Tíminn - 18.09.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.09.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 18. september 1991 Landbúnaðarráðherra breytir reglugerð vegna uppkaupa á fullvirðisrétti: Fyrri niðurfærsla gerð upp innan hvers búmarkssvæðis Landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út reglugerð sem hefur veruleg áhrif á uppgjör fyrri niðurfærslu á fullvirðisrétti í sauðfjárrækt. Það skal gert innan hvers búmarkssvæðis, en ekki á landsvísu eins og fyrri reglugerð kvað á um. Þá verður sala á „þéttbýlisrétti“ ekki gerð upp í haust, heldur næsta haust. í reglugerð landbúnaðarráðherra segir: „Til lækkunar á niðurfærslu fullvirðisréttar á hverju búmarks- svæði kemur innlagður fullvirðis- réttur, sbr. 22. gr., og fullvirðis- réttur nýtanlegur til framleiðslu, sem seldur hefur verið ríkissjóði skv. II. kafla (búvörusamnings). Sala til ríkissjóðs á fullvirðisrétti, sem er í framleiðslu á lögbýlum umfram markmið, sbr. 9. og 10. gr., kemur ekki til lækkunar á fyrri niðurfærslu annarra bú- markssvæða. Ákvæði þessarar mgr. ná ekki til fullvirðisréttar ut- an lögbýla." Samkvæmt þessu verður fýrri niðurfærslan gerð upp innan hvers búmarkssvæðis. Á sumum þeirra hafa bændur selt meiri rétt en þeir þurftu, á öðrum minni. í búvörusamningnum er ekki kveð- ið á um á hvorn veginn upp skal gert. í reglugerð, sem gefin var út að honum gerðum, var hins vegar kveðið upp úr með að það skyldi vera á landsvísu. Því hefur nú ver- ið breytt. Fullvirðisréttur á þeim búmarkssvæðum, þar sem salan var ekki nógu mikil, verður því skorinn flatt strax í haust, en þeim ekki lánaður fullvirðisréttur, af þeim svæðum þar sem sala var meiri en nóg, til næsta hausts, eins og hefði orðið með reglu- gerðinni sem í gildi var. Með því að einskorða uppgjör við lögbýli er því og afstýrt að sala þéttbýlisbænda á fullvirðisrétti nýtist bændum á búmarkssvæð- um þar sem sala náði ekki settu marki. Þéttbýlisrétturinn verður samkvæmt samningi gerður upp á landsvísu. Með því að sala á hon- um verður gerð upp næsta haust er því frestað um ár að umfram- sala á honum komi bændum til góða. Þá hefur landbúnaðarráðherra gefið út reglugerð sem kveður á um að sala líflamba verði héðan í frá innan fullvirðisréttar. Þungi líflamba verður með öðrum orð- um lagður að jöfnu við þunga slát- urlamba, telst framleiðsla innan fullvirðisréttar. Hingað til hefur þessi regla aðeins gilt um sölu líf- lamba til bænda sem hefja búskap á ný eftir niðurskurð vegna riðu. Undantekningin frá þessari reglu er gerð um sölu líflamba vegna kynbóta, hún er enda mjög óveru- leg. -aá. Samkvæmt mælingum Margrétar Hallsdóttur þjá Raunvísíndastofn- un H.Í. á ftjdi í lofti í Reykjavík f sumar, virðíst sem góðviðrið hafi haft þaöífór með sér að það tíma- bil, sem frjó var í lofti, byrjaði fyrr og endaði fyrr en venjulega. Grasfrjó var stöðugt í lofti frá 14. júní til 30. ágúst í sumar. Niður- stöður mælinga i ágúst leiða í Ijós að fyrsta þtiðjung voru | frjó í rúmmetra á sólarhring. Frjó- magnið minnkaði hins vegar veru- lega tvo seinni þriðjunga mánað- arins og var á bilinu 3-4 frjó á rúmmetra. Þetta er mun minna af ftjói í lofti en verið hefur í ágúst þann tíma sem mælingar ná yfir, eða frá 1988-1991. Þegar á heild- ina er litið virðist því ftjó í íofti hafa komið nokkuð fyrr en venju- lega, en minnkað aftur fyrr en venjulega. 90% trjáplantna lifa fyrsta árið Á síðasta ári voru gróðursettar um 1,2 milljón trjáplöntur á 76 stöð- um á landinu. Rannsóknir tveggja sérfræðinga sýna að um 90% piantna lifðu af fyrsta veturinn. Þetta þykir betri árangur en búast hefði mátt við fyrirfram. Þessar upplýsingar komu fram á aðalfundi Skógræktarfélags íslands, sem haldinn var á Höfn í Homafirði fyr- ir skömmu. Á fundinum tilkynnti Jón Loftsson skógræktarstjóri, að Skógrækt ríkis- ins gæfi kost á einni milljón trjá- plantna til gróöursetningar í Land- græðsluskóga 1992. Aðalfundurinn skoraði á stjórnvöld að veita Land- græðsluskógaátakinu ríflegan stuðning úr ríkissjóði, en átakið hef- ur ekki notið ríkisstyrkja til þessa. Aðalfundurinn ítrekaði fyrri sam- þykktir um nauðsyn þess að afnema lausagöngu búfjár innan þess svæðis sem kallað hefur