Tíminn - 18.09.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.09.1991, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 18. september 1991 Tíminn 5 Niðurstöður úr árlegum mælingum Hafrannsóknastofnunar á útbreiðslu fiskseiða liggja fyrir: Lélegasti þorskárgangur frá því mælingar hófust Nýlega lauk árlegum rannsóknum á fjölda og útbreiðslu fískseiða í ágústmánuði úti af Vestur-, Norður- og Austurlandi, við Austur- Grænland og í Grænlandshafí. Mjög lítið fannst af þorskseiðum og hefur fjöldi þeirra ekki mælst jafn lítill í ágústmánuði áður. Helst fundust þorskseiði á grunnslóð norðanlands, en annars staðar varð þeirra aðeins vart í mjög smáum stfl. Allt bendir því til að 1991 ár- gangur þorsks verði hinn sjötti í röð lélegra árganga sem hófst 1986. Að þessu sinni voru seiðarannsókn- imar gerðar á tveimur skipum. Hinn íslenski hluti svæðisins var kannaður á rannsóknaskipinu Áma Friðriks- syni en Austur-Grænlandssvæðið var hins vegar kannað af Bjama Sæ- mundssyni. Kannað var allmiklu stærra svæði en venjulega. Bæði var farið norðar en áður út af Norður- landi og Vestfjörðum og í þetta sinn náði könnunin við Austur-Grænland og í Grænlandshafi aftur allt suður á móts við Hvarf. Sveinn Sveinbjömsson, leiðangurs- stjóri á Áma Friðrikssyni, sagði að umhverfisaðstæður í sjónum hefðu verið nokkuð góðar og betri en þær hefðu verið undanfarin ár. Þess vegna hefðu menn vonast eftir að finna sterkan þorskárgang. Það fór hins vegar á annan veg. Niðurstaðan er sú lélegasta síðan mælingar hófust árið 1970. Sveinn sagði að við mælingar væm niðurstöðumar settar fram í vísitölu. Þegar best hefur gengið hef- ur vísitalan mælst 2000-3000 seiði. Núna vom 6 seiði í vísitölunni. Síðan mælingar hófust hafa komið 7 ár- gangar þar sem vísitalan hefur mælst undir 80 seiðum. Sveinn tók fram að þessar mælingar væm ekki endanleg- ar, en þær gæfu sterka vísbendingu. Lág vísitala hefði alltaf gefið Iélega ár- ganga. Sveinn sagði fiskifræðinga ekki geta svarað því hvers vegna árgangurinn væri svona lélegur. Fiskifræðingar hafi reynt að mæla umhverfisaðstæð- ur í von um að geta spáð fyrir um lífs- líkur seiðanna. Nú væm þær metnar góðar, en þorskárgangur virtist vera lélegur. Sveinn benti á að stundum hefðu komið sterkir árgangar þegar umhverfisaðstæður hefðu verið slæmar, eins og Ld. 1983. Sveinn sagði ástand seiðanna gefa til kynna að þau ættu erfitt uppdráttar, þau væm lítil og léleg. Sé þessi niðurstaða rétt, er þetta sjötti þorskárgangurinn sem mælist lélegur. 1985-árgangur mældist einn- ig undir meðallagi. Sveinn sagði þetta vekja upp þá spumingu hvort eitt- hvað sé að hrygningarstofninum. Hann tók fram að hrygningarstofn- inn hefði verið minni en hann er í dag. Engu að síður væri ljóst að minni og yngri hrygningarstofn gæfi lélegri árgang. í ágúst var sjávarhiti í yfirborðslög- um Grænlandshafs (20 metra dýpi) allt að 2 gráðum hærri en síðastliðin ár. Á 50 metra dýpi var hitinn nálægt meðaltali seinustu 3 ára, nema næst Austur-Grænlandi þar sem var hlýtt, enda enginn hafís á því svæði fremur en annars staðar. Á100 metra dýpi var sjávarhiti nálægt meðallagi í Græn- landshafi. Á Norðurmiðum hafði Atlantssjór ekki aukist