Tíminn - 28.11.1991, Page 3
Fimmtudagur 28. nóvember 1991
Tíminn 3
Brunabótamatið oftast hærra en fasteignaverð, nema í nágrannabæjum Reykjavíkur:
Dæmi um að veðsettar eign-
ir reyndust verðlausar rústir
Eriendis eru víðast rekin stórfyrirtæki, sem eingöngu annast mats-
gerðir fyrir lánastofnanir sem og fyrirtæki og einstaklinga sem eru
að kaupa og selja eignir. í Bandaríkjunum og Svíþjóð td. hvarflar
ekki að nokkurri iánastofnun að lána stórfé út á eign, án þess að
sérfróður maður hafí skoðað hana og metið til verðs. Hér á landi eru
hins vegar tii dæmi um það að þegar lánastofnun ætlaði að ganga að
veði fyrir láni, sem var í vanskiíum, þá kom í ijós að veðið var hrein-
lega ekki til sem slíkt, aðeins einskisverðar rústir.
Lánið hafði sem sagt verið út á eign
með áratuga gömlu brunabótamati.
Matið hafði aðeins verið framreiknað
eftir vísitölu ár hvert, en eignin geng-
ið svo mikið úr sér á tímabilinu að
hún var nánast ekki til lengur. „Svona
getur farið þegar menn gá ekki að
sér,“ sagði Guttormur Sigurbjöms-
son, formaður Matsmannafélags ís-
lands.
í fréttabréfi FMR og MFÍ fjallar hann
um fræðslu matsmanna hér á landi,
og lýsir þar m.a. undrun yfir því hví-
líkt tómlæti virðist ríkjandi hjá lána-
stofnunum varðandi mat og veðhæfi
eignanna sem þær lána út á. í ljósi
vaxandi aðsóknar að Matsmannaskól-
anum og námsstefnum, sem árlega
eru haldnar á vegum MFÍ, segir Gutt-
ormur það vekja athygli, m.a. þeirra
erlendu leiðbeinenda sem hingað
koma, hvað örfáir frá þeim bönkum
og stofnunum, sem lána út á fasteign-
ir, leiti eftir fræðslu á þessu sviði.
Gjaldþrotahrina
húsbréfakerfisins?
„Maður gæti haldið að þeir hugsuðu
sem svo, að veðin, sem eiga að tryggja
skilvísar greiðslur lánanna komi
þeim hreint ekki við. Hluta skýringa
þessa gæti verið að leita í því hvað
víða er bundið í lögum að við mat á
lánshæfi eigna skuli miða við bruna-
bótamaL Vonandi verður breyting á
þessu þegar sá tími kemur að hæst-
virtir alþingismenn ná því að verða
upplýstir um það, að þessi viðmiðun
er ekki brúkleg eins og málin standa í
dag. Kannski verður gjaldþrotahrina
húsbréfakerfisins til þess að kenna
mönnum nokkra iexíu á þessu sviði,
þegar og ef hún ríður yfir.“
Veruleg áhætta?
Guttormur var spurður hvort hann
telji ástæðu til að óttast að til slíkrar
gjaldþrotahrinu kunni að koma.
Hússtjómarskóli Reykjavíkur:
50 ára í
febrúar
Hússtjómarskóli Reykjavíkur verð-
ur 50 ára nú í febrúar. Aðstandend-
ur hafa ákveðið að halda afmælið
hátíðlegt laugardaginn 23. maí
1992.
Tilhögun hefur ekki verið endan-
lega ákveðin, en þó það að opið hús
verður í skólanum árdegis og hátíða-
dagskrá í Háskólabíói síðdegis.
Kvöldin eru ætluð aðskiljanlegum
árgöngum til ráðstöfunar. Þá er ver-
ið að rita sögu skólans og er hún
væntanieg um þetta leyti.
Tilmælum er beint til allra fyrrver-
andi nemenda um að hver árgangur
hafi samband sín í millum og kanni
væntanlega þátttöku. Síðan velji
þeir fulltrúa til að vera tengill við
skólann. Þá eru nemendur beðnir
um að safna áskriftum að afmælis-
ritinu, svo auðveldara sé að ákveða
upplagið.
Skólanefnd biður nemendur að
hafa samband við skólann sem fyrst.
-aá.
„Þetta eru oft geysilega há lán, sem
veitt eru gegnum húsbréfakerfið. Og
þegar það er gert gegn hlutfalli af svo
ótraustu mati eins og brunabótamatið
er, þá finnst mér að það hljóti oft að
vera tekin veruleg áhætta. Því það vita
allir, sem vilja vita, hve meingallað
brunabótamatið er, oft illa unnið og
handahófskenL Þar á ofan er ekki óal-
gengt að matið sé áratugagamalL hafi
aðeins verið rúllað upp með vísitölum
í gegnum árin, án þess að nokkur
maður hafi fylgst með eða hafi hug-
mynd um ástand eignanna." Að sögn
Guttorms er Ld. töluvert um það að
þegar eigendum fasteigna þykii
brunabótamat þeirra lægra en þeir
þurfi á að halda vegna veðsetningar,
þá fari þeir fram á endurmat til hækk-
unar. Og til slíks endurmats sé þá ekki
kallað á matsmenn sem slíka, heldur
brunabótamatsmenn þá, sem lögum
samkvæmt eigi að vera tveir í hverju
sveitarfélagi Iandsins. Auðvitað geti
ýmislegt gerst í slíkum tilfellum.
