Tíminn - 31.10.1991, Page 9

Tíminn - 31.10.1991, Page 9
Fimmtudagur 31. október 1991 II fólki. í slíkum samræðum fitlar stjórnsamt fólk miklu minna við hluti eins og blýanta, strokleður eða bréfklemmur en þeir sem minna eru stjórnsamir. Flestir halda að ráðríkt fólk horfi oftar í augu fólks. Það er samt einmitt öf- ugt, sá undirgefni í viðræðunum verður að hafa meiri áhyggjur af ráðríka félaganum" Rannsóknir Giffords leiða í ljós að mynd þess auðsveipa lítur frekar þannig út að hann fiktar við alla mögulega hluti í kringum sig, veif- ar höndunum minna um sig, krossleggur fótleggina undir stóln- um og sígur aðeins saman í stóln- um. Sú skapgerðarvísbending sem oftast er misskilin reyndist vera að lúta höfði og krossleggja handlegg- ina. Þessi tákn benda engan veginn til auðsveips persónuleika. Álitið var að tilraunafólkið væri hrokafullt ef það brosti ekki og sat andsæpnis viðmælanda sínum og virtist vera að mæla hann út, án þess að horfa í augu hans. Engin þessara vísbendinga reyndist þó vera nógu sterkt grundvölluð til að draga þá ályktun að þarna væri hroki fyrir hendi. Rangt mat á handa- og fótahreyf- ingum Þeir tuttugu og einn sem fengnir voru til að meta eiginleika um- sækjendanna af hljóðlausu mynd- böndunum álitu þá kaldlynda og þrætugjarna sem lítið hreyfðu hendur og fætur meðan viðtalið stóð, teygðu fótleggina í átt að við- mælandanum og veifuðu fótunum, héldu handleggjunum krosslögð- um, litu sjaldan á viðmælanda sinn, og brostu líka sjaldan og kinkuðu kolli. „Ekkert af þessu mati stenst raunveruleikann," segir Gifford. „Að vísu var fólkið ákaflega sann- fært um að álit þess væri rétt, en þrátt fyrir nákvæmni þess er varla eða yfirleitt alls ekki hægt að færa vísindalegar sönnur á niðurstöður þess.“ Tíminn 9 Við brúsapallinn. Horft af brúnni Leikfélag Selfoss tók sig fram um að láta gera leikverk um Ölfusárbrú. Jón Hjartarson tók þetta að sér og skilaði því vel. Ölfusárbrúin varð hundrað ára í sumar og héldu Sel- fyssingar upp á þann atburð með nokkrum ærslum eins og góðra manna er siður, þegar mikils skal minnast. Brúin er eiginlega upphaf byggðar á Selfossi þótt bær væri þar fyrir og tengja íbúamir vöxt og við- gang staðarins við brúarfram- kvæmdina. Þar kom við sögu einn af vormönnum íslands, TVyggvi Gunn- arsson, sem lagði styrka hönd að margri framkvæmd og auðveldaði hnípinni þjóð lífsstríðið eftir því sem aldur gaf til. Tryggvi er enn þjóðhetja á Selfossi, þótt aðrir þekki hann betur af öðrum verkum. Fyrir okkur hinum var hann líka aðeins brúarsmiður. TONLIST þar sem menn gætu staðið með glas og rettu og spjallað við kunningjana með Mozart í bakgrunni — þannig voru víst leikhús og ópemr í gamla Fyrir svo sem einum eða tveimur áratugum hefði fáa grunað að Jón Leifs fengi uppreisn og jafnvel hóf- legar vinsældir meðal þjóðar sinnar, en þetta er þó að gerast Þar kemur margt til, svo sem „markaðssetn- íng“ tónskáldsins fyrir tiistilli Hjálmars H. Ragnarssonar og breyttur og sveigjanlegri tónlistar- smekkur en áður var. Jón Leifs var af aldamótakynslóðinni svonefndu, fæddur 1899, sem ætlaði sér stóra hluti í þvf að skapa nýtt ísland og marka ekkí grynnri spor meðal þjóð- anna en forfeðumir gerðu með gull- aldarbókmenntum vorum. Og nýtt ísland átti ekki að skapa með því að flytja inn ódýra list, landbúnaðar- vörur eða iðnvaming, „til hagsbóta fyrir neytendur", heldur hafði sú kynslóð þvert á móti þann metnað að fraraleiða hér andlegar og verald- legar afurðir sem sfaeðust snúning því besta sem til væri. Enda var Jón Leifs enginn poppari; hann fylgdi sínu striki til hinsta dags, svo sem lesa má f