frá í vor og var því undir meðallagi miðað við ágúst síðastliðin 3 ár. Vegna sólarhitunar var sjávarhiti Erum vid í alvöru svona löghlýöin? ast tll að svfltja undan skattí, segj- ast fleW fslendingar heldur en íbúar annarra þjóða Evrópu. Gm 5% fslendlnga telja slíkt alltaf réttlætanlegt. En aldrei eða nán- ast aldrei réttlætanlegt segja 68% íslendinga. Aðrir Norðurlandabú- ar virðast allt að því elns sam- viskusamir við skattframtalið, en aftur á móti aðeins drjúgur helm- ingur annarra Evrópubúa (57%). fslendingar eru líka miklu ákveönari í því (84%) en aðrir Evrópubúar að framhjáhald sé óréttlætanlegt. Hér eru sömuleið- is mun fleiri (82%) þeirrar skoð- unar að óvetjandi sé að Ijúga sjálf- um sér til framdráttar. Á hinn bóglnn telja óvenju fáir íslending- ar óréttlætanlegt að svindla sér « strætó og slást við iðgguna. f lífsgildakönnuninni bemdust spumingar um framangreind at- riði og fleiri (afls 26) að því að kanna afstöðu fólks til þess að bijóta iög eða siðareglur samfé- lagsins. Svarmöguleikar voru samsvarandi við þeim öiium — þ.e. þátttakendur voru beðnlr að meta á kvarða frá 1 (aidrei réttlæt- anlegt) upp í 10 (alltaf réttlætan- legt) hvort tilteknar athafnir væru að þeirra mati réttlætanlegar. Þær hlutfallstölur, sem getið var hér í iongangi, miðast við fjölda þeirra sem merktu við 1 eða 2 á kvarðan- um, þ.e, aldrei eða nánast aldrei réttlætanlegt Flestar umræddar athafnir teiur fólk almennt óréttlætanlegar. Hörðust afstaða var tekin gegn því að fremja pólitískt morð, aka und- ir áhrifum áfengis, þiggja mútur í starfl og kaupa þýfi. Norðurlandabúar öðr- um grandvarari? Nokkrar athafnir skáru sig þó úr að því leytl hve stór hluti Is- iendinga telur þær réttlætanleg- ar. Það eru hjónaskilnaðir, sam- kynhneígð, fóstureyðingar, að drepa i sjáifsvöm og líknardráp. í fæstum tflfellum öðrum kom í Ijós mikill munur á svörum fs- iendinga og annarra þjóða, og á svörum þeirra í mifli, þótt athygl- isverð dæmi komi fram um slíkt. Pólitísk morð, mútur og ffli Aldrei réttlætanlegt, 88% ís- lendinga um pólitískt morð. Það segja Uka 84% um að þiggja mút- ur í starfl, 82% um að kaupa það sem þeir vita að er stolið, 80% um neyslu fikniefna og að aka undir áhrifum áfengis, 79% um að til- kynna ekkl um tjón sem fólk veld- ur á kyrrstæðum bfl, 72% um að þiggja bætur frá hinu. opinbera sem þeir eiga ekki rétt á og að taka bfl annars að láni í heimiidarleysi, 71% um framhjáhald, 69% um að ljúga sér til framdráttar, 66% um að kasta frá sér rusli á almanna- færi, 57% um sjáifsmorð og 53% um vændi. Aöeins 40% af íbúum Suður- og Innan við helmingur lands- Vestur-Evrópu finnst t-d. aidrei manna (49%) taldi híns vegar réttlætanlegt að halda peningum aldrei rettlætanlegt að halda pen- sem maður finnur. A Norður- ingum sem þeir hafa fundið, og löndunum er þetta hlutfali miklu 47% voru sama sinnis varðandi hærra (hæst 65% í Danmörku). slagsmál við Íögregluna. Að þiggja bætur frá hinu opin- Aðeins tæplega fíórðungur bera, sem maður á ekki rétt á, iandsmanna seglr samkynhneigð þykir líka miklu fleirum óréttlæt- aldrei réttíætanlega, um 20% eru aniegt á Norðuriöndum heldur en þeinar skoðunar varðandl lflcnar- sunnar í Evrópu. Það