Tíminn - 18.09.1991, Blaðsíða 15

Tíminn - 18.09.1991, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 18. september 1991 Tíminn 15 PUNKTAR MUÐLAR BREYTINGAR ku vera í vændum hjá knattspymuliW KA. Gunnar Gíslason lelkur að öUum líkindum meö KA á næsta ári. Þá er einnig rsett um að hann þjálfi liðið.... ÞÁ HEFUR HEYRST að Bjami Jónsson ætli að halda heim á feið ta KA. Hann lék með Stjömunni í sumar, en eins og alHr vita íéHu þeir í 2. deOd og því hefur Bjami áhuga á að halda heim á leið.... BRAGl BERGMANN dæmir í kvöld leik IFK Gautaborg og al- urti í Evrópukeppni meistarafiða. Með honum áttu að fara Sveinn Sveinsson og Sæmundur Víg- lundsson, en á laugardaginn meiddist Sveinn í síhum síðasta 1. deildarieik og því var Óli P. Olsen fenginn í staðinn og stendur Jnd á línunni í Gautaborg í kvöld.... ÓU OLSEN DÆMIR hins vegar kik Spora Luxemburg og Eintr- acht Frankfurt þann 1. október f Uða— TINDASTÓIX, SEM FÉLL i þriðju deild, hefur hug á því að gera stóra hluti á næsta ári og aeti- ar sér beint tqtp aftur. HQnrst hefur að þeir séu að sverma fyrir Óiafi Adolíssvni sem þjálfara, en hann lék í sutnar með Skagamönnum, En óKkkgt verður að teljast að ól- afur fómi því að leika í 1. ddid íyr- ir að þjálfa í 3. deildL Ektó nema réttir peningar séu í boði™ IJÓST ER AÐ Sæbjöm Guð- mundsson þjálfar 3. deildar fið Gróttu á næsta keppnistímabil. Sæbjöm náði frábærum árangri f sumar með Uðið og tapaði ekki feík í íslandsmóti 4, deildar. Gerði að- eins eitt fyigdi Gróttu í 3. deild— RÍKHARÐUR DAÐASON leikur ekki með F'ram þegar Uðið mætir grísku meisturunum Panathinai- kos í kvöid. Hann meiddist í leik Frara og ÍBV.... ALAN SNODDY, sem dæmir feik Fram og Panathinaikos, hóf al- þjóöadómaraferil sinn á íslandi. Hann dæmdi feik fslands og Skot- lands U2 lárs í Kópavogi árið 1985. Þann Idk vann ísland 2-0~. ÞETTA KU VERA í fyrsta sinn sem grfskt féiag kemur tfl íslands. KR- ingar léku gegn Oiympiakos Pirvus árið 1968, en léku þá báða feUdna í Grikkiaiidi_ VESTMANNAEYINGAR hafa beð- ið Siguriás Þorfeif&son aö þjáifa Uð- ið áfram. ABt bendir tfl að svo veritt, en Slguriás hefur ekki svar&ð fortn- fega— SPÁMAÐUR TÍMANS ct í öðru um. RÚV ct f 1. sæti með 22 stig. Tíminn er í 2. sæti með 21 stig_ KR-INGAR VERDA þess heiðurs aðnjótandi að fá Drago-styttuna eftír þetta keppnistúnaM, en hún er veitt prúðasta Uðinu. KR-fiðið fékk fæst spjöki.eða fjórtán gul og ekkert rautt. IBV, Vðdngur og Stjarnan skáru sig úr hvab ffest srföld varðar. ÍBV fðdt 33 gul og 1 raott. Víkingar fengu 31 guit spjalá og 2 rauð. En Stjaman náði sér f 30 gul og 5 rauð spjöid. Þessi þijú Uð skáru sig nokkuð úr. Leikir Stjömunnar og Vfidngs, sjö gul spjöld og eitt rautt, ÍBV og Víkmgs sex gul og dtt rautt, og Vflóngs og Fram, sjö gui og eitt rautt, vora þeir feíkirþarsem fkstspjöld voru sýnd. Þar voru að verid í hlutverki dómara þeir Egill Már Markússon. Sveinn Sveinsson og Bragí Betg- m*nn. Hann gerist hér heldur fjölþreifinn við Anthony Kari Gregory, svissneski varnarmaðurinn, en Valsmenn biðu lægri hiut fyrir svissneska liðinu Sion á Laugardalsvelli í gær. Timamynd Ami Bjama Evrópukeppni bikarhafa: VALSMENN LÁGU í LEIÐINLEGUM LEIK Valsmenn riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni við svissnesku bik- armeistarana Sion í lélegum og leið- inlegum leik. Svissneska liðið fór með sigur af hólmi, skoraði eina mark leiksins þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum. Fyrri hálfurinn var afskaplega tíð- indalaus. Valsmenn léku of aftarlega og var greinilegt að þeir ofmátu and- stæðinga sína. Hins vegar var ljóst að