Tíminn - 18.09.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.09.1991, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 18. september 1991 Tíminn 3 Finnur Ingólfsson segir um aðför ríkisstjórnarinnar að St. Jósefsspítala: Davíð er að færa fortíðarvanda úr Reykjavík til Hafnarfjarðar .JVIenn standa frammi fyrir því við þessa fjáriagagerð að þurfa að spara á ýmsum sviðum. Það er að mínu viti rangt að fara suður til Hafnarfjarðar til að leita að sparnaði. í fyrsta lagi hefur ríkið lítið yf- ir þessari stofnun að segja, þetta er sjálfseignarstofnun. Það er dá- lítið einkennilegt að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar skuli ætla að hrifsa völdin af stjómendum sjúkrahússins og gefa beinar fyrirskip- anir um hveraig hlutir þar eiga að ganga fyrir sig. Meðan Davíð var borgarstjóri í Reykjavík ætlaði hann vitlaus að verða þegar fyrrverandi heilbrigðis- ráðherra kom það til hugar að setja einn mann frá ríkinu inn í stjóm Borgarspítalans. Borgarspítalinn er þó að langstærstum hluta í eigu rík- isins, auk þess sem hver einasta króna í rekstri hans kemur frá rík- inu. Þessu mótmælti Davíð Oddsson með digurbarkalegum yfirlýsingum um að það væri verið að hrifsa spít- alann úr höndum Reykvíkinga," segir Finnur Ingólfsson, talsmaður Framsóknarflokksins í heilbrigðis- málum, um niðurskurð ríkisstjóm- arinnar í heilbrigðiskerfinu. ,Manni sýnist að þarna ætli Davíð Oddsson að færa til fortíðarvanda þann, sem hann skapaði þegar hann var borgarstjóri í Reykjavík, með lít- illi uppbyggingu á aðstöðu fyrir aldraða, suður til Hafnarfjarðar. í stað þess að snúa sér nú af fullum krafti að því að auka verkaskiptingu milli sjúkrahúsanna í Reykjavík, hlaupa menn til þess að reyna að ná spamaði annars staðar. Það má ná spamaði í Reykjavík með markvissri verkaskiptingu og samvinnu. Það er hins vegar hættulegt að ætla í blindni að sameina Borgarspítalann og Landakot og gera ekkert annað. Ef ekki verður komið á verkaskipt- ingu, mun sú sameining leiða til aukinna útgjalda. Vegna þess að þegar komnir verða tveir jafnstórir spítalar í höfuðborginni þá mun samkeppnin um takmarkaða fjár- muni til þessara spítala aukast, sam- keppni um peninga til að koma upp sama tækjabúnaði á báðum stöðum, samkeppni um sérfræðinga á ákveðnum sviðum o.s.frv. Þetta mun aðeins auka útgjöld. Gmnd- vallaratriði þegar menn vilja hag- ræða í þessum rekstri er að koma á verkaskiptingu. Mér finnst koma til greina, og alveg sjálfsagt að skoða það, að leigja skurðstofur á kvöldin og um helgar eins og Iagt hefur verið til. Sérfræði- læknishjálpin er nú orðin tiltölulega ódýr og hagkvæm. Einhverja slíka fyrirmynd mætti alveg hugsa. Samkvæmt þessum tillögum ríkis- stjómarinnar erum við hins vegar ekki lengur að tala um sparnað til hagræðingar. Það er beinlínis verið að tala um að skera niður þjónust- una. Gleggsta dæmið er auðvitað ef menn ætla að breyta alveg hlutverki Finnur Ingólfsson. St. Jósefsspítala þegar vitað er að að- gerðum, sem þar eru framkvæmdar, verður ekki sinnt annars staðar. Við Ingibjörg Pálmadóttir þing- maður fórum í dag í heimsókn til stjómenda St. Jósefsspítala í Hafh- arfirði. Við vildum kynna okkur frá fyrstu hendi aðstæður þar og við- horf stjórnenda spítalans. Heim- sóknin var um margt fróðleg og ým- islegt kom á óvart. í fyrsta lagi hversu margar aðgerðir eru fram- kvæmdar á þessu sjúkrahúsi. í öðru lagi að þetta sjúkrahús hefur haldið sig innan ramma fjárlaga og mætt öllum spamaðartillögum af mikilli skynsemi og raunsæi. Þeir hafa t.d. ekki lokað deildum eða tekið rúm úr notkun, eins og flest önnur sjúkra- hús. í þriðja lagi þjónar sjúkrahúsið fyrst og fremst Hafnfirðingum. Það er mjög gott samstarf milli öldmn- arlækninga á Sólvangi og Hrafnistu, heilsugæslustöðvanna og þessa sjúkrahúss. Kerfið vinnur sem ein heild, þannig að kostnaður á hvern legudag er mjög lítill miðað við önnur sjúkrahús. Þama er verið að gera góða hluti og fráleitt að ætla að refsa mönnum fyrir það,“ segir Finnur Ingólfsson. -aá. Fermingarundirbúningurinn í Reykjavíkurprófastsdæmum hefst í næstu viku: STUTT NÁMSDVÖL í SKÁLHOLTI í næstu viku fer fram innritun baraa til fermingarundirbúnings hjá söfnuðum í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Prófastsdæmið nær yfir Arbæ, Grafarvog, Breiðholt og Kópavog. Innrituð verða á ferm- ingaraámskeið böra, sem fædd eru árið 1978 og verða 14 ára á ár- inu 1992. Fermingarfræðslan stendur yfir til marsloka, en ferming- ar fara síðan fram í aprfl á vori komanda. Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ, látinn Látinn er í Reykjavík Sveinn Bjöms- son, forseti íþróttasambands íslands og kaupmaður, 62ja ára að aldri. Sveinn gegndi fjölda trúnaðarstarfa innan íþróttahreyfingarinnar og víð- ar. Hann var mikili KR-ingur og sat í stjóm KR í 25 ár, þar af varaformaður í 15 ár. Hann var í stjóm íþróttaráðs Reykjavíkur og formaður þess um fjögurra ára skeið, í stjóm íþrótta- neífidar ríkisins og Félagsheimila- sjóðs og varaformaður Ólympíu- nefhdar Islands frá 1973. Sveinn var forseti ÍSÍ frá 1980, en þar hafði hann verið í stjóm frá 1962. Sveinn var varaborgarfulltrúi árin 1974-1982. Hann sat í stjóm Kaup- mannasamtakanna í 10 ár og var þar af varaformaður í fimm ár. Sveinn lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin böm. Hermenn kærðir fyrir nauðgun Mynd 2. Samanlagöur fjöldi sjúklinga greindra meö alnæmi og sem látist hafa vegna alnæmis á íslandi miðað við 30. júní 1991. _______1.852.85 1.86 2.86 1.87 2.87 1.88 2.881.89 2.891J02.90 1.91 Af átján (slendingum greindum með alnæmi eru tíu látnir: Fimm létust úr alnæmi í fyrra Þrír vamarliðsmenn eru í gæslu- varðhaldi hjá lögreglunni á Kafla- vikurflugvelli, vegna kæru íslenskr- ar konu um nauðgun. Atburðurinn mun að líkindum hafa átt sér stað í síðustu viku á Keflavík- urflugvelli. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Keflavíkurflugvelli var einn vamarliðsmannanna ekki á landinu þegar rannsókn hófst hjá lögregl- unni þar. Maðurinn kom til landsins aftur síðastliðinn mánudag. -js Eftir að fermingamámskeið er hafið, verða foreldrar boðnir á for- eldrafundi og námið kynnt fyrir þeim. Einn liðurinn í fermingarundir- búningi barnanna er sá að börnin sæki guðsþjónustur safnaðanna og kynnist guðsþjónustunni. Guðmundur Þorsteinsson dóm- prófastur segir í samtali við Tímann að um síðustu áramót hafi Reykja- víkurprófastsdæmi verið skipt upp í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og vestra. í vestra prófastsdæminu em allir söfnuðir sem em vestan Elliða- áa og Reykjanesbrautar, en Árbær, Grafarvogur, Breiðholt og Kópavog- ur tilheyra eystra prófastsdæminu. Guðmundur segir að fermingar- undirbúningurinn hafí færst í það horf að halda uppi fræðslu allan vet- urinn. Hins vegar er það nýjung í starf- inu að bjóða upp á tveggja daga námsdvöl í Skálholti. Stundunum er þar skipt á milli leikja og náms. Bömin hafa haft gott af dvölinni og verið mjög hrifm af staðnum og kirkjunni. Þá hefur lokaathöfnin, sem haldin er í Skálholtskirkju, orðið börnun- um mjög minnisstæð, segir Guð- mundur. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra hefur fengið í hendur skýrslur Seðlabankans og Þjóð- hagsstofnunar um kosti þess að tengja íslensku krónuna við evr- ópsku myntina ECU. Þær verða lagðar fyrir ríkisstjómina í dag. Jón vill að svo stöddu ekki tjá sig Fimm íslendingar létust vegna al- næmis árið 1990, eða helmingur þeirra sem látist hafa úr sjúkdómi um niðurstöður greinargerðanna. Unnið er að tillögum í ráðuneyt- inu og Seðlabankanum á grund- velli þeirra, og þær verða síðar bomar undir ríkisstjómina. Búast má við að sú vinna taki nokkurn tíma. Þá fyrst er frétta að vænta. -aá. þessum hér á landi. í byijun þess árs höfðu samanlagt 13 landsmenn greinst með alnæmi, hvar af 5 voru látnir. Yfír árið fjölgaði hinum látnu í tíu, en þrjú ný tilfelli greind- ust á árinu. Á fyrri hluta yfirstandandi árs greindust tveir Islendingar með sjúkdóminn. Alls höfðu þá 18 Iands- menn greinst með alnæmi, hvar af átta vom enn á lífi nú á miðju ári. Tölur þessar byggjast á upplýsing- um landlæknis í Læknablaðinu. Fram kemur að á miðju þessu ári höfðu samtals 65 íslendingar greinst með smit af völdum HIV- veiru. Þar af greindust sex á fyrri hluta þessa árs og af þeim reyndust tveir vera með alnæmi. Af samtals 65 smituðum eru 55 karlar, hvar af um helmingurinn var milli tvítugs og þrftugs. Af alls 18, sem greinst hafa með alnæmi, eru 15 karlar. Viðskiptaráðherra: Greinargerð um kosti þess að tengjast ECU

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.