Tíminn - 14.09.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.09.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 14. september 1991 1111 ÚTLÖND Kosningar í Svíþjóð á morgun: MIKIL ÓVISSA UM ÚRSLITIN Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudag. Óvíst er hvernig þær fara, og samkvæmt nýrri skoðanakönnun er óljóst hvort borgara- flokkarnir ná meirihluta. Flest þykir benda til að Nýtt lýðræði verði í oddastöðu, en það vantar nokkuð upp á að sænsldr jafnaðarmenn haldi sínum meirihluta. 800-900 þúsund kjósenda virðast ekki vera búin að ákveða hvar X-ið lendir á kjörseðlinum, nú þegar aðeins er rúmlega sólarhringur í kosningar. Það verður því ekki fyrr en á sunnudagskvöld að ljóst verður hvort Ingvar Carlsson, forsætisráð- herra og jafnaðarmaður, heldur völdum eða víkur. Jafnaðarmenn hafa tapað fylgi allt síðan fyrrum leiðtogi þeirra, Olof Palme, var myrtur árið 1986. Þeim er ekki spáð meira en 36% atkvæða, en í síðustu kosningum fengu þeir 43,2% atkvæða. í skoðanakönnun um fylgi flokkanna í febrúar sl. kem- ur í Ijós að ef kosið hefði verið þá, hefðu jafnaðarmenn ekki fengið nema 30,7% atkvæða. Þeir virðast hafa bætt sig nokkuð síðan. Fylgis- tap þeirra er skýrt að nokkru með slakri efnahagsstjórn og stöðnun í sænsku þjóðlífi. Ef svo fer sem spáð er, hefur fylgi jafnaðarmanna ekki verið minna síðan þeir komu fyrst fram, árið 1930, sem öflugur verka- lýðsflokkur, miðjuflokkur á milli kommúnisma og kapitalisma. Olaf Ruin, prófessor í stjórnmála- vísindum við háskólann í Stokk- hólmi, segir að þrátt fyrir slæma út- komu í kosningunum, þurfi það ekki að þýða að jafnaðarmennskan sé liðin undir lok. Borgaraflokkarnir hafa látið í ljós áhuga á að mynda stjórn saman, þar sem leiðtogi Hófsama flokksins, Carl Bildt, yrði forsætisráðherra. Hins vegar hafa borgaraflokkarnir lýst yfir að ekki sé áhugi á að vinna með Nýju lýðræði, en sá flokkur þykir líklegur til alls. Búist er við að hátt í 6 milljónir kjósenda komi að kjörborðinu á Ekki skýrist fyrr en á sunnu- daginn hvort Ingvar Carlsson verður forsætisráðherra áfram í Svíþjóð. morgun. Kosið verður á yfir 6 þús- und kjörstöðum og munu yfir 70 þúsund menn vinna þar á morgun. Reuter-SIS Prestur rekinn frá BNR: Sendurheim Rómversk-kaþólskur prestur frá Bretlandi var vísað úr landi í Banda- ríkjunum f vikunni, strax eftir að hann var látinn laus úr fangelsi þar sem hann dúsaði í 15 mánuði fyrir kynferðislega áreitni við fjóra altar- isdrengi í söfnuðinum sem hann þjónaði. Anton Mowat, en svo heitir prestur, var sendur til síns heima á Bretlandi og hann fær ekki að koma til Banda- ríkjanna fyrr en í fyrsta lagi árið 2005. Hann sagði við blaðamenn, að hann væri ekki sekur um öll þau brot sem hann var sakaður um. Aðspurður um játningu sína við ákæruatriðum svaraði hann: „Ég átti ekki nokkurra kosta völ.“ Hann þurfti að borga fjölskyldum drengjanna 380.000 dollara. Mowat var gestaprestur hjá kaþ- ólsku kirkjunni í úthverfi Atlanta, Stone Mountain, árin 1986 og 1987 þegar hann var ákærður. Hann var svo handtekinn í janúar 1990. Mowat sagði að fangelsisvistin hefði verið góð reynsla og þroskandi, eða eins og hann orðar það sjálfur: „Ég naut þess.