Tíminn - 18.09.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.09.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 18. september 1991 Miðvikudagur 18. september 1991 Tíminn 9 : Ráðstefna í Kaupmannahöfn um orsakir og afleiðingar gróðurhúsaáhrifa: Tilraun til að móta heimsáætlun til varðveislu vistkerfis jarðar ísland verður að einbeita sér að því að draga úr því að lofttegundir, sem stuðla að gróðurhúsaáhrifum, sleppi út í and- rúmsloftið. Við verðum einnig að gera ráð fyrir óumflýjanlegum breytingum á loftslagi sem nú eiga sér stað vegna mengunar andrúmsloftsins, bæði gam- allar og nýrrar. Þetta kom fram í erindi þeirra Deans Abrahamson, gistiprófessors við verk- fræðideild Háskóla íslands, og prófessor- anna Valdimars Jónssonar og Júlíusar Sólnes á ráðstefnu norrænna vísinda- manna úr flestum greinum náttúruvís- inda, en ráðstefnunni, sem var um gróð- urhúsaáhrifin, orsakir þeirra og afleið- ingar, lauk í gær í Kaupmannahöfn. Ráðstefnan var haldin að frumkvæði þriggja danskra prófessora, þeirra Mor- tens Lange prófessors við Kaupmanna- hafnarháskóla, Finns Bro- Rasmussen prófessors við Tækniháskóla Kaup- mannahafnar og Sigurds 0. Nielsen vís- indamanns. Sérstök undirbúningsnefnd vísinda- manna frá Danmörku og fleiri Norður- og Evrópulöndum vann að undirbúningi ráðstefnunnar og að því að fá fýrirlesara úr öllum greinum vísinda, sem hægt væri með nokkru móti að tengja við gróðurhúsaáhrifin, orsakir þeirra og af- leiðingar, enda var ráðstefnunni ætlað að fjalla um þau á sem víðustum vísinda- legum grundvelli. Þannig var leitast við að fá fyrirlesara úr sem flestum greinum náttúrufræða, svo sem veðurfræði, verk- fræði, jarð- og jarðeðlisfræði, eðlis- og efnafræði, svo nokkuð sé nefnt. Undirbúningsnefndin studdist að nokkru við Brundtland-skýrsluna um ástand og horfur í mengunarmálum á jörðinni, en í henni er fjallað um orku- notkun og mengun og afleiðingar henn- ar. Þannig var m.a. fjallað um allar hugs- anlegar afleiðingar gróðurhúsaáhrifa og leitað leiða til að brúa bil milli mismun- andi kenninga og skoðana manna um þessi efni. Þá var ráðstefnunni ekki hvað síst ætl- að að stuðla að því að norrænir vísinda- menn og stjórnmálamenn gætu markað sameiginlega stefnu í þessum efnum, sem studd væri rökum vísindaathugana, -rannsókna og - niðurstaðna. Ætlunin er að gefa öll erindi og álit ráðstefnunnar út snemma á næsta ári og vænta for- svarsmenn hennar þess að þar geti aðrir vísindamenn og stjórnvöld, hvar sem er í heiminum, haft gott veganesti þegar tekist verður á við hið óhjákvæmilega — að marka sameiginlega stefnu fyrir allan heiminn í því að stöðva loftmengun sem veldur gróðurhúsaáhrifum. Það, sem rætt var á ráðstefnunni í Kaupmannahöfn, voru því atriði eins og hvernig hægt verði að koma á alþjóðlegu samkomulagi sem tryggir betri stjórn á þeim þáttum sem valda gróðurhúsa- áhrifum, án þess að hindra með því eðli- lega þróun í efnahags- og atvinnuhátt- um. Þá var einnig rætt um hvort hægt væri með aðferðum umhverfisverkfræð- innar að hægja á gróðurhúsaáhrifunum og vinna þannig tíma til þess að endur- skipuleggja frá grunni hagkerfi heims- ins út frá umhverfis- og vistfræðilegum forsendum. Áðurnefndir þremenningar frá Háskóla íslands höfðu fyrir þessa ráðstefnu tekið saman víðtækar upplýsingar um meng- un og mengunarvalda á íslandi sem stuðla að gróðurhúsaáhrifum. Þessar upplýsingar voru settar fram í erindi sem Dean Abrahamson flutti. Erindið nefndist Þáttur íslands í loftslagsbreyt- ingum, eða Iceland and Climatic Change. Lítum nánar á nokkur atriði úr erindi þremenninganna: Alþjóðlegir samningar og „framlag“ íslands til loftmengunar ísland hefur, ásamt öðrum EFTA- þjóð- um, samþykkt að stöðva aukningu á kol- tvíildismengun andrúmsloftsins og draga úr henni þannig að árið 2000 verði hún ekki meiri en hún var árið 1990. Þá hefur ísland einnig staðfest samkomulag kennt við Montreal þar sem kveðið er á um að höfð verði stjórn á klórflúorkol- efnissamböndum sem eyða ósonlaginu og sum hver raunar viðhalda og auka gróðurhúsaáhrif. Magn koltvíildissambanda, sem árlega berast út í andrúmsloftið af mannavöld- um á íslandi, eru um það bil 3,1 tonn á hvert mannsbarn og 96% þeirra verða til viö bruna á lífrænum efnum, einkum ol- íu og bensíni. Stærsti hlutinn, eða um 92% kolefnissambandanna, verða