Tíminn - 31.10.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.10.1991, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 31. október 1991 Tíminn 5 Ný samnorræn rannsókn leiðir í Ijós: Sykursýki margfalt algengari á hinum Nordurlöndunum en hér Hvemig getur staðið á því að sala syk- ursýkilyfja er hlutfallslega um 5 sinn- um meiri í Svíþjóð og Finnlandi held- ur en á íslandi, og um 2-3 sinnum meiri í Danmörku og Noregi en hér? Fyrst og fremst af því að sykursýki er miklu sjaldgæfari á íslandi heldur en á hinum Norðuriöndunum. Ástæða þess er aftur á móti að mestu óþekkt, en að hluta til sú að aldraðir eru hlutíallslega fæstir hér á landi. Þessar athyglisverðu niðurstöður koma fram í nýrri skýrslu um sam- norrænar rannsóknir, sem gerðar voru í þeim tilgangi að finna ástæður fyrir þessum mikla en óútskýrða mis- mun í notkun sykursýkilyfja, sem læknar í þessum löndum hafa lengi undrast yfir. Það þykir ekki síst athyglisvert að hinn mikli munur á algengi sykur- sýki á ekki bara við um hina insúl- ínháðu sykursýki (sykursýki 1) heldur líka hina sem meðhöndluð er með töflum (sykursýki 2). Þetta eru af mörgum taldir tveir sjúk- dómar, sem stafa af mismunandi orsökum. En báðir reynast þeir mun sjaldgæfari hér heldur en á nokkru hinna Norðurlandanna, en aftur á móti langsamlega algeng- astir í Svíþjóð og Finnlandi. Niðurstöður rannsóknanna sýndu álíka stóran mun á hlutfallslegum fjölda sykursjúkra milli landa, eins og ráða mátti af sölu sykursýki- lyfja. Að stórum hluta eru orsakir þessa enn óþekktar. En að hluta til skýrist munurinn af þekktum áhættuþáttum: háum aldri og of- fitu, sem hvor um sig hefur veruleg áhrif á tíðni sykursýki 2. Þegar tekið hefur verið með í reikninginn að aldraðir eru hlut- fallslega fæstir á íslandi en flestir í Svíþjóð, virðist sykursýki 2 í kring- um tvöfalt algengari hlutfallslega í Svíþjóð en hér á landi. Að teknu þessu tilliti til aldurs, virðist þessi tegund sykursýki langsamlega al- gengust í Finnlandi. Það er að hluta til talið stafa af því hvað offita er miklu algengari þar í landi held- ur en í nokkru hinna landanna. Læknavfsindin vita ennþá fremur lítið um orsakir sykursýki. Insúlín- háða sykursýki er algengast að fólk fái á ungum aldri (tíðast 10-14 Sveinn Bjömsson forstjóri SVR, Hörður Gíslason skrifstofu- stjóri SVR, og Sveinn Andri Sveinsson stjórnarformaður SVR. Tfmamynd: Ámi Bjama Strætisvagnar Reykjavíkur sextíu ára: SVR með opið hús og frítt í strætó í dag eru 60 ár síðan fyrsti stræt- isvagninn í eigu SVR hóf akstur, en það var 31. október 1931. Fyrsti strætisvagn SVR rúmaði 14 farþega og þótti mikið farar- tæki. I blaðafrétt um fyrstu ferð- ina segir meðal annars: „Þess skal getið að gengið er inn í al- menningsbílinn að framan vinstra megin og farið út úr hon- um að aftan sömu megin. Hurðin að aftan er skellihurð, sem bíl- stjórinn lokar með sérstökum út- búnaði frá sæti sínu.