Tíminn - 18.09.1991, Blaðsíða 14

Tíminn - 18.09.1991, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 18. september 1991 Baulaðu nú Búkolla mín Búkolla Bamaleikrít eftir Svein Elnarsson TónUst: Jón Asgeirsson Leikmynd og búningan Una CoUins Lýsing: Björn B. Guömundsson Leikstjórí: Þórunn Siguröardóttir Sýningarstaðun Þjóðleikhúsið, stóra sviðiö. Sagnahefðin er okkur íslending- um í blóð borin og víst er að við eigum skráðan sæg af þjóðsögum. Ein sú þekktasta er sögð af henni Búkollu, sem hvarf að heiman og lenti í tröllahöndum og stráksi fór að leita hennar og færði hana aftur foreldrum sínum eftir miklar svað- ilfarir. Einnig er til sagan af þeim Ásu, Signýju og Helgu, sem einnig fóru að leita að þeirri sömu gæða- skepnu. Segja má að leikritið styðj- ist frekar við þá útgáfu. Söguþráð- inn þekkir hvert mannsbarn og í meginatriðum er ekki vikið frá honum, þótt ýmsu sé skotið inn í og skáldað eins og gengur. Á því er enginn vafi að ritun barnaleikrits er að sumu leyti vandasamari en skrif fyrir full- orðna, því bömin þola síður að at- burðarásin sé keyrð, svo einhverju nemi, í lágu gírunum. Þau vilja hraða, einlæga og helst nokkuð ærslafengna frásögn. Höfundi og leikstjóra hefur tekist bærilega að koma Búkollu á sviðið. Framvindan er jöfn og hinir ungu áhorfendur eru með á nótunum og lifa sig inn í sýninguna og þá sér- staklega framan af þegar meira er gert af því að tala beint til þeirra. Hinu er ekki að neita að það hefði að ósekju mátt vera meiri gáski í leiknum og atburðarásin nokkuð hraðari. Helstu hlutverk eru i höndum Sig- rúnar Waage, sem leikur Helgu, hina útskúfuðu systur. Sigrún fer prýðilega með hlutverk sitt og geislar af henni hjartahlýjan frá upphafi til enda leiksins. Sigurður Sigurjónsson Ieikur stráksa, sem hefur það hlutverk að vera sögu- maður og tengja samna atriðin, auk þess sem hann talar til krakkanna og gerir þau þannig virk í sýning- unni. Sigurði tekst mæta vel upp, eins og hans er von og vísa, og væri leikrit þetta allt ansi daufari ef hans nyti ekki við. Önnur hlutverk eru nokkru minni í sniðum: Baltasar Kormákur er bráðskemmtilegur sem Dording- ullinn ráðagóði, sérstaklega er lát- bragðið gott. Tinna og Lilja Guðrún leika systurnar Ásu og Signýju á eftirminnanlegan hátt, þótt hlut- verkin séu ekki ýkja stór. Karl og Kerlingu í koti sínu sjá þau Róbert og Herdís um af rósemi og yfirveg- un. Ónefndar eru þá þær Daladrottn- ingin sem Guðrún Stephensen leik- ur og Fjalladrottningin, sem Þóra Friðriksdóttir leikur. Gervi og fas þessara kvenna var mér heldur til ama. Mætti ég heldur biðja um ær- legar tröllskessur, forljótar og fer- legar, en ekki þessar afdönkuðu, hálfmennsku drottningar. Á frumsýningunni virtust mér yngri börnin hafa af leikriti þessu góða skemmtun, en þó er eins og broddinn vanti til að Búkolla geti orðið barnaleikrit í 1. flokki. Gísli Þ. Er allt með felldu? Reykjavík, 11. sept. 1991 Tilefnið fyrir því að ég rita pistil þennan eru mál Veitingahússins í Öskjuhlíð. Þar hefur verið dregin upp skuggaleg mynd af raunveru- leikanum. Kostnaðaráætlanir hafa farið langt fram