„Þetta er miklu alvarlegra mál held-
ur en margur gerir sér grein fyrir.
Þegar farið er að lána margar milljón-
ir króna, verðtryggðar, út á eina íbúð,
þá þarf vitanlega að leggja mat á það
hvort viðkomandi eign stendur undir
slíku láni,“ sagði Guttormur.
Kaupverðið grund-
vallarviðmiðun
Við kynningu húsbréfakerfisins, fyrir
upptöku þess, var m.a. fjallað um
ágalla brunabótamatsins og hug-
myndir um annað veðmat eigna, Ld. á
vegum Húsnæðisstofnunar sjálfrar.
Sigurður Geirsson, framkvæmdastj.
húsbréfadeildar, var því spurður hvort
brunabótamatið væri enn sem fyrr
lagt til grundvallar húsbréfalánum.
,Aðalviðmiðanir okkar eru bygging-
arkostnaður eða kaupverð. Hins veg-
ar förum við samt aldrei með þær við-
miðanir upp fyrir brunabótamat við-
komandi eigna. Því þó svo að menn
greini á um réttmæti brunabótamats-
ins, þá er ljóst, að komi eitthvað fyrir
fasteignina, þannig að greiða þurfi út
brunatjón, þá er brunabótamatið sú
upphæð sem greidd er út, en aldrei
meira, hversu vitlaus sem sú upphæð
kynni að vera að sumra áliti. Þar með
erum við bundin við hlutfall af bruna-
bótamati sem hámarksviðmiðun, þ.e.
þegar það er lægra heldur en söluverð
eða byggingarkostnaður."
Við sölu notaðra eigna úti á landi
segir Sigurður Ld. tæpast nokkru
sinni reyna á brunabótamatið, því
kaup-/söluverð sé þar nánast alltaf
lægra en kaupverð. Það sé aðallega á
höfuðborgarsvæðinu sem á þetta
reynir og þá sérstaklega í nágranna-
bæjum höfúðborgarinnar. í Ld.
Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði
virðist algengt að brunabótamat
eigna sé allverulega mikið lægra
heldur en kaupverð. Það sé helst á
þessum stöðum sem brunabótamatið
valdi mönnum vanda og töluvert um
að þeir óski endurmats. Sigurður
segir það mjög algengt að brunabóta-
mat eigna í þessum bæjum sé lægra
heldur en mat sambærilegra eigna í
Reykjavík. f Reykjavík sé kaupverð
eigna líka langofíast ívið lægra heldur
en brunabótamat, nema í allra nýj-
ustu borgarhverfunum. Lögumsam-
kvæmt hefur Húsnæðisstofhun
heimild til að skipa sérstaka mats-
menn og láta þá meta hveija eign sér-
staklega fyrir stofnunina. „Við höfum
gert þetta í einstökum málum. Hins
vegar gerum við þetta ekki að reglu,
enda finnst okkur að því yrði ofaukið
ef við færum að bæta við sérstöku
matskerfi fyrir Húsnæðisstofnun til
viðbótar þeim tveim sem fyrir eru:
fasteignamati og brunabótamati,"
segir Sigurður Geirsson. - HEI
Samkvæmt tóbaksvarnalögum er óheimilt
að reykja ó rakarastofum, hórgreiðslustofum
og snyrtistofum!
TÓBAKSVARNANEFND
NOTAÐAR VELAR OG TÆKI
SÝNISHORN LJR SÖLUSKRÁ
• Zetor 6945 1981 m/Alö tækjum • Zetor 5011 1981 • Massey Ferguson 690 4WD1984
• Massey Ferguson 365 1987 • Massey Ferguson 350 1987 • Massey Ferguson 365 2WD 1987
• Massey Ferguson 355 1988 • Massey Ferguson 390T 1990 • Massey Ferguson 690 2WD 1984
• Massey Ferguson 240 1986 • Case 1394 1985 • Claas R 44 rúllubindivél • Underhaug 7512
1990 pökkunarvél • Claas R 66 1987 rúllubindivél • Massey Ferguson 4 1987 bindivél
• Deutz Fahr 2.30 heybindivél • Krone 90 rúllubindivél • New Holland 378 bindivél
LEITIÐ NÁNARI UPPLÝSINGA
Mjög góú gretöslukjör í takmarkakn tíma
KAUPIÐ STRAX - ÞAÐ BORGAR SIG
HÖFÐABAKKA 9 ■ 112 REYKJAVÍK ■ SÍMI 91-670000