svissneska liðið myndi gera sér að góðu markalaust jafntefli, en reyna að vinna heimaleikinn og lagði því meiri áherslu á vamarleik. Valsmenn áttu hins vegar besta færi hálfleiks- ins, þegar Jón Grétar Jónsson hafði betur í baráttu við markvörð Sion, en skoti Jóns var bjargað á línu. Valsmenn komu til síðari hálfleiks reynslunni ríkari og virtust hafa fengið þá trú á sjálfa sig, að þeir gætu unnið þetta svissneska lið. Samt sem áður fengu þeir engin færi til þess. Bestu marktækifærin voru úr skotum Sævars Jónssonar úr aukaspymum, en þau skot, sem á markið komu, lentu í höndum besta leikmanns Sion-liðsins, júgóslav- neska markvarðarins Baljic. Mark Sion kom nánast úr eina færi liðsins í leiknum. Þar var að verki varamað- urinn Alexandre Rey og gerði hann markið nánast úr fyrstu snertingu sinni á 78. mínútu ieiksins. Valsmenn léku ekki vel í leiknum, en þó betur en andstæðingar þeirra. Leikur liðsins var þó árangurslaus og sóknin bitlaus. Bestu menn Vals voru þeir Jón Grétar Jónsson og Sævar Jónsson. Ekki bætti skipting Inga Björns Albertssonar úr skák, þegar hann setti Davíð Garðarsson inn fyrir Þórð Birgi Bogason. Furðu- leg skipting, sem gerði ekkert fyrir sóknarleikinn. Svissneska liðið, sem Ingi Bjöm lét hafa eftir sér í leikskrá að væri eitt besta félagslið sem hingað hefði komið, var lélegt. Greinilegt var þó að margir leikmanna liðsins eru góðir, en sýndu ekki sitt besta í gær. Ekki er hægt að segja að möguleik- ar Vals á að komast í aðra umferð séu miklir, en liðin leika að nýju í Sviss þann 2. október. Leikinn dæmdi Daninn Svend Eric Christensen og var ekki sannfær- andi. -PS Evrópukeppnin í knattspyrnu: FRAMARAR LEIKA VIÐ GRÍSKU MEISTARANA Fyrrum íslandsmeistarar Fram taka í dag kl. 17.30 á móti grísku meist- urunum Panathinaikos í Evrópu- keppni meistaraUða á Laugardai- svelli. Þetta er í fyrsta sinn sem grískt lið leikur hér á landi. Grísku meistaramir em sem stend- ur efstir í grísku 1. deildinni eftir þrjár umferðir, en liðið er tvímæla- laust mjög sterkt og hefur á að skipa sterkum einstaklingum. Með liðinu leika fimm útlendingar. Tveir Pól- verjar, markvörðurinn Josef Wandzik og framherjinn Krysztof Warzycha. Þá gekk til liðs við félagið í sumar Argentínumaðurinn Victor Hugo Delgado. Þá eru tveir Ástralir í liðinu, en þeir teljast þó grískir leik- menn. Liðið hefur sautján sinnum orðið grískur meistari og tólf sinn- um bikarmeistari. Árið 1971 lék iiðið til úrslita í Evrópukeppni meistara- liða á Wembley, gegn hollenska lið- inu Ajax, en tapaði þeirri viðureign. Heimavöllur liðsins er Óiympíuvöll- urinn í Aþenu. Þess má geta að Iok- um að liðin em bæði stofnuð 1908. Framarar hafa leikið 32 leiki í Evr- ópukeppnunum þremur og af þeim unnið 5. Eitt jafntefli hafa þeir gert og tapað 27 leikjum. í þessum leikj- um hafa leikmenn Fram skorað 14 mörk, en fengið á sig 92. 6 sinnum hefur liðið ieikið í Evrópukeppni meistaraliða, 20 sinnum í Evrópu- keppni bikarhafa og 6 sinnum í Evr- ópukeppni félagsliða. Aðeins tvívegis hefúr félagið komist í aðra umferð og var það í bæði skiptin í Evrópu- keppni bikarhafa, árin 1985 og 1990. Árið 1985 var Fram slegið út af Rap- id Wien og 1990 af spænska liðinu Barcelona. Fram heftar í Evrópu- keppninni leikið við mörg af stærstu félögum Evrópu og má þar nefna, tvívegis við Barcelona, Real Madrid og Steua Bukarest. Þau lið, sem Framarar hafa iagt að velli, em Djurgárden, Rapid Wien, Dundalk, Hibernians frá Möltu og Glentoran. Það er aldrei að vita nema sjötta lið- ið bætist í hópinn í kvöld. -PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.