Tíminn - 18.09.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.09.1991, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 18. september 1991 Tíminn 7 VETTVANGUR Ólafur Þ. Þórðarson alþingismaður: Opið bréf til menntamálaráðherra Mér hefur verið sent afrit af bréfi frá menntamálaráðuneytinu til Skólanefndar Héraðsskólans í Reykjanesi, stflað á Ágúst Gísla- son, formann nefndarinnar. Bréfið er dagsett 29. ágúst 1991. Ákveðið hafði verið að loka Héraðsskólan- um á Reykjanesi. Stundum er eins og það gleymist að skipting valds- ins í löggjafarvald, framkvæmda- vald og dómsvald er undirstaða þess lýðræðis sem flestir íslend- ingar æskja. Framkvæmdavaldinu, en menntamálaráðherra er einn af handhöfum þess, er ætlað að sjá til þess að stjómkerfið framkvæmi vilja þeirra laga sem löggjafarvald- ið setur. Samkvæmt þeim fiárlög- um sem í gildi em, samþykkt af Al- þingi íslendinga, staðfest af fiár- málaráðherra og forseta íslands, em Héraðsskólanum í Reykjanesi ætlaðir fiármunir sem eiga að duga til óbreyttrar starfsemi skól- ans út þetta ár. Fyrir liggur að nemendafiöldi hefði verið hlið- stæður og síðastliðinn vetur. Sennilega hefðu orðið fleiri nem- endur í vetur, sé horft til þess hve seint nemendur hafa löngum ákveðið hvort þeir færu í skólann. Forsendur fyrir fiárveitingunni voru því í fullu gildi. Ráðherra menntamála hefur því með ákvörðun sinni ógilt samþykkt þingsins og gert að engu undir- skrift fiármálaráðherrans og for- seta landsins. „Miklir menn emm við, Hrólfur minn.“ Þetta segir menntamálaráðherra að sé löglegt. Samkvæmt hans túlkun virðast fiárlögin fyrst og fremst vera heimildarlög. Þau heimila að gera eitt og annað, en skylda ríkisvaldið ekki til útgjalda. Mikið væri nú auðvelt að setja saman fjárlög ef þetta væri rétt. Þá væri allt í lagi þó þingið samþykkti fiárlög sem rúmuðu allar óskir stjórnarsinna. Ráðherramir myndu sjá til þess að aðeins yrði ráðstafað þeim hluta af hinum samþykktu heimildum, sem æski- legt væri talið af framkvæmdavald- inu, þ.e. ráðhermnum. Nú vill svo til að ríkisstjórnin hef- ur verið að glíma við það verkefni að semja fmmvarp til fiárlaga. Það hefur hrikt í stoðum ríkisstjórnar- innar. Stór orð hafa fallið. Öll þessi Ólafur Þ. Þóröarson átök væm óþörf ef skoðun menntamálaráðherrans á eðli fiár- laga væri réttur. Því miður er það að gerast enn einu sinni í þessu landi að fram- kvæmdavaldið treður á löggjafar- valdinu í trausti þess að meirihluti þingmanna hafni því að á það verði látið reyna fyrir Landsdómi hvort ráðherra menntamála hafi brotið lög. Hitt atriði þessa máls er hvort Héraðsskólinn í Reykjanesi hafi verkefni að vinna á því sviði sem hann hefur starfað að undanförnu. í ræðu, sem Guðrún J. Halldórs- dóttir flutti á liðnum vetri sem inngang að fyrirspum til mennta- málaráðherra, segir hún m.a.: ,Á undanförnum ámm sýna skýrslur Hagstofunnar að 150-235 nem- endur á skólaskyldualdri hafa horf- ið úr skýrslunum án þess að vitað sé hvert þeir fóru. Flest þessi tilvik munu vera með eðlilegum skýr- ingum, en langt er frá að svo sé um öll.“ Hér er verið að víkja að þeim nemendum sem hverfa úr skóla. Fyrirspumin var svohljóðandi: „1. Hvaða ráðstafanir hafa yfirvöld menntamála gert til að aðstoða þá nemendur á skólaskyldualdri sem flosnað hafa upp úr skólakerfinu? 