi erfitt fyrir okkur að tryggja að auðlindirnar séu aðeins fyrir okkur, ef við göngumst undir það að all- ar þessar 360 milljónir hafi sama rétt. Við megum heldur ekki gleyma hálend- inu; hver á hálendið? Við öll og við vilj- um ráða því hvemig við nýtum það. Eg sé hins vegar fyrir mér að við gætum misst út úr höndunum á okkur náttúm- perlur sem eru okkur dýrmætar. Ég held að vísu að það verði ekki nein biðröð af erlendum aðilum sem hafí áhuga á að fjárfesta í öðrum íslenskum atvinnurekstri. íslenskir fjármálamenn gætu auk þess séð sér hag í því að fjár- festa í fyrirtækjum nær efnahagsmiðj- unni í Evrópu þar sem vöxturinn er. Þetta gæti þýtt að við myndum tapa út úr höndunum á okkur okkar mikilvægustu auðlindum, jafnframt því sem við mynd- um missa fjármagn úr landi og yrðum þá fátækari og einangraðri heldur en við er- um nú.“ — Þar sem þú situr á Alþingi fyrir Kvennalistann, má þá líta svo á að jafn- aðarmerki sé á milli stefnu Kvennalist- ans og Samstöðu í þessu máli? „Það er ekki aðalatriðið. Kvennalistinn hefur að vísu verið andvígur samningum um Evrópska efnahagssvæðið. Þess vegna er það mjög eðlilegt að kvenna- listakonur starfi í samtökum eins og Samstöðu. í Samstöðu er hins vegar fólk úr öllum áttum. Fjölmennasti hópurinn innan samtakanna er fólk sem ekki er á skrá í neinum pólitískum flokki. Það var ekki síst sá hópur sem leitaði eftir því að ég yrði formaður í þessum samtökum. Þau vinna fyrst og fremst gegn aðild ís- lands að Évrópsku efnahagssvæði og Evrópubandalaginu. í öðrum málum geta skoðanir fólks innan Samstöðu ver- ið skiptar." — Gæti Samstaða orðið nýtt afl í ís- lenskum stjóramálum? „Samstaða ætlar ekki að fara út í neina beina flokkapólitík, en hún verður von- andi afl sem hefur áhrif. Ég hef síðustu daga orðið vör við mikinn stuðning við málstað okkar, m.a. hefur fjöldi fólks hringt til mín og lýst ánægju sinni yfir stofnun samtakanna." Jakobína Sveinsdóttir Kristín Einarsdóttir, formaður Samstöðu um óháð ísland: ÞURFUM EKKI í EES TIL AÐ SELJA FISK Þann 29. ágúst síðastliðinn voru samtökin Samstaða um óháð ísland, í styttra formi Samstaða, stofnuð. Tilgangur samtakanna er að vinna gegn aðild Islands að Evrópsku efnahagssvæði (EES) og Evrópubandalaginu (EB). Samtökin vilja stuðla að víðtækri fríverslun milli landa og góðum samskiptum lslendinga við Evrópu- bandalagið svo og aðrar þjóðir og heimshluta. Um Ieið vilja þau tryggja að íslending- ar verði hér eftir sem hingað til óháðir viðskiptabandalögum og þjóðin haldi óskertu fullveldi. Auk þess telja samtökin að kjósendum eigi að gefast kostur á að segja álit sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en ríídsstjóra og Alþingi taka afstöðu til aðildar að Evrópsku efnahagssvæði eða Evrópubandalaginu. A stofnfundinum var Kristín Einarsdóttir alþingiskona kosin formaður Sam- stöðu. Af því tilefni er Kristín tekin tali og spurð að því hvort það megi ekki líta á Samstöðu sem samtök einangrunarsinna?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.