til vegna eldsneytisbruna í skipaflotanum, samgöngutækjunum og í iðnaðinum. Innan við 0,1% af koltvíildismengun- inni verður til við að framleiða raforku eða að kynda hús með því að brenna olíu eða kolum, enda hafa Islendingar algera sérstöðu í þeim efnum meðal Norður- landaþjóða: 94,1% raforkunnar hér eru framleidd með fallorku og 5,8% með gufuafli. Þá eru 86% orku til húsahitun- ar fengin úr heitu jarðvatni, 12% með raforku og aðeins 2% úr olíu. Þegar litið er á öll þau efni í heild, sem berast út í andrúmsloftið af mannavöld- um á íslandi og stuðla að gróðurhúsa- áhrifum, þá er magn þeirra talið vera um 6,2 tonn á hvert mannsbarn árlega. Þessi sambönd geta spillt bæði loftslagi og eytt ósonlaginu. Af þeim eru koltvíildis- sambönd helmingur, eins og fram hefur komið hér að ofan, 34% eru klórflúor- kolefnissambönd, 12% eru metangas og 4% níturoxíðsambönd. Ástæða þess hve mikið af klórflúorkol- efnissamböndum sleppa út í loftið hér er rakin til þess hve þessi efni eru algeng í fiskvinnslunni og hraðfrystiiðnaðinum. Metangasið á hins vegar upphaf sitt í öskuhaugum landsmanna að stórum hluta, eða 46%, en 36% frá búfénaði. Hvar á að draga úr loft- mengun og hvemig? Hvernig geta íslendingar dregið úr „framlögum" sínum til gróðurhúsa- áhrifa og skemmda á ósonlaginu? Þremenningarnir segja að almennt séð verði íslendingar að grípa til ráðstafana í þessum efnum. Þeir verði að hemja klór- flúorkolefnissamböndin auk þess að draga úr notkun þeirra eftir mætti. Þá verði að freista þess að minnka notkun á olíu og bensíni og draga stórlega úr met- anmengun frá öskuhaugum og búfénaði. Síðan segir í erindinu: „ísland verður fyrst og fremst að draga úr notkun á olíum og bensíni hjá sam- göngu- og skipaflotanum og í iðnaði, ef takast á að draga úr koltvíildismengun. Um það bil 17% metanmengunar stafa frá bruna jarðefna, svo sem olíu, svo og 43% níturoxíðmengunar. Ef tekst að draga úr olíunotkun mun einnig draga úr slíkri mengun. ísland hefur ágæta möguleika til að nýta og þróa orku sem ekki byggir á jarðefnum (olíu, kolum o.s.frv.). Meðal slíkra orkugjafa má nefna vatnsfallorku, vinda, sjávarföll og lífmassa til að fram- leiða alkóhól til brennslu. Með þessu móti mætti draga úr íslenskri loftmeng- un um helming. Til að þetta tækist þyrfti að framleiða og nýta vetni sem orkugjafa, virkja vind- orku og nýta jarðhita til þess að fram- Eftir Stefán Ásgrímsson leiða alkóhól úr grasi og öðrum gróðri, sem sérstaklega yrði ræktaður sem orkugjafi." Hvað er í húfí? Atvinnuvegir og efnahagur íslendinga byggjast að mestu á fiskveiðum og -iðn- aði, sem er mjög háður loftslagi og veð- urfari. Minnstu loftslagsbreytingar gætu gerbreytt myndinni. Jafnframt eru allar breytingar í orkuframleiðslu í þá átt að draga úr olíubruna og t.d. rækta gras sem orkugjafa á sama hátt háðar veður- fari. Kaldara veðurfar myndi þannig draga úr alkóhólframleiðslunni. Minnstu breytingar á veðurfari geta haft áhrif á fiskistofna og ef sjávarborð hækkar lítillega, t.d. vegna gróðurhúsa- áhrifa, þá stóreykst um leið hætta á sjáv- arflóðum við Suðurströndina og á Faxa- flóasvæðinu. Þá mun hærra sjávarborð einnig flýta því að Kolbeinsey eyddist og hyrfi og þar með minnkaði fiskveiðiland- helgin stórlega. Sé það svo að lofthjúpurinn umhverfís jörðina hlýni vegna gróðurhúsaáhrif- anna, þá er ekki þar með víst að veðurfar hlýni á íslandi. Áhrifm gætu allt eins orðið þau að straumar í úthöfunum breyttust. Hinn hlýi Irmingerstraumur, sem vermir strendur íslands nú, gæti því allt eins farið eitthvað annað og við það myndi veðurfar á íslandi kólna, öfugt við flest önnur lönd. Þá er alls óvíst um hver áhrif slíkra breytinga yrðu á fiskistofna og fiskigengd. Líkur eru á því að þær breytingar yrðu ekki til þess að auka fiskigengd og jarðargróður, heldur þvert á móti. —sá íslendingar eiga einn stærsta bílaflota í heimi — miðað við fólksfjölda að sjálf- sögðu. „Framlag" íslendinga til þeirrar loftmengunar, sem talin er valda gróður- húsaáhrifum, má að langmestu leyti rekja til farartækja, svo sem skipaflot- ans og bflaflotans. Fræðimenn segja nauðsynlegt að draga sem allra mest úr olíu- og bensínnotkun og finna aðra orkugjafa ef takast eigi að koma í veg fyrir ógnvænlegar afleiðingar gróður- húsaáhrifanna. zgmmmm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.