2. Em uppi áætlanir um frekari ráðstafanir? Ef svo er, þá hverjar?" Ráðherra segir m.a. í svari sínu: „Það er auðvitað ljóst að margvís- legar ráðstafanir hafa verið gerðar fyrir þá nemendur sem flosna upp úr skólakerfinu. Það á við um þá starfsemi sem þegar er rekin á veg- um Unglingaheimilis ríkisins af ýmsu tagi þar sem er meðferðar- heimili, skóli og fleiri þættir sem em á vegum Unglingaheimilisins. í öðm lagi er það ljóst að ráðgjaf- ar- og sálfræðiþjónusta gmnnskól- ans á að sinna þessum verkefnum. Fræðsluskrifstofurnar eiga að sinna þessum verkefnum. Skóla- stjómm er skylt að hafa eftirlit með þvf að þau börn, sem skólana eiga að sækja, skili sér þangað. Ef þau gera það ekki, þá leiti skóla- stjóramir upplýsinga um af hverju það stafar.“ Margt fleira kemur fram í svar- inu. Samkvæmt gmnnskólalögum er skólaskylda á íslandi. Nemendur eiga ekki að flosna upp úr skóla. Menntamálaráðuneytið er ábyrgt fyrir framkvæmd laganna. í bréf- inu, sem ég fékk afrit af, er m.a. vikið að þróun skólamála. Þar seg- irsvo: „Það er öllum ljóst, sem til þekkja, að tilvist Héraðsskólans í Reykjanesi byggist á nemendum utan byggðarlagsins. Minnkandi aðsókn að héraðsskólum almennt hefur leitt til þess að þeir hafa ver- ið lagðir niður eða önnur starfsemi en grunnskólakennsla sett á fót. Þessi þróun hefúr m.a. leitt til þess að stærra hlutfall nemenda hér- aðsskóla en áður hefur átt við ein- hverskonar erfiðleika að etja. Á þetta m.a. við um Héraðsskólann í Reykjanesi. Ekki skal dregið úr því Héraðsskólinn í Reykjanesi. Ólafur G. Efnarsson mennta- málaráðherra. að þessir nemendur hafi fengið góða umönnun í skólanum, en bent á að það er andstætt gmnn- skólalögum og stefnu ráðuneytis- ins að safna nemendum, sem eiga í tímabundnum eða langvarandi erfiðleikum, saman í tiltekna skóla." Héraðsskólinn í Reykjanesi hefur vissulega tekið við mörgum nem- endum sem flosnað hafa upp í öðr- um skólum. Sumir flosna upp vegna þess að þeir verða fyrir ein- elti, þ.e. andlegu eða líkamlegu of- beldi í þeim skólum sem þeir áttu að vera í. Telur menntamálaráðu- neytið of gott fyrir þessa nemend- ur að eiga möguleika á skólavist f Reykjanesi? Það er ekki andstætt grunnskólalögum að nemandinn fari í skóla. Farísearnir gengu ríkt eftir að menn héldu hvfldardaginn heilagan og vitnuðu í boðorðin. Kristi varð það á, eins og allir vita, að lækna sjúka á hvfldardegi. Ef ráðuneytið tekur það sem ófrá- víkjanlega steftiu að leysa þessi mál í hverjum skóla fyrir sig, er fráleitt að hluti af vandanum, að- eins lítið brot, sé leystur í Reykja- nesi. Þá má óska faríseum til ham- ingju. Eg hef komið þeirri skoðun á framfæri við ráðherra að Héraðs- skólinn í Reykjanesi hafi átt og geti átt mikið hlutverk í mennta- og uppeldismálum. Ég tel einnig að hann spari íslenskri þjóð stórfé. Fyrirbyggjandi starf í uppeldismál- um er ekki einskis virði. Ég hef ekki rætt þessi mál út frá byggðasjónarmiði. Mér er Ijós stefna ríkisstjómarinnar í byggða- málum. Virðingarfyllst, Ólafur Þ. Þórðarson, 2. þingmaður Vestfiarðakjördæmis Ráöstjórnarríkjunum heitið tækni- legri aðstoð og efnahagslegri ráðgjöf Á fundi leiðtoga sjö helstu iðnríkja í London, sem Gorbachev sat, var Ráðstjórnarríkjunum 17. júlí 1991 heitið tæknilegri aðstoð og efna- hagslegri ráðgjöf að Associated Press hermdi „(i) Með því að afla Ráð- stjómarríkjunum „sérlegra tengsla" við Alþjóðíega