“ í tilefni afmælisins verður opið hús hjá Strætisvögnum Reykja- víkur sunnudaginn 3. nóvember nk., klukkan 10-15, í Borgartúni 35. Allir, sem hafa áhuga á að kynna sér þjónustudeildir SVR á Kirkjusandi, eru velkomnir. Auk þess verður ókeypis í strætisvagn- ana á sunnudaginn. Á morgun, föstudaginn 1. nóv- ember hefst akstur á nýrri leið, sem ætlað er að þjóna starfsfólki fyrirtækja í Borgarmýri og við Stórhöfða. Þetta er tilraun, sem verður þannig að ekið verður ár- degis kl. 7.30 og 8.30 frá Hlemmi og um Grensás kl. 7.37 og 8.37. Síðdegis hefst ferð vagnsins kl. 16.00 og 17.00 frá viðkomustað við Bæjarháls. Sveinn Björnsson, forstjóri SVR, benti á að bflagleði íslendinga væri mikil. Um leið eru íslending- ar að velja dýrasta ferðamátann, þar sem bflstjórinn er gjarnan einn í bflnum. Þótt tilgangur SVR sé sá sami nú og í upphafi, þ.e. að flytja fólk eins fljótt, þægilega og örugglega og aðstæður leyfa milli staða gegn hóflegu gjaldi, er því ekki að neita, að einkabfllinn hef- ur fest í sessi sem aðalfarkostur borgarbúa og reyndar landsmanna allra. Meðal annars af þessum sök- um hefur farþegum SVR farið jafnt og bétt fækkandi síðustu ára- tugina. Ar 1962 voru farþegar SVR 18,2 milljónir, en árið 1990 voru farþegar aðeins 7,3 milljónir. Það er þó Ijóst að án almenningssam- gangna getur þéttbýli eins og höf- uðborgarsvæðið ekki þrifist. -js Línuritið sýnir þann mikla mun sem er á sölu sykursýkilyfja til inn- töku milli Norðuriandanna, mælt i fjölda dagskammta á hveija 1.000 íbúa, þar sem Finnland trónir á toppnum. Sala á ínsúlíni er á hinn bóginn langhæst í Svíþjóð, en ísland er enn neðar á þeim lista. ára), þótt tilfellum taki að fjölga á ný upp úr fimmtugu. Þessi gerð einkennist af insúlínskorti sem veldur því að fólk þarf að fá 1-4 in- súlínsprautur dag hvern. Vitað er að insúlínháð sykursýki er arf- bundin að einhverju, en þó ekki öllu, leyti. Sykursýki 2 fær fólk sjaldnast íyrr en eftir 30-40 ára ald- ur. Hún virðist mun meira bundin erfðum og jafnframt offitu. Sum- um nægir m.a.s. megrun og lík- amsrækt til að losna við einkennin. Sykursjúkir eru í fremur dapur- Iegu heilsufarsástandi á Norður- löndunum öllum, að mati skýrslu- höfunda. Almennt allt of feitir og með ójafnvægi í blóðsykri. Ástæð- an verði tæpast rakin til lélegrar virkni sykursýkilyfja, heldur miklu fremur til kæruleysis fólks um önnur mikilvæg atriði, svo sem mataræði og að halda þyngdinni í skefjum. Sykursýki er mjög al- gengur sjúkdómur á Norðurlönd- unum. Áætlaður fjöldi sykursjúkra þar er samtals um 580.000 manns, eða í kringum 2,5% heildar íbúa- fjöldans. - HEI Framsóknarfélag Mývatnssveitar vill að Kísiliðjan verði rekin áfram með eðlilegum hætti: Sérkennileg aðför að þjóðþrifastarfi Aðalfundur Framsóknarfélags Mý- vatnssveitar, haldinn í Skjólbrekku í fyrradag, lýsir furðu á þeirri aðför að Kísiliðjunni sem gerð hefur verið af hálfu Náttúruvemdarráðs og fleiri aðila. Fundurinn telur að nefndarálit sér- fræðinganefndar um Mývatnsrann- sóknir gefi ekki tilefni til annars en að Kísiliðjunni verði tryggt eðlilegt framhald námaleyfis, enda verði farið með gát við dælinguna, lögð áhersla á frekari rannsóknir og leitast við að þróa vinnslu í námunni á þann veg að vatnsbotninn nái sem fyrst stöð- ugleika aftur. Þá er bent á að kísil- Rjúpnaveiði hefur gengið illa það sem af er veiðitímabilinu. Haldi fram sem horfir, fá færri