yfir upphaflegar áætlanir, eða 300 milljónir um- fram síðustu gerð áætlunar þess- arar og útgjöld vegna hennar orð- in 1600 milljónir. Eftir fyrirspurn- ir Sigrúnar Magnúsdóttur, borgar- fulltrúa B-lista, til núverandi borgarstjóra hefur hann látið gera úttekt á fjármálum vegna þessa nýja veitingahúss, sem stendur í Öskjuhlíð. Sitthvað hefur verið dregið fram í dagsljósið og margt óvænt verið gert opinbert. Er þar af mörgu fróðlegu að taka. Sé litið á fleiri mál, sem unnin eru af borgarkerfinu, ber helst að nefna ráðhúsið nýja sem verið er að reisa við Tjörnina. Snemma árs, eða núna í vor, var kostnaðurinn kominn í 3,6 milljarða, heilar 3600 milljónir. Er allt með felldu í því máli, eða er staðan kannski slæm, það er hærri og meiri kostn- aður en uppgefið er í raun. Þetta mál ætti að athuga betur ofan í kjölinn. Er það ef til vill botnlaus hít þar sem um svimandi háar upphæðir peninga er að ræða. Eru öll kurl komin til grafar í þessu máli. Minnihlutinn á hér að krefj- ast tæmandi, nákvæmra upplýs- inga frá meirihluta. Því fyrr, því betra, fyrir alla. Nefna má og þá kosningabrellu borgarstjórnarmeirihlutans að skipta um og endurnýja umferðar- ljós á öllum gatnamótum Reykja- víkur skömmu fyrir síðustu kosn- ingar. Hver greiðir þann kostnað, sem af því hlaust og hversu hár var hann. Þetta hefur almenningur rétt á að fá vitneskju um. Hér er þörf á skýrum svörum frá meiri- hluta. Þetta alltsaman vísar síðan á skipulag yfirstjórnunar borgarinn- ar. Hver er raunveruleg gerð þess, hvernig er það myndað og af hverj- um það síðan er skipað. Hverjar eru heildargreiðslur til þessara manna og launakjör öll. Er hér um að ræða taxtagreiðslur eða einhver sérkjör þeirra. Hver eru kjör þeirra samanborið við laun til annarra starfsmanna borgarinnar. Margt fleira má nefna og krefjast svara við. Málefni BÚR sáluga voru alltof lítið til umræðu í kosninga- baráttunni síðustu. Þar átti að svipta hulunni af einu mesta fjár- málahneyksli sem um getur hér- lendis. Seldar voru eignir þre- til fjórfalt undir raunvirði. Tveir milljarðar urðu að 600 milljónum, án teljandi athugasemda nokk- urra. Nokkur mál eru enn ónefnd. Gatna- og dagvistarmál, t.d. Hvaða eftirlit er með þessum málum. Minnihlutinn núverandi þarf að hljóta ótvíræð svör af hálfu meiri- hlutans. Það eru maðkar í mys- unni í þessu núorðna, rótgróna embættismannakerfi, sem er í dag við lýði. öllum þessum málaflokk- um þarf að fylgja fast eftir, mark- visst og skýrt, skref fyrir skref, stig af stigi. Rétti tíminn til þessa er núna, en ekki á morgun eða seinna. Þörf er á að hér sé fylgt á eftir með fullum þunga, fyrir kom- andi kosningar, sem fram fara eftir tvö og hálft ár. Gunnar Freyr Gunnarsson, kt. 221158-4589 Velferðar- þjóðfélagið Það sem Friðrik látlaust líðst og lýðum þykir miður, eftir árið Blöndal býðst, bændur skera niður. Meðul lítt né lækna fá, lasnir hljóta náinn. Keppni fékk nú meira' en má maðurinn með Ijáirm. Davíð upp í skýin skaust, skein á perlur víða. ,JVú er komið hrímkalt haust, horfin sumarblíða. “ Orðhákur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.