Tíminn - 18.09.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.09.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 18. september 1991 Carl Bildt hefur verið falið að kanna möguleika á myndun borgaralegrar stjórnar í Svíþjóð: Tveggja flokka stjórn þykir líklegur kostur Carl Bildt, formanni Hófsama sameiningarflokksins, var í gær fal- ið að kanna möguleika á myndun borgaralegrar stjórnar í Svíþjóð. Tveggja flokka stjórn er talin líklegasti kosturinn í stöðunni, og þá helst stjórn Hófsamra og Frjálslyndra. Eftir kosningarnar á sunnu- daginn sagðist Bildt vera tiibúinn til að veita minnihlutastjórn for- ystu. í gærmorgun var Bildt kallaður á fúnd forseta þingsins í Svíþjóð og honum fal- ið að kanna möguleika á myndun borg- aralegrar stjómar. í gærdag hitti hann svo leiðtoga hinna borgaraflokkanna svo og Ingvar Carls- son, fráfarandi forsætisráðherra og for- mann Jafnaðarmannaflokksins. I dag mun hann hitta forystumann Nýs lýð- ræðis. Þegar Carl Bildt hefur talað við forystumenn allra flokkanna mun hann gefa forseta þingsins skýrslu og eftir það verður ákveðið hvort honum verði falið að hefja formlegar stjómarmyndunar- viðræður. Ekki er talið líklegt að ný stjóm verði tekin við völdum fyrr en eftir næstu mánaðamót og ef til vill síðar. Borgaraflokkamir þurftu aðeins 4 þing- sæti í viðbót til að ná meirihluta. Ef Bildt tekst að mynda stjóm með Fijálslyndum er líklegt að hinir borgara- Landsbergis gagnrýnir Walesa: Segir ummæli hans ekki hæfa forseta flokkamir styddu þá stjóm. Þá hefur for- maður Nýs lýðræðis sagt að flokkur sinn myndi styðja þá stjóm svo lengi sem hún stjómaði ekki eins og Jafnaðarmenn. Nýr vettvangur er í oddastöðu, en flokk- urinn fékk 25 menn kjöma á þing sem verður að teljast umtalsverður árangur, því ekki er nema rúmlega ár síðan flokk- urinn var stofnaður. Það, sem gerir sam- starf við Nýtt lýðræði erfitt, er að forystu- menn borgaraflokkanna sögðu fyrir kosningar að þeir höfnuðu alfarið sam- starfi við Nýtt lýðræði. Reuter-SIS Verður Carl Bildt næsti forsæt- isráðherra Svíþjóðar? Vytautas Landsbergis, forseti Lithá- en, hefur gagnrýnt Lech Walesa, for- seta Póllands, og sagt að yfirlýsingar hans um réttindi pólska minnihlut- ans í Litháen sæmi ekki forseta. Walesa sagði Landsbergis í bréfi á sunnudaginn að hann hafi áhyggjur af réttindum þeirra 280.000 Pólverja sem búa í Litháen, og sagði að þau ættu að vera hliðstæð alþjóðlegum viðmiðunum. „Ég er hissa á ýmsum ummælum í bréfinu," sagði Landsbergis í viðtali við dagblaðið Rzeczpospolita, sem gefið er út í Varsjá. Pólverjar hafa krafist þess að Lithá- Breska pressan bætir sig í kjölfar kvartana ríkisstjórnarinnar: MEIRI KRÖFUR TIL BLAÐANNA „Bresk æsifregnablöð, sem þekkt eru fyrir krassandi kynlífssögur og hneyksli, eru byrjuð að hreinsa upp eftir sig óþverrann." Þetta er haft eftir formanni blaðaeftirlitsins í Bretlandi. Fjölmiðlar á Bretlandi settu blaða- eftirlitið á stofn í janúar á þessu ári. Tilgangurinn er að fylgjast betur með því, sem blöðin láta frá sér, og jafnframt gera meiri kröfur til þess sem blaðamennirnir láta frá sér. „Ég tel að viðhorfið sé að breytast," segir