Tíminn - 14.09.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.09.1991, Blaðsíða 3
Laugardagur 14. september 1991 Tíminn 3 Biðtími einstæðra foreldra í Reykjavík eftir barnaheimilisplássi lengist úr 8 í 11 mánuði: Biölisti tvöfaldaöist á síðustu fimm árum Möguleikar einstæðra foreldra til að koma ungum börnum sínum í gæslu á vegum Reykjavíkurborgar virðast fara versnandi ár frá ári. Þannig hefur biðlisti eftir dagheim- ilisplássi fyrir böm einstæðra nær tvöfaldast á fimm árum (úr 220 í 417 böm). Á sömu fimm árum hef- ur meðalbiðtími þessara barna eftir plássi lengst um meira en þriðjung (úr 7,8 upp í 10,7 mánuði). Á þessum fimm árum hefur börn- um einstæðra foreldra fjölgað um fjórðung í borginni, en plássum fyr- ir þau á dagheimilum borgarinnar aðeins um 6% (úr 724 í 770). Enda kemur í ljós að í gæslu hjá dag- mæðrum hefur þessi hópur stækkað um 50% á sama árabili (úr 330 í árs- lok 1985 upp í 500 um síðustu ára- mót). Þessar upplýsingar koma m.a. í ljós þegar ný ársskýrsla Dagvistar barna 1990 er borin saman við samsvar- andi skýrslu fýrir árið 1985. Giftir fengið nýju plássin Samanburðurinn sýnir m.a. að framkvæmdir í dagvistunarmálum borgarinnar á þessum árum virðist hafa komið öllum öðrum fremur til góða heldur en einstæðum foreldr- um. Þannig hefur t.d. gift fólk (þar með taldar fóstrur á heimilunum) fengið fyrir sín börn 103 af þeim 129 dagheimilisplássum sem bæst hafa við á þessum tíma. Enda hefur með- albiðtími þessa hóps styst úr 3,6 niður í 2,9 mánuði. Biðtími hefur líka styst í kringum 2 mánuði hjá háskólastúdentum, þótt plássum hafi ekki fjölgað fyrir þeirra böm. Alls voru 1.264 börn á dagheimilum borgarinnar í lok síðasta árs. Þá vekur athygli að þótt bömum einstæðra foreldra í gæslu dag- mæðra hafi fjölgað stórlega síðustu árin (um 170), hefur öllum börnum í gæslu þeirra samt fækkað um þriðjung. í árslok 1985 gættu dag- í-:^» n mæður um 900 barna umfram þau sem borgin niðurgreiddi ekki gæslu fyrir. Um síðustu áramót voru það aðeins 320 böm, samkvæmt skýrslu Dagvistar barna. Enda hefur börn- um einstæðra foreldra fjölgað hlut- fallslega úr 27% upp í 61% af öllum bömum í gæslu á einkaheimilum. Nær öll fjölgun bama Aukin þörf einstæðra foreldra fýrir barnagæslu þarf líklega ekki að koma á óvart þegar litið er á íbúatöl- ur Hagstofunnar. Þær sýna m.a. að einstæðum foreldmm í Reykjavík hefur fjölgað um 700 á sama tíma og dagheimilisplássum hefúr fjölgað um 46 fýrir börn þeirra. Börnum á aldrinum 0-14 ára í Reykjavík hefur fjölgað um 1.380 á umræddu fimm ára tímabili. Á sama tíma hefur börnum einstæðra foreldra fjölgað um 1.080. Með öðrum orðum, hefur nær öll fjölgun bama í borginni orð- ið á heimilum einstæðra foreldra. Slík heimili taldi Hagstofan hátt í 4 þúsund um síðustu áramót. En heimili vígðra og óvígðra hjóna með börn losuðu þá hins vegar 10 þús- und. Biðtími á leikskóla lengist aðeins Á leikskólum borgarinnar eru börn hins vegar ekki flokkuð eftir fjöl- skyldumynstri eða starfi foreldra, eins og á dagheimilunum og hjá dagmæðrunum. í desember s.l. voru 2.450 börn á leikskólum borgarinn- ar, sem er um 220 fleiri (10%) en fimm árum áður. Fjölgun leikskólaplássa virðist næstum því halda í við aukningu á eftirspurn á undanförnum árum. Fjöldi nýrra umsókna var litlu meiri í fýrra (1.480) eins og fimm árum áður, og biðlisti í árslok (1.220 börn) heldur ekki miklu lengri. Meðalbið- tími eftir plássi var um 13 mánuðir í fýrra, aðeins lengri en árið 1985. Þegar litið er til þess að ekki er hægt að sækja um leikskólapláss fýrr en barn nær 18 mánaða aldri, er ljóst að börn eru komin vel á þriðja ár þegar leikskólavist þeirra hefst. Enda voru yngri en 3ja ára innan við 10% barna á leikskólum borgarinn- ar um síðustu áramót. - HEI Umsækjendur um stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum: Níu kallaöir einn útvalinn Níu guðfræðingar sóttu um emb- ætti þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Þeir eru séra Ágúst Sigurðsson á Prestsbakka, sr. Cuðmundur Örn Ragnarsson Reykjavík, Guðrún Edda Gunnarsdóttir guðfræðingur Reykjavík, sr. Hanna María Péturs- dóttir Skálholti, sr. Ragnheiður Eria Bjamadóttir Raufarhöfn og sr. Rögnvaldur Finnbogason Staða- stað. Þrir óskuðu nafnleyndar. Umsækjendur um önnur embætti á vegum þjóðkirkjunnar eru þessir: Um Raufarhafnarprestakall sækir Jón Hagbarður Knútsson guðfræð- ingur Reykjavík. Um Stykkishólms- prestakall sækir sr. Gunnar Hauks- son sóknarprestur á Þingeyri og dr. Sigurjón Eyjólfsson guðfræðingur Reykjavík. Adda Steina Björnsdóttir guðfræðingur, Ragnheiður Sverris- dóttir djákni og Vigfús Hallgrímsson BA í uppeldisfræðum sækja um starf fræðslufulltrúa á biskupsstofu. Eng- ar umsóknir hafa borist um Hólma- víkurprestakall og Patreksfjarðar- prestakall. —sá Ferðamálaráð hafnar hugmyndum um meiri álögur: Lendingargjöld veröi óbreytt Ferðamálaráð samþykkti á fundi íslenskrar ferðaþjónustu, sem nú þann 6. þ.m. að mótmæla hug- myndum, sem fram hafa komið um að hækka lendingargjöld og innrit- unargjöld flugfarþega. Ráðið telur að aukin skattheimta af þessu tagi spilli samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu, sem þegar ber þunga skattbyrði. Þá minnir ráðið á að ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein, sem líkleg er til að skila verulegum hagnaði ef hlúð er að rekstrarskilyrðum henn- ar. —sá VINNUVELA- eigendur Endurbyggjum vökvatjakka í bú- og vinnuvélar Eigum allar algengar stærðir af þéttingum og efni í tjakksköft og tjakkhús. Eigum stjórnloka og slöngur fyrir greipar við moksturstæki. Gefum faglegar ráðleggingar. raii«ji ujlwji uu^5)Uígj Járnhálsi 2 • Sími 91-683266 -110 Rvk - Pósthólf 10180

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.