ritgerð Hjálmars Ragnars- sonar um hann í Andvara 1990. Fine I samdi Jón Leifs 1963, og síðar gaf hann þær leiðbemingar að „Eddu- óratóríu-þríleiknum mætti Ijúka með því að leika annaðhvort Fine I fyrir sinfönfúhljómsveit eða Fine II fyrir vfbrafón og strengjasveit“ — hér er vitnað í tónleikaskrá. Þetta er einföld tónlist að byggingu en áhrifarík og yfirþyrmandi, Ifkt .og klakabrynjað þrítugt bjarg. Síðastur á efnisskránni var Konsert fyrir hljómsveit eftir Béla Bartok. Þama voru stjómandi og hljómsveit aldeilis f essinu sínu og mikil ánægja rikjandi bæði í sal og á sviði. Sigrún Eðvaldsdóttir spilar Brahms Þótt það sé ekki í tfsku voru tón- leikamir 24. október rauðir. Á tákn- máii Sinfóníuhljómsveitar íslands þýðir það að áherslan var á einieiks- verk, sem í þetta sinn var fíðlukons- ert Brahms. Sigrún Eðvaldsdóttir vara einleikari en Petri Sakari hljómsveitarstjóri. Fyrir mér stað- festu þessir tónleikar það í stuttu máli að Sigrún Eðvaldsdóttir er í hópi okkar stóru listamanna — á Hollywoodmáli heitir það að hún hafi tekið sér sæti í „Hall of fame“. Tónleikaskráin segir að Sigrún hafi „sýnt einstaka leikni í fiðluleik og stórkostlega tækni, auk litríkrar túlkunar á tónlistinni sem hún leik- ur“ enda má það markvert teljast 24ra ára stúlka skuli spila fiðlukons- ert Brahms eins og sá sem valdið hefúr. Annars hófust tónleikamir á 10 ára gðmlu verkí eftir Áskel Másson, Októ Nóvember, sem tileinkað er Ottó N. Þorlákssyni. Verk þetta virð- ist vera furðu tíðindalaust við fyrstu heym — það var raunar flutt tvisvar með stuttu millibili 1982 og 1983, án þess ég muni eftir því — en skv. tónleikaskrá er þarna sitthvaðhulið þeim sem aðeins líta á yríirborðið, svo sem eins og það að seinni hlut- inn sé spegilmynd hins fyrri. Og tónleíkamir enduðu með 7. sin- fóníu Dvoráks, litríku verki með slavneskri ólgu, sem Sinfónfuhijóm- sveitin og Petri Sakari fiuttu afar vel. Þessir tónleika lofa góðu um fram- haldið f vetur. Eins og nú er komið er nálarauga leiklistarinnar orðið ansi þröngt og óvíst hvort sérfræðingum, nýkomn- um ffá skólaborði, þar sem kennarar gerast einstefnustjórar í listum, lít- ist brúklegt smíði Jóns Hjartarson- ar. Satt að segja er heldur sérkenni- legt að sjá takast samsetning um brúarsmíði, áhrif brúar á fólk og byggð og hin söguleg tengsl sem af því spretta. Enn sérkennilegra er að sjá, að þarna fer skemmtilegt verk. Öll sérfræði heimsins má vel vera þverbrotin með svona sýningu. Vel getur verið að aðeins þeir sem láta sig söguna varða og líf byggðarlags- ins í hundrað ár sæki sýningar. Því miður gat Jón Hjartarson ekki gert rokksýningu úr TVyggva Gunnars- syni, svo eðlilegt getur verið að sér- fræðin bendi á, að ekki sé um sýn- ingu að ræða fyrir unglinga. En hvern varðar um það. Vilji unglingar vera heimskir og lítils vitandi um uppruna sinn og tilvist fyrir utan rokkið, þá þeir um það. Sýningin hefst á aðfara brúarsmíð- ar, þegar ferjað var en hestar látnir synda. Þá voru laxalagnir nærri ferjustaðnum og eru þar enn, en veiðin það mikil á tíma brúarsmíðar að fólk hafði nóg að gera að salta lax- inn, sem var góð geymsluaðferð fyr- ir utan reykinn. Síðan komu útlend- ingar og blimskökkuðu augum á brúarstæðið. Að lokum kom Tryggvi og spurði um grjót. Allt var þetta skemmtilega leyst af hendi og með hraði, en inn í atburðarásina bland- að körlum og kerlingum sem þurftu að góna svolítið líka. Flóinn var nú kapítuli út af fyrir sig. Hann var svo blautur að hestum varð ekki við komið til að draga efni til brúarinn- ar frá Eyrarbakka, þar sem því hafði verið skipað upp. Kom þá eldhress maður og lagði fyrir