gjaldeyrissjóðinn og systurstofnun hans, Alþjóðlega bankann, en jafnvel þótt Ráðstjóm- arríkjunum bjóðist ekki lán úr þeim, geta þau neytt „dýrmætrar reynslu þeirra“ við eigin ráðagerðir um efnahagslegar umbætur. (ii) Með því að hvetja öll alþjóðleg samtök til „að samhæfa og styrkja" viðleitni til að veita Ráðstjórnar- ríkjunum „praktíska ráðgjöf' og „starfsfærni" til að hjálpa þeim til að koma á markaðsbúskap og til að laða til sín útlenda fiárfestingu. (iii) Með því að bjóða sérlega „tæknilega aðstoð“ til að hjálpa Ráðstjórnarríkjunum til að nýta orkulindir, að setja hergagnaiðnað til friðsamlegra nota, að bæta dreifingu matvæla, að auka öryggi í kjarnorkuverum og að efla sam- göngur. (iv) Með því að hjálpa Ráð- stjórnarríkjunum til að auka við- skipti, ekki aðeins við Vesturlönd, heldur líka við fyrri viðskiptalönd sín í Austur-Evrópu. (v) Með því að gestgjafi fundar leiðtoganna (sem á að skiptast að halda fundi þeirra), hafi „náin samskipti" við Mikhail S. Gorbachev forseta. (vi) Með því að hvetja fiármálaráðherra sem og forráðamenn lítilla íyrirtækja að gera sér ferð til Moskvu til fundar við stallbræður sína.“ Þrengir að Austur- Evrópu Iðnframleiðsla í Austur-Evrópu varð 13% minni á fyrsta ársfiórð- ungi 1991 en 1990. Efnahagslega samanburðarstofnunin í Vín, sem lylgist með austur-evrópskum efnahagsmálum, kveður tvo þætti einkum valda samdrættinum: strangar ráðstafanir til að viðhalda stöðugleika í atvinnumálum og bakfall í viðskiptum á milli austur- evrópskra landa. Af þeim keyptu Ráðstjórnarríkin 58% minna en áður og seldu til þeirra 41% minna. Og til Vesturlanda seldu öll þeirra minna, nema Pólland og Ungverjaland. Úr fjárfestingu dró, um 20% á svæðinu öllu, en í Tékkóslóvakíu þó um 25-35%. Þótt á eftirspurn slaknaði, fór verðlag hækkandi, aðallega sakir afnáms tilskipaðs hámarksverðs í Tékkóslóvakíu, Búlgaríu og að nokkru í Rúmeníu, en einnig sakir halla á fiárlögum og aukins magns peninga í umferð og launahækk- ana. En raunveruleg laun í Austur- Evrópu á fyrsta ársfiórðungi 1991 urðu 15% minni en 1990. Frá stöðu Sviss í samningum EFTA og EBE um EES sagði Financial Timcs svo 1. ágúst 1991: „Af löndunum sex í EFTA .„ hefur Sviss ákafast sóst eftir undanþágum, — og af giidum ástæðum. Efnahags- icga er Sviss þegar kyrfilega rcyrt við EBE*. Til þess fara 57% útflutn- ings landsins og þaðan koma 71% af innflutningi þcss. — Framvinda í átt tll pólitískrar samfellingar í EBE fellur ekki að hinu opna lýöræðl Sviss. Þar verður öllum ákvörðunum áfrýjað til þjóðaratkvæðagreiðslu, í þeim þarf meirihluta í öllum 23 kantónum landsins auk meirihluta atkvæða til samþykkis. Sú ákvörðun sambandsráðsins að undirrita samning um EES krefðist þjóðaratkvæðagreiðslu. Mjög ólíklegt er, að ákvörðunin hlyti samþykki í hinum fiölmennu þýsku kantónum, eins og mál standa. Þrákelkni svissneskra kjósenda kom berlega í fiós 1986, er þeir höfnuðu aðUd að Sameinuðu þjóðunum... Að auld þurfa Sviss- iendingar að ráða fram úr (ágreiningi) við sfiómvöld í Brussel, sem ber afturtU 1291, þegar bændur f Uri, Schwys og Nidwalden tóku höndum saman tíl að ráða ferðum um skarð í Ölpum og mynduðu sambandsrík- ið. Nú hafa þær sömu kantónur forystu fyrir andstÖðu við kröfu EBE um ferðir 40 tonna vörubfla um veginn um St. Gotthardskarð.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.