sama má dráp og dráp í sjálfsvÖm, aðeins segja um kaup á þýfl, að Ijúga 11% teija fóstureyðingu aldrei sjálfum sér til framdráttar (sem rétflætanlega og emungis 5% að aöcins 37% fólks þar finnst hjónaband sé óijúfanlegt með óréttlætanlegt), halda framhjá og öllu. aka undir áhrifum áfengis. Aflar þessar hlutfallstölur eiga, Á hinn bóginn eru færri sem sem áður segir, við um þá sem tejja Iflcnardráp og fóstureyðing- segja umræddar athafnir aldrel ar aJgerlega óréttlætaniegar á réttlætanlegar. En þar við bætast Norðurlöndum heldur en í lönd- margir sem merktu við 2. töhrna á um sunnar í álfunni, kvarðanum, sem eru því nokkurn veginu sama sinnis. - HEI í efri lögum hins vegar svipaður og undanfárin 3 ár þrátt fyrir þetta, og sérstaklega áberandi hár í yfirborð- slögum (20 metra dýpi) djúpt úti af norðvestanverðu landinu. Sjávarhiti var í góðu maðallagi fyrir Vestur- og Suðurlandi, en vel yfir meðallagi fyrir Austfjörðum. Lítið fannst einnig af ýsuseiðum. Þau, sem fundust, voru aðallega úti af vestanverðu Norðurlandi og Vest- fiörðum. Niðurstaðanbendirtil lélegs 1991-árgangs, en í ýsustofninum eru hins vegar tveir góðir árgangar (1989 og 1990) í uppvexti. Á hinn boginn var mikið af loðnu- seiðum og þau útbreidd. Langmest var af þeim úti af Norðurlandi, en einnig var talsvert rek foðnuseiða um Dohmbanka til Grænlands. Stærð loðnuseiðanna var í meðallagi. Enda þótt mikill fiöldi loðnuseiða bendi að öðm jöfnu til góðs árgangs, em þess- ar rannsóknir ekki einhlítur mæli- kvarði á stærð loðnuárganga. Mjög mikið var af karfaseiðum í Grænlandshafi og við Austur-Græn- land að þessu sinni. Mest var um þau um miðbik Grænlandshafs og norð- antil yfir grænlenska landgmnninu. Fjöldi karfaseiða í Grænlandshafi og við Austur-Grænland var nú meiri en sést hefúr síðan 1973. Af öðmm fiskitegundum er helst að nefna að mikið var um seiði og ungst- ig sandsílis og meira en oft áður af þessari mikilvægu fæðu ýmissa nytja- stofria. -EÓ Sr. Vigfús Þór Árnason (til vinstri) fylgist meö því þegar krossi Raf- magnsveitunnar var komið fyrir á byggingarstað Grafarvogskirkju. Auk sóknarprestsins fylgjast formaður sóknarnefndar Grafarvogs og fréttamaður Stöðvar 2 með atburðum. Timamynd: Ami Bjama Frumlegar tilfæringar í Grafarvogssókn: Rafmagnsstaur verður kross! Brotinn rafmagnsstaur, sem lá engum til gagns skammt fyrir neðan meðferðarstöðina Vog, mun nú heldur en ekki fá upp- reisn æru, þar sem hann var í gær fluttur aó byggingasvæóinu þar sem verió er aó hefja framkvæmd- ir við nýja kirkjubyggingu fyrir Grafarvogsbúa. Það var Vigfús Þór Árnason, sókn- arprestur í Grafarvogi, sem tók eft- ir því að brotni staurinn myndaði all sérstæðan kross. Vigfús Þór hafði því samband við Rafmagns- veituna og falaðist eftir staurnum til að setja hann upp sem kross á kirkjubyggingarsvæðinu. Það reyndist auðsótt og gaf Rafmagns- veitan Grafarvogssókn staurinn að bragði. Staurinn var síðan fluttur á sinn nýja stað í gær. Vigfús Þór sagði í samtali við Tímann að ekk- ert væri ákveðið um hvort þessu frumlegi kross yrði þarna til fram- búðar, en menn myndu hafa hann þarna a.m.k. á byggingatímanum. - BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.