McGregor, formaður blaðaeft- irlitsins. í greinargerð, sem breska ríkis- stjórnin gaf út í fyrra, voru blöðun- um gefnir 18 mánuðir til að koma þessum málum í lag og hótað að lög um fjölmiðlun verði hert ef ekki yrði tekið til hendinni. Patsy Chapman, ritstjóri vinsælasta æsifregnablaðsins í Bretlandi, The News of the World, segir að tilkoma blaðaeftirlitsins hafi helst haft áhrif á stjórn blaðanna. „Ég veit að mitt blað og fleiri blöð hafa ákveðið að birta ekki greinar sem hefðu án um- hugsunar verið birtar fyrir eins og einu ári síðan,“ segir Chapman. „Þá hefur viðhorfið breyst til batnaðar." í bráðabirgðaskýrslu, sem blaðaeft- irlitiö hefur gert, kemur fram að fyrstu sex mánuði eftir tilskipun rík- isstjórnarinnar hefðu 714 kvartanir borist vegna greina í blöðum. Þar af komu 18 kvartanir frá blaðaeftirlit- inu sjálfu. Reuter-SIS en endurreisi tvö héraðsráð, sem eru á svæðum sem áður tilheyrðu Pól- landi, en þau voru lögð niður fyrir tveimur vikum vegna ásakana um að hafa stutt valdaránið í Sovétríkjun- um. Landsbergis sagði að Walesa hefði eftir ásakanir sem einkenndu pólsku pressuna. Hann sagði að upplausn þessara héraðsráða ætti ekkert skylt við aðgerðir á móti þjóðemisminni- hlutum eða stjórnmálaminnihlut- um. Héraðsráðunum hefði verið stjómað af kommúnistum sem styddu Moskvu í baráttu Litháen fyr- ir sjálfstæði. Hann viðurkenndi að sum lög í Lit- háen samrýmdust ekki alþjóðlegum lögum og sagði að ráðgert væri að breyta því. í síðustu viku slitnaði upp úr við- ræðum um samstarfssamning á milli landanna, vegna ágreinings um rétt- indi pólska minnihlutans í Litháen, en um 7% litháísku þjóðarinnar em af pólsku bergi brotin. Reuter-SIS Evrópubandalagið gengst fyrir enn einu vopnahléi í Júgóslavíu: V( >pn lal ilé tól k 1 gi ■ / 11 í gæi r Forsetar Serbíu og Króatíu og júgó- slavneski herinn undirrituðu í gær vopnahléssamning að tilhlutan Carringtons lávarðar, sáttasemjara Evrópubandalagsins, til að reyna að binda endi á styijaldarástand það sem ríkt hefur í Króatíu undan- fama þrjá mánuði. Vopnahlé tók gildi samstundis og áttu menn strax að leggja niður vopn. Franjo Tudjman forseti Króatíu, Slobodan Milosevic forseti Serbíu, og Veljko Kadifevic yfirmaður júgó- slavneska hersins samþykktu vopna- hléssamning eftir fjögurra klukku- tíma fund með Carrington lávarði í I könnun sem BBC gekkst fyrir í Bretlandi: Karlmenn sýni herramennsku Enski herramaðurinn lifir enn, er við góða heilsu og á miklum vin- sældum að fagna hjá hinu kyninu. Þetta er a.m.k. niðurstaða könnunar sem gerð var í Bretlandi á dögun- um. Þar kemur m.a. fram að flestum Bretum finnst sjálfsagt að menn opni dyr fyrir konum. Ekki er það látið nægja, heldur telja flestir að karlmaðurinn eigi að bjóða konunni út að borða og borga fyrir bæði á fyrsta stefnumótinu. í könnun, sem BBC gekkst fyrir og verður útvarpað á morgun, kemur einnig fram að mjög stór hluti Breta telur kynlíf á fyrsta stefnumótinu ótækt. Aðeins 4% karlmanna og 2% kvenna töldu það réttlætanlegt í nú- tímasamfélagi. Reuter-SIS Fréttayfirlit BRUSSEL • Leit er að hefjast aö tveimur sovéskum sjónvarps- mönnum sem hurfu I Júgóslavlu fyrir tveimur