Tíminn - 18.09.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 18.09.1991, Blaðsíða 10
10 Tíminn Miðvikudagur 18. september 1991 Dani kosinn formaður alþjóðasamtaka Amnesty International: Fórnarlömbum veittur siðferðisstuðningur Á 20. heimsþingi mannréttinda- samtakanna Amnesty International vtr fyrrverandi formaður dönsku Amnestydeildarinnar, Anette Fi- scher, kosin æösti yfirmaður sam- takanna. Anette Fischer var kosin í stjórn Amnesty International árið 1989, en verður nú formaður hinnar al- þjóðlegu stjórnar samtakanna næstu tvö árin. Heimsþingið var haldið að þessu sinni í Yokohama í Japan 30. ágúst- -7. sept. sl. og sátu það um 400 full- trúar víðs vegar að úr heiminum, þar á meðal fjórir frá íslandsdeild samtakanna. Á þinginu var sam- þykkt að víkka út starfssvið samtak- anna á ýmsum sviðum, svo sem með því að auka starf í tengslum við að skýra frá og fordæma manndráp, pyntingar og töku gísla í pólitískum tilgangi. í lokaályktun þingsins í Yokohama segir að ítrekað sé það álit samtak- anna að það sé á ábyrgð ríkisstjórna að vernda mannréttindi samkv. al- þjóðlegum lögum. Því verði áfram haldið að beina kastljósi að mann- réttindabrotum sem ríkisstjórnir fremja. Þá séu einnig fordæmd mannréttindabrot sem samtök eins og Lýsandi stígur í Perú og Ta- mílsku tígrarnir í Sri Lanka fremja. Á sama hátt og þegar samtökin for- dæma mannréttindabrot ríkis- stjórna þá er ekki tekin afstaða til pólitískra markmiða slíkra hópa, heldur eru fórnarlömbin einungis studd út frá mannlegum sjónarmið- um. Innan Amnesty International eru nú 47 deildir og meira en 6000 svæðahópar í rúmlega 70 Iöndum. Á þinginu nú tóku í fýrsta sinni þátt fulltrúar frá Sovétríkjunum, Tékkó- slóvakíu, Póllandi, Ungverjalandi, Alsír, Jórdaníu og Malasíu. -sá FRIMERKI ÚR ÝMSUM ÁTTUM Landpóstamir hér á landi fóru um landið á hestum að miklu leyti, hér áður fyrr. Oft urðu þeir þó að fara gangandi um fjölda þeirra leiða er farið var með póst. Pósttöskur og póstkoffort voru þau nöfn sem helst hafa heyrst á flátum þeim er þeir fluttu póstinn í. Svo mun einn- ig hafa verið víða um lönd. Á Færeyjum aftur á móti er talað uin póstkassa, sem flutningaílát íýr- ir póst hér áður fýrr. Var hann bor- inn á heröunum yfir fjöll og firn- indi. Stundum var bandi brugðið yf- ir ennið. í fórum mínum fann ég svo nýlega teikningu eftir gamlan fé- laga, Ib Eichner-Larsen, frímerkja- ritstjóra Berlingske Tidende. Er þessi teikning hans frá þeim tíma er Alþjóðasýningin HAFNIA- 76 var í undirbúningi. Þá gerði hann þessa teikningu fýrir Póstmálastofnunina dönsku, en slíkur „póstkassi" var einmitt sýndur á sýningu þessari. Slíkan kassa er einnig á Póst- og símasafni Danmerkur. Fyrst ég á annað borð er farinn að skrifa um Ib Eichner-Larsen, er ekki úr vegi að geta þess í ieiðinni, að hann var sæmdur gullnál Lands- sambands danskra frímerkjasafnara, einmitt þann 1. maí í vor. Þannig er hann 12. einstaklingurinn, sem fær þessa dönsku viðurkenningu. Undirritaður, sem hafði ánægjuna af því að vinna með honum á bæði innlendum og alþjóðlegum vett- vangi um áratuga skeið, vill nota tækifærið og óska honum til ham- ingju, þótt seint sé. Ib hefir unnið mikið fýrir samtök safnara í Danmörku, bæði á heima- vettvangi og á alþjóðavettvangi. Þá hefir hann verið alþjóðlegur bók- menntadómari um árabil og oft hef- ir hann skemmt frímerkjasöfnurum með teikningum sínum. Dæmi um það eru teikningarnar sem hér fýlgja, sjálfsmynd hans og teikning- in af færeyska póstmanninum að leggja á fjallið með póstkassann á herðunum. Stærsta afrek Ibs er ef til vill að honum tókst að sameina sundraða krafta frímerkjasafnara í Danmörku, á sínum tíma, í eina heild, Lands- samband danskra frímerkjasafnara. Áður voru þrjú eða fjögur sambönd starfandi og ekkert þeirra vildi missa sinn hluta af kökunni. Með þeirri einstöku lagni sem honum var gef- in, tókst honum að stofna sterkan aðila, sjóð sem nefndur var Danske Filatelisters Fællesfond. Sjóður þessi skyldi á ýmsan hátt styrkja frí- merkjasöfnun, sýningar, útgáfu- starfsemi og fleira. Úr honum færu hinsvegar engir peningar nema til þeirra er stæðu að einu Landssam- bandi danskra frímerkjasafnara. Þetta tókst. Við ræddum stundum hugmyndafræðina að baki þessu á árum áður. Það var lærdómsríkt. Nokkrum sinnum kom Ib til íslands og flutti fýrir okkur erindi, bæði í Klúbbi Skandinavíusafnara og einn- ig í Landssambandi íslenskra frí- merkjasafnara. Ég hugsa að engum gleymist erindi hans er hann flutti á fundinum á Café Höll í Austurstræti um „frímerkjasnobb", eða það að vera raunverulegur frímerkjasafnari af áhuga og einlægni. Erindi þetta var síðan prentað í tímaritinu Frí- merki. Sigurður H. Þorsteinsson Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka I Reykjavfk 13. til 19. september er I Arbæjar- apötekl og Laugamespóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 aö kvöldl tll kl. 9.00 að morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýs- ingar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefn- arl síma 18888. Neyöarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátlðum. Slm- svari 681041. Hafnarfjörður: Hafnarfjarðar apótek og Norð- urbæjar apótek em opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I slmsvara nr. 51600. Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjömu apótek em opin virka daga á opnunartlma búða. Apó- tekin skiptast á sina vikuna hvort aö sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið I þvl apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðmm tlmum er lyfja- fræöingur á bakvakt. Upplýsingar em gefnar I slma 22445. Apótek Keflavfkur: Opið virka daga frá k. 9.00-19.00. Laugardaga, helgidaga og al- menna frídaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokaö I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið tll kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opiö virka daga til kl. 18.30. Opið er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabær Apótekið er opiö rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Alnæmlsvandinn. Samtök áhugafólks um alnæmlsvandann vilja styöja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra, sfmi 28586. Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjamames og Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavlkur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugar- dögum og helgidögum allan sólarhringinn. Á Seltjamames! er læknavakt á kvöldin Id. 20.00-21.00 oglaugard. kl. 10.00-11.00. Lokaðá sunnudögum. Vitjanabeiðnir, simaráðleggingar og timapantanir I slma 21230. Borgarspltalinn vakt frá Id. 08-17 alla virka daga fyrir fölk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (slmi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysa- deild) sinnir slösuöum og skyndiveikum allan sól- arhringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um lyQabúðir og læknaþjónustu erugefnar I slm- svara 18888. Ónæmisaðgerðirfyrirfulloröna gegn mænusótt fara fram á Hellsuvemdarstöð Reykjavfkur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskírteini. Garðabær Heilsugæslustöðin Garðaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, slmi 656066. Læknavakt er I slma 51100. Hafnarfjöröur Heilsugæsla Hafnarflarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, slmi 53722. Læknavakt slmi 51100. Kópavogur Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Sfmi 40400. Keflavik: Neyöarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suðumesja. Sfmi: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræöistöðln: Ráðgjöf I sálfræðilegum efnum. Slmi 687075. Landspltallnn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadelldin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartlmi fyrir feöur kl. 19.30- 20.30. Barnaspltall Hrlngslns: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunartæknlngadeild Landspltal- ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomu- lagi. - Landakotsspftali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartími annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borgarspltalinn I Fossvogl: Mánu- daga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laugardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir: Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvfta- bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartfmi frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnudaga kl. 14-19.30. - Heilsuverndarstöðin: Kl. 14 til ArnaA heilla Þann 3. ágúst 1991 voru gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni af séra Cuðmundi Þorsteinssyni, Anna Kristín Pétursdóttir og Hjörtur Þór Grétarsson. Heimili þeirra er að Austurströnd 8, Seltjamamesi. Ljósm. Sigr. Bachmann. ÁrnaA heilla Þann 10. ágúst 1991 vom gefm saman í hjónaband í Dómkirkjunni af séra Pálma Matt- híassyni, Svava Bjamadóttir og Guðjón Pétur Amarsson. Heimili þeirra er að Reyni- mel 32, Reykjavík. Ljósm. Sigr. Bachmann. kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavlkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspftall: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgldögum. - Vlfilsstaðaspltall: Heim- sóknartlmi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepsspítall Hafnarfirðl: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhllð hjúkrunarheimili I Kópavogi: Heim- sóknartimi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavlkurtæknishéraðs og heilsugæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólar- hringinn. Slmi 14000. Keflavík-sjúkrahúsið: Heimsóknartlmi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátíöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Akureyri- sjúkrahúslð: Heim- sóknartími alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00- 20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofuslmi frá kl. 22.00- 8.00, simi 22209. SJúkrahús Akra- ness: Heimsóknartimi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30. Roykjavík: Neyöarsími lögreglunnar er 11166 og 000. Seltjamames: Lögreglan simi 611166, slökkviliö og sjúkrabifreið simi 11100. Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreiö sími 11100. Hafnarfjörðun Lögreglan simi 51166, slökkvi- lið og sjúkrabifreið slmi 51100. Keflavfk: Lögreglan simi 15500, slökkvilið og sjúkrabfll simi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjar: Lögreglan, simi 11666, slökkvilið sími 12222 og sjúkrahúsiö simi 11955. Akureyrl: Lögreglan simar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreið slmi 22222. ísafjörður: Lögreglan sími 4222, slökkvilið slmi 3300, brunaslmi og sjúkrabifreið slmi 3333.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.