Tíminn - 14.09.1991, Blaðsíða 13

Tíminn - 14.09.1991, Blaðsíða 13
Laugardagur 14. september 1991 Tíminn 21 Þýsk kvikmynda- hátíð í Regnboganum Laugardagurinn 14. september: 21:00 BALANCE Jafnvægi WALLERS LETZTER GANG Síðasta gönguför Wallers Með enskum texta. Leikstjórinn, Christian Wagner, verður viðstaddur sýninguna. 23:00 WALZ Vals þýðingartæki SÁZKA — DIE WETTE Veðmálið Þýðingartæki Sunnudagurinn 15. september: 19:00 EIN SCHÖNER ABEND Yndislegt kvöld Þýðingartæki LETZTES JAHR TiTANIC Síðasta kvöldið um borð í Titanic Þýðingartæki. Leikstjórinn, Andreas Voigt, verður viðstaddur sýninguna. 21:00 HOCHZEITSGÁSTE Brúðkaupsgestimir NACHTS Að næturiagi Þýðingartæki PATH Kwfning Þýðingartæki 23:00 FRANKIE Frankie UBERALLIST BESSER, WO WIR NICHTSIND Það er allstaðar betra að vera, en þar sem við erum Með enskum texta Mánudagur 16. september: 21:00 EINE ROLLE DUSCHEN Eitt stykki sturta TREFFEN IN TRAVERS Stefnumót i Travers Með enskum texta 23:00 SCHWARZBUNTMÁRCHEN Svart og marglitt ævintýri DERGLÁSERNE HIMMEL Glertiiminninn Með enskum texta Hattur ogFattur Leikstjórinn frábæri Spike Lee lætur ekkert koma sér í koll. Þegar þeir þykja fínastir, sem besta hafa hattana, fékk hann sér einn og merkti hann Malcolm X. Malcolm X. var svartari en allt sem svart er og barðist fyrir sjálfsögðum rétti sínum, og sinna, til að vera bara jafn svartur og hann vildi. Eitthvað fór það nú fyrir náhvítt brjóstið á Bandaríkjamönnum, svo þeir skutu hann. Spike Lee vinnur nú að mynd um Malcolm X. Búið ykkur undir það besta. Madonna í svart Madonnan okkar óspjallaða og hjartahreina hefur fengið sér nýja ímynd. Reyndar alveg í ósamræmi við bamslegt sakleysið klæðist hún nú svörtum sorgarbúning, svo ekki sér nema í einn fimmta af líkamanum. Útsýnið hefur nú oft verið betra. BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNIDÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent I Europcar* Landsbvegðar- ÞJÓNUSTA fyrirfólk, stofnanir og fyrirtæki á landsbyggðinnú Pöntum varahluti og vörur. Samningsgerð, tilboð í flutninga. Lögfræðiþjónusta, kaup og sala bifreiða og húsnæðis. Okkur er ekkert óviðkomandi, sem gefur létt fólki störfin. LANDSBYGGÐ HF Ármúla 5 -108 Reykjavík Símar 91-677585 & 91-677586 ________Box 8285_____ Fax 91-677568 ■ 128 Reykjavík Tom Cruise og Nicole Kidman taka sérfrí: Fóru til Parísar, háborgar ástarinnar Tom Cruise og Nicole Kidman tóku sér nokkurra daga frí frá upp- tökum myndarinnar Far and Away, sem er verið að taka upp í suðurhluta írlands. Myndin hefur haft vinnuheitið Irish Story og er önnur myndin sem þau hjón leika saman í. Sú fyrri hét Days of Thunder og þar kynntust þau ein- mitt og urðu ástfangin, Tom skildi við konu sína og þau giftu sig. Al- veg eins og í ævintýrunum. Þau fóru til Parísar í fríinu sínu og dvöldu þar í nokkra daga. Sýni- legt þótti að þau væru mjög ást- fangin þar sem þau gengu um göt- ur Parísar, hönd í hönd. Tom og Nicole eiga von á íyrsta barni sínu á næsta ári. Þau hafa ekki komið fram opinberlega síð- an þau tilkynntu um það, heldur hafa verið önnum kafin við tökur kvikmyndarinnar. í París bjuggu þau í lúxusíbúð á flottasta hóteli borgarinnar og keyrðu um á Rolls Royce. En það var ekkert verið að borða óhollan maL heldur aðeins heilsufæði og drukkið ölkelduvatn, en Tom þyk- ir víst hafa mikinn áhuga á velferð hinnar bamshafandi konu sinnar. Myndin Far and Away verður frumsýnd næsta sumar. í mynd- inni leikur Tom Cruise kaþólskan bónda, sem verður ástfanginn af stúlku sem er mótmælendatrúar og þar að auki dóttir mesta óvinar hans. Að sjálfsögðu leikur Nicole Kidman aðalkvenhlutverkið. Og þá er bara að bíða þar til Far and Away verður frumsýnd og sjá frammistöðu þeirra beggja. Það ætti að minnsta kosti ekki að reynast þeim erfitt að leika saman í ástaratriðunum. París áttu þau góða daga og notuðu tímann til að skoöa sig um. Óneitanlega eru þau skrambi flott par. Greinilegt er að þau eru mjög ástfangin myndinni verða Tom og Nic- Eins og í öllum góðum myndum sæmir eru mörg Ijón í vegi ole ástfangin. fyrsr að þau fá að njótast.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.