vikum. Viktor Nogin fréttamaður og Gennady Kurr- enoi upptökumaður sáust síðast 3. september sl. nálægt bænum Vukovar í Norður-Króatíu. Þeir voru I bll og er talið að þelr haft verið á lelð til Belgrad-Zagreb hraöbrautarinnar. BEIJING - Kínverjar ætla að bæta njósnanet sitt til mikilla muna til að koma i veg fyrir að valdarán verði framið þar eins og gert var (Sovétríkjunum og til að fylgjast betur með Bandaríkj- unum. HANOI - Arsa Sarasin, utanrik- isráðherra Tælands, kom til Ví- etnam í gær. TBLISI, Georgíu - Þrír leið- togar mótmælenda voru hand- teknir i gær eftir mestu mótmæli í landinu I iangan tíma. BAGDAD - Saddam Hussein, forseti íraks, segir að það sé ekkert pláss fyrir lýðræði að vestrænum hætti í sínu landi. WASHINGTON - Alberto Fuji- mori, forseti Perú, kom ( þriggja daga heimsókn til Bandaríkj- anna i gær þar sem hann mun eiga fund með Bush Bandaríkja- forseta. BRUSSEL - 24 iðnríki og Al- bania komu til fúndar í gær til að ræða aðgerðir til hjálpar Alban- fu. Fundurinn mun standa til 18. september. LUNDÚNIR - Töfrahringurinn, alþjóðasamtök töframanna, brutu ævagamla hefð í gær þeg- ar ákveðið var að veita konum inngöngu í samtökin. 469 töfra- menn grelddu atkvæði með Inn- göngu kvenna i samtökin, en 129 voru á móti. Þrfr af hverjum fjórum meðlimum verða að sam- þykkja allar lagabreytingar. Töfrahringurinn var stofnaður árið 1905 og eru töframennimir í samtökunum orðnir 1.400 tals- ins og eru hvaðanæva úr heim- Inum. smábænum Igalo í gær. Þetta er síðasta vopnahléð sem tek- ur gildi í Júgóslavíu, en hingað til hafa vopnahlé þar engan árangur borið. Rúmlega 500 manns hafa týnt lífi í átökum Serba og Króata síðan Króatía lýsti yfir sjálfstæði sínu þann 25. júní sl. Fyrr í gær lokaði júgóslavneski sjó- herinn sjö höfnum í Króatíu. Átök áttu sér stað á milli hersins og kró- atískra hersveita. Carrington lávarður sagði í gær að landið rambaði á barmi borgara- styrjaldar. „Um það held ég að sé ekki hægt að deila,“ sagði hann. Leiðtogarnir sögðu ekki hvort ákeðið væri að senda friðargæslu- sveitir til helstu átakasvæðanna. ítalir sögðust í gær vera tilbúnir að senda sveitir til þátttöku f ffiðar- gæslu. Vopnahléssamningurinn, sem var undirritaður í Igalo, er svipaður þeim sem Evrópubandalagið hefur staðið að áður. Allir aðilar sam- þykktu að hersveitir skyldu kallaðar frá átakasvæðunum. Þá var ákveðið að júgóslavneski herinn skyldi kall- aður til sinna búða. Júgóslavneski herinn hefur lengi legið undir ásök- unum um að vera hallur undir Serba. Tudjman, Milosevic og Kadijevic voru allir sammála um að þessi fundur með Carrington lávarði væri síðasti möguleiki til að ná friði í landinu. í tilkynningu, sem send var út eftir fundinn, segir: „Það er djúp- stæður ágreiningur um hver sé ábyrgur fyrir þeim atburðum sem hafa gerst í Júgóslavíu. Við erum jafnframt mjög meðvitaðir um ábyrgð okkar á þessari sögulegu stundu." Þeir sögðust vera sammála um að lausn deilna í landinu fengist ekki með ofbeldi og morðum. Þá sögðust þeir búast við að halda áfram við- ræðum um framtíðarlausn á vanda- máli Króata og Serba. Reuter-SIS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.