vinnuflokk sinn, að þeir skyldu draga efnið til brúarinnar á sjálfum sér upp að Sel- fossi. Og það var gert. Verður ekki annað sagt en þeir eru seigir Sunnlendingar. Þeir grófu miklar áveitur seinna bæði í Flóa og á Skeiðum. Á Skeiðum lentu þeir á Óbilgjömu klöppinni, sem varð fræg af blaðaskrifum. Þeir klufu hana að vísu ekki eins og smjör en í gegn fóm þeir. Brúarsmíðin var margvís- legum erfiðleikum háð, en upp komst hún. f seinni hluta verksins er sýnt hvernig brúin stóð sig í upp- lifun fslands á öldinni. Fljótlega varð að setja reglur um hvernig fólk ferðaðist um brúna. Bannað var að skeiðríða eða hleypa hestum á brú- argólfinu og takmarka varð hvað mörgum hestum var hleypt á hana í einu. Fjárhópar máttu ekki vera stærri en svaraði tuttugu kindum. Svo komu bfiar og sími og voru sýn- ingar á þeim fyrirbærum einna skemmtilegustu atriðin. Þeir sem kynnu að halda á hér hafi aðeins verið lýst sýningu upptaln- inga fara villur vegar. Leikfjörið í þeim stóra hópi, sem tók þátt í sýn- ingunni lét sig aldrei. Litla leikhúsið á Selfossi bókstaflega titraði af þess- ari leikgleði. Atriðin voru blönduð söng, og það var sungið af krafti. Jóra bregður verndarengli. Ámi Valdimarsson (hlutverkl Tryggva Gunnarssonar. Ekki var mikið um ástalíf í sýning- unni, en einum tókst þó að gifta sig og var ánægjulegt að þeir urðu ekki fleiri. Fátt er fáfengilegra en löng ástaratriði, þar sem sagt er frá stór- um atburðum. í sambandi við þessa giftingu urðu skipti á sviðinu á milli tíma, sem gengu svo snöggt og snurðulaust fyrir sig, að ég hef ekki séð aðra eins leiklega glæsitilburði á sviði. Þegar brúin var komin stóð ekki á því að gestir birtust. Þar voru fram- arlega í flokki þeir Ingimundur fiðla og Símon Dalaskáld, sauðdrukkinn og síyrkjandi. Ekki var nú hermt eft- ir þessum mönnum. T.d. gat Símon ekki sagt ess um sína daga, en sagði í stað þess þorn. Orðtæki hans var: Blessunin mín, sem varð þá: Bleþþ- unin mín. En það telst engin skaði þótt dugnaðarforkarnir á Suður- landi hafi nú gleymt þessum mál- lesti Símonar. Þá er kölluð til sög- unnar sjálft fjallkvendið Jóra, sem Jórukleif er kennd við. Hún er svona eins og hálfvegis sögumaður. Að vísu bregður hún sér í bransann á hermannadansleik og bregður ka- valer sínum og skellir honum flöt- um með lipurlegum hælkrók. Þar hefur Jón minn Hjartarson ekki get- að stillt sig og orðið hernámsand- stæðingur. Jóra var óvætt sem lagð- ist á fé og ferðamenn á Hellisheiði samkvæmt þjóðsögum. Ekki er vitað um önnur erindi hennar og uppi var hún löngu fyrir brúarsmíðina. Þá er heldur ekki vitað til að hún sé dýr- lingur þeirra Sunnlendinga. Fyrir utan að rekja sögu brúar- smíðar og söguna eftir það fram á stríðsár er hér um mikla leiksýn- ingu að ræða, sem víða er bráð- skemmtileg. Leikarar lifa sig inn í hlutverkin og gæða þau margvísleg- um einkennum. Þurfi að grípa til leikbragða leysa þeir þau af hendi af þrótti og færni, eins og þegar gest- komandi lenti á bak ótemjunni, sem var frábært atriði. Hefur ekki fyrr sést jafnskörulegur reiðtúr á sviði. Tryggvi Gunnarsson er leikinn af Árna Valdimarssyni, og heldur hann vel og virðulega á því hlutverki. Þeir sem séð hafa sýninguna hafa skemmt sér ágætlega. Hún er mannmörg og finnst manni stund- um eins og hálfur Selfoss sé kominn á sviðið. Leikfélag Selfoss býður sem sagt upp á ágætt kvöld í litla húsinu sínu. Að þessu sinni hefur það að innihaldi sýningar að finna til og lifa í nútíð og fortíð, og lætur ekki sér- fræði úr einhverjum kennslufræð- um leiklistar buga sig. Indriði G. Þorstcinsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.