“ Reuter-SIS Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lýkur heimsókn sinni til Teheran: ER FARINN TIL SAUDI-ARABÍU Javier Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, lauk heimsókn sinni til Te- heran í gær. í gær sagðist hann vonast til farsællar niðurstöðu gísladeilunnar næstu daga eða vik- ur. Perez de Cuellar hélt blaða- mannafund á flugvellinum í Teher- an áður en hann flaug til Saudi-Ar- abíu. Hann vildi ekki segja til um hvort næst yrðu það vestrænir gísl- ar eða arabískir fangar sem yrðu látnir lausir. „Satt að segja er ég nokkuð vongóður um að næstu daga eða vikur verði ég kominn með einhverjar niðurstöður í þessu máli,“ segir Perez de Cuellar. Aðspurður um hvort þetta þýddi lausn eins eða fleiri þeirra gísla, sem eru á valdi Shítamúslíma í Beirút, sagði hann: „Ég geri ekki upp á milli gísla. Ég get ekki verið mjög nákvæmur, því ég vil ekki vekja of miklar vonir." Ali Akhbar Velayaty, utanríkisráð- herra írans, var einnig á blaða- mannafundinum. Hann sagðist vonast til að gíslar af öllum þjóð- emum yrðu látnir lausir eins fljótt og hægt er. Perez de Cuellar var í tvo daga í Teheran, og ræddi við ráðamenn þar um gíslamálið. Síðan á miðvikudag hafa ísraelar látið lausa 51 arabískan fanga af þeim hundruðum sem em fangels- aðir í ísrael. Þá hafa ísraelar fengið afhentar jarðneskar leifar eins þeirra sjö hermanna sem þeir hafa viljað fá upplýsingar um, og upp- lýsingar um afdrif tveggja. Perez de Cuellar sagðist hafa jafn mikinn áhuga á öllum gíslum, vestrænum, líbönskum, ísraelsk- um og eins þeim Ijómm írönum sem týndust í Líbanon árið 1982. Flestir diplómatar telja að íran- amir séu látnir, en fulltrúar í Te- heran hafa látið þá á lista yfir gísla sem em í haldi í Beirút. Perez de Cuellar segir að það mál sé allt mjög sorglegt, og sagðist ekki vilja gefa fjölskyldum þeirra falskar von- ir um að þeir væm kannski á lífi. Fyrr í gær þakkaði hann ríkis- stjóm írans fyrir þeirra hjálp í gíslamálinu og sagði að Teheran gæti ekki leyst þetta mál upp á eig- in spýtur. Þá þakkaði Velayati, í fyrstu yfirlýsingu íranskra stjórn- valda um gíslamálið síðan Perez de Cuallar kom til Teheran, honum fyrir alla hans aðstoð. „Við vonum að allir gíslar, sama af hvaða þjóð- emi, verði látnir lausir sem fýrst. íranskir, vestrænir og aðrir,“ sagði Velayati. Hann sagði að það væri ekki þeirra mál að segja til um hvenær það yrði. Reuter-SIS Yfirmaður KGB og utanríkisráðherra Bandaríkjanna hittast: Minnka njósnir um hvern annan Hinn nýi yfirmaður sovésku leyni- þjónustunnar KGB, Vadim Bakatin, sagðist búast við að Bandaríkjamenn og Sovétmenn myndu minnka njósnir um hvem annan nú þegar svo gott samband hefur skapast á milli stórveldanna. „Ég held að það sé markmið beggja aðila," segir Vad- im Bakatin, forstjóri KGB, á fundi sem hann átti með James Baker, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær. Hann sagði að innan leyniþjónust- unnar brynni spurningin: „Hver er óvinurinn?" Þá sagði hann að nú væri KGB búin að missa helsta óvin- inn, sem var að sjálfsögðu Bandarík- in. Washington og Moskva hafa njósnað um hvora aðra í áraraðir, um hernað- arleyndarmál og fleira og fleira. „Ég held að fátt sýni betur hvað sé að gerast í Sovétríkjunum en einmitt það að utanríkisráðherra Bandaríkj- anna skuli hitta yfirmann KGB hér í aðalstöðvum leyniþjónustunnar," sagði Bakatin í gær. Hann bætti við að nú þegar sambandið á milli stór- veldanna færi síbatnandi, væri nauð- synlegt að KGB hreinsaði til hjá sér, skapaði sér nýja ímynd, og væri án óvina. Bakatin hefur þegar hafið endur- skipulagningu innan KGB. Baker sagði að þegar væri búið að gera ýmislegt til að milda ímynd KGB, eins og til dæmis með því að af- henda sænskum yfirvöldum skjöl um Raoul Wallenberg. Hann bjargaði hundruðum Ungverjum frá fanga- búðum nasista á sínum tíma, en ekki er vitað hver urðu örlög hans, því hann hvarf. Baker sagðist ætla að tala við Bakat- in um