ijúpu í jólamatinn en vilja. Allt útlit er fyr- ir að rjúpnaverð verði hærra en í fyrra og það stefnir í að fjögurra manna fjölskylda þurfi að borga átta þúsund krónur í ár fyrir jólaijúp- una. „Menn voru að selja rjúpur á 600 til 800 krónur stykkið fyrir jólin í fyrra, en þau verð, sem við höfum heyrt núna, eru á bilinu 800 til 1.000 krónur fyrir hvert stykki," sagði Gunnar Bjarnason hjá Veiðihúsinu í samtali við Tímann í gær. Framboð á rjúpu í fyrra var mun minna en eftirspum, og allt bendir til þess að ástandið verði enn verra í ár. Þegar lítið er af fugli er markaðs- námusvæðið á Ytriflóa var fyrir daga Kísiliðjunnar orðið lélegasta veiði- svæði Mývatns. Þar er nú besta veiði- svæðið. Vakin er á því athygli að lífríki vatns- ins hefúr verið í uppsveiflu. Rykmý hafi verið með mesta móti um ára- tugaskeið sl. sumar, mergð andar- unga komst á legg og talið er að sterkur árgangur ungbleikju sé að vaxa upp og komi væntanlega inn í veiðina á næsta ári. Flest bendi til að skynsamleg nýting Kísiliðjunnar og hefðbundnar nytjar hlunninda ættu að geta farið ágætlega saman. Þá sé með kísilnáminu verið að verðið venjulega að hækka fram undir jól, og blaðinu er kunnugt um að seinustu dagana fyrir jólin í fyrra seldust rjúpur á allt að 1.500 krónur stykkið. „Þær fréttir, sem við höfúm haft af veiði, em mjög daprar: lítil veiði og menn em yfirleitt að hafa mikið fyr- ir fáum fuglum," sagði Gunnar. „Þetta er eins og fuglafræðingar em búnir að spá, rjúpan er í algerri lægð núna og minna af henni heldur en hefur verið lengi.“ Veiðimenn, sem haft hefur verið samband við, hafa sömu sögu að segja. Nær undantekningarlaust sjá þeir lítið af rjúpu. Menn em þó ekki vonlausir um að þetta kunni að breytast til hins betra þegar kólnar í veðri og fuglinn kemur meira niður. dýpka vatnið og þar með að lengja líf- tíma þess. Að öðmm kosti verði stór- ir hlutar vatnsins orðnir að mýrlendi innan fárra alda. Fýrirhugað dæling- arsvæði í Strandarbolum sé meðal grynnri svæða vatnsins og ástandið þar, hvað varðar dýpt og þróun sil- ungsveiði, með svipuðum hætti og var í Ytriflóa áður en dæling hófst þar. Framsóknarfélag Mývatnssveitar hvetur til, í ljósi þessara þátta, sem og efnahagslegs og félagslegs mikil- vægis Kísiliðjunnar, að starfsgmnd- völlur hennar verði tryggður með eðlilegum hætti. —sá Ferðamálakönnun: Ferö til ís< lands vand- ■ ^ 4NK il IH II l> IK ÆL lega inugiio í nýlegri ferðamálakönnun Fé- lagsvísindastofnunar Háskóia fs- lands kcmur fram að ferðamenn, sem koma til íslands, hafa að meðaltali veit þvi fyrir sér í tæp- lega þijú ár að ferðast til íslands áður en látið var verða af því. Að meðaltali höfðu liðið 34,8 mánuðir frá því ferðarhugmyndin kom upp þar til íslandsferð varð að veruieika. Ellilffeyrisþegar höfðu velt málinu fyrir sér í rúm- iega 5 ár, en unga fólldð í 20 mán- uði. Nemar hugsuöu sig einna minnst um áður en þeir létu verða av' því að koma til Islands, eða í eitt og báift ár. Sé hins vegar skoðað með hvað löngum fyrirvara ferðin var keypt, Verð á rjúpu hátt vegna lítillar veiði: ÞÚSUND KRÓNUR FYRIR STYKKIÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.