verið „landnám Ingólfs". Sérstaklega er bent á mikil- vægi þess að girða af og friða fyrir lausagöngu búfjár svæði það á Reykjanesskaga, sem liggur utan línu frá Krísuvíkurbjargi um Kleif- arvatn í girðingu Skógræktarfélags Hafnarfjarðar í Undirhlíðum. í stjórn Skógræktarfélags íslands sitja nú: Hulda Valtýsdóttir formað- ur, Sveinbjörn Dagfinnsson, Þor- valdur S. Þorvaldsson, Baldur Helgason, Björn Árnason, Vignir Sveinsson og Sædís Guðlaugsdóttir. Bæjarstjórn Eskifjarðar skorar á Umhverfisráðuneytið: Kannið valkosti við sorpeyðslu Bæjarstjóra Eskifjarðar skorar á umhverfisráðuneytið að þaö geri nú þegar athugun á valkostum sveitar- félaga við sorpeyöslu. Þess verði gætt að kostnaður við þá sé innan þeirra marka sem fjárhagur minni sveitarfélaga leyfir. Athuguninni verði hraðað, svo sveitarfélögin geti valið sér kost við gerð næstu fjár- hagsáætlunar. I greinargerð bæjarstjórnar Eski- fjarðar með samþykktinni segir orð- rétt: „Eins og öllum er ljóst þá eru sorpeyðingarmál sveitarfélaga um allt land í miklum ólestri. Leitað hefur verið að úrbótum, en sú leit hefur skilað litlum árangri til þessa. Þær úrbætur, sem menn hafa séð fyrir sér t.d. hér á Mið- Austurlandi, hafa reynst það dýrar og erfiðar f framkvæmd að málinu hefur hvað eftir annað verið slegið á frest, þrátt fyrir að það þoli enga bið. Ástæða þess að bæjarstjórnin telur eólilegt aó umhverfisráðuneytið taki hér forystu, er hversu almennt þetta vandamál er hjá sveitarfélögum í landinu. Bæjarstjórn Eskifjarðar tel- ur því eðlilegt að umhverfisráðu- neytió taki þessa undirbúningsvinnu á sig, en hvert sveitarfélag standi ekki í kostnaðarsamri og handahófs- kenndri vinnu við að leita að lausn sem ríkisvaldið þarf síðan að sam- þykkja." -aá. FYRIR HELGINA voru Helga Gíslasyni myndlistarmanni afhent bjartsýnisverðlaun Bröstes fyrir árið 1991. Verðlaunaafhendingin fór fram í Gallerí Asbæk, en þar stendur nú yfir sýn- ing á verkum hans. Það var Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, sem afhenti verðlaunin, 30.000 danskar kr. eða hátt í 300.000 ísl. kr. Viðstaddur athöfnina var Peter Bröste forstjóri, en hann er lengst til hægri á myndinni. w Ný reglugerð um hundahald í Hafnarfiröi væntanieg: Ohlýðnir hundar sendir á námskeið Árið 1982 fór fram skoðanakönnun meðal bæjarbúa í Hafnarfirði um afstöðu þeirra tii hundahalds í bænum. Þar kom fram að um 75% þeirra, sem þátt tóku í könnuninni, voru andvígir hunda- haldl. Þrátt fyrir bann við hundahaldi í Hafnarfirði er mikill fjöldi hunda í bænum. í sumar var tekin tíi fyrri umræðu drög aö nýrri reglugerð um hundahald í Hafnarfirði, sem síðan var vísað til heil- brigðisráðs. Ráðið hefur nú skilað áliti og felst á þessi framlögðu drög fyrir sitt leyti. Síðari umræða um málið fer fram í bæjar- stjórninni næstkomandi þriðjudag. Gunnar Rafn Sigurbjömsson, reglugerð segir að hundahald sé bæjarritari í Hafnarfirði, segir bannað í Hafnarfiröi. Á þeirri þessi drög vera keimlík þeim reglugerð eru aðeins tvær undan- drögum sem vlð þekkjum frá öðr- tekningar, þ.e. hundar sem björg- um sveitarfélögum. Þetta er unarsveítir eiga og fylgihundar ósköp einfalt núna, gildandi blindra. Samkvæmt tilvonandi reglugerð má fólk hafa hund í Hafnarfirði, gegn því að hundur- inn sé skráður, menn borgi af honum hundaleyfisgjald og hlíti reglum reglugerðarinnar. Gunnar seglr þróunlna vera þá að sífellt fleíri sveltarfélög leyfi hundahald með tilteknum skil- yrðum. í nýju reglugerðinni er gert ráð fyrir eftirliti með hund- unum, en það er kostaö af hunda- eigendunum með hundale.vfis- gjaldinu. í reglugerðardrögunum koma fyrir nýmæll sem ekki er að finna í reglugerðum annarra sveitarfé- laga, t.d.: „að hundaeftirlitsmað- ur getl krafist þess að eiganái hunds sæki htýðninámskeið með hund sinn, ef ástæða þykir tíl“. Þá segir: „Hundar úr öðrum lög- sagnanimdæmum mega ekki, án leyfis hundaeftirlits, dvelja leng- ur en eina viku í Hafnarfirði." Auk þess segir í drögunum: „Bæjarstjóra getur ákveðið að velta ekki ieyfi fyrir ákveðnum hundategundum, þyld henni ástæða til." Gunnar seglr mállð trúiega verða endaniega aígreltt á þriðju- daginn í næstu viku. -js

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.