hugsanlega stríðsfanga, sem gætu hafa verið teknir til fanga í seinni heimsstyrjöldinni. Reuter-SIS Fréttayfirlit MOSKVA - Sovétrikin og Bandaríkin hafa ákveðið að hæfta allri vopnaaðstoð við Afg- anistan til að veita kosningum þar I landi brautargengi. Forseti Afganistans, Najibullah, sem Sovétmenn hafa stutt, og skæru- liðar, sem hafa notið stuðnings Bandaríkjamanna, hafa fagnað þessari ákvörðun. MOSKVA - James Baker, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Bandarikin og Sovétrik- in hafi ekki tekist vel upp með dagsetninguna á ffiðarráðstefnu Miðausturianda, en sagði að enn væri þó stefnt að því að halda ráðstefriuna í október. Málefni Miðausturlanda verða þar i brennidepli, en helst er að (srael- ar setji ströng skilyrði fyrir setu sinni á ráðstefnunni. Þeir hafa t.d. gert ýmsar kröfur um sendi- fulltrúa Palestinumanna á fund- inum. James Baker hefur sagt um það, að þrátt fyrir öll skiiyrði verði ráðstefnan að fara fram, hvað sem það kostar. JERÚSALEM - Leiðtogar I Israel hafa ekki komið fram með neina málamiölun eftir að Ge- orge Bush Bandaríkjaforseti sagði að hann hafnaði öllum til- lögum þingsins um að veita (sra- el lán upp á 10 milljarða. Hann sagði að frekari hjálp við ísraels- menn á þessari stundu gæti graf- iö undan ráðstefnunni um mál- efni Miðausturianda f október. Ráðamenn i (srael hafa áöur sagt að allur stuðningur Banda- ríkjamanna yrði ekki þegin, eða eins og þeir orðuðu það sjálfir. „Frekar lifum við á vatni og brauði en að þiggja ölmusu af Bandaríkjunum." TÝRUS, Llbanon - Sænskur friðargæslumaður var drepinn og fimm aðrir særðir í Týrus í gær. TEHERAN - Javier Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, lauk heimsókn sinni til Teheran í gær. Hann sagðist vonast til að úr gislamál- inu leystist fljótlega. TÓKÍÓ - Japanir fögnuðu ósk Rússa um að hraða viðræðum um Seinni heimsstyrjaldar-samn- inginn, en Rússar töluöu fýrir daufum eyrum þegar minnst var á Ijárhagshjálp Japana við Sovét- ríkin. Rætt var um milljarða, en Japanir sýndu engan áhuga. SEÚL - Norður-Kórea verður orðin fær um að framleiða kjam- orkuvopn innan eins til þriggja ára. Þetta er haft eftir diplómat frá Norður-Kóreu, en hann talaði við blaðamenn á fundi í S-Kóreu. JÓHANN ESARBORG - Fjórir blökkumenn í viðbót, og tveir af þeim lögreglumenn, voru drepn- ir i Suður- Afríku í gær. Lögregl- an segir að allt logi í óeirðum á milli þjóðflokka blökkumanna. Blökkumenn hafa sagt að að- skilnaðarstefnan sé enn i fullu gildi. NEW ORLEANS - Sjónvarps- predikarinn Jimmy Swaggart, sem árið 1988 viðurkenndi að hafa átt mök við vændiskonu, tapaði meiðyrðamáli sem hann höfðaði á hendur keppinauti sín- um, sem átti stóran þátt I að upp komst um athæfi hans. FENEYJAR - Réttindi samkyn- hneigðra voru f brennidepli á kvikmyndahátiðinni í Feneyjum þar sem tvær kvikmyndir, sem fjaiia um málefni samkyn- hneigðra, unnu tii verðlauna. OSIJEK, Júgóslavíu - Evr- ópubandalagið hefur neyðst til að viðurkenna að vopnahléð, sem bandalagið kom á í Júgó- slavíu, hefur gjörsamlega mis- tekist. RÍGA, Lettlandi - Lettar sækj- ast eftir aöstoð vestrænna ríkja, tii að kaupa 800.000 tonn af dýrafóðri, sem landið fær ekki lengur sent frá Sovétríkjunum. FRANKFURT - Vestrænir fjár- málaspekingar hittast í Dresden á sunnudag til að ákveða í hvaða formi Sovétríkin fá aðstoð. LONDON - Sovétrlkin hafa mikla þörf fyrir vestrænt fjármagn og þekkingu ef þau ætla að halda stöðu sinni sem mesta ol- íuriki heims. HONG KONG - Kosið verður í Hong Kong á sunnudag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.