Tíminn - 28.11.1991, Síða 11

Tíminn - 28.11.1991, Síða 11
Fimmtudagur 28. nóvember 1991 Tíminn 11 *n lll Keflvíkingar — Suðurnesjamenn Framsóknarvlst veröur 1 Félagsheimillnu, Hafnargötu 62, miðvikudaga kl. 20.30. Allir velkomnir. Keflvíkingar Ákveðið hefur veríð að hafa bæjarmálafundi ki. 18.00 aila mánudaga til jóla. Allir velkomnir. Framsóknarfélögin. Kópavogsbúar — Nágrannar Spiluð verður framsóknarvist að Digranesvegi 12 næstkomandi sunnudag 1. desemberkl. 15.00. Kaffiveitingar. Góð verðlaun. Freyja, félag framsóknarkvenna. Keflvíkingar Skrifstofa framsóknarfélaganna að Hafnargötu 62, slmi 11070, verður opin mánu- daga 17-19, miövikudaga 17-19 og laugardaga 14-16. Muniö bæjarmálafundina. Reykjanes Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Digranesvegi 12, Kópavogi, er opin mánud.-fimmtud. kl. 17.00-19.00. Simi43222. Suðurland Skrifstofa Kjördæmissambands framsóknarfélaganna á Suöuriandi að Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á fimmtudögum kl. 16-18. Sími 22547. Fax 22852. Borgarnes - Opið hús I vetur verður að venju opiö hús á mánudögum frá kl. 20.30 til 21.30 ( Framsóknar- húsinu, Brákarbraut 1. Bæjarfulltmar flokksins verða þar til viðtals ásamt ýmsum fulltrúum (nefndum á vegum bæjarfélagsins. Heitt verður á könnunni og allir velkomnir til að ræða bæjarmálin. Simi 71633. Framsóknarfélag Borgamess. Borgarnes — Nærsveitir Spilum félagsvist i Félagsbæ föstudaginn 29. nóv. kl. 20.30. Annaö kvöldið i þriggja kvölda keppni. Mætum vel og stundvíslega. Framsóknarfélag Borgamess. Hafnfirðingar Skrifstofa Framsóknarfélaganna að Hverfisgötu 25, simi 51819, verður opin á fimmtudögum kl. 17.00-19.00. Allirvelkomnir. _ „ Framsóknarfélögln I Hafnarflrði. BÍLALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNIb ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar Landsbyeeðar- ÞJÓNUSTA fyrir fólk, stofnanir og fyrirtæki á landsbyggðinnl Pöntum varahluti og vörur. Samningsgerð, tilboð í flutninga. Lögfræðiþjónusta, kaup og sala bifreiða og húsnæðis. Okkur er ekkert óviðkomandi, sem getur léttfólki störfin. LANDSBYGGÐ HF Ármúla 5 -108 Reykjavík Símar 91-677585 & 91-677586 Box8285 Fax 91-677568 ■ 128 Reykjavík Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga POSTFAX 91-676-444 ,Ekki kalla mig svartan kvikmyndagerðarmann," segir Spike Lee. Svartir kvikmyndagerðarmenn vekja verðskuldaða athygli: Spike Lee er einn af þeim bestu Spike Lee hefur skipað sér á bekk með fremstu kvikmynda- gerðarmönnum Bandaríkjanna. Spike Lee er ekki lengur eini svarti kvikmyndaleikstjórinn sem vekur athygii. Ný bylgja blakkra leikstjóra er komin á kreik, þeir eru reiðir og þeir eru í Hollywood. Að gera kvikmyndir. Á kvikmyndahátíðinni í Cannes voru þeir mjög áberandi. Þama var Bill Duke með nýjustu mynd sína, A Rage in Harlem. John Singleton, sem ekki er nema 23 ára, var á staðnum með fyrstu mynd sína, The Boyz N the Hood. Að ógleymd- um Spike Lee, sem hefur á aðdá- unarverðan hátt vakið mikla at- hygli fyrir kvikmyndir sínar. Séu þeir þrír bomir saman, eiga þeir það sameiginlegt að hafa sama Íitarhátt og að vinna allir í sömu atvinnugrein. í raun og veru gera þeir frábærar kvikmyndir, sem sýna heiminum að draumaheim- urinn í Hollywood var aldrei til, og þeir gera þessar myndir upp á eig- in spýtur. Eiginlega minnir þetta á byltingu hinna blökku. „Ég ætla ekki að eyða tíma mín- um né kröftum f að segja við fólk: „Ekki kalla mig svartan kvik- myndagerðarmann." Ég er kvik- myndagerðarmaður, punktur," sagði Spike Lee í viðtali við tíma- ritið Rolling Stone nýlega. „Eitt af því mikilvægasta, sem Malcolm X sagði, var: „Hvað kaiiarðu svartan mann með doktorsgráðu í vísind- um? Negra." Ég held að sá dagur komi seint í Bandaríkjunum þegar hvít manneskja lítur á svarta manneskju án þess að taka eftir hörundslitnum," sagði Spike Lee. Kvikmyndir hans þykja vera, rétt eins og hann sjálfur, óvægnar, full- ar reiði, auðugar af hugmynda- flugi, ádeilugjamar og oftar en ekki frábærar. Hann hefur ekki ennþá gert leiðinlega kvikmynd, (reyndar kom Mo’ Better Blues hættulega nærri því) og meistara- verk hans, Do the Right Thing, gerð 1989, hefur sett hann á bekk með fremstu kvikmyndagerðar- mönnum í bandarískri kvik- mvndasögu. Á þessu ári komust 19 kvikmynd- ir eftir afrísk-ameríska kvikmynda- gerðarmenn á hvíta tjaldið í kvik- myndahúsum víða um heim. Reyndar eru þær bara 19 af 400 kvikmyndum alls, en em þó fieiri en nokkum tímann áður. Meðal mynda má nefna New Jack City eftir Mario Van Peebles, A Rage in Harlem eftir Bill Duke, Straight Out of Brooklyn eftir hinn 19 ára gamla Matty Rich, og Jungle Fever eftir Spike Lee. „Þegar samfélagið heldur fólki niðri, er verið að skapa umhverfi þar sem þetta fólk verður að vera helmingi betra og gáfaðra en und- ir venjulegum kringumstæðum," segir Spike Lee. Hann varð fyrir miklum von- brigðum árið 1989, þegar kvik- mynd Stevens Soderbergh, sex, lies & videotape, hiaut gullna pál- mann, en ekki Do the Right Thing. Og í ár varð hann fyrir sömu von- brigðum, þegar Jungle Fever hlaut ekki náð fyrir augum dómnefndar- innar, heldur fékk kvikmynd þeirra Coenbræðra, Barton Fink, gullna pálmann. Þrátt fyrir að Whoopi Goldberg hafi verið í dómnefndinni, finnst Lee hann vera fómarlamb kyn- þáttamisréttis. Að auki má hann búast við að aka- demían, sem veitir Óskarsverð- launin, hunsi kvikmyndina Jungle Fever snemma á næsta ári. Næsta kvikmynd hans, Malcolm X, getur átt von á að hljóta sömu útreið. En Spike Lee gefst ekki upp í barátt- unni og ætlar að halda áfram að búa til kvikmyndir í framtíðinni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.